Leita í fréttum mbl.is

Framsókn forðast fortíðina

Með kjörinu lýsa flokksmenn miklu vantrausti á þá sem hafa unnið í flokknum um lengri tíma og eru Sigundur Davíð Gunnlaugsson Sigmundssonar, mynd af Vísi 19.12.2008þá tengdari spillingarmálum fortíðarinnar, s.s. kvótakerfinu, einkavinavæðingu bankanna og einkavæðingu ríkisfyrirtækja. Í rauninni tók Sigmundur, nýr formaður, undir það vantraust í fréttatímum kvöldsins með þeim orðum að með því að velja nýjan mann til forystu veldu flokksmenn að sýna traust sem muni gera öðrum í samfélaginu frekar kleift að treysta flokknum.


mbl.is Sigmundur kjörinn formaður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ekki er nú nýji varaformaðurinn beint hafin yfir spillingu fortíðarinnar, þótt hún hafi nú kannski verið í heldur smærri skala en hjá guðfeðrunum Halldóri og co. Margir hefðu þó sagt af sér fyrir mun minni sakir erlendis.

Helgi (IP-tala skráð) 18.1.2009 kl. 21:51

2 Smámynd: Guðmundur Óli Scheving

Sæll Sigurjón.

Nýr formaður Framsóknarflokksins ókunnur og óplægður.

Mér finnst þetta ákveðin skilaboð til allra flokka.

Líka til forustuafla í Frjálslyndaflokknum.

Finnst þér það ekki ?

Kveðja

Guðmundur Óli

Guðmundur Óli Scheving, 18.1.2009 kl. 22:06

3 Smámynd: Sveinn Hjörtur

Sæll Sigurjón,

Ég skil ekki alveg titil þinn á greininni, en burt séð frá því, þá tel ég að Framsókn sé einmitt að takast á við fortíð sína. Hér hefur fortíðin verið gerð upp á þennan hátt sem þjóðin fær að sjá.

Ég held að það sé nokkuð til í því sem góður félagi minn hefur sagt um ykkur félagana og drambrölt ykkar og valdapot. Félagi minn þessi studdi ykkur vegna kvótaskoðunar ykkar. Hann sá svo í gegnum allt stórskotaliðið og hvernig stefndi.

Nú horfir þessi félagi minn á það að hann geti kosið Framsókn vegna þess að þeir þora að takast á við fortíð sína. Þú mátt ekki gleyma því Sigurjón að flokkurinn er yfir 90 ára gamall og það væri óvenjulegt ef ekki hefur verið tekist á og skoðanir ýmsar á leiðinni.

Getur verið að Frjálslyndir missi einstaklinga yfir í Framsókn? Tjá...ég sé að þú ert lítið að gera og ert velkomin í flokkinn. Þó ekki væri nema að undirbúa blót.

Kv.

Sveinn Hjörtur , 18.1.2009 kl. 22:22

4 Smámynd: Sveinn Hjörtur

Gleymdi að sína þér það sem ég hef verið að skoða og er afar ósáttur við. Nú þar sem ég er Framsóknarmaður þá getur verið að þú trúir mér ekki, en við sjáum til. Skoðaðu þetta frekar hér!

http://sveinnhj.blog.is/blog/sveinnhjartar/entry/773104/

Sveinn Hjörtur , 18.1.2009 kl. 22:37

5 Smámynd: Gunnar Skúli Ármannsson

Sæll Sigurjón,

það væri vonandi að fleiri flokkar tækju til hjá sér, ekki vanþörf á.

Gunnar Skúli Ármannsson, 18.1.2009 kl. 22:46

6 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Sæll Sigjurjón.

Ég óska Sigmundi til hamingju með formannskjörið, og vona að nýjum formanni auðnist að leiða flokkinn af villu vega til Brussel svo fljótt sem verða má.

kv.Guðrún María.

Guðrún María Óskarsdóttir., 19.1.2009 kl. 00:45

7 identicon

Fróðlegt að sjá að önnur stjórnmálaöfl eru farið að hafa áhyggjur

Sigurjón ég hvet þig til að taka þátt  jákvæðum hlutum frekar en að taka hluti úr samhengi og setja hluti á hvolf.

Ég er þeirrar skoðunar að þeir sem lasta þá hluti sem nú eru að gerast í Framsókn, séu þeir sem voru  sammála því kerfi sem var fyrir og eiga þeir því að þora að segja það frekar en að lasta  heilbrigða hluti eins og þá sem Framsókn stendur fyrir þessa dagana.

Flokkur sem þorir að horfa um öxl og vill læra af því og sýnir það í verki er ekki flokkur sem er hræddur við fortíðina.  það er mín skoðun.

Gunnar (IP-tala skráð) 19.1.2009 kl. 11:13

8 Smámynd: Sigurjón Þórðarson

Gunnar og Sveinn Hjörtur það veit enginn fyrir hvað Sigmundur stendur - ætlar hann að afnema íllræmt kvótakerfi? Er hann fulltrúi S hópsins?

Sigurjón Þórðarson, 19.1.2009 kl. 21:59

9 Smámynd: Georg Eiður Arnarson

 Sæll Sigurjón . Var ekki nýlega talað um fjandsamlega yfirtöku í framsókn ? Ég get ekki betur séð en að það fólk sem kvartaði hafi einmitt tapað .  kv .

Georg Eiður Arnarson, 20.1.2009 kl. 07:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband