Leita í fréttum mbl.is

Bandaríkjamenn hvetja Ísrael áfram

Ég á þess kost að fylgjast með fréttum á arabísku sjónvarpsstöðvunum Al Jazeera í Doha og Press TV. Sömuleiðis hef ég af og til fylgst með engilsaxnesku fréttastöðvunum eins og BBC. Það verður að segjast eins og er að maður á erfitt með að fylgjast með þessari grimmd þegar börnum og saklausu fólki er slátrað í stórum stíl af fólki sem maður hefði haldið að ætti að sýna meiri miskunn í ljósi þess að það eru ekki nema nokkrir áratugir síðan gyðingar bjuggu við ofsóknir.

Í byrjun átakanna mátti sjá samúð hjá BBC með málstað Ísraelanna en nú finnst mér eins og Tjallanum sé nóg boðið. Nú þegar þrjár vikur eru liðnar frá því að hernaðaraðgerðir byrjuðu taka Bandaríkjamenn upp á því, núna rétt í þessu, að skrifa minnisblað þar sem þeir sýna aðgerðum Ísraelsmanna skilning og nánast hvetja þá áfram. Sérstaklega er tíunduð nauðsyn þess að stöðva flæði vopna inn á Gaza-svæðið en maður hefði haldið að skilaboð ábyrgra stjórnvalda í Bandaríkjunum hefðu verið að slíðra sverðin með öllu.

Það verður nógu fróðlegt að vita hvernig Obama tekur á þessu í næstu viku.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurbjörn Friðriksson

Ísrael með sinn morðóða Ísraelsher hefur verið tekið undir verndarvæng Evrópulanda á margan hátt, t.d. tekur Ísrael þátt í Evróvision sönglagakeppninni, evrópskum íþróttaleikum, sem öðrum löndum frá Austurlöndum-nær fyrir botni Miðjarðarhafsins er ekki boðið.

Er einhver rasismi í gangi hjá Evrópubúum?  Ég legg til að Ísrael verði burtrekið úr öllum sér-evrópskum viðburðum sem þeir eru einir utan-Evrópulanda boðnir til þátttöku í.  Svo ég tali nú ekki um slit á stjórnmálasambandi Evrópusambandslanda við Ísrael. 

Næst bjóðum við Súdan til þátttöku í Evróvision keppninni þegar þeir hafa slátrað og/eða svelt Darfúríbúa til dauða endanlega?

Kveðja, Björn bóndi 

Sigurbjörn Friðriksson, 16.1.2009 kl. 17:17

2 identicon

Sá möguleiki að sverðin verði slíðruð með öllu. Hamas hefur lýst því yfir að þeir ætli að halda áfram að gera árásir á Ísrael hvað sem öðru líður. Friður af hálfu Ísraelsmanna myndi því þýða það eitt að Hamas fengi að gera árásir á Ísrael í friði.  

Hans Haraldsson (IP-tala skráð) 16.1.2009 kl. 19:13

3 Smámynd: Vilhjálmur Þorsteinsson

Svei mér þá ef þetta er ekki í fyrsta skipti sem við erum sammála, Sigurjón.  Vonandi gerist það oftar í framtíðinni.

Vilhjálmur Þorsteinsson, 16.1.2009 kl. 21:23

4 Smámynd: Heidi Strand

http://www.fpp.co.uk/online/09/01/atrocities.html

Heidi Strand, 16.1.2009 kl. 22:53

5 identicon

Ég sé líka Al-Jazeera og er búin að horfa á Ísraelsher slátra óbreyttum borgurum á Gaza frá því um jól, ég skil ekki hvers vegna alltaf er talað um "átök" í fréttum þar sem bardaginn er nánast algerlega einhliða, en það sést kannski best á tölum um látna.

Ég einsog margir aðrir íslendingar er alin upp alveg gegnsýrð af samúð með gyðingum, svo kom internetið...............og upplýsinga flæðið varð ekki alveg eins einstefnumerkt.

Staðreyndin er sú að enn þann dag í dag er þýska ríkið að borga gyðinugm stríðs-skaðabætur fyrir þær 5,1 til 5.9 milljónir gyðinga sem fórust í helförinni, vissuð þið að það fórust jafnmargir, 6 millj. frá sovétríkjunum í ww2 og þar af um 3 milljónir í vinnu og útrýmingarbúðum, og 2 millj. pólverja í vinnu og útr.búðum, enn í dag heyrir maður aldrei talað um það og hvað þá að það sé verið að borga þeim bætur.

Við erum líka alin upp við  hetjulegar sögur um fólk sem bjargaði gyðingum og andspyrnuhreyfingar sem áttu stóran þátt í að klekkja á þýskurunum og margar alveg snilld sérstaklega þessar frönsku, en í dag eru andspyrnu hreyfingar palestínumanna orðnar hryðjuverka hópur sem er réttdræpur af gyðingum.

Viðurkenni það hér með að samúð mín með núlifandi gyðingum er engin, þeir hafa ekkert gert til að verðskulda þá samúð sem forfeður þeirra áttu fullan rétt á.  Fyrirlitning mín er takmarkalaus. 

 Í fyrsta skipti á ævinni upplifi ég mig sem kynþáttahatara/rasista, gæti verið að það sem kallað hefur fram gyðingahatur forfeðra okkar sé af sömu rótum spunnið, s.s að gyðingar séu leiknir við að breytast úr fórnarlambi í kúgara, og hafi gert það áður með misjöfnum aðferðum, við erum jú að fylgjast með í beinni útsendingu í fyrsta skipti. 

Karlotta (IP-tala skráð) 17.1.2009 kl. 10:03

6 Smámynd: Björgvin R. Leifsson

Karlotta, ekki setja samansem merki milli þess að vera Gyðingur og þess að vera síonisti. Þetta tvennt þarf alls ekki að fara saman.

Björgvin R. Leifsson, 17.1.2009 kl. 11:14

7 Smámynd: Sigurbjörn Friðriksson

Björgvin R. Leifsson;  Hvað heldur þú að hlutfallið sé hjá gyðingum almennt í heiminum sem styðja hernaðaraðgerðir (fjöldamorð - þjóðarútrýmingu) Ísraelska hersins, þeir sem styðja - þeir sem eru á móti - þeir sem eru hlutlausir?

Ég bíð spenntur að heyra. 

Kveðja, Björn bóndi 

Sigurbjörn Friðriksson, 17.1.2009 kl. 21:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband