Leita í fréttum mbl.is

Rúmlega leikskólamenntað barn gat séð fram á þrot kerfisins

Í frétt Morgunblaðsins í dag á bls. 4 kemur fram að besta fiskveiðistjórnunarkerfi í heimi er komið í þrot og að fyrirsjáanlegt sé að verð á aflaheimildum lækki um 80%. Þetta þýðir ekkert annað en að fiskiveiðistjórnunarkerfið sem Sjálfstæðisflokkurinn og sérfræðingar Háskóla Íslands hafa breitt út um heimsbyggðina sem fagnaðarerindi er gjaldþrota.

Þetta kemur mér ekki á óvart enda er ég orðinn kjaftloppinn af að tala um það sem hvert barn með rúmlega leikskólamenntun hefði átt að sjá að gengi ekki upp. Reyndar tel ég víst að raunhæf lækkun á aflaheimildum sé ekki 80 heldur 90% - ef útgerðarfyrirtæki eru rekstrarhæf yfirleitt. 

Gefum okkur spútnikkútgerð, sérstaklega vel rekna, sem fær 300-kall á kílóið og að framlegð hvers kílós sé upp á 20% - þá hefur hún 60 kr. af kílóinu til að greiða vexti og afborganir af aflaheimildinni, fyrir leyfið til að veiða fisk. Þá er vonlaust að ætla að greiða vexti og afborganir af þúsundkallinum með 60-kallinum sem útgerðin gefur af sér.

Vonandi hætta ráðamenn þessari vonlausu afneitun og viðurkenna fyrirliggjandi staðreyndir og sömuleiðis að „uppbyggingar- og friðunarstefna“ hefur ekki gengið upp og getur ekki gengið upp.

Það hlýtur að vera augljóst öllum sem setja sig inn í málin.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Það hlýtur að vera ánægjulegt Sigurjón, ef verð á aflaheimildum lækkar.Væri ekki best ef það færi niðrí núll.Þá gætu þeir útgerðarmenn sem eru meðal annars búnir að kæra til mannréttindanefndar Sameinuðu Þjóðanna fengið aflaheimildir fyrir ekkert og farið að gera út.Það er fyrst og fremst mál þeirra sem hafa lánað út á kvóta hvort þeir tapa peningum.Þau útgerðafyrirtæki sem geta ekki borgað af lánum sínum fara að sjálfsögðu á uppboð eins og hver önnur fyrirtæki. 

Sigurgeir Jónsson, 14.1.2009 kl. 16:42

2 Smámynd: Dunni

Er svo innilega sammála fyrirsögninni.  Og vil bæta við að eftir 3 ár í barnaskóla hefði barnið getað gefið ríkisstjórninni góð ráð.  Alla vega hvað varðar heiðarleika og traust.

Dunni, 14.1.2009 kl. 19:01

3 Smámynd: Hallgrímur Guðmundsson

Það er búið að benda nokkuð oft á þetta, að sjálfsögðu höfðum við alltaf vitlaust fyrir okkur og mörgum nöfnum hefur maður verðið uppnefndur. Er það ekki kallað að skjóta sendiboðann?

Nú verða menn einfaldlega að viðurkenna vandamálið og taka á því, það er kristalskírt að nú verður að láta hendur standa fram úr ermum ef þetta á ekki að enda með stórkostulegri flugeldsýningu og þjóðargjaldþroti.

Það er einfaldlega þannig að sannleikurinn flýtur alltaf að lokum upp á yfirborðið, það á alveg jafnt við í þessu sem öllu öðru.

Sigurgeir, við erum að tala um sjávarútveginn nánast í heild sinn ekki einhverja örfáa gáðu að því.

Hallgrímur Guðmundsson, 14.1.2009 kl. 21:56

4 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Sæll Sigurjón.

Frjálslyndi flokkurinn er búinn að benda á þetta í 10 ár en þar er ansi mikill fórnarkostnaður að hér skyldi efnahagur landsins fyrst þurfa að hrynja til grunna áður en menn hugsanlega opna augun.

kv.Guðrún María.

Guðrún María Óskarsdóttir., 15.1.2009 kl. 01:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband