Leita í fréttum mbl.is

Einar Kristinn styðst enn við kerlingabækurnar sem hann gagnrýndi

Það eru vissulega gleðitíðindi að þorskveiðar skyldu vera auknar en sérkennilegt að aukningin skuli einungis vera 30 þúsund tonn.  Í rökstuðningi sjávarútvegsráðherra er vitnað í þær kerlingabækur sem hafa verið notaðar við „uppbyggingu“ þorskstofnsins síðasta eina og hálfa áratuginn. Aðferðin að veiða minna til að veiða meira seinna hefur einfaldlega sýnt sig að gengur ekki upp. 

Það er óneitanlega furðulegt að Einar Kristinn Guðfinnsson taki ekki þessar kerlingabækur reiknisfiskifræðinnar til endurskoðunar í ljósi árangursleysisins við uppbyggingu þorskstofnsins, efnahagsástandsins og síðast en ekki síst þess að Einar K. var sjálfur gagnrýnandi veiðiráðgjafarinnar áður en hann settist í stól sjávarútvegsráðherra.


mbl.is Viðbótin skilar 10 milljörðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Árni Gunnarsson

Rétt og satt. En líklega skiptir mestu máli að nýta sér þessa viðbót sem fyrsta skref til breytinga á núverandi kerfi. Þar sé ég fyrir mér að þessi 30000 tonn verði boðin til leigu í þeim strandbyggðum sem nú eru að mestu hrundar í tilliti sjálbærra búsetuskilyrða. Við eigum að hefja nýja sókn til uppbyggingar samfélags okkar með einföldum og ódýrum lausnum ef þær eru í boði. "Ódýrar og einfaldar lausnir" er ályktun sem ég geri mér grein fyrir að ýmsum muni finnast barnaleg í okkar flókna og miðstýrða samfélagi. Þó fæ ég ekki með neinu móti séð að þessi leið þyrfti að verða flókin ef pólitískur vilji og skilningur væri til staðar.

Árni Gunnarsson, 16.1.2009 kl. 17:52

2 Smámynd: Jón Kristjánsson

Árni, mundu hvað ráðherrann sagði um daginn: 

"Þeir sem hafa tekið á sig skerðinguna (lesist sægreifar) eiga að fá þessa auknu úthlutun".

Væri hins vegar aukningunni úthlutað, ekki boðin til leigu, á sjávarþorpin, 1000 á Patró, 1000 á Tálkna, 1000 á Bíldu o.s. frv. hringinn í kring um landið og staðirnir úthlutuðu svo til sinna þegna, myndu skapast mörg hundruð störf , - auknar þjóðartekjur og síðast en ekki síst, aukin bjartsýni fólksins í landinu. 

Jón Kristjánsson, 16.1.2009 kl. 20:16

3 Smámynd: Árni Gunnarsson

Undir þetta allt get ég heils hugar tekið Jón. Þessi hugmynd mín var einungis millileið til að slæva þær raddir sem hafa hrópað hæst um að kvótinn eigi ekki að vera félagsmálapakki. Í þeirri ályktun gleymist svo eins og við er að búast sú staðreynd að kvótinn er búinn að vera félagsmálapakki fyrir sægreifana sem síðan hafa búið til hagnað sem þeir hafa komið úr landi.

Árni Gunnarsson, 18.1.2009 kl. 18:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband