Leita í fréttum mbl.is

Upp úr hvaða töfrahatti var þessi tala dreginn upp ?

Samkvæmt ráðgjöf Hafró er ekki ráðlegt að halda til loðnuveiða frekar en til aukinnar þorskveiða þar sem ekki hafa enn mælst þau 400 þúsund tonn af loðnu á sundi í hafinu, sem er forsenda þess að veiðar séu leyfðar.  Þetta gerist þrátt fyrir að farið hafi verið eftir ráðgjöf Hafró í einu og öllu varðandi veiðar á umliðnum árum.

Mér finnst merkilegt að fulltrúar sjómanna eða hvað þá formaður Fiskifélags Íslands setji ekki spurningamerki við hvaðan þessi tala 400 þúsund tonn er komin.  Ég hef lengi leitað skýringa á því upp úr hvaða töfrahatti hún var dregin en ekki hafa verið nefnd nein líffræðileg rök fyrir tölunni góðu þó svo að hún hafi verið notuð til viðmiðunar í einhverja áratugi.  Fyrir þá sem enn trúa á ráðgjöf Hafró í blindni ættu að renna yfir stórmerkilega bloggfærslu Kristins Péturssonar frá því fyrr í dag.

 


mbl.is Ekki loðnuveiðar að svo stöddu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

Að veiða loðnu er að veiða mat þorksins...það vita allir!

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 9.1.2009 kl. 23:33

2 Smámynd: Sigurjón Þórðarson

Anna nú er vitað að þorskurinn er ekki að vaxa eins og hann gerði áður og hann er ekki heldur veiddur í sama mæli og áður. Nú er spurningin sú hvort sé gáfulegra að veiða þorskinn eða þá að hætta veiða loðnuna til þess að leyfa hvalnum og þorskinum að éta eilítið meira.

Mín líffræði segir mér að það sé skynsamlegt að veiða bæði þorsk og loðnuna í stað þess að maðurinn dragi sig út úr vistkerfinu og láti hringrásina í hafinu ganga sinn gang án afskipta mannsins. Eitt er víst þó svo að dregið verði úr veiðum þá mun hvorki staflast upp hér miðunum þorskur eða loðna.

Sigurjón Þórðarson, 10.1.2009 kl. 01:10

3 Smámynd: ThoR-E

Oft var þörf en nú er nauðsyn.

Á meðan efnahagsástandið er svona að þá á að auka kvóta umtalsvert. Jafnvel tímabundið ... og minnka jafnvel kvótann til styrkingar stofninum þegar ástandið hér hefur lagast.

Eða eigum við bara að skera niður áfram .. á spítulunum okkar.. og í kerfinu... NEI takk segi ég.

Við eigum gullkistu í hafinu (ennþá allavega...*ESB*) og hana eigum við að nýta.. sérstaklega í svona árferði.

Þessir menn sem þessu stjórna... þeir haga sér eins og vitfirrtir menn. Eigi þeir skömm fyrir að stöðva veiðar við íslandsstrendur!

ThoR-E, 10.1.2009 kl. 15:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband