29.12.2008 | 23:02
Síðbúið svar til Vilhjálms Jónssonar sjómanns
Vilhjálmur Jónsson beindi til mín eftirfarandi greinargóðum spurningum fyrr í mánuðinum sem mér láðist að svara og nú mun ég reyna að bæta úr því:
1) Frjálslyndir tala fyrir því að taka frá sérstakar úthlutanir á tugþúsundum tonna af bolfiski. Mig langar að heyra, nokkuð ítarlega, hvernig staðið yrði að skiptingu þessarra veiðiheimilda og hverjir kæmu þar að máli?
2) Núverandi kvótakerfi er staðreynd, allavega í bili. Brottkast er líka staðreynd sem ráðamenn leiða hjá sér. Einhverjar tillögur um að ná þeim fiski í land til vinnslu, t.d. á þessu fiskveiðaári?
3) Hefur þú eitthvert álit á þeirri vélvæðingu í línuveiðum sem átt hefur sér stað undanfarin ár? Á mannamáli, hvað eru allir þessir önglar að drepa á grunnslóð þegar stórir sem smáir vélabátar eru með línu í sjó allan sólarhringinn.
Ég vil svara þessum spurningum með því að vísa beint í ræðu Guðjóns Arnars Kristjánssonar, formanns Frjálslynda flokksins, sem hann flutti á Laugarvatni í fyrrasumar þar sem hann fer nokkuð nákvæmlega yfir hugmyndir sínar, hvernig best sé að komast út úr núverandi ógöngum við stjórn fiskveiða. Fjölmiðlar, s.s. DV, sneiddu hjá því að taka til umfjöllunar meginmál ræðunnar sem var skynsamlegri og réttlátari stjórn fiskveiða og reyndu í stað þess að búa til eitthvert rasistatal úr umræðu um stjórn fiskveiða og fyrirsjáanlegum þrengingum þjóðarbúsins. Hér að neðan er bútur úr ræðu Guðjóns Arnars sem svarar ágætlega spurningum 1 og 2 en hvað varðar spurningu 3 hef ég furðað mig á hvernig kerfið hefur hvatt til þess að smíðaðir séu bátar sem líta út eins og skókassar. Ég hef hins vegar ekki miklar áhyggjur af því að of mikið sé veitt eins og fram hefur komið:
Í vikunni kom enn ein svartnættisspáin frá Hafró um að lítið væri af þorski á Íslandsmiðum. Þessi framsetning eftir mikla þorskgengd á alla veiðislóð á síðastliðinni vertíð er í engu samræmi við það sem þeir, sem fiskveiðarnar stunda, segja af sinni reynslu á þessu ári. Margir skipstjórar við botnfiskveiðar hafa lýst því frá mismunandi veiðislóð allt í kringum land, að mikið af þorski væri á miðum þeirra. Margir skipstjórar hafa einnig verið á flótta undan þorski vegna lítils kvóta.
Leyfður þorskafl stjórnvalda er nú 130 þúsund tonn. Þetta er minni afli en verið hefur síðstliðin 98 ár, ef undan eru skilin fyrri heimsstyrjaldarárin. Þetta er nú sá árangur sem kvótakerfi með frjálsu framsali og leigukvótaokri hefur fært okkur Íslendingum eftir að við náðum þeim áfanga að sitja einir að veiðunum og reyna að stjórna sjálfir með kvótakerfi í aldarfjórðung.
Nú þarf að segja stopp. Setjum á jafnstöðuafla, 220 þúsund tonna þorskveiði árlega næstu þrjú árin. Metum síðan árangurinn. Ég spái því að hann verði betri en það sem við höfum gert frá 1984 með kvótabraskkerfinu.
Eftirfarandi verði nú gert næstu þrjú fiskveiðiár.
- Öll leiga og sala kvóta milli útgerða verði stöðvuð frá og með næstu áramótum. Sett verði lög um það að aðeins ríki og sveitarfélög megi leigja kvóta til útgerðar. Útgerð megi færa óveiddan kvóta milli fiskveiðiára eftir nánari reglum.
- Næstu þrjú fiskveiðiár verði þorskaflinn föst stærð, eða 220 þúsund tonn hvert ár. Undirmálsþorskur verði að tveimur þriðju utan kvóta til þess að stöðva brottkast smáþorsks úr afla og fá á land rétta árgangastærð og samsetningu ungfisks.
- Á hverju þessara þriggja ára verði 150 þúsund tonn í aflahlutdeildarkerfinu hvert ár. 25 þúsund tonn verði í byggðapotti næstu tvö ár og síðan 10 þúsund tonn, þriðja árið.
- Línuívilnun verði fimm þúsund tonn öll þrjú árin. 40 þúsund tonn af þorski verði boðin upp af ríkissjóði og sveitarfélögum þannig:
· 5000 tonn á togara litla og stóra.
· 5000 tonn á snurvoða- og netabáta.
· 5000 tonn á línubáta. Til helminga á véla- og landbeitta línu.
· 5000 tonn á handfærabáta undir 30 brúttótonn að stærð.
· 20.000 tonn til byggðarlaga. Boðin fram sem leigukvóti með forgang til þeirra sem mest hafa leigt hlutfallslega annarsvegar og þeirra sem hæst verð greiddu. Þessar tekjur renni til viðkomandi sveitarsjóða. Eftir tvö ár stækkar þessi pottur um 15 þúsund tonn, í 35 þúsund tonn.
Ég lagfærði uppsetninguna en breytti engu efnislega.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 30.12.2008 kl. 23:22 | Facebook
Bloggvinir
- Helga Þórðardóttir
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Jens Guð
- Hallgrímur Guðmundsson
- Ásta Hafberg S.
- Jóhann Elíasson
- Aðalheiður Ámundadóttir
- Óskar Helgi Helgason
- Georg Eiður Arnarson
- Óskar Þorkelsson
- Jakob Falur Kristinsson
- Kolbrún Stefánsdóttir
- Baldvin Jónsson
- Jakobína Ingunn Ólafsdóttir
- Ragnheiður Ólafsdóttir
- Hallur Magnússon
- Sigurður Þórðarson
- Gunnlaugur B Ólafsson
- Guðrún María Óskarsdóttir.
- Katrín
- Þarfagreinir
- Samtök sjálfstæðra í sjávarútvegi
- Frjálslyndi flokkurinn í Eyjafirði
- Hallgrímur Óli Helgason
- Jón Kristjánsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Jón Valur Jensson
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Kjartan Eggertsson
- Halla Rut
- Ingólfur Þór Guðmundsson
- Grétar Pétur Geirsson
- Guðrún Þóra Hjaltadóttir
- J. Einar Valur Bjarnason Maack
- ragnar bergsson
- Bjarni Harðarson
- Rannveig Þorvaldsdóttir
- Sigurður Sigurðsson
- Eiríkur Guðmundsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- erlahlyns.blogspot.com
- Agný
- Guðjón Ólafsson
- Einar Ben
- Jón Aðalsteinn Jónsson
- Georg P Sveinbjörnsson
- Gunnar Freyr Hafsteinsson
- Ólafur Ragnarsson
- Guðrún Magnea Helgadóttir
- Ólafur Björn Ólafsson
- Halldór Jónsson
- Elvar Atli Konráðsson
- Kristján H Theódórsson
- Guðjón Sigþór Jensson
- Helgi Már Barðason
- Brynja Hlíf Þorsteinsdóttir
- Víðir Benediktsson
- Valgerður Sigurðardóttir
- Jens Sigurjónsson
- Vestfirðir
- Sigurður Ásbjörnsson
- Jón Magnússon
- Viðar Friðgeirsson
- Axel Jóhannes Yngvason
- Svava S. Steinars
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Quackmore
- Árni "Gamli" Einarsson
- Haukur Már Helgason
- Þóra Guðmundsdóttir
- Heiða Þórðar
- Steingrímur Ólafsson
- Vefritid
- Ársæll Níelsson
- S. Einar Sigurðsson
- Rannveig H
- Gísli Gíslason
- Bjarni Kjartansson
- Steingrímur Helgason
- Fiðrildi
- Baldur Fjölnisson
- Þorsteinn Ásgeirsson (Icerock)
- Linda Lea Bogadóttir
- Félag Ungra Frjálslyndra
- Hanna
- Sverrir Stormsker
- Ottó Marvin Gunnarsson
- gudni.is
- Einar Vignir Einarsson
- Hákon Unnar Seljan Jóhannsson
- Valgerður Halldórsdóttir
- Guðmundur Jónas Kristjánsson
- Sæþór Helgi Jensson
- Fríða Björk Einarsdóttir
- Jóhann Kristjánsson
- Oddur Helgi Halldórsson
- Guðrún Jóna Gunnarsdóttir
- María Harðardóttir og Þorsteinn Narfason
- Grétar Rögnvarsson
- Ragnar Þór Ingólfsson
- Róbert Guðmundur Schmidt
- Steinn Hafliðason
- Landssamband ungra frjálslyndra
- Bergþóra Árnadóttir - RIP 15.2.48 - 8.3.07
- Þórir Aðalsteinsson
- Vilborg Traustadóttir
- Arnþrúður Karlsdóttir
- Sævar Einarsson
- Ketilás
- Ómar Pétursson
- Eyþór Grétar Grétarsson
- FF
- Jón Þór Bjarnason
- Óskar Þ. G. Eiríksson
- Vilhjálmur Árnason
- Alexander Kristófer Gústafsson
- Róbert Tómasson
- Landvernd
- ThoR-E
- Haraldur Baldursson
- Sigurður Jón Hreinsson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- busblog.is
- Sigríður Inga Sigurjónsdóttir
- Himmalingur
- Svanhildur Karlsdóttir
- Gísli Birgir Ómarsson
- Árni Árnason
- Grétar Mar Jónsson
- Perla
- Ingunn Guðnadóttir
- Irma Þöll
- Skattborgari
- Gulli litli
- Jón Snæbjörnsson
- Þráinn Jökull Elísson
- Sigríður Elfa Eyjólfsdóttir
- Mál 214
- Bullukolla
- kreppukallinn
- hreinsamviska
- Arinbjörn Kúld
- Orgar
- Guðjón Baldursson
- Gunnar Þór Gunnarsson
- Hörður B Hjartarson
- Gunnar Björn Björnsson
- Haraldur Hansson
- Þórólfur S. Finnsson
- Birna Steingrímsdóttir
- Gestur Guðjónsson
- Jónas Rafnar Ingason
- Stríða
- Götusmiðjan
- Brynja skordal
- Haraldur Bjarnason
- Guðmundur Óli Scheving
- Ásta
- Markús frá Djúpalæk
- Jörundur Garðarsson
- MIS
- Þorsteinn H. Gunnarsson
- Björn Júlíus Grímsson
- S Kristján Ingimarsson
- Bryndís Haraldsdóttir
- Þórður Björn Sigurðsson
- Magnús Kristjánsson
- Bergur Sigurðsson
- Guðrún Ólafía Brynleifsdóttir
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Ólafía Herborg Jóhannsdóttir
- Heimssýn
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Óskar Arnórsson
- Sigurbjörn Svavarsson
- Árni Davíðsson
- Lúðvík Lúðvíksson
- Árelíus Örn Þórðarson
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Jakob Þór Haraldsson
- Guðrún Katrín Árnadóttir
- Þorsteinn Valur Baldvinsson
- L.i.ú.
- Rafn Gíslason
- Vilhjálmur Sveinn Björnsson
- Samtök Fullveldissinna
- Vaktin
- Arnar Guðmundsson
- Lárus Baldursson
- Sveinn Elías Hansson
- Þórarinn Baldursson
- Kjartan Magnússon
- ÞJÓÐARHEIÐUR - SAMTÖK GEGN ICESAVE
- Berglind Steinsdóttir
- Bjarney Vigdís Ingimundardóttir
- BJÖRK
- Björn Emilsson
- Dagný
- Dominus Sanctus.
- Friðgeir Sveinsson
- Guðmundur Ásgeirsson
- Guðmundur Pálsson
- Helgi Þór Gunnarsson
- Högni Snær Hauksson
- Inga Sæland Ástvaldsdóttir
- Jón Þórhallsson
- Kristján P. Gudmundsson
- Ómar Bjarki Smárason
- Ragnar Stefán Rögnvaldsson
- Rósa Aðalsteinsdóttir
- Samstaða þjóðar
- Sigurður Ingólfsson
- Stefán Júlíusson
- Sumarliði Einar Daðason
- Sveinn Björnsson
- Tryggvi Gunnar Hansen
- Úrsúla Jünemann
- Valdimar H Jóhannesson
Tenglar
Mínir tenglar
- Losnað við pestina Þetta hefur reynst mér vel við að losna við allar pestir þá 5 mánuði sem ég hef reynt immiflexið
- Ginseng Hér fæ ég kraftinn
- Frjálslyndi flokkurinn Vill breyta kvótakerfinu
- Ungmennasamband Skagafjarðar Ég er formaður
- Hér kaupi ég tölvudótið Ódýrt og gott
Sjávarútvegsmál
- Hafró Stofnunin þar sem ákveðið er hversu mikið má veiða
- Landssamband íslenskra útvegsmanna LÍÚ
- Landssamband smábátaeigenda LS
- Jörgen Niclasen Formaður Fólkaflokksins í Færeyjum
- Helgi Áss Grétarsson Sérfræðingur í HÍ á vegum LÍÚ
Fréttamiðlar
- Al Jazeera Gefur Bandaríkjamönnum engin grið
- BBC BBC
- Börsen Dönsk fjármálasíða
- Seðlabankinn Musteri Davíðs
Nýjustu athugasemdir
- Bara ef það hentar mér: Hér má sjá ráðleggingar Hafró um afla hvers árs og það sem enda... 7.1.2025
- Bara ef það hentar mér: "Vagn" svei mér þá þú ert bara mun meiri "GRAUTARHAUS" en ég ha... 7.1.2025
- Bara ef það hentar mér: Jóhann, úthlutaður kvóti, veiðiheimildir, er ekki það sama og r... 7.1.2025
- Bara ef það hentar mér: Pálmi það skal tekið fram að ég fylgjandi auknum veiðiheimildum... 7.1.2025
- Bara ef það hentar mér: Sæll Sigurjón Þú ert bara ekki að bera saman epli og epli. Þú v... 7.1.2025
- Bara ef það hentar mér: Hvað er eiginlega á milli eyrnanna á þér "Vagn"???? Kvóti og v... 7.1.2025
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.1.): 0
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 86
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 73
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Myndaalbúm
Eldri færslur
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Janúar 2024
- Apríl 2023
- Október 2022
- Október 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Janúar 2019
- Apríl 2018
- Desember 2017
- Október 2016
- Ágúst 2016
- Janúar 2016
- Nóvember 2015
- Nóvember 2014
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Desember 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
Athugasemdir
þetta er að mörgu leiti ágætt Sigurjón en það er samt eitt atriði sem ég staldra alltaf við. "Línuívilnun" Það vantar fullkomlega alvöru rökstuning fyrir henni. Hef svo sem heyrt margar skýringar en þær bara standast ekki.
Víðir Benediktsson, 30.12.2008 kl. 00:08
Sæll Sigurjón.
Mér finnast hugmyndir Guðjóns ekki í neinu samhengi við raunveruleikann.Hryggjarstykkið hjá honum er opinber útdeiling veiðiheimilda.
Við sem vinnum við útveg höfum reynslu af opinberum afskiptum, enda hefur stærsta vandamálið í fiskveiðistjórnuninni verið undirmálshugsun bæði í ráðuneyti og á löggjafarþingi.
Undanfarin ár hefur "opinbera" verið að úthluta byggðakvóta. Þessi úthlutun er ein samfelld hryggðarmynd, byggðakvóti er víða uppspretta illdeilna og mismununar, hann er fénýttur með framsali og fellur jafnvel ónýttur niður vegna klögumála.
Skrautlegt yrði að fylgjast með ráðuneyti og sveitarstjórnum við úthlutun á þessum stóra skammti Guðjóns sem væri etv tífaldur núverandi byggðakvóti.
Ég átta mig engan veginn á uppboðs og leiguhugmyndum Guðjóns, er t.d. hugmyndin að bjóða upp þann kvóta sem við í útgerð höfum keypt( ca 80% af úthlutun) og skila hverjum andvirðinu?
Að mínu viti væri skref í rétta átt að leggja sérstakan 80-90% skatt á fénýtingu kvóta með framsali.
Guðjón talar fyrir því að undirmálsþorskur verði að 2/3 hlutum utan kvóta.Mættu þá 2/3 hlutar eins róðurs vera undirmál? Eða hvað með ýsuna, þar er líka undirmál. Vilji menn breyta kerfinu, þá þarf að hugsa dæmið til enda.
Línuívilnun er rangnefni, nákvæmara er að tala um balaívilnun.Sú sértæka úthlutun hyglir einungis þeirri línuútgerð sem handbeitir í bala. Heilu byggðarlögin nota uppstokkun í landi, sem er álíka tímafrek vinna. Sú línuútgerð er sett hjá, algerlega rakalaust af hendi ráðherrans að vestan.
Þú hefur ekki áhyggjur af ofveiði, en vonandi er þér ekki sama hvernig gengið er um fiskimiðin. Stærðarsamsetning afla hefur gjörbreytst vegna línuveiða, við erum að veiða fleiri fiska en áður, þrátt fyrir skertan kvóta. Og hvað skilja önglar eftir mikið af dauðvona fiski sem slitnar af eða særist?
Með bestu kveðju, Vilhj
Vilhjálmur Jónsson (IP-tala skráð) 30.12.2008 kl. 15:02
Sælir
Hvað myndi gerast ef Hafró sendi frá sér tilkynningu um að ekki væri þörf á sérstakri stjórn fiskveiða að sinni ? Uppbygging þorskstofnsins með þeirra aðferðum hefði ekki verið að gera sig og endurmat gagna hefði sýnt að fremur þyrfti að veiða meira en minna.
Myndu þá þeir sem "eignast" hafa kvóta ekki geta unnt öðrum að fara að veiða, jafnvel þó þeir gætu aukið eigin veiðar líka?
Jón Kristjánsson, 30.12.2008 kl. 22:24
Hvað myndi gerast ef stjórnvöld myndu ekki útdeila kvótanum?
Færi útgerðin þá í skaðabótamál?
Getur hún þá ekki farið í mál við ríkið nú þegar vegna skerðingar á "eign" sem búið er að fjárfesta fyrir?
Rúnar Karvel Guðmundsson, 31.12.2008 kl. 10:05
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.