21.12.2008 | 21:21
Einbeittur spillingarvilji Samfylkingarinnar
Fréttir dagsins bera með sér að Samfylkingin sé að fella niður skuldir hjá ríkum og gefa þær fátækum eins og Egill Helgason orðaði það svo skemmtilega þegar uppvíst varð að jafnaðarmannaflokkurinn er að aflétta skuldum hjá Milestone og hækka skatta, loka fyrir innritun nýnema í háskólum, hækka komugjöld hjá sjúklingum og almennt skerða lífsgæði almennings til framtíðar. Þetta og meira til er til þess að eigendur fyrirtækjanna geti eins og ekkert hafi í skorist haldið óbreyttum rekstri áfram.
Það var ekki mikill kraftur í kvöld í umfjöllun um þessi mál í sjónvarpsstöðvum landsmanna, í fréttatímunum, en þó gat ég ekki betur heyrt en að fréttamennirnir segðu að skuldir sem falla á almenning vegna Icesave yrðu ekki 100 milljarðar heldur ríflega 200 milljarðar. Frá þessu var sagt eins og þetta væru hversdagsleg tíðindi. Mismunurinn samsvarar upphæð sem nemur öllum útflutningi sjávarafurða landsmanna á einu ári.
Ekki get ég álasað fréttamönnunum enda er mikil hætta á því að þeir verði samdauna og meðvirkir í rugli og óráðsíu stjórnvalda - og svo eru að koma jól og þá er skemmtilegra að segja frá einhverju eins og fyrirhuguðum olíugróða Össurar Skarphéðinssonar á þriðja áratug aldarinnar.
Sigmundur Ernir ákvað að gera spillinguna að umtalsefni í Mannamáli kvöldsins og bauð í þáttinn til sín Óla Birni Kárasyni blaðamanni, fyrrum ritstjóra DV, og Bjarna Benediktssyni sem nýverið lét af stjórnarformennsku í N1 og þekkir því viðskiptalífið náið af eigin raun. Ekki vildi Bjarni meina að það væri tímabært að kveða upp úr með það hvers vegna hlutirnir hefðu farið úr böndunum og hverjum væri um að kenna. Allt væri mjög óljóst - enda hefur engin rannsókn farið fram og svo virðist sem enginn raunverulegur áhugi sé á að rannsaka aðdragandann. Það á að setja helmingi lægri upphæð í rannsóknina en þær 350 milljónir sem fóru í almannatengslaáætlunina, hernaðarráðgjafann og allt það rugl.
Bjarni tók þó eitt skýrt fram, hann vildi gera greinarmun á venjulegum íslenskum fyrirtækjum og síðan útrásarfyrirtækjum. Ég er á því að mörg fyrirtæki hafi verið keypt með skuldsettri yfirtöku, m.a. N1, og á þeim hvíla gríðarlegar skuldir sem verða þungur baggi að bera. Mér finnst ekki hægt að undanskilja þau og þá válegu þróun sem þjóðin er að bíta úr nálinni með.
Mér fannst samt eiginlega hámark vitleysunnar í umfjölluninni hjá Sigmundi þegar fyrrum ritstjóri DV náði að sannfæra Bjarna og Sigmund um að upphaf ógæfu Íslendinga mætti rekja beint til opinberra afskipta stjórnvalda Bandaríkjanna af húsnæðismarkaðnum. Viðmælendur voru mjög bjartsýnir á að þær aðgerðir sem stjórnin hér stæði fyrir myndi leiða landið á betri veg. Ef menn ætla að komast fram úr þessu ástandi verða þeir að vita hvar þeir eru staddir og ég hef því miður ekki orðið var við aðgerðir í samfélaginu sem væru til þess fallnar að auka tekjur þjóðarbúsins, t.d. með fiskveiðum.
Kalla á heildarendurskoðun á samkeppnisumhverfinu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bloggvinir
- Helga Þórðardóttir
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Jens Guð
- Hallgrímur Guðmundsson
- Ásta Hafberg S.
- Jóhann Elíasson
- Aðalheiður Ámundadóttir
- Óskar Helgi Helgason
- Georg Eiður Arnarson
- Óskar Þorkelsson
- Jakob Falur Kristinsson
- Kolbrún Stefánsdóttir
- Baldvin Jónsson
- Jakobína Ingunn Ólafsdóttir
- Ragnheiður Ólafsdóttir
- Hallur Magnússon
- Sigurður Þórðarson
- Gunnlaugur B Ólafsson
- Guðrún María Óskarsdóttir.
- Katrín
- Þarfagreinir
- Samtök sjálfstæðra í sjávarútvegi
- Frjálslyndi flokkurinn í Eyjafirði
- Hallgrímur Óli Helgason
- Jón Kristjánsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Jón Valur Jensson
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Kjartan Eggertsson
- Halla Rut
- Ingólfur Þór Guðmundsson
- Grétar Pétur Geirsson
- Guðrún Þóra Hjaltadóttir
- J. Einar Valur Bjarnason Maack
- ragnar bergsson
- Bjarni Harðarson
- Rannveig Þorvaldsdóttir
- Sigurður Sigurðsson
- Eiríkur Guðmundsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- erlahlyns.blogspot.com
- Agný
- Guðjón Ólafsson
- Einar Ben
- Jón Aðalsteinn Jónsson
- Georg P Sveinbjörnsson
- Gunnar Freyr Hafsteinsson
- Ólafur Ragnarsson
- Guðrún Magnea Helgadóttir
- Ólafur Björn Ólafsson
- Halldór Jónsson
- Elvar Atli Konráðsson
- Kristján H Theódórsson
- Guðjón Sigþór Jensson
- Helgi Már Barðason
- Brynja Hlíf Þorsteinsdóttir
- Víðir Benediktsson
- Valgerður Sigurðardóttir
- Jens Sigurjónsson
- Vestfirðir
- Sigurður Ásbjörnsson
- Jón Magnússon
- Viðar Friðgeirsson
- Axel Jóhannes Yngvason
- Svava S. Steinars
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Quackmore
- Árni "Gamli" Einarsson
- Haukur Már Helgason
- Þóra Guðmundsdóttir
- Heiða Þórðar
- Steingrímur Ólafsson
- Vefritid
- Ársæll Níelsson
- S. Einar Sigurðsson
- Rannveig H
- Gísli Gíslason
- Bjarni Kjartansson
- Steingrímur Helgason
- Fiðrildi
- Baldur Fjölnisson
- Þorsteinn Ásgeirsson (Icerock)
- Linda Lea Bogadóttir
- Félag Ungra Frjálslyndra
- Hanna
- Sverrir Stormsker
- Ottó Marvin Gunnarsson
- gudni.is
- Einar Vignir Einarsson
- Hákon Unnar Seljan Jóhannsson
- Valgerður Halldórsdóttir
- Guðmundur Jónas Kristjánsson
- Sæþór Helgi Jensson
- Fríða Björk Einarsdóttir
- Jóhann Kristjánsson
- Oddur Helgi Halldórsson
- Guðrún Jóna Gunnarsdóttir
- María Harðardóttir og Þorsteinn Narfason
- Grétar Rögnvarsson
- Ragnar Þór Ingólfsson
- Róbert Guðmundur Schmidt
- Steinn Hafliðason
- Landssamband ungra frjálslyndra
- Bergþóra Árnadóttir - RIP 15.2.48 - 8.3.07
- Þórir Aðalsteinsson
- Vilborg Traustadóttir
- Arnþrúður Karlsdóttir
- Sævar Einarsson
- Ketilás
- Ómar Pétursson
- Eyþór Grétar Grétarsson
- FF
- Jón Þór Bjarnason
- Óskar Þ. G. Eiríksson
- Vilhjálmur Árnason
- Alexander Kristófer Gústafsson
- Róbert Tómasson
- Landvernd
- ThoR-E
- Haraldur Baldursson
- Sigurður Jón Hreinsson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- busblog.is
- Sigríður Inga Sigurjónsdóttir
- Himmalingur
- Svanhildur Karlsdóttir
- Gísli Birgir Ómarsson
- Árni Árnason
- Grétar Mar Jónsson
- Perla
- Ingunn Guðnadóttir
- Irma Þöll
- Skattborgari
- Gulli litli
- Jón Snæbjörnsson
- Þráinn Jökull Elísson
- Sigríður Elfa Eyjólfsdóttir
- Mál 214
- Bullukolla
- kreppukallinn
- hreinsamviska
- Arinbjörn Kúld
- Orgar
- Guðjón Baldursson
- Gunnar Þór Gunnarsson
- Hörður B Hjartarson
- Gunnar Björn Björnsson
- Haraldur Hansson
- Þórólfur S. Finnsson
- Birna Steingrímsdóttir
- Gestur Guðjónsson
- Jónas Rafnar Ingason
- Stríða
- Götusmiðjan
- Brynja skordal
- Haraldur Bjarnason
- Guðmundur Óli Scheving
- Ásta
- Markús frá Djúpalæk
- Jörundur Garðarsson
- MIS
- Þorsteinn H. Gunnarsson
- Björn Júlíus Grímsson
- S Kristján Ingimarsson
- Bryndís Haraldsdóttir
- Þórður Björn Sigurðsson
- Magnús Kristjánsson
- Bergur Sigurðsson
- Guðrún Ólafía Brynleifsdóttir
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Ólafía Herborg Jóhannsdóttir
- Heimssýn
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Óskar Arnórsson
- Sigurbjörn Svavarsson
- Árni Davíðsson
- Lúðvík Lúðvíksson
- Árelíus Örn Þórðarson
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Jakob Þór Haraldsson
- Guðrún Katrín Árnadóttir
- Þorsteinn Valur Baldvinsson
- L.i.ú.
- Rafn Gíslason
- Vilhjálmur Sveinn Björnsson
- Samtök Fullveldissinna
- Vaktin
- Arnar Guðmundsson
- Lárus Baldursson
- Sveinn Elías Hansson
- Þórarinn Baldursson
- Kjartan Magnússon
- ÞJÓÐARHEIÐUR - SAMTÖK GEGN ICESAVE
- Berglind Steinsdóttir
- Bjarney Vigdís Ingimundardóttir
- BJÖRK
- Björn Emilsson
- Dagný
- Dominus Sanctus.
- Friðgeir Sveinsson
- Guðmundur Ásgeirsson
- Guðmundur Pálsson
- Helgi Þór Gunnarsson
- Högni Snær Hauksson
- Inga Sæland Ástvaldsdóttir
- Jón Þórhallsson
- Kristján P. Gudmundsson
- Ómar Bjarki Smárason
- Ragnar Stefán Rögnvaldsson
- Rósa Aðalsteinsdóttir
- Samstaða þjóðar
- Sigurður Ingólfsson
- Stefán Júlíusson
- Sumarliði Einar Daðason
- Sveinn Björnsson
- Tryggvi Gunnar Hansen
- Úrsúla Jünemann
- Valdimar H Jóhannesson
Tenglar
Mínir tenglar
- Losnað við pestina Þetta hefur reynst mér vel við að losna við allar pestir þá 5 mánuði sem ég hef reynt immiflexið
- Ginseng Hér fæ ég kraftinn
- Frjálslyndi flokkurinn Vill breyta kvótakerfinu
- Ungmennasamband Skagafjarðar Ég er formaður
- Hér kaupi ég tölvudótið Ódýrt og gott
Sjávarútvegsmál
- Hafró Stofnunin þar sem ákveðið er hversu mikið má veiða
- Landssamband íslenskra útvegsmanna LÍÚ
- Landssamband smábátaeigenda LS
- Jörgen Niclasen Formaður Fólkaflokksins í Færeyjum
- Helgi Áss Grétarsson Sérfræðingur í HÍ á vegum LÍÚ
Fréttamiðlar
- Al Jazeera Gefur Bandaríkjamönnum engin grið
- BBC BBC
- Börsen Dönsk fjármálasíða
- Seðlabankinn Musteri Davíðs
Nýjustu athugasemdir
- Bara ef það hentar mér: Hér má sjá ráðleggingar Hafró um afla hvers árs og það sem enda... 7.1.2025
- Bara ef það hentar mér: "Vagn" svei mér þá þú ert bara mun meiri "GRAUTARHAUS" en ég ha... 7.1.2025
- Bara ef það hentar mér: Jóhann, úthlutaður kvóti, veiðiheimildir, er ekki það sama og r... 7.1.2025
- Bara ef það hentar mér: Pálmi það skal tekið fram að ég fylgjandi auknum veiðiheimildum... 7.1.2025
- Bara ef það hentar mér: Sæll Sigurjón Þú ert bara ekki að bera saman epli og epli. Þú v... 7.1.2025
- Bara ef það hentar mér: Hvað er eiginlega á milli eyrnanna á þér "Vagn"???? Kvóti og v... 7.1.2025
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.1.): 0
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 86
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 73
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Myndaalbúm
Eldri færslur
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Janúar 2024
- Apríl 2023
- Október 2022
- Október 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Janúar 2019
- Apríl 2018
- Desember 2017
- Október 2016
- Ágúst 2016
- Janúar 2016
- Nóvember 2015
- Nóvember 2014
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Desember 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
Af mbl.is
Erlent
- Trump náðar stuðningsmenn sína
- Gert að sæta upptöku úra og gulls
- Játaði allt á fyrsta degi
- Gullöld Bandaríkjanna hefst núna
- Skutu pilt fyrir sveðjuatlögu
- Tilfinningaþrungin stund: Hafa endurheimt lífið
- Biden náðar fyrir fram
- Trump tekinn við sem forseti Bandaríkjanna
- Beint: Trump sver embættiseið
- Hundruð sænskra hermanna til Lettlands
Athugasemdir
Ætti flokkurinn ekki að heita Samspillingin.
Þorvaldur Guðmundsson, 21.12.2008 kl. 21:33
Egill Helga, eru ráðnir til að sjá um hagsmuni Samdylkingarinnar og esb , þeir stunda skoðanakúun með einstefnu sinni.
jk (IP-tala skráð) 21.12.2008 kl. 21:52
Hagsmuni Samfylkingarinnar.
jk (IP-tala skráð) 21.12.2008 kl. 21:53
Samfylkingin á ekkert erindi í íslensk stjórnmál enda hefur hún sýnt það svo ekki verður um villst þessa mánuði sem hún hefur verið í ríkisstjórn. Það kallast varla stjórnmál að hafa eitt pólitískt markmið sem er það að koma íslenskri valdstjórn í annara hendur. Á meðan formaður flokksins þeyttist um heimsbyggðina til að afla okkur fylgis í Öryggisráðið sátu liðsmenn hennar kófsveittir við að semja ræður og skýrslur um hversu langan-eða skamman tíma það tæki að semja um inngöngu okkar í ESB.
Þú ert blátt áfram skyldugur til þess Sigurjón að stofna nýjan flokk með okkur sem erum í þann mund að yfirgefa Frjálslynda flokkinn og hinum sem búnir eru að því. Þú ert sá eini úr gamla forystuliði okkar sem hefur komist heill og óskemmdur frá allri þeirri hringavitleysu sem hrjáð hefur flokkinn undangengin missiri,- og sér ekki fyrir endann á því öllu.
Árni Gunnarsson, 21.12.2008 kl. 22:22
Gæti ekki verið meira sammála.ÁFRAM SIGURJÓN,þjóðin þarf HJÁLP frá þér.Baráttan kemur með nýju FÓLKI.
Guðrún Hlín (IP-tala skráð) 21.12.2008 kl. 23:16
Þessi frásögn þín um að skuldin sé ekki "100 milljarðar heldur ríflega 200 milljarðar" smellpassar við það sem ég lærði af eldri manni sem er með áratuga reynslu sem stjórnandi í íslensku athafnalífi. Ég man alltaf eftir þessu
Hann sagði að ef einhver segðist skulda 1 milljón skuldaði viðkomandi í raun 2 milljónir. Gagnleg formúla.
Því miður - en ég held að Ísland sé í raun gjaldþrota.
En það er von - en aðeins ef uppstokkun verður hér.
Hákon Jóhannesson (IP-tala skráð) 21.12.2008 kl. 23:24
Með þessu áframhaldi mun leiðtogi Samfylkingarinnar, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, komast á stall með sjálfum formanni Framsóknarflokksins, Halldóri Ásgrímssyni. Þau eru bæði áhugafólk um alþjóðastjórnmál
Sigurjón Þórðarson, 21.12.2008 kl. 23:47
Samfylkingin hefur afhjúpað sig sem spilltasta pólitíska afl íslandssögunnar - og þar fer kerlingin fremst í flokki. Hvað er til ráða?
Þór Jóhannesson, 22.12.2008 kl. 00:25
Sæll, Sigurjón, margt gott frá þér komið.
Upplausn er í frjálslyndum og ljóst að næsti landsfundur skiptir sköpum um framtíð flokksins. Mín von er sú að menn leggi persónulegar væringar til hliðar, þjappi sér saman um málefni og hugsi jafnframt um möguleika og hagkvæmni þess að sameinast framsókn. Við þurfum breiðari grundvöll, annars er flokkurinn sjálfdauður.
Kveðja,
LÁ
lydur arnason (IP-tala skráð) 22.12.2008 kl. 06:34
Ég er hræddastur um, að einhverjir aumingjar verði búinn að veðsetja þennan "olíugróða", kortéri áður en dropi kemur undan setlögunum. Ég vara fólk við því að verma sig við þessa vonarglætu, hm.
Guðmundur G. Hreiðarsson (IP-tala skráð) 22.12.2008 kl. 08:43
Ætli komi einhvern tímann að því Sigurjón að athugasemendur þínir komi með málefanleg innskot? Annars góður og málefnalegur pistill hjá þér þó ég geti ekki tekið undir hann að öllu leyti. En þér og öllu málefnalegu fólki sendi ég jóla og nýársóskir.
Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 22.12.2008 kl. 10:40
Lýður, landsþingið er ekki fyrr en í apríl en það geta vel orðið einhverjar sviptingar fyrir þann tíma. Það kemur annars á óvart hver staða Frjálslynda flokksins er þessar vikurnar miðað við það að fólkið hringinn í kringum landið hrópar á breytingar og þau málefni sem flokkurinn hefur lagt áherslu á í gegnum tíðina, s.s. sjávarútvegsmálin, verðtrygginguna, skuldasöfnun og spillinguna.
Ég kannast ekkert við neinar persónulegar væringar og að þær vegi þungt. Það eru miklu frekar málefnalegar ástæður. Einn þingmaður flokksins hefur efasemdir um afnám verðtryggingarinnar og hefur ekki lagt áherslu á breytingar í sjávarútvegsmálum, hvorki auknar veiðar né réttlátari skiptinu.
Hvað varðar sameiningu við Framsókn líst mér varla á að skósveinar Halldórs Ásgrímssonar og Finns Ingólfssonar, hversu ágætir sem þeir annars eru, s.s. Höskuldur Þórhallsson eða Páll Magnússon, séu líklegir til stórræðanna í nauðsynlegum breytingum á sjávarútvegsstefnu.
Það er deginum ljósara að þeim mun lengur sem við frestum að fara í grundvallarkerfisbreytingar á íslensku samfélagi, s.s. á sjávarútveginum og í lífeyrissjóðunum, verður lægðin sem Ísland hefur stefnt í dýpri og erfiðari.
Sigurjón Þórðarson, 22.12.2008 kl. 10:43
Sæll Sigurjón:
Ég sendi þér fyrirspurnir 9.þ.mán sem að mínu viti voru málefnalegar,en að þínu viti ekki svaraverðar?
Með bestu kveðju, Vilhj
Vilhjálmur Jónsson (IP-tala skráð) 22.12.2008 kl. 11:09
Saell Sigurjon, ja tu segir ad ISG komist a stall med sjalfum Halldori Asgrimssyni og er tad eflaust rett hja ter. To er hun nu mun hrokafyllri en Halldor !
En eg veit um einn heimstekktan fyrrverandi stjornmalamann sem hun svo sannarlega kemst nu upp vid hlidina a.
Tad gerdi hun tegar hun med hroka og reidi sagdi frettamanni RUV og tjodinn, framan vid trodfullan sal motmaelenda ii Haskolabioi um daginn ad tetta folk vaeri sko alls ekkert tjodin.
Nakvaemlega tad sama sagdi formadur Austur-Tyska Kommunistaflokksins vid motmaelunum i Leipzig arid 1989, tegar motmaelendur kyrjudu 'vid erum folkid vid erum tjodin'
Nei svona hrokafulla leidtoga eins og Ingibjorgu Solrunu Gisladottur hefur tjodin og folkid ekkert med ad gera !
Gunnlaugur Ingvarsson (IP-tala skráð) 22.12.2008 kl. 12:42
Já, það má nú segja; Samfylkingin sér um sína! Þar að auki er Samfylkingin orðin stærsta vinnumiðlun landsins.
Og nú ætlar Samfylkingin að bjarga nokkrum auðmönnum og velgjörðarmönnum sínum sem eru búnir að gera í buxurnar og láta þjóðina um að verka drulluna eftir þá. Allt í boði Samfylkingarinnar.
Svo þykjast þau vera svo heilög. Og nú eru Samfylkingar-spillingarliðið í biðröð við handavaskinn til að hvítþvo sig af þessum óhroða sem búið er að koma þjóðinni í. Fyrstur var Lúðvík Bergvinsson sem kom fram í fjölmiðlum um helgina með marg-samanlímdan geislabaug yfir höfðinu á sér.
Ég get nú bara ekki sagt annað en; "Samfylkingin sér um sína !"
Pétur Pétursson (IP-tala skráð) 22.12.2008 kl. 13:50
Það sem er að gerast á Íslandi:
Ríkisstjórn Geirs Haarde með fullum stuðningi Samspillingarinnar er að fella niður skuldir hjá ríkum og gefa þær fátækum.
Svo geta einhverjir dindlar af gamla skólanum - og gamla Íslandi sem þeir þrá svo að halda á lífi með foringja sínum - kallað ummæli annara ómálefnaleg. Slíkir blábjánar ættu bara að læra að taka af sér flokksgleraugun áður en þeir byrja að kalla annað fólk ómálefnalegt.
Þór Jóhannesson, 22.12.2008 kl. 14:31
Vilhjálmur, ég hef bara misst af spurningunni og finn ekki neitt þann 9. desember. Geturðu rifjað upp fyrir mér hver spurningin var?
Sigurjón Þórðarson, 22.12.2008 kl. 14:45
Sæll Sigurjón:
Etv dálítið ruglingslegt, fyrirspurnin var við grein þína frá 8.12, Borgarafundur osfrv en ég skrifaði 9.12.
Mbk Vilhj
Vilhjálmur Jónsson (IP-tala skráð) 22.12.2008 kl. 17:51
Varðandi húsnæðismál í USA: Það kann að hljóma hjákátlega að benda svo langt út fyrir landsteinana, en þetta hefur verið talið með sem EINN AF þáttunum sem komu af stað ólagi á efnhagsmálum vestra. Víst má benda á aragrúa annarra áhrifaþátta, svo sem gríðarlega vogun og skuldsetningu. Hitt verður þó ekki af þeim skafið fyrir vestan að það var pólitísk ákvörðun að teygja sig langt í lánveitingum, jafnvel þannig að lánað var til fólks sem nokkuð víst var að gæti ekki staðið í skilum, eins þótt ekki kæmi til efnahagslægð.
Flosi Kristjánsson, 22.12.2008 kl. 18:55
Vilhjálmur, ég hef verið svolítið undir annarri átt. Þakka þér fyrir spurningarnar, ég fann þær. Svarið kemur með með kalda vatninu.
Sigurjón Þórðarson, 22.12.2008 kl. 21:15
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.