Leita í fréttum mbl.is

Í hvorn fótinn ætlar Hafró að stíga - miðfótinn?

Einhvern veginn virðist reiknisfiskifræðin sem stunduð er á Hafró ná sífellt hærri hæðum í vitleysunni, enda er engri málefnalegri gagnrýni hleypt að og hvað þá svarað. Ég legg til að lesendur renni í gegnum neðangreindar línur úr skýrslu Hafró um haustrallið með gagnrýnum hætti, þar sem rannsóknarniðurstöður eru dregnar saman og ályktað út frá þeim. 

Í fyrsta lagi þá er sagt að mæld aukning sé 3 sinnum meiri en gert var ráð fyrir og fullyrt í framhaldinu að ólíklegt sé að niðurstöður mælinga séu réttar!

Í öðru lagi er gefið í skyn að mæling Hafró árið 2007 hafi verið röng!

Í þriðja lagi þá er gefið að ekkert sé að marka aðferðina þar sem niðurstöður eru mælinga eru taldar ráðast af fjölda skipa á miðunum en ekki fjölda fiska í hafinu!

Her er kaflinn úr Hafró skýrslunni:

Í heildina gefur haustmælingin árið 2008 bjartari mynd af ástandi þorskstofnsins en mælingar undanfarinna ára. Aukning á heildarvísitölu um 70% miðað við árið á undan er verulega meira en gera mátti ráð fyrir samkvæmt fyrirliggjandi mati á stærð stofnsins í ársbyrjun 2009 en samkvæmt því var gert ráð fyrir rúmlega 20% aukningu á heildarvísitölu í stofnmælingu að haustlagi. Ólíklegt er að stofninn hafi vaxið sem þessum mismun nemur en erfitt er að meta hvort vísitalan hafi mælst óeðlilega lág árið 2007 eða óeðlilega há árið 2008. Líklegt er þó að a.m.k. hluta aukningarinnar nú megi rekja til aukins veiðanleika vegna minni sóknar á veiðislóð þorsks líkt og gerðist árið 1997, en það leiddi til ofmats á þorskstofninum á árunum í kringum aldamót.


mbl.is Heildarvísitala þorsks aldrei hærri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hallgrímur Guðmundsson

Enn og aftur kemur orðið veiðanleiki fyrir sem afsökun á stjarnfræðilegum mismun mælinga sem beitt er, þetta er svo aftur notað sem vörn fyrir heilög vísindi.

Hallgrímur Guðmundsson, 12.12.2008 kl. 13:43

2 identicon

þetta skýrslubrot er með ólíkindum vitlaust og getur aldrei talist til vísindaskrifa

kv sig haf

Sigurður j hafberg (IP-tala skráð) 12.12.2008 kl. 14:06

3 Smámynd: Haraldur Bjarnason

Sigurjón, þú veist að reiknilíkönin hætta að virka þegar aðrar tölur eru pantaðar. Hafró hefur ekki mörg ár átt neitt skylt við vísindi.

Haraldur Bjarnason, 12.12.2008 kl. 15:48

4 Smámynd: Sigurjón Þórðarson

Ég er ekki viss um að neinn panti þessa niðurstöðu en vissulega hefur Hafró þurft að réttlæta eitt og annað s.s. það þegar Davíð Oddsson fann 30 þús. tonn af þorski í Sjallanum fyrir kosningarnar 2003.

Sigurjón Þórðarson, 12.12.2008 kl. 16:36

5 Smámynd: Víðir Benediktsson

Þessi skrípaleikur er orðinn svo grímulaus og sýnir að þessir bjálfar kunna ekki einu sinni að skammast sín.

Víðir Benediktsson, 12.12.2008 kl. 16:44

6 identicon

      Ekki er öll vitleysan eins hjá þessum manngreyjum.

Hörður Már Karlsson (IP-tala skráð) 13.12.2008 kl. 06:20

7 identicon

Það er merkilegt að þegar Hafrannsóknarstofnun finnur loksins einhvern fisk, sem flestir sem stunda sjó vita að er til staðar, þá trúa þeir ekki sínum eigin niðurstöðum og reyna að finna útskýringar til að draga eigin niðurstöður í efa. Þeir leita ekki svona grimmt að útskýringum þegar niðurstöður er í hina áttina. Þeim finnst kannski ótrúlegt að þeir skildu allt í einu finna stóran fisk því samkvæmt þeirra vísindum ætti hann allur að vera dauður.

Kristinn Gestsson (IP-tala skráð) 13.12.2008 kl. 11:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband