Leita í fréttum mbl.is

Geir Haarde verður að hætta - selur björgunarbátana

Í dag kynntu ráðamenn björgunaraðgerðir sínar. Þær gagnast lítið sem ekkert venjulegum fyrirtækjum sem eru í basli en mögulega gagnast þær helst stærri fyrirtækjum sem eru stórskuldug og með löngu brostinn rekstrargrundvöll. Það sem sligar fyrirtækin, bara venjuleg íslensk fyrirtæki, er ruglið í gengismálum og alltof háir vextir. Fyrirtækin ráða ekki við þennan aukna kostnað þar sem eftirspurn er að minnka. Það sem dugar er einfaldlega að koma lagi á gengismálin og lækka vexti eða taka ella upp aðra mynt.

Sömuleiðis þarf að stórauka gjaldeyrisöflun með því að fara í auknar veiðar á vannýttum fiskistofnum.

Í stað þess að ríkisstjórnin komi með raunverulegar tillögur og byggi atvinnulífið upp til framtíðar kemur hún með loðnar og innihaldsrýrar tillögur í 12 liðum. Ríkisstjórnin beit höfuðið af skömminni með því að koma í veg fyrir veiðar á síld og viðhalda reglum sem brjóta í bága við mannréttindi og hrekja smábáta úr landi með sölu á þeim í stað þess að nýta þá á fiskimiðum í kringum landið.

Smábátarnir hefðu getað orðið raunverulegir björgunarbátar fyrir íslenskan efnahag. Sjálfstæðisflokkurinn hefur þegar rústað vertíðarflotanum. Nú eru smábátarnir á leið úr landi fyrir slikk og ætli líftími togaranna fari ekki að styttast verulega, en svigrúm þeirra til veiða verður örugglega heft ef þessi eymdarstefna Sjálfstæðisflokksins heldur áfram.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Skúli Ármannsson

Sæll Sigurjón,

mjög góðar og þarfar hugleiðingar hjá þér. Mjög nauðsynlegt að varpa ljósi á þessa hlið mála sem almenningur hefur ekki á hreinu. Alltaf góður.

Gunnar Skúli Ármannsson, 2.12.2008 kl. 22:42

2 Smámynd: Ragnar Eiríksson

Sæll,

Ég er svo sannarlega sammála þér því það er með ólíkindum að veiðar smábáta skuli ekki vera gefnar frjálsar nú.     Þetta er að vísu ekki tíminn til að sækja sjó á smábátum en frjáls veiði mundi gefa mönnum von um að geta róið í vor - þeir mundu e.t.v. sjá smá glætu framundan og hætta við að selja bátana.    

Þetta ætlar ekki að hafast - að setja Geir af meina ég!      Hann virðist alveg gróinn við stólinn og gersamlega samviskulaus gagnvart þjóðinni.

Kveðja úr Lindargötunni,

Ragnar

Ragnar Eiríksson, 2.12.2008 kl. 22:47

3 Smámynd: Theódór Norðkvist

Það sem sligar fyrirtækin..... er ruglið í gengismálum og alltof háir vextir.

Upptalið.

Theódór Norðkvist, 3.12.2008 kl. 00:18

4 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Sæll Sigurjón.

Þetta er alveg rétt, það er ekkert sem enn lítur dagsins ljós varðandi það atriði að verja stöðu einyrkjans í íslenskum sjávarútvegi, eins ótrulegt og það nú er á tímum sem þessum.

Aldrei nokkurn tímann hefur það verið mikilvægara.

kv.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 3.12.2008 kl. 00:22

5 identicon

Spurning hvort maður á að láta bátinn fara núna ef maður getur fengið gott verð í evrum fyrir hann, eins og blaðafregnirnar voru í gær. En auðvitað er þetta satt og rétt, sem þú segir, það er arfavitlaust ef við missum allan smábátaflotann úr landi með þessum hætti. Það er fyrir land og þjóð ekkert skárra en þegar var verið að saga þá í sundur og sökkva þeim á sextugu eins og tíðkaðist hér fyrir nokkrum árum. Þá fór margt gott skip fyrir lítið. Meira andskotans spilverkið sem getur þessa hörmung af sér. Ég held hinsvegar að við þurfum að muna eftir að minna fólk, einkum á landsbyggðinni á, að höfundar þessa kerfis voru nú Halldór Ásgrímsson og sá bófaflokkur sem í kringum hann var og er, það er að segja framsóknarsvínaríið. Sömu fósarnir og einkavinavæddu bankana. En af því þú ert nú líffræðimenntaður, Sigurjón, væri nú gott að þú fjallaðir smá um það hvort hætta sé á jafn víðtæku smiti í þorskstofninum eins og nú er raunin með síldina. Þorskurinn étur jú síld eins og allt annað.

Boris (IP-tala skráð) 3.12.2008 kl. 07:01

6 Smámynd: Sigurjón Þórðarson

Boris, ég efast um að sýkta síldin sé mikil hætta fyrir þorskinn þannig séð.  Þessir sýklar eru í umhverfinu m.a. rauðátu en blossa upp í síld af og til.  Rannsóknir á sýklinum sýna að hann hefur verið til staðar í einhverju mæli í litlum hluta stofnsins.

Þegar vart verður við sjúkdóma á borð við nýrnaveiki í laxfiskum og gerist það oftar en ekki við aukið stress s.s. vegna flutnings að þá nær sér á strik ýmis óværa sem að ónæmiskerfi fiskanna ráða annars við. 

Sigurjón Þórðarson, 3.12.2008 kl. 10:41

7 identicon

Af hverju sitjum við uppi með RÍKISSTJÓRN sem ræður ekki við þessa DÝRKEYPTU spillingu.Við þurfum RÉTTLÆTI svo við getum snúið okkur á rétta braut, það er lykilatriði fyrir ÍSLAND Í DAG.

guðrún hlín adolfsdótt (IP-tala skráð) 3.12.2008 kl. 11:06

8 Smámynd: Árni Gunnarsson

Þessi ríkisstjórn er farin að minna á hinar illræmdu herforingjastjórnir. Engin leið til að losna við hana.

Árni Gunnarsson, 3.12.2008 kl. 19:50

9 Smámynd: Þórbergur Torfason

Sigurjón, er ekki nýrnaveikismit eins og við þekkjum það helst, meira tilkomið vegna óvarkárni í meðhöndlun á verjum og verkfærum auk þess að flytja sýktan villtan fisk í eldisstöð, heldur en að það breiðist út í villtri náttúru. Mikill þéttleiki lífmassa eykur þó þá hættu, bæði í eldi og villtri náttúru.

Þú sem líffræðingur, hver er munurinn á sýkli og einfrumungi?

Þórbergur Torfason, 4.12.2008 kl. 02:50

10 Smámynd: Sigurjón Þórðarson

Ég tek undir með Sigrúnu um að ríkisstjórnin sé á leiðinni í burtu fljótlega.

Þórbergur, sýklar eru samheiti yfir verur sem geta valdið sjúkdómum en um mjög fjólbreyttan hóp lífvera sem geta það s.s. bakteríur, frumdýr, sveppi, veirur, sníkjudýr og ætli príon teljist ekki einnig með í þessum hópi.

Til einfrumuna teljast lífverur sem eru einungis ein fruma s.s. bakteríur, frumdýr og hluti sveppa. Þess ber að geta að stærsti hluti einfrumunga eru manninum meinlaust og í raun nauðsynleg til þess að halda brjóta niður lífræn efni og halda áfram hringrás þeirra í náttúrunni.

Það er rétt að gæta að fyllstu sóttvarna í hvívetna og sömuleiðis á flutning á villtum fiski.  Það hefur verið bent á að aukið stress minnki mótstöðu fyrir sjúkdómum sem eru til staðar og við flutningur geti verið möguleg orsök þess að sjúkdómur nái sér á strik og breiðist síðan út.   

Sigurjón Þórðarson, 4.12.2008 kl. 10:44

11 Smámynd: Sigurjón Þórðarson

Sigrún, ég ætlaði að kalla þær verur en þetta hefur eitthvað skolast til hjá mér og sama á við um príon.

Sigurjón Þórðarson, 4.12.2008 kl. 18:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband