Leita í fréttum mbl.is

Ingibjörg Sólrún elur á fordómum

Í stað þess að Ingibjörg Sólrún bæði þjóðina afsökunar á að skipa vinkonu sína sendiherra á Íslandi í miðri kreppu leggst hún í ömurlega vörn fyrir vondan málstað með því að segja að of margt eldra fólk sé í sendiherrastöðum. Ekki veit ég hvort þetta er gagnrýni undir rós á Sigríði Önnu Þórðardóttur sem hún skipaði þó sjálf í embætti. Þessi málflutningur eins æðsta ráðamanns þjóðarinnar elur á fordómum gegn reyndum starfskröftum eldra starfsfólks á vinnumarkaði.

Þessi málflutningur Ingibjargar veldur mér miklum vonbrigðum.


mbl.is Fetar í fótspor Davíðs
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Mér hefur fundist Ingibjörg rökstyðja þetta mjög vel. Þó margur kjósi að snúa út úr. Ekki en nú sá aldursmunurinn á þessum tveimur konum sem þú tekur sem dæmi hér að því sé til að dreifa?

Hallgerður Pétursdóttir (IP-tala skráð) 27.11.2008 kl. 13:28

2 Smámynd: Sigurjón Þórðarson

Var rökstuðningurinn annar en sá að þeir sem fyrir voru í störfum sendiherra voru of gamlir?

Sigurjón Þórðarson, 27.11.2008 kl. 13:34

3 Smámynd: Sigríður B Svavarsdóttir

Verður hún ekki að drífa í að koma sínu fólki í stöður áður en hún yfirgefur alþingi.  Það molnar undan þeim sem hugsa bara um sjálfan sig. Réttlætið sigrar að lokum.

Sigríður B Svavarsdóttir, 27.11.2008 kl. 14:20

4 Smámynd:  Grétar Rögnvarsson

Þetta er nákvæmlega eftir bókinni, og eins og þetta hefur alltaf verið og verður áfram. En sjálfsagt eins og flestir vita var Kristín aðstoðarmaður (kona) Ingibjargar þegar hún var borgarstóri. Veit samt að ef þurfti að ráða í þetta starf er Kristín fermingasystir mín vel hæf í starfið. Fannst nú rökin hjá Ingibjörgu léttvæg og ekki til að hrópa húrra fyrir, frekar en svörin hjá henni á fundinum í Háskólabíói.

Grétar Rögnvarsson, 27.11.2008 kl. 17:43

5 Smámynd: Víðir Benediktsson

Konan sagði einfaldlega að þeir sem væru í utanríkisþjónustunni væru of gamlir. Skil ekki hvernig hægt er að snúa út úr því. Auðvitað hefur manneskjan vondan málstað að verja en ráðast á þá sem eru að enda sína starfsævi er mjög lágt lagst. Hún sagði nú reyndar á sínum tíma að ráðning Sígríðar Önnu væri ekki pólitísk. Bullið í henni virðist ekki eiga sér nein takmörk.

Víðir Benediktsson, 27.11.2008 kl. 18:42

6 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Fáránleg málsvörn.

Þó ég efist ekki um að konan sé hin hæfasta í starfið.

En því þarf hún endilega að fá titilinn sendiherra? Hefði ekki titill (og launaflokkur skrifstofustjóra nægt. Var það ekki lengur nógu fínt, eftir Ameríkudvölina sem engum árangri skilaði?

Það mætti halda að Ingibjörg vilji hafa sem flesta fyrrverandi sendiherra á eftirlaunum. Mér finnst þetta þess utan, eins og einhver sagði hér áður, þessi ummæli lýsa vantrausti á störf eldra fólks. Hvað er Ingibjörg sjálf gömul? Myndi hún sjálf sætta sig við að henni væri ýtt til hliðar þegar hún verður sextug?

Hvernig er hægt að vera of gamall í sendiherrastöðu, ef fólk er ekki komið á eftirlaunaaldur, það er að segja ef það er við fulla heilsu? Ég hélt að reynsla og þekking væru einmitt kostir í slíkri stöðu.

Málflutningur Ingibjargar var eymdarlegt yfirklór, ekkert annað.

Greta Björg Úlfsdóttir, 27.11.2008 kl. 20:33

7 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Ingibjörg dregur þessa röksemd upp úr pússi sínu af því að hún er í vandræðum með þetta mál.

Ómar Ragnarsson, 27.11.2008 kl. 22:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband