Leita í fréttum mbl.is

Fer Ólafur Ragnar sömu leið og Pútín?

Einn helsti fræðimaður Háskóla Íslands, hvort sem er á sviði sagnfræði, stjórnmála, hagfræði eða stjórnar fiskveiða, Hannes Hólmsteinn Gissurarson, hefur gefið þjóðinni þá von að von sé á því að vildarvinur hans í Seðlabankanum, Davíð Oddsson, komi af fullum þunga aftur í pólitíkina. Einhvern veginn finnst mér þó líklegra að bóndinn á Bessastöðum stígi fram og feti þannig í fótspor Pútíns sem er afar vinsæll leiðtogi í heimalandi sínu. Það er aldrei að vita hvað gerist en þessir gömlu stjórnmálamenn finna eflaust hjá sér þörf fyrir að stíga fram og lagfæra ýmis óhæfuverk sem þeir hafa stutt, s.s. vonlaust kvótakerfi í sjávarútvegi og auðmannadekur.

Hver veit nema Sturla Jónsson fái liðsstyrk?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rannveig H

Nú fórstu alveg með það Sigurjón "einn helsti fræðimaður HÍ" ég mótmæli fyrir mína hönd og fjölda annarra.

Eru Davíð og Ólafur ekki í pólitík? Kannski þó annar meira en hinn.

Rannveig H, 23.11.2008 kl. 23:21

2 Smámynd: Sigurjón Þórðarson

Rannveig; Ég gæti sem best trúað því að Hannes sé betur þekktur og meira áberandi en rektorinn og er þess vegna nokkurs konar andlit HÍ út á við.

Arnþór, það er rétt að reyna að hafa aðeins gaman af spaugilegum hliðum harmleiksins.

Sigurjón Þórðarson, 23.11.2008 kl. 23:39

3 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Já það vantar örugglega drjúgt upp á þessa sérfræðiupptalningu Hannesar Hólmsteins.

Auðvitað hangir hann eins og hundur á roði á þessari von sinni, því án Davíðs væri hann minna en ekki neitt. Ekki þar fyrir að hann sé yfirleitt skítskeinis virði.

Jón Steinar Ragnarsson, 23.11.2008 kl. 23:42

4 identicon

 Getur Ólafur Ragnar ekki farið á fund Óbama svona í framhaldi af því sem þeir ræddu um fyrir 2 árum ? Eða td til Kanada til skrafs og ráðagerða, ekki þarf hann að spurja Geir eða ISG, ekki hafa þau meirihluta þjóðarinnar á bak við sig lengur.  Virkjum Bessastaði !!

eyjaskeggi (IP-tala skráð) 24.11.2008 kl. 00:09

5 identicon

Góður en þarf Sturla styrk? er ekki bara málið það að FF vantar styrk þetta er ekki nema hálfur þingflokkur með þig fyrir utan hann Sigurjón og ég meina þetta þótt svo ég hafi ekki kosið FF. Er ekki málið að koma Sturlu inn í FF og ryðjast inn með helmingi stærri þingflokk í vor? hvernig hljómar það?

Hér er um alvöru að ræða

Kveðja

Vilbogi Magnús Einarsson (IP-tala skráð) 24.11.2008 kl. 00:45

6 Smámynd: Gunnar Skúli Ármannsson

Góður.

Gunnar Skúli Ármannsson, 24.11.2008 kl. 00:59

7 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Vill fólk ekki breytingar? Breytingar til batnaðar, framfara, viðreisnar landsins o.s.f.v? Jú að sjálfsögðu, en skrítið er að fólk skuli þá sjá í Sturlu Jónssyni einhverja vonarstjörnu.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 24.11.2008 kl. 06:40

8 identicon

Ríkisstjórnin er sek um vítverða VANRÆKSLU þau sinntu ekki eftirliti sem skyldi,og Íslendingar komnir í HÖRMULEGRI stöðu en nokkurn óraði fyrir.Mitt persónulega álit er að ögurstund Íslenskara lýðvedisins sé runnin upp.BURT með þessa Ríkisstjórn strax.

guðrún hlín adolfsdótt (IP-tala skráð) 24.11.2008 kl. 12:05

9 identicon

Það var lengi reynt að halda því á floti að Jón Baldvin sneri aftur í stjórnmálin. Það mál dó.

 

Ég held að hvorki Davíð Oddson né Ólafur Ragnar Grímsson eigi hljómgrunn hjá þjóðinni að snúa aftur  að stjórnmálastörfum umfram störf þeirra nú sem stendur. Og fellum það tal niður.

 

Það liggur fyrir að þjóðin þarf að stilla upp framboðslistum fyrir næstu Alþingiskosningar.

Það verður best gert með því að fram komi ungt hæfileikaríkt fólk í bland við reynslu miðaldra og eldra fólks.

Þorsteinn H. Gunnarsson (IP-tala skráð) 24.11.2008 kl. 22:10

10 Smámynd: Gunnar Þór Ólafsson

Bíddu hvernig kemur Sturla inn í þessar hugleiðingar þína Sigurjón ?.

Hann er um margt ágætur en mikið held ég að verði erfitt fyrir hann  að koma á fót framboði,en hvað um það

Ég hef ávallt haldið því fram að FF er ekki með sína bestu menn á þingi það er Sigurjón Þ og Magnús hinsvegar er flokkurinn með menn á þingi sem ekki nenntu að mæta á fundinn áðan á Sögu og mega þeir hafa mikla skömm fyrir,það er máttvana andstaða að mætir ekki þar sem hitinn er mestur.Það er kominn ansi mikil værð yfir FF síðan Jón M og hans klíka kom inn.Vonandi er það samt bara stuttur blundur því FF hefur svo litlu fylgi að tapa að flokkurinn verður að vakna.

Gunnar Þór Ólafsson, 24.11.2008 kl. 23:05

11 identicon

Þetta er máið Gunnar það er skömm að sjá ekki fleiri stjórnarandstöðuþingmenn þarna í Háskólabíói. Og það er líka rétt að þessi flokkur er sofandi risi og ég meina sofandi og langt frá því með sína bestu menn inni. Þar fremsta Kristinn H og Jón M sem hingað til hafa hagað sér eins og hundar, hlaupandi eftir kjötbitum.

Og Sigurjón FF þarf fólk það er þarna úti bara sækja það

Vilbogi Magnús Einarsson (IP-tala skráð) 24.11.2008 kl. 23:17

12 Smámynd: Sigurjón Þórðarson

Það er rétt Sturla Jónsson er um margt ágætur og vona svo sannarlega að hann reiðist mér ekki þó svo að ég hafi nefnt hann í sömu andrá og forseta Íslands og seðlabankastjóra

Ég veit ekki betur en að Guðjón Arnar hafi verið á fundinum og Jón M líka.  Það hefur verið nokkur kraftur í Jóni M og hann hefur lagt mikla áherslu á afnám verðtryggingarinnar sem að fundarmenn í Háskólabíó styðja.  Ég er sammála því að Frjálslyndir verða að fá fleira fólk til liðs við sig en flokkurinn hefur barist einarðlega gegn því sem er að koma efnahagslífinu á kaldan klakann s.s. kvótakerfinu, einkavinavæðingunni, sjálftökunni og skuldsetningu þjóðarbúsins. 

Sigurjón Þórðarson, 24.11.2008 kl. 23:21

13 Smámynd: Gunnar Þór Ólafsson

Sturla á örugglega eftir að fyrirgefa þér þau mistök.

Það kann að vera að GA og JM hafi verið þarna en ég bara sá ekki til þeirra,og ef svo var er ég tilbúinn að biðjast afsökunar á að halda hinu gagnstæða fram,en ég sá þennan sem kaus með stjórnarliðinu .

En það voru bara 28 þingmenn plús ráðherrarnir svo einhverja vantaði.

Mér er kunnugt um þennan málflutning og er aldeilis sammála honum en það vanta slagkraftinn,það er ekki nóg að blaðra það þarf að halda baráttufundi.

Flokkurinn á að standa fyrir funum út um allt og alla daga og berjast,ekki híma og halda að fylgið detti af himnum ofan..

AMEN 

Gunnar Þór Ólafsson, 24.11.2008 kl. 23:42

14 identicon

Sigurjón! Það koma tveir hópar að verðtryggingunni. Skuldarar og sparifjáreigendur og báðir hafa kosningarrétt.

 

Það kom ekkert fram  á fundinum að hann styddi afnám vertryggingar skulda og sparifjár.

Enda var ekki greidd atkvæði um það mál. Skuldararnir létu að vísu í sér heyra en hinir ekki.

 

Til að leysa bráðan vanda fólks sem er að missa frá sér íbúðarhúsnæði og þar með heimili sín væri réttast að setja strax lög um Íbúðalánasjóð  og að stofnuð væri deild við sjóðinn sem mætti leigja frá sér allt húsnæði til lengri tíma, sem Íbúðalánasjóður á og kemur til með að eignast.

 

Þessi sjálfseignarstefna Bjarts í Sumarhúsum gengur ekki öllu lengur að fólk sé að þræla alla ævina fyrir því að eignast húsnæði.

 

Þorsteinn H. Gunnarsson (IP-tala skráð) 25.11.2008 kl. 16:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband