Leita í fréttum mbl.is

Ingibjörg Sólrún finnur til samkenndar með Framsóknar- og Sjálfstæðisflokki

Ég er búinn að heyra helstu kaflana úr ræðu Ingibjargar Sólrúnar á flokksþingi Samfylkingarinnar í dag. Boðskapurinn lýsir því að Samfylkingin sé ekki í nokkrum tengslum við þjóðina. Leiðtoginn telur sig í einhverjum björgunarleiðangri og segir að mikilvægasta verkefnið í íslenskri pólitík sé að sækja um aðild að Evrópusambandinu. Það er erfitt að sjá að aðild að Evrópusambandinu sem getur alls ekki orðið að veruleika fyrr en eftir nokkur ár hvort eð er sé brýnasta verkefni stjórnvalda í dag. Leiðtogi jafnaðarmanna leggur svo mikla áherslu á þetta verkefni að hún finnur til samkenndar með bæði Framsóknar- og Sjálfstæðisflokki vegna þess að formenn flokkanna hafi gefið í skyn að stefna skuli að inngöngu í Evrópusambandið.

Í sömu ræðu tekur utanríkisráðherra upp siði Davíðs Oddssonar og neitar allri ábyrgð Samfylkingarinnar og vísar henni eiginlega alfarið á Sjálfstæðis- og Framsóknarflokk. Það að formaður Samfylkingarinnar ætli að stunda slökkvistarf með brennuvörgunum er mjög óábyrgt, og brýnasta verkefnið í íslenskum stjórnmálum er að auka trúverðugleika stjórnvalda. Eina leiðin til þess er kosningar og mikil umskipti í stjórn landsins, og sömuleiðis er annað helsta verkefnið að tryggja hag heimilanna með því að afnema verðtryggingu og tryggja að hjól atvinnulífsins haldi áfram.

Fréttir herma að fulltrúar á þingi Samfylkingarinnar hafi varla haldið vatni af hrifningu yfir boðskap Ingibjargar þrátt fyrir að mörg þúsund Íslendingar hafi safnast saman á Austurvelli í dag til að mótmæla téðum boðskap.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Ásgeirsson (Icerock)

Það þarf ekki að taka mikið úr heila samfylkingarmanns til að hann verði að sjálfstæðismanni og missi skynbragð á tölum. !

Þorsteinn Ásgeirsson (Icerock), 23.11.2008 kl. 00:44

2 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Það er ekki öll vitleysan eins Sigurjón heldur aðeins mismundi, vona annars að Samfylkingarmenn haldi vatni

kv.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 23.11.2008 kl. 02:50

3 Smámynd: Gunnar Skúli Ármannsson

Góður, er sammála þér.

Gunnar Skúli Ármannsson, 23.11.2008 kl. 11:06

4 Smámynd: Víðir Benediktsson

Ingibjörg dæmdi verk sín sjálf þegar hún tjáði sig um mótmæli almennings. „Ef ég væri ekki í ríkisstjórn væri ég þar,"

Er hægt að gefa verkum sínum verri einkun?

Víðir Benediktsson, 23.11.2008 kl. 11:21

5 Smámynd: Óskar Þorkelsson

bon scott.. mér finnst það ekkert skrítið að einhverjir styðji ISG.. athugaðu bara hversu margir styðja Davíð Oddson ;)

Óskar Þorkelsson, 23.11.2008 kl. 15:55

6 identicon

Samþýðubandalaginu, sem kallar sig samfylkingu, er yfir höfuð ekki treystandi til neins. Háskólinn hefur sagt að innan hreyfingarinnar sé enginn sem hafi nokkurt vit á hagstjórn og svo þegar á móti blæs þá er það í eðlinu hjá þeim að stinga af. Þannig var Alþýðuflokkurinn gamli og það hefur ekkert breyst. 

Ekkert bendir til að þessi hreyfing vilji taka þátt í að leysa vandamál dagsins.  

Bendi einnig á þessa grein hér  hún segir allt sem segja þarf um vinnubrögðin

101 (IP-tala skráð) 23.11.2008 kl. 20:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband