8.11.2008 | 20:33
Verður skipaður sérstakur dómstóll?
Það má vel skilja reiði fólks þótt mér finnist eggjakastið setja mótmælin aðeins niður. Viðbrögð ráðamanna eru með ólíkindum, nú hefur ríkisstjórnin ákveðið að skipa sérstakan saksóknara til að ákæra í málum sem beinast að stjórnvöldum. Með þessu eru stjórnvöld að grípa með beinum hætti inn í ákæruvald þjóðfélagsins þegar böndin berast að ráðamönnum.
Hvað verður næst?
Munu stjórnvöld skipa sérstakan dómstól til að dæma í sínum málum, sínu klúðri?
Tíðindi dagsins hljóta að vera ummæli varaformanns Samfylkingarinnar á borgarafundinum í dag þar sem hann talaði um verðtrygginguna eins og eitthvert náttúrulögmál sem ekki væri hægt að fara gegn. Hann fullyrti að það væri ekki hægt að afnema verðtrygginguna nema ganga í ESB vegna þess að þá gyldu sparifjáreigendur fyrir það!
Það er engu líkara en að Samfylkingin geri sér ekki grein fyrir því að verðtryggingin hefur ýtt undir það ójafnvægi í efnahagsmálum sem nú brýtur á okkur þar sem bankarnir voru óhræddir við að slá erlend lán og lána svo aftur á hærri vöxtum hér sem þar að auki voru verðtryggðir og töldu sig þannig gulltryggða gegn verðbólgu og gengisbreytingum.
Auðvitað er ekkert náttúrulögmál að það verði sjálfvirk hækkun á lánum frekar en launum fólks. Það er stórundarlegt að forystumaður í jafnaðarmannaflokki skuli láta þetta út úr sér. Menn ættu kannski að hugsa það að það er heldur ekki gott að lán hækki svo mikið að lántakendur hætti að greiða skuldir sínar, skili bara lyklunum. Þá er þjóðfélagið fyrst komið í klemmu.
Eggjum kastað í Alþingishúsið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bloggvinir
- Helga Þórðardóttir
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Jens Guð
- Hallgrímur Guðmundsson
- Ásta Hafberg S.
- Jóhann Elíasson
- Aðalheiður Ámundadóttir
- Óskar Helgi Helgason
- Georg Eiður Arnarson
- Óskar Þorkelsson
- Jakob Falur Kristinsson
- Kolbrún Stefánsdóttir
- Baldvin Jónsson
- Jakobína Ingunn Ólafsdóttir
- Ragnheiður Ólafsdóttir
- Hallur Magnússon
- Sigurður Þórðarson
- Gunnlaugur B Ólafsson
- Guðrún María Óskarsdóttir.
- Katrín
- Þarfagreinir
- Samtök sjálfstæðra í sjávarútvegi
- Frjálslyndi flokkurinn í Eyjafirði
- Hallgrímur Óli Helgason
- Jón Kristjánsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Jón Valur Jensson
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Kjartan Eggertsson
- Halla Rut
- Ingólfur Þór Guðmundsson
- Grétar Pétur Geirsson
- Guðrún Þóra Hjaltadóttir
- J. Einar Valur Bjarnason Maack
- ragnar bergsson
- Bjarni Harðarson
- Rannveig Þorvaldsdóttir
- Sigurður Sigurðsson
- Eiríkur Guðmundsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- erlahlyns.blogspot.com
- Agný
- Guðjón Ólafsson
- Einar Ben
- Jón Aðalsteinn Jónsson
- Georg P Sveinbjörnsson
- Gunnar Freyr Hafsteinsson
- Ólafur Ragnarsson
- Guðrún Magnea Helgadóttir
- Ólafur Björn Ólafsson
- Halldór Jónsson
- Elvar Atli Konráðsson
- Kristján H Theódórsson
- Guðjón Sigþór Jensson
- Helgi Már Barðason
- Brynja Hlíf Þorsteinsdóttir
- Víðir Benediktsson
- Valgerður Sigurðardóttir
- Jens Sigurjónsson
- Vestfirðir
- Sigurður Ásbjörnsson
- Jón Magnússon
- Viðar Friðgeirsson
- Axel Jóhannes Yngvason
- Svava S. Steinars
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Quackmore
- Árni "Gamli" Einarsson
- Haukur Már Helgason
- Þóra Guðmundsdóttir
- Heiða Þórðar
- Steingrímur Ólafsson
- Vefritid
- Ársæll Níelsson
- S. Einar Sigurðsson
- Rannveig H
- Gísli Gíslason
- Bjarni Kjartansson
- Steingrímur Helgason
- Fiðrildi
- Baldur Fjölnisson
- Þorsteinn Ásgeirsson (Icerock)
- Linda Lea Bogadóttir
- Félag Ungra Frjálslyndra
- Hanna
- Sverrir Stormsker
- Ottó Marvin Gunnarsson
- gudni.is
- Einar Vignir Einarsson
- Hákon Unnar Seljan Jóhannsson
- Valgerður Halldórsdóttir
- Guðmundur Jónas Kristjánsson
- Sæþór Helgi Jensson
- Fríða Björk Einarsdóttir
- Jóhann Kristjánsson
- Oddur Helgi Halldórsson
- Guðrún Jóna Gunnarsdóttir
- María Harðardóttir og Þorsteinn Narfason
- Grétar Rögnvarsson
- Ragnar Þór Ingólfsson
- Róbert Guðmundur Schmidt
- Steinn Hafliðason
- Landssamband ungra frjálslyndra
- Bergþóra Árnadóttir - RIP 15.2.48 - 8.3.07
- Þórir Aðalsteinsson
- Vilborg Traustadóttir
- Arnþrúður Karlsdóttir
- Sævar Einarsson
- Ketilás
- Ómar Pétursson
- Eyþór Grétar Grétarsson
- FF
- Jón Þór Bjarnason
- Óskar Þ. G. Eiríksson
- Vilhjálmur Árnason
- Alexander Kristófer Gústafsson
- Róbert Tómasson
- Landvernd
- ThoR-E
- Haraldur Baldursson
- Sigurður Jón Hreinsson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- busblog.is
- Sigríður Inga Sigurjónsdóttir
- Himmalingur
- Svanhildur Karlsdóttir
- Gísli Birgir Ómarsson
- Árni Árnason
- Grétar Mar Jónsson
- Perla
- Ingunn Guðnadóttir
- Irma Þöll
- Skattborgari
- Gulli litli
- Jón Snæbjörnsson
- Þráinn Jökull Elísson
- Sigríður Elfa Eyjólfsdóttir
- Mál 214
- Bullukolla
- kreppukallinn
- hreinsamviska
- Arinbjörn Kúld
- Orgar
- Guðjón Baldursson
- Gunnar Þór Gunnarsson
- Hörður B Hjartarson
- Gunnar Björn Björnsson
- Haraldur Hansson
- Þórólfur S. Finnsson
- Birna Steingrímsdóttir
- Gestur Guðjónsson
- Jónas Rafnar Ingason
- Stríða
- Götusmiðjan
- Brynja skordal
- Haraldur Bjarnason
- Guðmundur Óli Scheving
- Ásta
- Markús frá Djúpalæk
- Jörundur Garðarsson
- MIS
- Þorsteinn H. Gunnarsson
- Björn Júlíus Grímsson
- S Kristján Ingimarsson
- Bryndís Haraldsdóttir
- Þórður Björn Sigurðsson
- Magnús Kristjánsson
- Bergur Sigurðsson
- Guðrún Ólafía Brynleifsdóttir
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Ólafía Herborg Jóhannsdóttir
- Heimssýn
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Óskar Arnórsson
- Sigurbjörn Svavarsson
- Árni Davíðsson
- Lúðvík Lúðvíksson
- Árelíus Örn Þórðarson
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Jakob Þór Haraldsson
- Guðrún Katrín Árnadóttir
- Þorsteinn Valur Baldvinsson
- L.i.ú.
- Rafn Gíslason
- Vilhjálmur Sveinn Björnsson
- Samtök Fullveldissinna
- Vaktin
- Arnar Guðmundsson
- Lárus Baldursson
- Sveinn Elías Hansson
- Þórarinn Baldursson
- Kjartan Magnússon
- ÞJÓÐARHEIÐUR - SAMTÖK GEGN ICESAVE
- Berglind Steinsdóttir
- Bjarney Vigdís Ingimundardóttir
- BJÖRK
- Björn Emilsson
- Dagný
- Dominus Sanctus.
- Friðgeir Sveinsson
- Guðmundur Ásgeirsson
- Guðmundur Pálsson
- Helgi Þór Gunnarsson
- Högni Snær Hauksson
- Inga Sæland Ástvaldsdóttir
- Jón Þórhallsson
- Kristján P. Gudmundsson
- Ómar Bjarki Smárason
- Ragnar Stefán Rögnvaldsson
- Rósa Aðalsteinsdóttir
- Samstaða þjóðar
- Sigurður Ingólfsson
- Stefán Júlíusson
- Sumarliði Einar Daðason
- Sveinn Björnsson
- Tryggvi Gunnar Hansen
- Úrsúla Jünemann
- Valdimar H Jóhannesson
Tenglar
Mínir tenglar
- Losnað við pestina Þetta hefur reynst mér vel við að losna við allar pestir þá 5 mánuði sem ég hef reynt immiflexið
- Ginseng Hér fæ ég kraftinn
- Frjálslyndi flokkurinn Vill breyta kvótakerfinu
- Ungmennasamband Skagafjarðar Ég er formaður
- Hér kaupi ég tölvudótið Ódýrt og gott
Sjávarútvegsmál
- Hafró Stofnunin þar sem ákveðið er hversu mikið má veiða
- Landssamband íslenskra útvegsmanna LÍÚ
- Landssamband smábátaeigenda LS
- Jörgen Niclasen Formaður Fólkaflokksins í Færeyjum
- Helgi Áss Grétarsson Sérfræðingur í HÍ á vegum LÍÚ
Fréttamiðlar
- Al Jazeera Gefur Bandaríkjamönnum engin grið
- BBC BBC
- Börsen Dönsk fjármálasíða
- Seðlabankinn Musteri Davíðs
Nýjustu athugasemdir
- Bara ef það hentar mér: Hér má sjá ráðleggingar Hafró um afla hvers árs og það sem enda... 7.1.2025
- Bara ef það hentar mér: "Vagn" svei mér þá þú ert bara mun meiri "GRAUTARHAUS" en ég ha... 7.1.2025
- Bara ef það hentar mér: Jóhann, úthlutaður kvóti, veiðiheimildir, er ekki það sama og r... 7.1.2025
- Bara ef það hentar mér: Pálmi það skal tekið fram að ég fylgjandi auknum veiðiheimildum... 7.1.2025
- Bara ef það hentar mér: Sæll Sigurjón Þú ert bara ekki að bera saman epli og epli. Þú v... 7.1.2025
- Bara ef það hentar mér: Hvað er eiginlega á milli eyrnanna á þér "Vagn"???? Kvóti og v... 7.1.2025
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.1.): 0
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 86
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 73
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Myndaalbúm
Eldri færslur
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Janúar 2024
- Apríl 2023
- Október 2022
- Október 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Janúar 2019
- Apríl 2018
- Desember 2017
- Október 2016
- Ágúst 2016
- Janúar 2016
- Nóvember 2015
- Nóvember 2014
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Desember 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
Af mbl.is
Fólk
- Klessti á vegg og átti ekki mjög gott tímabil
- Ýtir undir sögusagnir um skilnað
- Heimili Tyru Banks varð eldinum að bráð
- Írönsk poppstjarna dæmd til dauða
- Helgi hættir og óviss með framhaldið
- 100% frá hjartanu
- Þetta eru söngvar lífsins
- Jessica Alba biður um frið
- Gugga í Gúmmíbát og Patrekur Jaime deildu kossi
- Jörðin hvorki flöt né kringlótt
Athugasemdir
Heill og sæll; Sigurjón minn !
Það; sem veldur eggjakasti fólksins, er sú gildra, sem frjálshyggju hyskið er, ásamt ''greininga'' deildum bankanna, búið að koma landsmönnum öllum í.
Þú hlýtur; að geta sett þig í spor þeirra, hver eru, að glata öllu sínu, sökum glæpsamlegs stjórnarfars hér.
Því; eru allir vísar, til þjóðfélgas byltingar, hér á Fróni, góðir vísar, Sigurjón minn. HVER EINN OG EINASTI !!!
Með beztu kveðjum, á slóðir Ásbirninga frænda minna, nyrðra /
Óskar Helgi Helgason
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 8.11.2008 kl. 20:55
Ég er mest hissa á að ekki skuli vera kasatð fleiru og meira öflugu...
Að það skuli eingöngu vera eggjakast, finnst mér sýna merki um mikla stillingu.
Karl A (IP-tala skráð) 8.11.2008 kl. 21:04
eggjakastið fékk meiri athygli í fjölmiðlum en sjálf mótmælin.. afhverju var þrumuræða einars más ekki sýnd ?? ástæðan er einföld, það á að gera lítið úr mótmælunum fram í rauðan dauðann og því einblínt og krakka með egg .. og segja að 500 manns mæti...
Sigurjón þú ert partur af þessu sýstemi sem verið er að mótmæla svo þú ættir að fara varlega í orðum..
Óskar Þorkelsson, 8.11.2008 kl. 21:23
það var þyngra en en tárum taki að hlusta á varaformanninn. Svo blind er trú hans á evruna að hann sér ekki skóginn fyrir trjánum. það tekur mörg ár að taka upp evru.
Hvað ætlar þessi vesalings varaformaður að gera þangað til. Með þessu áframhaldi verður sjálfhætt að fólk borgi sína reikninga, það einfaldlega getur það ekki.
En varaformaðurinn boðar bara skattahækkun. Líklega til að létta greiðslubyrði heimilanna eða hvað? Svo eru þessir menn steinhissa á mótmælum. Þó varaformaðurinn hefði fengið eitt fúlegg í andlitið hefði ég ekki grátið en hann hefði kannski vaknað.
Víðir Benediktsson, 8.11.2008 kl. 21:40
Komið þið sælir; á ný !
Karl A ! Þakka þér; skynsamlegar ályktanir !
Nafni ! Nei; Sigurjón mun, þegar hann tekur á honum stóra sínum, hreinsa ærlega til, í flokki þeirra. Hann þarf bara; að byrja á, að henda Jóni Magnússyni - Hönnu Birnu Jóhannsdóttur og Kolbrúnu Stefánsdóttur, út af spjallvinalista sínum. Góð byrjun; þar.
Víðir ! Þakka þér; sérstaklega, þínar ábendingar, sem einarðleg og fölskvalaus skrif, sem oftar, reyndar.
Svona;; Sigurjón ! Áfram, með smjörið, ágæti drengur !!!
Með beztu kveðjum, sem oftar /
Óskar Helgi Helgason
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 8.11.2008 kl. 21:50
Rosalegt bull er þetta Óskar Þorkelsson að fullyrða að ég sé partur af þessu systemi.
Þó að ég segi sjálfur frá þá eru það ekki margir sem hafa setið á Alþingi á síðustu árum sem hafa rætt jafn opinskátt um bankarugl Framsóknar og Sjálfstæðisflokks sem Samfylkingin er búin að flækja sig illilega í.
Þjóðin er búin að brenna sig illilega á þessu dæmi sem lofsungin var af mörgum.
Sigurjón Þórðarson, 8.11.2008 kl. 22:44
Sigurjón, þú ert fyrrverandi alþingismaður.. og sennilega væntanlegur líka og þar með ertu part av programmet ;)
Vertu þá rödd skynseminnar, þú ert góður í kvótanum en stundum missirðu þig þegar kemur að Samfylkingunni þegar þú átt í raun að beina spjótum þínum í rétta átt.. sem sagt að sjálftektarflokknum... sem er sem betur fer að hverfa..
Óskar Þorkelsson, 8.11.2008 kl. 22:49
Mjög svo sannmála þér í þessu Sigurjón. Hin skefjlausa frálshyggja
og hin öfgafulla alþjóðahyggja er hér AÐAL-sökudólgurinn. Svo vil
ég mótmæla harðlega Óskari Helga um að eitthvað geti réttlætt
árás á Alþingi vort!
Guðmundur Jónas Kristjánsson, 9.11.2008 kl. 01:17
Komið þið sælir; enn á ný !
Guðmundur Jónas ! Þar sem gildi þau; sem Úlfljótur og arftakar hans byggðu á, eru löngu fallin, fyrir róða, á þessi stofnun; Alþingi nútímans, engan tilverurétt.
Einungis; þægileg afgreiðslumaskína ólaga, gagnvart almenningi, en einkar handhægt verkfæri valdastéttarinnar, hverja við þurfum, að losna við, hið fyrsta, áður meira tjóni veldur, Guðmundur minn.
Með beztu kveðjum, sem fyrr /
Óskar Helgi Helgason
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 9.11.2008 kl. 02:09
Loksins mótmæli þar sem þúsundir streyma um götur. Þetta líkar mér, fjöldinn eykst með hverjum laugardegi. Nokkrir sem köstuðu í mat í Alþingi og klifruðu upp á Alþingishúsið, það er bara eitthvað sem búast má við af hluta unga fólksins og athyglin má ekki fara öll á það. Ekki rmargir sem voru í þeim kima. Aðalatriðið er að í heildina fóru mótmælin vel fram. Og fjöldinn trúlega um 5 þúsund. Skyldi sú tala verða til þess að Davíð finni sig knúinn til að taka mark á þeim fjölda? Skyldi sú tala verða til þess að ríkisstjórnin skilji að almenningur þarf daglegar upplýsingar, það þarf að setja hann inn í málin og hann á að fá að fylgjast með. Í stað þess að stjórnvöld og forsætirráðherra eru lengst í burtu bak við skrifboð og dulkóðuð orð og setningar til þjóðarinnar sem enginn botnar í.
Nína S (IP-tala skráð) 9.11.2008 kl. 02:38
Ef þessi fáránlega verðtrygging lána hefði ekki verið við lýði, hefði fólk aldrei skuldsett sig eins og raunin varð. Þá hefðu allir séð strax hvað kostaði að taka lánin og getað gert áreiðanlegar fjárhagsáætlanir fram í tímann. Það eru nefninlega flestir tilbúnir að fresta vandanum og vona það besta. Verðtryggingin er ein af ástæðum ástandsins í dag.
Þórir Kjartansson, 9.11.2008 kl. 07:29
Sæll Óskar Þorkellsson og allir hinir líka að sjálfsögðu.
Það að Frjálslyndi flokkurinn er svo mikið í nöp við Samfylkingunna er að hann vil komast í stjórn með Sjálfstæðisflokknum sama hvað það kostar. Guðni formaður Framsóknarflokksins hefur draum Frjálslynda í höndum sér að ég tel því hann yrði að fylgja með í pakkanum.
Baldvin Nielsen Reykjanesbæ
B.N. (IP-tala skráð) 9.11.2008 kl. 14:57
Það er mikill misskilningur að liðsmönnum Frjálslynda flokksins sé í nöp við Samfylkinguna. Málið er einfaldlega að Samfylkingin er komin í að verja sérhagsmuni og spillingaröflin.
Hvers vegna vill jafnaðarmannaflokkur viðhalda óréttlátu og gagnslausu kvótakerfi í sjávarútvegi og verðtryggingu sem hefur komið flestu í bál og brand í efnahagslífinu.
Sigurjón Þórðarson, 9.11.2008 kl. 18:37
Við þurfum nýja þjóðarsátt. Sú sem gerð var um afnám verðtryggingar á launum á sínum tíma er ekki lengur fær. Annað hvort þarf að verðtryggja launin aftur eða afnema líka af lánum. Það er ekki hægt að hafa bara annað hvort. Ég hef heyrt að lífeyrissjóðirnir hafi áhyggjur ef verðtrygging lána verði afnumin. Af hverju? Er það út af því að lífeyrir okkar rýrnar við það? Hvað hef ég að gera við lífeyrir ef ég lifi það ekki að fá hann vegna örbyrgðar?
Og svo hitt, með eggin, ég stórefast að þeir sem köstuði í Alþingishúsið hafi nokkurn áhuga á málefnum mótmælenda. Æsingafólk sem skilar engu nema leiðindum og taka athyglina frá málefnum sem skipta máli.
Gunnar Þór Gunnarsson, 10.11.2008 kl. 13:43
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.