6.11.2008 | 17:39
Samfylkingin tekur fullan þátt í að fela slóðina
Örlög Samfylkingarinnar virðast stefna í að taka fullan þátt í að fela slóð þeirra sem hafa skilið eftir sig grunsemdir um stórfelld auðgunarbrot við fall bankanna. Björgvin G. Sigurðsson heldur málinu enn hjá Fjármálaeftirlitinu, en þáttur þess ætti að sjálfsögðu einnig að vera til rannsóknar. Það vakti óneitanlega furðu að yfirmaður Fjármálaeftirlitsins sagði í fréttum í gær að hann væri að rannsaka atburðarásina þangað til skömmu áður en fall bankanna varð. Þar tók hann fram að ef eitthvað misjafnt fyndist væri mögulegt að beita stjórnvaldssektum. Sömuleiðis yrði refsiverðum verknaði vísað til lögreglunnar.
Ef um lögbrot er að ræða getur málinu lokið hjá Fjármálaeftirlitinu t.d. með álagningu stjórnvaldssekta, en ef brot eru meiriháttar vísar eftirlitið málinu til lögreglu. Að auki má nefna að Fjármálaeftirlitið hefur nú þegar gripið til ýmissa annarra úrræða og ráðstafana t.d. stuðlað að varðveislu gagna. Þá hefur Fjármálaeftirlitinu borist ýmsar ábendingar og eru þær skoðaðar sérstaklega.
Nú er komið vel á annan mánuð frá því að fyrsti bankinn hrundi. Fréttir hafa lekið í fjölmiðla um að Kaupþingsmenn hafi afskrifað hjá sér skuldirnar og einn verkalýðsforinginn hefur viðurkennt opinberlega að hafa tekið þátt í þeim leik.
Menn hljóta að spyrja hvernig menn ætli að beita stjórnvaldssektum gegn fyrirtækjum sem eru komin í þrot þar sem sektirnar beinast gegn fyrirtækjunum. Í öðru lagi hlýtur almenningur að spyrja hvað tefji það að senda málið til lögreglu.
Það hefur komið á daginn að Geir Haarde vissi meira um fjárglæfrina og stöðu bankanna en hann hefur gefið í skyn og honum hefði átt að vera fullkunnugt um að sitthvað misjafnt leyndist í pokahorni FL Group og Hannesar Smárasonar þar sem núverandi formaður Listahátíðar sat þar lengi í stjórn meðan vægast sagt umdeild viðskipti fóru fram með flugfélagið Sterling.
Er meðvitað verið að tefja rannsókn málsins af því að hún snertir æðstu stjórnmálamenn, ráðherra og ráðuneytisstjóra beint? Hvaða tal er þetta um að allt eigi að vera uppi á borðinu þegar allt er augljóslega í felum undir borðinu? Þorgerður Katrín, Ingibjörg Sólrún, Björgvin Guðni, Geir Hilmar og Árni Matthías segja þetta öll en málið er samt í einni þoku. Ekki var hægt að upplýsa um laun bankastjóra, ekki hægt að greina frá rannsókn og nú man fjármálaráðherra ekki hvort ráðning núverandi bankastjóra er tímabundin eða ekki.
Öll rannsókn er í skötulíki. Það er þó óskandi að Björgvin verði ekki uppvís að því að beita pólitískum áhrifum til að stöðva Fjármálaeftirlitið í að vísa málum til lögreglunnar.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bloggvinir
- Helga Þórðardóttir
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Jens Guð
- Hallgrímur Guðmundsson
- Ásta Hafberg S.
- Jóhann Elíasson
- Aðalheiður Ámundadóttir
- Óskar Helgi Helgason
- Georg Eiður Arnarson
- Óskar Þorkelsson
- Jakob Falur Kristinsson
- Kolbrún Stefánsdóttir
- Baldvin Jónsson
- Jakobína Ingunn Ólafsdóttir
- Ragnheiður Ólafsdóttir
- Hallur Magnússon
- Sigurður Þórðarson
- Gunnlaugur B Ólafsson
- Guðrún María Óskarsdóttir.
- Katrín
- Þarfagreinir
- Samtök sjálfstæðra í sjávarútvegi
- Frjálslyndi flokkurinn í Eyjafirði
- Hallgrímur Óli Helgason
- Jón Kristjánsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Jón Valur Jensson
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Kjartan Eggertsson
- Halla Rut
- Ingólfur Þór Guðmundsson
- Grétar Pétur Geirsson
- Guðrún Þóra Hjaltadóttir
- J. Einar Valur Bjarnason Maack
- ragnar bergsson
- Bjarni Harðarson
- Rannveig Þorvaldsdóttir
- Sigurður Sigurðsson
- Eiríkur Guðmundsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- erlahlyns.blogspot.com
- Agný
- Guðjón Ólafsson
- Einar Ben
- Jón Aðalsteinn Jónsson
- Georg P Sveinbjörnsson
- Gunnar Freyr Hafsteinsson
- Ólafur Ragnarsson
- Guðrún Magnea Helgadóttir
- Ólafur Björn Ólafsson
- Halldór Jónsson
- Elvar Atli Konráðsson
- Kristján H Theódórsson
- Guðjón Sigþór Jensson
- Helgi Már Barðason
- Brynja Hlíf Þorsteinsdóttir
- Víðir Benediktsson
- Valgerður Sigurðardóttir
- Jens Sigurjónsson
- Vestfirðir
- Sigurður Ásbjörnsson
- Jón Magnússon
- Viðar Friðgeirsson
- Axel Jóhannes Yngvason
- Svava S. Steinars
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Quackmore
- Árni "Gamli" Einarsson
- Haukur Már Helgason
- Þóra Guðmundsdóttir
- Heiða Þórðar
- Steingrímur Ólafsson
- Vefritid
- Ársæll Níelsson
- S. Einar Sigurðsson
- Rannveig H
- Gísli Gíslason
- Bjarni Kjartansson
- Steingrímur Helgason
- Fiðrildi
- Baldur Fjölnisson
- Þorsteinn Ásgeirsson (Icerock)
- Linda Lea Bogadóttir
- Félag Ungra Frjálslyndra
- Hanna
- Sverrir Stormsker
- Ottó Marvin Gunnarsson
- gudni.is
- Einar Vignir Einarsson
- Hákon Unnar Seljan Jóhannsson
- Valgerður Halldórsdóttir
- Guðmundur Jónas Kristjánsson
- Sæþór Helgi Jensson
- Fríða Björk Einarsdóttir
- Jóhann Kristjánsson
- Oddur Helgi Halldórsson
- Guðrún Jóna Gunnarsdóttir
- María Harðardóttir og Þorsteinn Narfason
- Grétar Rögnvarsson
- Ragnar Þór Ingólfsson
- Róbert Guðmundur Schmidt
- Steinn Hafliðason
- Landssamband ungra frjálslyndra
- Bergþóra Árnadóttir - RIP 15.2.48 - 8.3.07
- Þórir Aðalsteinsson
- Vilborg Traustadóttir
- Arnþrúður Karlsdóttir
- Sævar Einarsson
- Ketilás
- Ómar Pétursson
- Eyþór Grétar Grétarsson
- FF
- Jón Þór Bjarnason
- Óskar Þ. G. Eiríksson
- Vilhjálmur Árnason
- Alexander Kristófer Gústafsson
- Róbert Tómasson
- Landvernd
- ThoR-E
- Haraldur Baldursson
- Sigurður Jón Hreinsson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- busblog.is
- Sigríður Inga Sigurjónsdóttir
- Himmalingur
- Svanhildur Karlsdóttir
- Gísli Birgir Ómarsson
- Árni Árnason
- Grétar Mar Jónsson
- Perla
- Ingunn Guðnadóttir
- Irma Þöll
- Skattborgari
- Gulli litli
- Jón Snæbjörnsson
- Þráinn Jökull Elísson
- Sigríður Elfa Eyjólfsdóttir
- Mál 214
- Bullukolla
- kreppukallinn
- hreinsamviska
- Arinbjörn Kúld
- Orgar
- Guðjón Baldursson
- Gunnar Þór Gunnarsson
- Hörður B Hjartarson
- Gunnar Björn Björnsson
- Haraldur Hansson
- Þórólfur S. Finnsson
- Birna Steingrímsdóttir
- Gestur Guðjónsson
- Jónas Rafnar Ingason
- Stríða
- Götusmiðjan
- Brynja skordal
- Haraldur Bjarnason
- Guðmundur Óli Scheving
- Ásta
- Markús frá Djúpalæk
- Jörundur Garðarsson
- MIS
- Þorsteinn H. Gunnarsson
- Björn Júlíus Grímsson
- S Kristján Ingimarsson
- Bryndís Haraldsdóttir
- Þórður Björn Sigurðsson
- Magnús Kristjánsson
- Bergur Sigurðsson
- Guðrún Ólafía Brynleifsdóttir
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Ólafía Herborg Jóhannsdóttir
- Heimssýn
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Óskar Arnórsson
- Sigurbjörn Svavarsson
- Árni Davíðsson
- Lúðvík Lúðvíksson
- Árelíus Örn Þórðarson
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Jakob Þór Haraldsson
- Guðrún Katrín Árnadóttir
- Þorsteinn Valur Baldvinsson
- L.i.ú.
- Rafn Gíslason
- Vilhjálmur Sveinn Björnsson
- Samtök Fullveldissinna
- Vaktin
- Arnar Guðmundsson
- Lárus Baldursson
- Sveinn Elías Hansson
- Þórarinn Baldursson
- Kjartan Magnússon
- ÞJÓÐARHEIÐUR - SAMTÖK GEGN ICESAVE
- Berglind Steinsdóttir
- Bjarney Vigdís Ingimundardóttir
- BJÖRK
- Björn Emilsson
- Dagný
- Dominus Sanctus.
- Friðgeir Sveinsson
- Guðmundur Ásgeirsson
- Guðmundur Pálsson
- Helgi Þór Gunnarsson
- Högni Snær Hauksson
- Inga Sæland Ástvaldsdóttir
- Jón Þórhallsson
- Kristján P. Gudmundsson
- Ómar Bjarki Smárason
- Ragnar Stefán Rögnvaldsson
- Rósa Aðalsteinsdóttir
- Samstaða þjóðar
- Sigurður Ingólfsson
- Stefán Júlíusson
- Sumarliði Einar Daðason
- Sveinn Björnsson
- Tryggvi Gunnar Hansen
- Úrsúla Jünemann
- Valdimar H Jóhannesson
Tenglar
Mínir tenglar
- Losnað við pestina Þetta hefur reynst mér vel við að losna við allar pestir þá 5 mánuði sem ég hef reynt immiflexið
- Ginseng Hér fæ ég kraftinn
- Frjálslyndi flokkurinn Vill breyta kvótakerfinu
- Ungmennasamband Skagafjarðar Ég er formaður
- Hér kaupi ég tölvudótið Ódýrt og gott
Sjávarútvegsmál
- Hafró Stofnunin þar sem ákveðið er hversu mikið má veiða
- Landssamband íslenskra útvegsmanna LÍÚ
- Landssamband smábátaeigenda LS
- Jörgen Niclasen Formaður Fólkaflokksins í Færeyjum
- Helgi Áss Grétarsson Sérfræðingur í HÍ á vegum LÍÚ
Fréttamiðlar
- Al Jazeera Gefur Bandaríkjamönnum engin grið
- BBC BBC
- Börsen Dönsk fjármálasíða
- Seðlabankinn Musteri Davíðs
Nýjustu athugasemdir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (5.11.): 42
- Sl. sólarhring: 64
- Sl. viku: 1000
- Frá upphafi: 1012542
Annað
- Innlit í dag: 38
- Innlit sl. viku: 876
- Gestir í dag: 37
- IP-tölur í dag: 33
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Myndaalbúm
Eldri færslur
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Janúar 2024
- Apríl 2023
- Október 2022
- Október 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Janúar 2019
- Apríl 2018
- Desember 2017
- Október 2016
- Ágúst 2016
- Janúar 2016
- Nóvember 2015
- Nóvember 2014
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Desember 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
Af mbl.is
Viðskipti
- Stærsta sem komið hefur fyrir mig
- Akademias tekur Avia yfir
- Eybjörg ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra
- Greiða 20 milljarða í sértæka skatta og gjöld
- Fjórir nýir stjórnendur hjá Íslandsbanka
- Stöðnun í hagkerfinu á þessu ári
- Intel hent út og Nvidia tekið inn
- Hefur keðjuverkandi áhrif
- Gríðarleg tækifæri í nýju samningunum
- Spítalinn vegur ekki allt hitt upp
- Tekjutapið gæti numið milljörðum
- Kostnaður við Loftbrú yfir 500 m. kr.
- Svipmynd: Áhugi fjárfesta sífellt að aukast
- Óvissan farin að hafa afleiðingar
- Hisa Hisa dreifir Unbroken
Athugasemdir
Sjálfstæðisflokkurinn er fullfær um að fela slóð sína án hjálpar frá Samfylkingunni. Það er bara þannig með ykkur hægrimennina að spilling virðist loða við ykkur öðrum fremur. Sjáðu bara pólitíkina í Bandaríkjunum, þar hafa frjálshyggjupésar, ekki ólíkir ykkur hægri mönnunum hér á Íslandi, sett allt á annan endann í fjármálum heimsins alls. Þökk sé þeirri pólitík sem þú aðhyllist er allt að fara til fjandans. Þú eins og aðrir hljótið að endurhugsa ykkar pólitíska rétttrúnað og leggja frjálshyggjuhugsanir á hilluna.
Valsól (IP-tala skráð) 6.11.2008 kl. 18:07
Sæll,
Þú segir:
"Nú er komið vel á annan mánuð frá því að fyrsti bankinn hrundi." Mig minnir að neyðarlögin hafi verið sett 6. okt. þannig að þau eiga afmæli í dag. Í kjölfarið féll Landsbankinn svo það er svolítið ofmælt að tala um "vel á annan mánuð...!!! Þér fyrirgefst þetta því svo mörg hneykslismál hafa komið upp í kjölfarið að það má segja að þar sé margra ára forði og auðvelt að ruglast á tímanum!
Hvað býr undir aðgerðum og aðgerðarleysi stjórnar og stjórnarandstöðu? Ég skil vel að Sjálfstæðisflokkur vilji ekki fara frá núna og sennilega er stjórnin að reyna að hvítþvo sem flesta og sópa undir teppið sem mestu af ógeðinu sem finnst. Ég skil hins vegar ekki af hverju stjórnarandstaðan er algerlega aðgerðarlaus. Þeir hafa möguleika á að flytja þingsályktun um vantraust á ríkisstjórnina og það er að ég held eina leiðin til að fá þingmenn til að mótmæla eða gangast við spillingunni, vanhæfninni, lyginni og öllu því sem fylgir. Ganga allir þingmenn Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar undir það jarðarmen að styðja ríkisstjórnina og þar með að halda þessu sjónarspili áfram?????? Kjósendur eiga þá að fá að vita það svo hægt verði að refsa þeim á viðeigandi hátt. Var ekki sagt að vitlausari ríkisstjórn væri ekki hægt að fá jafnvel þó meðlimir hennar hefðu verið valdir af handahófi úr símaskránni!! Er virkilega ekkert farið að hrikta í trú stjórnarþingmanna á getu ríkisstjórnarinnar??? Ef enginn þorir að víkja út af flokkslínunni og trúnni, þá trúi ég ekki að margir þeirra - að Jóhönnu undanskildri - eigi langa framtíð í starfi. Sjálfsagt er rétt að "fólk er fífl" en svo mikil fífl trúi ég ekki að fólk sé að það vilji hafa allt þetta lið á launaskrá sinni eftir næstu kosningar. Fólkið og reyndar þingmennirnir líka eiga einn kost enn til að mótmæla - að mæta í mótmælin á Austurvelli á laugardaginn. Ef fáir mæta, 1000-2000 þá er málið dautt - fólk er fífl!
Kveðja,
Ragnar Eiríksson
Ragnar Eiríksson (IP-tala skráð) 6.11.2008 kl. 19:15
Ragnar, er ekki óhætt að tímasetja fallið við 29. september þegar Glitnir var þjóðnýttur?
Berglind Steinsdóttir, 6.11.2008 kl. 19:49
Það ætla ég rétt að vona að frjálslyndiflokkurinn ætli að stands við sitt. vonandi verður hann kominn í sjtórnar samstarf við Vinstrigræna í vor. Annað er það ekki.
Sigríður Elfa Eyjólfsdóttir, 6.11.2008 kl. 20:10
Berglind!
Jú auðvitað er það rétt hjá þér - ég var satt að segja alveg búinn að gleyma þeirri viku og Glitni með! Maður þyrfti að fara að skrifa dagbók til að halda lagi á þessu rugli öllu saman! Fyrirgefðu Sigurjón - þetta nálgast að vera "vel á annan mánuð"!
Að lokum - ég bara trúi ekki að Samfylkingin haldi saman um að halda ríkisstjórninni á floti mikið lengur!
R
Ragnar Eiríksson (IP-tala skráð) 6.11.2008 kl. 21:14
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.