Leita í fréttum mbl.is

Vandræðaleg þögn stjórnarliða

Ekki er þetta mál varðandi afskriftir á lánum til æðstu stjórnenda bankanna til þess fallið að vekja traust á stjórnvöldum. Málið kemur upp eftir öðrum leiðum en vegna árvekni og eftirlits stjórnvalda, litli bankamaðurinn sendir tölvupóst sem fer um allt og veldur uslanum. Björgvin G. Sigurðsson segir málið sérkennilegt í viðtali við dv.is og virðist það hafa komið honum jafnmikið á óvart og laun bankastjóranna. Misnotkun innherjaupplýsinga ná til æðstu stjórnenda ríkisins, s.s. ráðuneytisstjóra.  

Vitað er að þingmaður Sjálfstæðisflokksins sat í stjórn peningamarkaðssjóðs Glitnis þar sem fólk tapaði talsverðu af sparnaði sínum þrátt fyrir að sjóðurinn hafi verið kynntur sem einkar traustur.

Ég held að menn geti ekki lengur hangið á kjaftæðinu um að standa saman. Það þarf óvilhalla rannsókn til að komast til botns í þessu máli og öðrum sambærilegum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Baldur Gautur Baldursson

Er þetta ekki lýsandi fyrir þann viðbjóð sem ríkisstjórnir Davíðs Oddssonar og Geirs Haarde sem hafa gegnsýrt stofnanir og fyrirtæki ríkisins með?  Æxlið sem við köllum x-D hefur dreyft sér og nú vart heillan blett að hafa á öllum líkamanum. 

Auðvitað verður ekki við þetta unað lengur. Það ber að lýsa vantrausti á þessu folki á Alþingi.  Það er þeirra síðasta verkefni.

Baldur Gautur Baldursson, 4.11.2008 kl. 11:42

2 Smámynd: corvus corax

Geiri gunga og Dabbi drulluhali segja að fólk eigi að taka utan um hvert annað og hugsa um börnin sín og gamla fólkið á meðan þeir sjálfir rannsaka og fullvissa hvorn annan um að þeir sjálfir beri örugglega enga ábyrgð. Þegar þeir eru búnir að því munu þeir segja okkur að hætta að faðmast og fara að vinna eins og vitleysingar til að borga brúsann!

corvus corax, 4.11.2008 kl. 19:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband