Leita í fréttum mbl.is

Kafloðin gagnrýni Samfylkingar á Seðlabankann

Samfylkingin leggur allt kapp á að hlaupast undan ábyrgð á stöðu efnahagsmála og sérstaklega að forðast umræðu um ábyrgð bankamálaráðherra á hinum gríðarháu skuldbindingum sem eru að falla á íslenska skattgreiðendur. Á Alþingi beina þingmenn spjótum sínum að Seðlabankanum, m.a.s. fyrir það að Seðlabankinn hafi upplýst þjóðina um ástæðuna fyrir hækkun stýrivaxtanna úr 12 í 18%.

Samfylkingin krafðist þess á sínum tíma að strax yrði leitað ásjár Alþjóðagjaldeyrissjóðsins en samt sem áður vilja sumir þar á bæ skjóta sér undan ábyrgð á þeim aðgerðum og skilyrðum sem Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn setur. 

Það sem er svo ósmekklegt er að í ræðu formanns fjárlaganefndar er Seðlabankinn sérstaklega gagnrýndur fyrir að segja hvernig í pottinn er búið og ekki nóg með það, heldur er ræðan svo loðmulluleg og illskiljanleg að maður velti ósjálfrátt fyrir sér hvort formaður fjárlaganefndar hefði einhver tök og eitthvert vit á efninu, hvort hann hefði yfirleitt sett sig inn í málið.

Er þetta virkilega mannskapurinn sem getur leitt okkur út úr vandanum, fólk sem er ekki til í að loka nokkrum sendiráðum og taka til athugunar að auka þorskkvótann?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þórbergur Torfason

Sæll Sigurjón. Enginn sem situr á alþingi hefur burði til að leysa vandamál þjóðarinnar nema Steingrímur J og hans hópur. Því miður eru engin teikn á lofti um að neitt af viti eigi að gera. Við hljótum að fara að reisa almenna kröfu um þingrof og kosningar, ekki seinna en á þessu ári.

Ljót sagan sem Ómar R Valdimarsson segir á sínu bloggi í morgun.

Þórbergur Torfason, 3.11.2008 kl. 12:20

2 Smámynd: Rannveig H

Faglega neyðarstjórn fram að næstu kosningum, hvenær sem þær verða.

Rannveig H, 3.11.2008 kl. 12:31

3 Smámynd: Óskar Þorkelsson

Ertu sáttur við stjórn Seðlabankans Sigurjón ?

Óskar Þorkelsson, 3.11.2008 kl. 12:32

4 Smámynd: Gunnlaugur B Ólafsson

Það eru svosem ekki nýjar fréttir að þér þyki Samfylkingin slæm. En sannfærðu okkur um að frjálslyndir hafi lausnir aðrar entengdar evru og ESB varðandi framtíðarstöðu okkar í samfélagi þjóðanna. Afhverju bætið þið ekki við ykkur fylgi, ef að þú ert í svona góðum flokki, komin til að dæma lifandi og dauða. Með kærri kveðju,  G

Gunnlaugur B Ólafsson, 3.11.2008 kl. 12:38

5 identicon

Samfylkingin er með linnulausar árásir á samstarfsflokkinn og Seðlabankann.  Átæða þess er að þar situr Davíð og Samfó lítur á hann sem helstu hindrun í vegi sínum.  Samfylkingin vill ESB-vænan seðlabankastjóra, einhvern sem segir að nú skulum við ganga í ESB.

Á meðan eru fótgönguliðar Samfylkingarinnar sendir í vikuleg mótmæli gegn Davíð og vini hans; Geir. 

Einnig má á það benda að hér er um persónulega óvild ISG gegn Davíð sem ræður hér för.

Sigurliði Þ. Grétarsson (IP-tala skráð) 3.11.2008 kl. 13:57

6 Smámynd: Sigurjón Þórðarson

Þetta eru rosalegar fréttir á heimasíðu Ómars R. Valdimarssonar og það mál heyrir beint undir ráðherra Samfylkingarinnar, „jafnaðarmanninn“ Björgvin G. Sigurðsson.

Óskar, ég er ekki ánægður með stjórn Seðlabankans sem situr í skjóli Samfylkingarinnar en geri mér ljóst að þótt Seðlabankastjórnin sé broguð er meginmeinsemdin hjá stjórnmálamönnunum sem ráða för og hafa ráðið för.

Gulli, Frjálslyndi flokkurinn hefur m.a. boðað að auka fiskveiðar og þar með gjaldeyristekjur þjóðarinnar um marga milljarða króna á ári. Frjálslyndi flokkurinn hefur boðað afnám verðtryggingarinnar. Frjálslyndi flokkurinn hefur viljað standa vörð um heimilin gegn boðuðum hamförum.

Sigurliði, ég er alls ekki viss um að óvild ISG gegn DO sé persónuleg, en hún er slóttug og sér þarna einfalda leið til að smeygja sér undan ábyrgð og afsaka aðgerðaleysi sitt.

Sigurjón Þórðarson, 3.11.2008 kl. 14:38

7 Smámynd: Þórbergur Torfason

Það verður að koma fram hér að á síðu Ómars R Valdimarssonar er ekki verið að segja fréttir heldur eru þetta getgátur.

En ef rétt er, en að því komumst við aldrei meðan unnið verður áfram hörðum höndum að gera ekki neitt innan veggja bankanna, nema hugsanlega að stroka út glappaskot fyrrum eigenda og starfsmanna (þar á ég sérstaklega við einkavini ríkisstjórnarinnar), hlýtur að brjótast hér út uppreisn sem erfitt verður að kveða niður.

Sigurjón, það hlýtur að vera lágmarkskrafa að fulltrúar verkalýðsfélaga og stjórnarandstöðu setjist inn í bankana og fái að fylgjast með framvindunni til að minnka tortryggnina.

Þórbergur Torfason, 3.11.2008 kl. 17:26

8 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Utanþingsstjórn takk. Faglega takk fyrir!

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 3.11.2008 kl. 17:33

9 Smámynd: Víðir Benediktsson

Samfylkingin er mesta stjórnmálaslys Íslandssögunnar. Það veit enginn fyrir hvað hún stendur. Hún veit ekki neitt, kannast ekki við neitt og hefur aldrei gert neitt.

 Nema eitt jú. Bankamálaráðherrann skrifaði þetta þrmur mánuðum eftir að Geir hitti Brown í Lundúnum til að skýra honum frá vandræðum íslenskra banka. Björgvin aldeilis með á nótunum.

„Þegar KB banki opnaði útibú í Lúxemborg fyrir nokkrum árum óraði líklega engan fyrir því hve vel íslensku fjármálafyrirtækjunum ætti eftir að ganga við að hasla sér völl á erlendri grundu. Ævintýralega vel er kannski rétta orðið yfir það.

Kjarkur, þor og góð þekking íslensku útrásarmannanna skilaði meiri árangri hraðar við fjárfestingar  erlendis en hægt var að sjá fyrir og víkingurinn hefur vakið athygli á alþjóðavísu. Ekki síst þegar lagt er saman við aðra útrás Íslendinga erlendis í verslun, iðnaði og þjónustu ýmiskonar.

Auðvitað skortir ekki úrtölur eða þá sem telja sig knúna til að tala útrás og fjárfestingarævintýri Íslendinga erlendis niður. Þannig eru nú hlutirnir einu sinni og því er það mikilvægt nú þegar hægir tímabundið á útrásinni vegna þrenginga á erlendum mörkuðum að halda frábærum árangri þessara flaggskipa atvinnulífsins okkar ríkulega til haga. Þetta eru okkar voldugustu fyrirtæki og nokkrar af helstu undirstöðum efnahagskerfis okkar til lengri tíma.“

Víðir Benediktsson, 3.11.2008 kl. 23:24

10 Smámynd: Róbert Tómasson

Mér hefur alltaf fundist það undarlegt á tímum aukinnar upplýsingatækni, þar sem heimurinn hefur "minkað" og landamæri orðið óskýrari, þá virðist það hafa verið stefna stjórnvalda að koma sendiráðum fyrir á nánast hverju krumma skuði og útnára jarðkringlunnar, það mætti spara gríðarlegar fjárhæðir með því að loka ónauðsynlegum sendiráðum.

Róbert Tómasson, 4.11.2008 kl. 00:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband