18.10.2008 | 11:55
Aðstoðarmenn höfuðpauranna kryfja málin til mergjar
Ég er að horfa á Markaðinn, nýjan þátt á Stöð 2, þar sem fjallað er m.a. um fjármálalíf. Markmiðið er væntanlega að fjalla með gagnrýnum hætti um íslenskt viðskiptalíf. Eftir að hafa horft á hálfan þátt hafa efnistökin gengið þvílíkt yfir mig að ég á varla orð fyrir hneykslun - eða ég er næstum frekar farinn að flissa.
Þátturinn byrjaði með gagnrýnislausum viðtölum við núverandi og fyrrverandi bankastjóra þar sem fátt nýtt kom fram. Í framhaldinu eru málin krufin til mergjar - og hverjir skyldu þá hafa verið í settinu? Páll Magnússon, fyrrverandi aðstoðarmaður viðskiptaráðherra, Valgerðar Sverrisdóttur, sem var í einkavæðingarnefnd sem handvaldi menn til að kaupa bankana, m.a. á forsendum þess að einn kaupandi skyldi vera erlendur kjölfestufjárfestir sem gufaði svo upp á örfáum mánuðum. Svo er Illugi Gunnarsson sem sat og situr í stjórn stjóða Glitnis sem plataði peninga út úr gamla fólkinu sem enduðu sumir hverjir í einkaþotum og lúxussnekkjum og ýmsu öðru bralli. Síðan er Jón Þór Sturluson, aðstoðarmaður viðskiptaráðherra, sem skrifaði fræga skýrslu fyrir olíufélögin þar sem fullyrt var að samráðssvik þeirra hefðu ekki skaðað neytendur.
Sá sem stjórnaði þessum kór og stjórnar þættinum er enginn annar en Björn Ingi Hrafnsson, fyrrum aðstoðarmaður Halldórs Ásgeirssonar, sem ráðstafaði bönkunum m.a. til aðila sem voru nátengdir forsætisráðherra. Og ekki er ár liðið síðan Björn Ingi Hrafnsson var miðpunkturinn í REI-hneykslinu þar sem allt gekk út á að ráðstafa til útrásarvíkinganna orkueignum almennings með tilheyrandi kaupréttarsamningum og baktjaldamakki.
Þetta er fjölmiðlun fáránleikans og menn geta séð útdrátt úr honum á Stöð tvö kl. 18 í dag. Ég yrði ekki hissa þótt það yrði þokkalega góð mæting á Austurvelli í dag í mótmælaaðgerðum.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bloggvinir
- Helga Þórðardóttir
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Jens Guð
- Hallgrímur Guðmundsson
- Ásta Hafberg S.
- Jóhann Elíasson
- Aðalheiður Ámundadóttir
- Óskar Helgi Helgason
- Georg Eiður Arnarson
- Óskar Þorkelsson
- Jakob Falur Kristinsson
- Kolbrún Stefánsdóttir
- Baldvin Jónsson
- Jakobína Ingunn Ólafsdóttir
- Ragnheiður Ólafsdóttir
- Hallur Magnússon
- Sigurður Þórðarson
- Gunnlaugur B Ólafsson
- Guðrún María Óskarsdóttir.
- Katrín
- Þarfagreinir
- Samtök sjálfstæðra í sjávarútvegi
- Frjálslyndi flokkurinn í Eyjafirði
- Hallgrímur Óli Helgason
- Jón Kristjánsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Jón Valur Jensson
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Kjartan Eggertsson
- Halla Rut
- Ingólfur Þór Guðmundsson
- Grétar Pétur Geirsson
- Guðrún Þóra Hjaltadóttir
- J. Einar Valur Bjarnason Maack
- ragnar bergsson
- Bjarni Harðarson
- Rannveig Þorvaldsdóttir
- Sigurður Sigurðsson
- Eiríkur Guðmundsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- erlahlyns.blogspot.com
- Agný
- Guðjón Ólafsson
- Einar Ben
- Jón Aðalsteinn Jónsson
- Georg P Sveinbjörnsson
- Gunnar Freyr Hafsteinsson
- Ólafur Ragnarsson
- Guðrún Magnea Helgadóttir
- Ólafur Björn Ólafsson
- Halldór Jónsson
- Elvar Atli Konráðsson
- Kristján H Theódórsson
- Guðjón Sigþór Jensson
- Helgi Már Barðason
- Brynja Hlíf Þorsteinsdóttir
- Víðir Benediktsson
- Valgerður Sigurðardóttir
- Jens Sigurjónsson
- Vestfirðir
- Sigurður Ásbjörnsson
- Jón Magnússon
- Viðar Friðgeirsson
- Axel Jóhannes Yngvason
- Svava S. Steinars
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Quackmore
- Árni "Gamli" Einarsson
- Haukur Már Helgason
- Þóra Guðmundsdóttir
- Heiða Þórðar
- Steingrímur Ólafsson
- Vefritid
- Ársæll Níelsson
- S. Einar Sigurðsson
- Rannveig H
- Gísli Gíslason
- Bjarni Kjartansson
- Steingrímur Helgason
- Fiðrildi
- Baldur Fjölnisson
- Þorsteinn Ásgeirsson (Icerock)
- Linda Lea Bogadóttir
- Félag Ungra Frjálslyndra
- Hanna
- Sverrir Stormsker
- Ottó Marvin Gunnarsson
- gudni.is
- Einar Vignir Einarsson
- Hákon Unnar Seljan Jóhannsson
- Valgerður Halldórsdóttir
- Guðmundur Jónas Kristjánsson
- Sæþór Helgi Jensson
- Fríða Björk Einarsdóttir
- Jóhann Kristjánsson
- Oddur Helgi Halldórsson
- Guðrún Jóna Gunnarsdóttir
- María Harðardóttir og Þorsteinn Narfason
- Grétar Rögnvarsson
- Ragnar Þór Ingólfsson
- Róbert Guðmundur Schmidt
- Steinn Hafliðason
- Landssamband ungra frjálslyndra
- Bergþóra Árnadóttir - RIP 15.2.48 - 8.3.07
- Þórir Aðalsteinsson
- Vilborg Traustadóttir
- Arnþrúður Karlsdóttir
- Sævar Einarsson
- Ketilás
- Ómar Pétursson
- Eyþór Grétar Grétarsson
- FF
- Jón Þór Bjarnason
- Óskar Þ. G. Eiríksson
- Vilhjálmur Árnason
- Alexander Kristófer Gústafsson
- Róbert Tómasson
- Landvernd
- ThoR-E
- Haraldur Baldursson
- Sigurður Jón Hreinsson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- busblog.is
- Sigríður Inga Sigurjónsdóttir
- Himmalingur
- Svanhildur Karlsdóttir
- Gísli Birgir Ómarsson
- Árni Árnason
- Grétar Mar Jónsson
- Perla
- Ingunn Guðnadóttir
- Irma Þöll
- Skattborgari
- Gulli litli
- Jón Snæbjörnsson
- Þráinn Jökull Elísson
- Sigríður Elfa Eyjólfsdóttir
- Mál 214
- Bullukolla
- kreppukallinn
- hreinsamviska
- Arinbjörn Kúld
- Orgar
- Guðjón Baldursson
- Gunnar Þór Gunnarsson
- Hörður B Hjartarson
- Gunnar Björn Björnsson
- Haraldur Hansson
- Þórólfur S. Finnsson
- Birna Steingrímsdóttir
- Gestur Guðjónsson
- Jónas Rafnar Ingason
- Stríða
- Götusmiðjan
- Brynja skordal
- Haraldur Bjarnason
- Guðmundur Óli Scheving
- Ásta
- Markús frá Djúpalæk
- Jörundur Garðarsson
- MIS
- Þorsteinn H. Gunnarsson
- Björn Júlíus Grímsson
- S Kristján Ingimarsson
- Bryndís Haraldsdóttir
- Þórður Björn Sigurðsson
- Magnús Kristjánsson
- Bergur Sigurðsson
- Guðrún Ólafía Brynleifsdóttir
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Ólafía Herborg Jóhannsdóttir
- Heimssýn
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Óskar Arnórsson
- Sigurbjörn Svavarsson
- Árni Davíðsson
- Lúðvík Lúðvíksson
- Árelíus Örn Þórðarson
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Jakob Þór Haraldsson
- Guðrún Katrín Árnadóttir
- Þorsteinn Valur Baldvinsson
- L.i.ú.
- Rafn Gíslason
- Vilhjálmur Sveinn Björnsson
- Samtök Fullveldissinna
- Vaktin
- Arnar Guðmundsson
- Lárus Baldursson
- Sveinn Elías Hansson
- Þórarinn Baldursson
- Kjartan Magnússon
- ÞJÓÐARHEIÐUR - SAMTÖK GEGN ICESAVE
- Berglind Steinsdóttir
- Bjarney Vigdís Ingimundardóttir
- BJÖRK
- Björn Emilsson
- Dagný
- Dominus Sanctus.
- Friðgeir Sveinsson
- Guðmundur Ásgeirsson
- Guðmundur Pálsson
- Helgi Þór Gunnarsson
- Högni Snær Hauksson
- Inga Sæland Ástvaldsdóttir
- Jón Þórhallsson
- Kristján P. Gudmundsson
- Ómar Bjarki Smárason
- Ragnar Stefán Rögnvaldsson
- Rósa Aðalsteinsdóttir
- Samstaða þjóðar
- Sigurður Ingólfsson
- Stefán Júlíusson
- Sumarliði Einar Daðason
- Sveinn Björnsson
- Tryggvi Gunnar Hansen
- Úrsúla Jünemann
- Valdimar H Jóhannesson
Tenglar
Mínir tenglar
- Losnað við pestina Þetta hefur reynst mér vel við að losna við allar pestir þá 5 mánuði sem ég hef reynt immiflexið
- Ginseng Hér fæ ég kraftinn
- Frjálslyndi flokkurinn Vill breyta kvótakerfinu
- Ungmennasamband Skagafjarðar Ég er formaður
- Hér kaupi ég tölvudótið Ódýrt og gott
Sjávarútvegsmál
- Hafró Stofnunin þar sem ákveðið er hversu mikið má veiða
- Landssamband íslenskra útvegsmanna LÍÚ
- Landssamband smábátaeigenda LS
- Jörgen Niclasen Formaður Fólkaflokksins í Færeyjum
- Helgi Áss Grétarsson Sérfræðingur í HÍ á vegum LÍÚ
Fréttamiðlar
- Al Jazeera Gefur Bandaríkjamönnum engin grið
- BBC BBC
- Börsen Dönsk fjármálasíða
- Seðlabankinn Musteri Davíðs
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 3
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 111
- Frá upphafi: 1013226
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 62
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Myndaalbúm
Eldri færslur
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Janúar 2024
- Apríl 2023
- Október 2022
- Október 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Janúar 2019
- Apríl 2018
- Desember 2017
- Október 2016
- Ágúst 2016
- Janúar 2016
- Nóvember 2015
- Nóvember 2014
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Desember 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
Athugasemdir
Ég er mest hræddur um að við ætlum ekki að læra af þeim mistökum sem við höfum þegar gert! Vitleysan heldur bara áfram!
Himmalingur, 18.10.2008 kl. 13:12
Þetta er rosalegt, Illugi mætir eins og fínn maður og lætur líta út fyrir að allt hafi verið í stakasta lagi, en ég tel mig hafa vissu fyrir því að það hafi verið að troða ýmsum vafasömum pappírum inn í peningamarkaðssjóði Glitnis s.s. verðlausum skuldbindingum Stoða (Fl-Group).
Sigurjón Þórðarson, 18.10.2008 kl. 13:26
Nú er ég sammála þér. Ótrúlegur þáttur.
Guðrún (IP-tala skráð) 18.10.2008 kl. 13:39
Ég er afar hræddur um að það viðreisnarstarf sem þjóðin bíður eftir verð með álika tjörulykt og þeirri sem olli íkveikjunni.
"Já,Þetta eru nú svona eftirá skýringar," sagði Ingibjörg Sólrún við fréttakonuna sem óskaði svars við spurningunni hvers vegna ekki hefði verið tekið marka á skýrslum erlendra hagspekinga um þá bitru staðreynd að íslenska hagkerfið væri komið í lífshættu ef ekki yrði brugðist tafarlaust við óhóflegri skuldasöfnun útrásarfyrirtækja.
Svona afdráttarlaus höfnun á staðreyndum er líklega eðlileg viðbrögð stjórnmálamanna í ábyrgðarstöðum?
Árni Gunnarsson, 18.10.2008 kl. 15:29
Halldór er reyndar Ásgrímsson "að því að talið er ". Ég sá því miður ekki þennan þátt en eftir uptalninguna hjá þér Sigurjón er ég ekki hissa á því að þú skulir hafa flissað, þetta er eins og skreyting sem hefði sómað sér á hvaða drulluköku sem er. En það er eins og þetta fólk treysti endalaust á það að skammtíma mynni þjóðarinnar sé ekki nema 3 - 4 dagar.
Ég er svolítið hissa á því að þetta fólk skuli þora að mæta hjá Birni Inga í ljósi þess að flestir sem það hafa gert hafa farið með hnífa sett í bakinu út en þá kemur víst aftur að þessu með skammtíma mynni þjóðarinnar.
Róbert Tómasson, 18.10.2008 kl. 16:21
Mér verður óglatt þegar ég sé smettið á BIH sem þáttastjórnanda um viðskiptamál. Þvílík hneisa. En það er greinilegt að siðblinduliðið sem hefur rænt okkur því litla, sem þessi örþjóð átti af fjármunum, en ekki hætt og ætlar núna að fara að ráðstafa þeim auðlindum, sem einar gætu greitt það sem þjóðin verður nú að borga vítt um heim fyrir þjófnað útrásarglæponanna í öðrum löndum. Bretar hirða af okkur fiskimiðin, sennilega fyrr en nokkur hér gerir sér ljóst, og nú eru mafíóasar úr landi Bússa komnir eins og hrafnar í bráðapestardauða rollu að hirða Landsvirkjun. Svei attan! Og svo er fólk í óða önn að skipta við fyrirtæki þessara fósa, bendi bara á farsímafyrirtækið Nova, sem Kýpverjir Björgúlfur Thor á sem dæmi.
Ellismellur (IP-tala skráð) 18.10.2008 kl. 17:49
Sammála,,,,,,,,,,,illa lyktandi,,,þáttur
Res (IP-tala skráð) 18.10.2008 kl. 18:19
Það á greinilega að halda áfram að skemmta skrattanum, eða hvað...
Sá ekki þáttinn er geri mér grein fyrir því hverju við eigum von frá þáttarstjórnanda. Aðrir greinilega tilbúnir að spila með. Það verður fjör í vetur með alla okkar íslensku þætti í sjónvarpinu, svei mér þá.
Guðrún Jóna Gunnarsdóttir, 18.10.2008 kl. 21:53
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.