Leita í fréttum mbl.is

Veitir forsetinn Sigríði Ingibjörgu Ingadóttur og Jóni Trausta Reynissyni fálkaorðuna?

Ég sá glefsur úr viðtalinu við forsetann okkar, Ólaf Ragnar, sem barðist af kappi fyrir útrásinni. Eitthvað virðist hún hafa farið úr böndunum, útrásin, a.m.k. er þjóðfélagið alveg á haus. Nánast enginn hefur viljað axla ábyrgðina, ekki Davíð Seðlabankastjóri, ekki Geir Haarde sem sat í ráðherranefnd um einkavæðingu, núverandi forsætisráðherra og þáverandi fjármálaráðherra, ekki Valgerður Sverrisdóttir, fyrrum ráðherra bankamála og sú sem einnig sat í einkavæðingarnefnd ráðherranna, ekki Halldór Ásgrímsson sem sérvaldi vini í S-hópnum með aðstoð Björns Inga Hrafnssonar sem síðar var kenndur við REI, ekki útrásarvíkingarnir Björgólfur, Jón Ásgeir og Hannes, ekki bankamennirnir Kjartan Gunnarsson, Þorsteinn Már Baldvinsson og hvað þá Bjarni Ármannsson, ekki Fjármálaeftirlitið, ekki verkalýðshreyfingin sem sat í stjórnum lífeyrissjóðanna og ráðstafaði ævisparnaði umbjóðenda sinna, ekki fjölmiðlarnir sem áttu að veita aðhald (nema DV) og ekki Ingibjörg Sólrún sem neitaði að horfast í augu við augljósar brotalamir.

Þess er að vænta að forsetinn, Ólafur Ragnar Grímsson, sem ekki er alls ókunnugur umdeildri einkavæðingu í stjórnartíð sinni sem fjármálaráðherra heiðri einu manneskjurnar á Íslandi sem hafa axlað ábyrgð í málinu. Þetta fordæmi þeirra ætti að skipta máli í umræðunni.


mbl.is Ólafur Ragnar: Ótrúleg ósanngirni breskra stjórnvalda
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Sæll Sigurjón

Verð að viðurkenna að í því ástandi sem nú er hlusta ég frekar á þá sem benda á leiðir, en þá sem koma sér niður í skotgrafirnar. Það eru margir sem hafa brugðist eftirlitskyldum sínum. Varst þú ekki á þingi? Þú gast veitt aðhald, og gerðir e.t.v.

Neytendasamtökin hefðu getað veitt aðhald. Skora á þig að lesa lög Neytendasamtakanna, sem eru sennilega þau ólýðræðustu sem ég man eftir að hafa lesið og kenndi ég þó þessi fræði í áratugi. Það vill til að varaformaður Neytendasamtakanna til fjölda ára, er núverandi þingflokksformaður. Ef hann breytti ekki þessum lögum til lýðræðislegra hátta, er honum þá treystandi til þess að búa til umgjörð fyrir Ísland. Það eru meiri hindranir til þess að skipta um formann í Neytendasamtökum en að skipta um forseta Íslands! Þegar almenningssamtök eru komin í gíslingu eins eða fleiri aðila þarf kjark til þess að standa upp.  Skora á þig að koma með harða gagnrýni á Jón Magnússon.

Sigurjón og ert þú ekki starfandi í samtökum sem eru einmitt á sömu leið. Ætluðu menn ekki að fara að byggja hótel? ... og hverjir? ... og fyrir hverja? Eru menn ekki örugglega með öll spilin uppi á borunum? Á sínum tíma kom upp stjórn í Bændasamtökunum sem hafði ekki hugmynd um fyrir hverja þeir væru að starfa. Tengslin við grasrótina var gjörsamlega rofnuð. Þá ákváðu þeir að fara að byggja hótel, Hótel Sögu. Fyrir bændur? Gat bændastéttin ráðstafað peningunum sínum betur? Lagði til að fyrst að þið ætluðuð að byggja hótel, að þið keyptuð Hótel Sögu, og leystuð þá vandamál beggja hreyfinganna! Er grasrótin að biðja um hótel?

Sigurjón, það á síðan eftir að koma í ljós, hvort Forseti Íslands veitir þér Fálkaorðuna til þess að standa í lappirnar og veita aðhald þar sem þú sannarlega hefur tækifæri til þess að beyta þér. 

Sigurður Þorsteinsson, 14.10.2008 kl. 06:11

2 Smámynd: Sigurjón Þórðarson

Ég þakka þessi hlýju hvatningarorð í minn garð. Ég sé að þú ert reglulega ánægður með þetta aðhald sem ég veiti á blogginu og víðar. Ég þekki ekkert til reglna Neytendasamtakanna en er nýkominn af samráðsfundi Ungmennasambands Íslands þar sem ég starfa. Ég get staðfest hér að störfum stjórnar Ungmennasambands Íslands er veitt mikið aðhald þótt annað hafi verið gefið í skyn í athugasemdinni og þar er unnið virkilega gott starf við ræktun lýðs og lands sem mikið til er í sjálfboðavinnu.

Sigurjón Þórðarson, 14.10.2008 kl. 10:18

3 Smámynd: Vilborg Traustadóttir

Þetta eru hræðilegir harmar sem ganga yfir okkur nú og því miður virðist spila inn í þetta samspil seðlabankastjóra Íslands við hina ýmsu menn í þjóðfélaginu. Þar á meðal forseta vorn. Seðlabankastjóri verður að vera hafinn yfir slíkt og ætti að segja af sér strax.

Sennileg springur Ríkisstjónin á því hve þaulsetinn hann er því ekki rörar Sjálfstæðisflokkurinn við honum.

Seðlabankastjóri ber mikla ábyrgð á því hvernig komið er. Með aðgeðum sínum nú og með aðgerðaleys sínui áður.

Vilborg Traustadóttir, 14.10.2008 kl. 13:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband