Leita í fréttum mbl.is

Koma Rússarnir?

Einn meginvandinn við ástandið í bankakreppunni er sá að þeir sem halda um stjórnartaumana hafa stýrt fleyinu upp á sker. Það er enginn augljós valkostur um hver á að taka við en það er augljóst að það verða að verða einhver umskipti. Það sem er alvarlegast við fréttina í Morgunblaðinu um skýrsluna sem er stungið undir stól er að háskólasamfélagið virðist hafa tekið þátt í þögguninni.

Í kvöldfréttum fór Ágúst Einarsson, rektorinn á Bifröst, hamförum. Hvar var hann í gær eða í síðustu viku? Hvað þá fyrir ári? Hann hefur einmitt slegið skjaldborg um gjaldþrota sjávarútvegskerfi og útrásina. Erfitt er að leita til háskólasamfélagsins og vonast eftir hlutlægri aðkomu í ljósi þessa. Það er spurning hvert eigi að leita. Hvert á að leita? Er einhverjum innlendum aðilum til að dreifa eða þurfa menn að leita út fyrir landsteinana?

Það er aldrei að vita nema við fáum einn eða tvo rússneska sérfræðinga með láninu stóra.


mbl.is Bankaskýrsla undir stól
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún Jóna Gunnarsdóttir

Ástandið getur aldrei annað en batnað eftir þessa miklu svikamyllu sem óðum er að koma í ljós. Eru Rússar verri en aðrir? Ég hef hingað til talið mig vita svarið, nú er ég ekki viss!

Guðrún Jóna Gunnarsdóttir, 15.10.2008 kl. 01:22

2 Smámynd: Skattborgari

Mér þætti gaman að vita hvort það séu fleiri skýrslur í þessum dúr einhverstaðar sem eiga eftir að koma í dagsljósið.

Það er margt verra en Rússarnir.

Kveðja Skattborgari.

Skattborgari, 15.10.2008 kl. 01:43

3 Smámynd: Georg P Sveinbjörnsson

Jóhannes Björn sem Seðlabankastjóra!

Annars er fyrir öllu að þeir sem taki við hripleku fleyinu séu ekki þeir sem stýrði því dottandi beint upp í skerjagarðinn, skipstjórinn hrjótandi í koju og stýrimaðurinn á fylleríi niðri í lúkar með restinni af áhöfninni.

Georg P Sveinbjörnsson, 15.10.2008 kl. 02:08

4 Smámynd: Georg P Sveinbjörnsson

Síðan á að hafa þá með í ráðum sem sáu þessi ósköp fyrir og það ansi nákvæmlega sumir, eru þeir ekki líklegri til að skilja betur hvað sé framundan en þeir sem vildu ekki heyra á slíkt minnst eða horfast í augu við aðstejandi ógnir þó að vísbendingarnar væru um allt, haldandi því fram á síðustu stundu að allt væri í himnalagi?

Georg P Sveinbjörnsson, 15.10.2008 kl. 02:17

5 Smámynd: Jón Valur Jensson

Egyptar fengu frá þeim 20.000 "sérfræðinga" á dögum Nassers, og Eþíópía fekk sæg af hernaðarráðgjöfum síðar, á tíma Mengistús, svo að olíuveldið hlýtur nú að hafa ráð á 20 slíkum núna. Við erum bara ekkert að biðja um þá og ættum að minnast þess, að æ sér gjöf til gjalda.

Þetta er ekki spurning um "Rússa" almennt, Guðrún Jóna og 'skattborgari', heldur einræðisstjórnina í Kreml.

Jón Valur Jensson, 15.10.2008 kl. 02:18

6 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Eigum við ekki bara að vona það. Hér er listi þeirra, sem sækja NWO samkundur Bildenberg og hvenær. Takið eftir hverjir eru þar af Íslendingum. Það ætti að vekja mönnum hroll vegna IMF, sem er af sama meiði. Bendi líka á athugasemdir mínar varðandi IMF og Lipsky hjá Ívari Pálssyni.

http://en.wikipedia.org/wiki/List_of_Bilderberg_attendees#Icelandonum

Jón Steinar Ragnarsson, 15.10.2008 kl. 03:48

7 identicon

Vona það? Fleyta þeir ekki vona vorra fagra fleyi upp á sker líka. Ég er farinn að stórefast um að karlinn sé allsgáður í brúnni, hm.

Guðmundur G. Hreiðarsson (IP-tala skráð) 15.10.2008 kl. 12:33

8 Smámynd: Rannveig H

Sigurjón! Ágúst Einarsson er nú varla samnefnari fyrir Háskólasamfélagið, En er eins og allir vita SF maður kvótakongur og vildi verða rektor við HÍ en það gekk ekki.

Rannveig H, 15.10.2008 kl. 15:37

9 Smámynd: Johann Trast Palmason

"Aðstoðarforstjóri Nordea í Finnlandi, Markku Pohojla, gefur til dæmis opinberlega í skyn að íslensku bankarnir munu fljótlega lenda í miklum vandræðum. Hann gengur jafnvel svo langt að gera því skóna að íslensku bankarnir verði ekki til staðar eftir nokkra mánuði.

Þessi stóru orð finnska bankamannsins byggja ekki á neinni greiningu á íslenskum bönkum. Nýleg ítarleg úttekt á stöðu þeirra og íslenska fjármálakerfisins alls, eftir þá Friðrik Má Baldursson og Richard Portes, gefur til að minnta ástæðu til að ætla að staðan sé tiltölulega góð í alþjóðlegu tilliti.

Ásakanir þessar eru alvarlegar þar sem

þær beinast einnig að íslenskum eftirlitsaðilum. Sérstaklega Fjármálaeftirlitinu en einnig að hluta Seðlabankanum.

Ítarleg greining þessara tveggja lykilstofnanna gefa ekkert annað til kynna en að íslenska bankakerfið sé mjög stöndugt."

Skrifað af og tekið af vef Hæstvirts Viðskiptaráðherra hr Björgvin G Sigurðssonar.

Vefurinn liggur niðri vegna "viðgerða"

Johann Trast Palmason, 20.10.2008 kl. 18:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband