Leita í fréttum mbl.is

Breytt utanríkisstefna?

Rússar og Bandaríkjamenn hafa í gegnum tíðina sýnt íslensku þjóðinni mikla velvild þó að þau hafi átt í valdabaráttu sín á milli, s.s. þegar Rússar áttu við okkur ábatasöm viðskipti í þorskastríðinu. Nú verður fróðlegt að fylgjast með hvort stefnan breytist gagnvart Rússum sem verður sýndur meiri skilningur af íslenskum stjórnvöldum því að menn bíta ekki höndina sem gefur.


mbl.is Blaðamannafundur í Iðnó
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Lýsa yfir stuðningi við sjálfstæði S-Ossetíu og Abkhasíu? ;)

Helgi Hrafn Gunnarsson (IP-tala skráð) 7.10.2008 kl. 11:49

2 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Við verðum varla í vandræðum með að lýsa yfir stuðningi við Ossetíu (Ásaland). Þar er að finna þorp með kunnuglegum nöfnum eins og Vangaard (Vanabær) og Asgard (Ásabær). Ég hef fyrir satt að Ossetar séu líffræðilega skyldir okkur þó þeir tali slavneskt mál. 

Sigurður Þórðarson, 7.10.2008 kl. 12:15

3 Smámynd: Óskar Þorkelsson

já lýsum yfir stuðningi við þessi héruð.. enda koma þau ekki Georgíu neitt sérstaklega við.. allt aðrar þjóðir sem lifa þar. 

já það er gott að vita hverjir eru vinir manns í dag :) 

Óskar Þorkelsson, 7.10.2008 kl. 12:16

4 Smámynd: Haraldur Bjarnason

Gleymið því ekki að við höfum átt góð viðskipti við Rússa í gegnum tíðina. Síldin fór til Rússlands og við fengum olíu, moskvits og rússajeppa í staðinn. Svo kom kvótinn og allur niðurskurðurinn á aflaheimildum sem varð til þess að okkur vantaði hráefni í frystihúsin. Þá komu Rússar. Þeir hafa alltaf verið vinir okkar og orð Geirs á blaðamannafundinum í dag með útlendu blaðamönnunum um að við höfum þurft að leita nýrra vina eru bara rugl.

Haraldur Bjarnason, 7.10.2008 kl. 13:25

5 Smámynd: Óskar Þorkelsson

heyr heyr Haraldur

Óskar Þorkelsson, 7.10.2008 kl. 14:30

6 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Drekkum meiri vodka.

Ásgrímur Hartmannsson, 7.10.2008 kl. 15:03

7 Smámynd: Jón Valur Jensson

Jafnvel Baldur Þórhallsson áttar sig á því, að tilboð Rússa þjónar pólitískum tilgangi. En hér talið þið (flestir) hver um annan þveran af einskærri trúgirni.

Jón Valur Jensson, 8.10.2008 kl. 03:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband