Leita í fréttum mbl.is

Hvert er planið?

Það voru margir sem hristu hausinn yfir ræðu Geirs Haarde og skildu ekkert hvað hann var að fara. Hið sama má segja um umræður dagsins, það er erfitt að segja hvert planið er í þessu fári. Mér sýnist einn möguleiki vera sá að ríkisstjórnin ætli að taka sem mest af hinum innlenda hluta lánakerfisins og láta erlendu aðilana sem hafa lánað bönkunum sitja uppi með svarta-pétur, þ.e. skuldir sem verði að afskrifa. Þetta mál skýrist á næstu dögum.

Það hlýtur að vera kappsmál að halda hjólum atvinnulífsins sem mest í gangi en óneitanlega kemur þetta niður á mörgum mjög skuldsettum fyrirtækjum. Nú hljóta menn að skoða allar leiðir til að afla meiri gjaldeyris en enn erfiðara verður fyrir þjóð sem hefur ekki staðið í skilum að fá lán - og þá hljótum við að líta til þess að veiða meiri þorsk.


mbl.is Skuldir bankanna þjóðinni ofviða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Júlíus Sigurþórsson

Eins og ég sagði á blogginu mínu, þá virðast ráðamenn hafa séð í hendi sér að þessa orrustu myndu þeir ekki vinna, jafnvel þó að þeir leggðu allt sem til er og allt sem hægt er að fá lánað undir. En með því myndi þjóðin lenda í skuldaklöfum í einhverja tugi ára fram í tímann.

Þannig að það á að hörfa á allri víglínunni upp að kastala vegnum, en ef það dugar ekki til, þá á að kippa inneignum fólks í bönkum, íbúðalánum og lífeyrissparnaði (viðbótar) inn fyrir múrinn og skella í lás. Þannig er hægt að halda samfélaginu gangandi, tryggja grunnþætti samfélagsins (matur, skjól og frelsi) og gefa möguleika á endurreisn þegar stormurinn er liðinn hjá.

Júlíus Sigurþórsson, 6.10.2008 kl. 18:56

2 Smámynd: Sigurjón Þórðarson

Það verður fróðlegt að fylgjast með þessu undanhaldi en það virðist samt sem áður ekki vera allt of skipulagt og menn vilja hafa ýmsar leiðir opnar.

Sigurjón Þórðarson, 6.10.2008 kl. 19:44

3 Smámynd: Júlíus Sigurþórsson

Það er eitt af megin einkennum vel heppnaðs undanhalds að engin gerir sér grein fyrir að það eigi sér stað fyrr en það er afstaðið.

En kannski er ég að ofmeta stjórnlausan flótta. En það er alveg ljóst að þessa orrustu gætum við aldrei unnið hjálparlaust. Lengi vel höfðu menn vonir um aðkomu norrænu seðlabankana, alþjóða gjaldeyrissjóðsins, lífeyrissjóðanna og almennar lánalínur.

En svo virðist sem það sé hver fyrir sig (eins og gerist þegar ógnir steðja að - samanber varnarmál). Því er þetta orrusta sem við getum aldrei unnið og því er ekkert annað að gera í stöðunni en að hörfa hratt og skipulega. Bjarga því sem bjarga verður og vona að við komum niður á fótunum svo við getum fljótt staðið upp aftur.

Júlíus Sigurþórsson, 6.10.2008 kl. 20:02

4 Smámynd: Bjarni G. P. Hjarðar

Var Sigurður Einarsson að benda á að hlutafé Seðlabankans í Glitni væri tapað?

Bjarni G. P. Hjarðar, 6.10.2008 kl. 20:19

5 Smámynd: Sigurjón Þórðarson

Já hann var að gefa það í skyn.

Sigurjón Þórðarson, 6.10.2008 kl. 20:26

6 Smámynd: Sigurjón Þórðarson

Upphæðin nemur um sjötta partinum af fjárlagafrumvarpinu.

Sigurjón Þórðarson, 6.10.2008 kl. 20:28

7 identicon

Hvar er Björgólfur GuðmundssonÐ Hann hvarf fyrir rúmri viku, hefur bara ekki sést.

Er það smart move að skíta uppá bak og hverfa?

Vignir (IP-tala skráð) 6.10.2008 kl. 20:28

8 Smámynd: Sigurjón Þórðarson

Hvað var hann ekki á bikarleiknum KR - Fjölnir?

Sigurjón Þórðarson, 6.10.2008 kl. 21:11

9 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Er þetta ekki einhvernveginn svona (ríkið tekur stjórnina af bönkunum svo þeir eyðileggi ekki út frá sér (fjárnám í yfirstjórninni via ný og öflug fjárvanrarherlög)

-------------------------------------

Til öryggis þá yfirtekur lóðsinn og landhelgisgæslan skipstjórn og siglingar risaolíuskipa um Sundin Blá á meðan veðrið er svona slæmt. Svo munu þau skip sem þola ekki siglingar á norðuríshöfum verða seld í brotajárn og endurbyggingu. Hinum verður sleppt úr gæslu þegar veðrinu slotar og lóðsinn yfirgefur brúnna. Lóðsinn tekur gjald samkvæmt taxta hins opinbera. Hann vonast til að það verði ekki send svona stór skip um þröng sund aftur

Er þetta réttur skilningur hjá mér?

Gunnar Rögnvaldsson, 6.10.2008 kl. 23:22

10 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Eftir lestur lagafrumvarpsins, sem verið var að samþykkja áðan þá sýnist mér þetta nærri lagi hjá þér Gunnar.

kv.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 6.10.2008 kl. 23:47

11 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Mér sýndist Lóðsinn skjóta nokkur göt á risaolíuskipin áður en hann tók þau í tog.  Ef þau tæmast nú af olíu og taka að fyllast af vatni, þá eru þau þyngri en lóðsinn.  Hvað skal þá gjöra?

Ásgrímur Hartmannsson, 6.10.2008 kl. 23:52

12 identicon

Þessi skrif þí Sigurjó segja meira um þig en ræðu forsætisráðherra. Ég átti tal við þingmenn Frjálslyndra í kvöld, og reyndar þingmenn fleirri stjórnarandstöðuflokka þeim fannst forsætisráðherra mælast vel og töluðu ALLIR um nauðsyn þess að við þyrftum öll að standa saman við þessar aðstæður sem upp hafa komið í þjóðfélaginu. Nei þá kemur þú með illa ígrundaðan fýlu  pistil. Sigurjón þetta segir mér að þú átt ekkert erindi á alþingi aftur.

Ómar Sigurðsson (IP-tala skráð) 7.10.2008 kl. 00:50

13 Smámynd: Sigurjón Þórðarson

Voða voða Ómar ertu eitthvað illa fyrir kallaður og það eftir að hafa verið inn á fundi með þingflokki Frjálslynda flokksins og jafn vel fleiri flokkum - Annars er finnst mér nokkuð merkilegt að þú getir lesið einhverja fýlu út úr þessum texta.

Hitt er svo annað mál að ég reikna með margir munu á næstu vikum verða mjög sárir út í hvernig ráðamenn hafa haldið um stjórnartauma á síðustu misserum og ég er ekkert endilega viss um að Geir Haarde verði margar vikur í viðbót í stólnum sínum.

Sigurjón Þórðarson, 7.10.2008 kl. 01:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband