Leita í fréttum mbl.is

Steingrímur J. greiddi illræmdum kvótalögum atkvæði sitt

Margur hefur undrað sig á vandræðalegri þögn stjórnarandstöðuflokksins Vinstri grænna yfir illræmdasta og óréttlátasta kerfi sem komið hefur verið á á Íslandi á síðari tímum, þ.e. framsali veiðiheimilda. Ég held að ég hafi fundið svarið, leiðtogi þeirra Steingrímur J. Sigfússon greiddi ólögunum atkvæði sitt í maí 1990.

Eflaust hefur Steingrímur greitt þessu máli leið af góðum hug og ekki séð fyrir hvers konar óáran hann væri að leiða yfir þjóðina. Að öllum líkindum hefur þetta þvælst fyrir VG í umræðum um kvótakerfið en þar á bæ láta menn annars gamminn geisa um hvað sem er.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hallgrímur Guðmundsson

Er þetta þá ekki eitt af þeim örfáu málum sem Steingrímur J. hefur verið sammála. Það hlaut þá einnig að enda þannig að þessi óvænti stuðningur Steingríms yrði þjóðinni einn sá hörmulegasti og í leiðinni afdrifaríkasti sem um getur í sögu lýðveldisins.

Hallgrímur Guðmundsson, 11.9.2008 kl. 22:49

2 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Já manni hefur nú stundum til hugar komið að andvaraleysi VG gagnvart fiskveiðistjórnarkerfinu liggi þarna.

kv.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 11.9.2008 kl. 23:20

3 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Og þá sat Kristinn H.Gunnarsson í framkvæmdastjórn Alþýðubandalagsins, sem sat í ríkisstjórn sem lagði til framsal á aflaheimildum.Á fjölmennum fundi í Hafnarfirði veturinn 1991 þar sem trillukarlar voru að berjast á móti kvótakerfinu voru nokkrir sem nú láta hæst um að þjóðnýta aflaheimildirnar.Þeir sátu þá sem fastast og sögðu ekki orð til að styðja okkur.Tilgangurinn helgar meðalið.

Sigurgeir Jónsson, 11.9.2008 kl. 23:39

4 identicon

Það ber að hafa í huga að Steingrímur og bræður hans og frændur frá Gunnarstaðarkoti áttu hlutabréf í stærsta útgerðarfyrirtækinu á Þórshöfn. Steingrímur hafði því beinna persónulegra hagsmuna að gæta að halda uppi verði hlutabréfa sinna og ættingja!

Ljónsmakkinn (IP-tala skráð) 12.9.2008 kl. 09:46

5 Smámynd: Hafsteinn Viðar Ásgeirsson

Einhverra hluta vegna hefur Steingrímur aldrei hallað orði að kvótakerfi Framsóknar og andskotans. Þar kemur sjálfsagt til þessi tenging hans og/eða fjölskyldunnar og þar af leiðandi hagsmunir, eins og hjá fleirum sem óskapnaðinum greiddu atkvæði.

Auk þess verðum við að gá að hvar hann er þingmaður, þetta NA horn var nú á sínum tíma eitt helsta vígi vitleysunnar, eða allt þar til kvótarnir tóku að leggja úr höfn hver af öðrum. Nú fer kannski að verða annað hljóð í atkvæðum Steingríms, eða réttara sagt þeim sem hann heldur að séu sín atkvæði.

Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 12.9.2008 kl. 11:49

6 identicon

Það er stórmerkilegt að Steingrímur J af öllum mönnum hafi stutt þetta risastóra framfaraskref. Nú á bara eftir að klára þessi skref sem stigin voru með því að opna fyrir erlenda fjárfestingu í sjávarútvegi og afnema kvótaþakið.

IG (IP-tala skráð) 12.9.2008 kl. 13:53

7 Smámynd: Sigurjón Þórðarson

Framfaraskref fyrir hvern? Ekki þjóðarbúið. Nú er veitt margfalt minna en áður en ruglið var tekið upp.

Sigurjón Þórðarson, 12.9.2008 kl. 14:31

8 Smámynd: Árni Gunnarsson

Bara risastórt framfaraskref að auka brottkast, framhjálöndun, tegundasvik, eyðingu byggða og aflaheimildir skertar niður í þriðjung!

Er þetta skoðun mannsins eð slæmt heikenni sem ég kannast við af munni markaðshyggjusjúklinga?

Árni Gunnarsson, 12.9.2008 kl. 15:12

9 Smámynd: Hafsteinn Viðar Ásgeirsson

Nú lemjast sömu aularnir og eru svo rosalega mikið á móti ESB vegna fiskimiðanna, um á hæl og hnakka til að fá æði lift þakinu og að hleypa útlendingum í skuldirnar sínar og selja draslið útlendingum...???? 

Já Árni minn, þetta heilkenni er engu líkt.

Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 12.9.2008 kl. 17:13

10 Smámynd: Hafsteinn Viðar Ásgeirsson

..Bæði ...en ekki æði..

Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 12.9.2008 kl. 20:00

11 Smámynd: Hallgrímur Guðmundsson

Það getur nú samt runnið á mann æði Hafsteinn af minna tilefni...

Hallgrímur Guðmundsson, 13.9.2008 kl. 10:10

12 identicon

Góðan dag.

Ekki er ég liðsmaður VG, en man að í upphafi vega í sjónvarpi frá Alþingi stóð Steingrímur í pontu og talaði fyrir því að lagður yrði 80 % skattur á allt kvótaframsal.

Sú aðgerð hefði verið eina raunhæfa lausnin á öllu braskinu. Síðan er mál að linni að óhróðri um  menn í stéttinni sem vinna eftir lögum.

Með kveðju Vilhj

Vilhjálmur Jónsson (IP-tala skráð) 13.9.2008 kl. 15:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband