Leita í fréttum mbl.is

Afstaða Marsibil skiljanleg

Þeir sem hafa unnið með eða nálægt borgarstjórnarflokki Sjálfstæðisflokksins vita sem er að innan hans er gífurleg togstreita og spenna. Hefur hún hvað eftir annað komið upp á yfirborðið þrátt fyrir að borgarstjórnarflokkurinn njóti sérstakrar velvildar Fréttablaðsins þar sem fyrrum formaður flokksins ræður ríkjum. Hið sama má segja um Morgunblaðið og ríkissjónvarpið sem eru undir beinni stjórn varaformanns flokksins.

Það mun fljótt koma í ljós að nýi meirihlutinn mun tvístrast um leið og upp koma pólitísk álitamál. Hvað mun gamli góði Villi segja þegar Björn Ingi og Alfreð verða aftur komnir í Orkuveituna? Það skiptir kannski ekki öllu máli, heldur mun almenningi verða misboðið.

Hreinlegast væri fyrir Marsibil að segja sig af listanum. Það er óviðeigandi að þiggja laun sem varaborgarfulltrúi en taka svo ekki við störfum í nefndum og ráðum. Það kæmi mér ekki á óvart ef almennir framsóknarmenn hefðu fengið nóg af þessu ráðabruggi. Það þarf kosningar og nýtt blóð í borgarstjórn.


mbl.is Hleypir spennu í sambandið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Innan Sjálfstæðsflokksins eru greinilega ýmsir hópar sem ekki eru alltaf sáttir þegar nýr meirihluti hefur verið myndaður.

Þessir kjósendur mættu fara að athuga vel og vandlega sinn gang hvort þeir séu sáttir við þetta baktjaldamakk og vilji ekki komast á lygnari sjó. Venjulega er sá háttur á, að sá sem ruggar bátnum fær bágt fyrir. Var ekki einmitt Ólafur F. að rugga bátnum hérna um árið á landsfundi Sjálfstæðisflokksins og fékk bágt fyrir. Gott ef hann var ekki púaður niður sem olli vinslitum hans við þennan sama Sjálfstæðisflokk. Sjálfstæðisflokkurinn er orðinn jafn viðsjárverður og Framsóknarflokkurinn.

Mosi 

Guðjón Sigþór Jensson, 15.8.2008 kl. 14:18

2 Smámynd: Ingunn Guðnadóttir

Sæll Sigurjón.

Ég verð sem trúnaðarmaður á mínum vinnustað að taka undir orð þín um Morgunblaðið og Ruv.

Það er nánast ekki hægt að fá birtar greinar þar eða fá fjallað um hlutina af skynsemi.

Nú er það svo, að fyrirtækið sem ég vinn hjá er undir stjórn borgarinnar og annara sveitafélaga.

Og það er sjálfstæðismaður sem situr þar sem formaður.

Ótrúlegt hvað hægt er að teygja anga sína víða.

Ingunn Guðnadóttir, 17.8.2008 kl. 11:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband