Leita í fréttum mbl.is

Verður öskrað á pöllunum?

Það verður fróðlegt að fylgjast með framvindu mála í þessum farsa Sjálfstæðisflokksins og hvort hróp verða gerð að nýjum meirihluta eins og gerð voru að þeim þriðja. Ef það var ástæða til að öskra í Ráðhúsinu í byrjun ársins veit ég ekki hvað verður gert núna. Sjálfstæðisflokkurinn mun koma afar illa út úr þessu þar sem menn hljóta að þurfa að bera við einhverjum málefnalegum ágreiningi við slit á þriðja meirihlutanum. Munu sjálfstæðismenn verða eins og Ragnar Reykás, með og á móti Bitruvirkjun, með og á móti listaháskóla við Laugaveginn, með og á móti friðun húsa við Laugaveginn, með og á móti flugvellinum, með og á móti útrás REI?

Það er greinilegt að það þarf alveg nýtt blóð í borgarstjórnina.


mbl.is Ólafur vildi Tjarnarkvartett
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: 365

Nei það verður ekkert öskrað.  Nú fara framfarir og hvassleiki á stað!!!

365, 14.8.2008 kl. 15:50

2 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Sammála Sigurjón, þetta er komið útí tóma tjöru!

Guðsteinn Haukur Barkarson, 14.8.2008 kl. 15:52

3 Smámynd: Sigurjón Þórðarson

Já Einar það eru fleiri fluttir það er greinilegt að Gísli Marteinn sá það ráð vænst að koma sér úr landi sem allra allra fyrst.

Nú er spurning hvort að Gísli komi forframaður á ný frá útlandinu til þess að taka við oddvitasætinu í borginni en ég heyri það á sjálfstæðismönnum hér fyrir norðan að þeim finnst nóg um ruglið sem Hanna Birna er búin að hrinda af stað. 

Sigurjón Þórðarson, 14.8.2008 kl. 15:53

4 identicon

Gísli Marteinn að fara erlendis í nám og ætlar að fljúga heim tvisvar sinnum í mánuði á borgarstjórnarfundi. HALLÓ........hver borgar ferðirnar og er það að vera fulltrúi í borgarstjórn Reykjavíkur ekki vinna.......er það bara eitthvað sem maður hefur sem uppgrip þegar það hentar manni.........ÉG bara spyr, það er ekki öll vitleysan eins

Aðalheiður (IP-tala skráð) 14.8.2008 kl. 16:41

5 Smámynd: Frosti Heimisson

Eigum við ekki bara að vona að núna verði a.m.k. eitthvað gert.  Það veit svo hver heilvita maður að það er ekki nokkur einasta heil brú í að flytja flugvöllinn en það virðist vera pólitískt harkalegt að vera með honum, fyrir það fékk Ólafur að líða.  Þetta samstarf er þó ívið skárra en Tjarnarkvartetinn sem ég óttaðist hreinlega um tíma að myndi fá að  komast aftur til valda.

Frosti Heimisson, 14.8.2008 kl. 18:17

6 Smámynd: Frosti Heimisson

... en rólegur samt að hvetja til annarrar eins vitleysu eins og fór fram á pöllunum.  Það var engum til sóma, gagns né ógagns.

Frosti Heimisson, 14.8.2008 kl. 18:19

7 Smámynd: Sigurjón Þórðarson

Frosti ég var ekki að hvetja til þess en ég vænti þess að ungir Framsóknarmenn mæti og láti ófriðlega enda voru þeir voru framarlega í hópi þeirra sem höfðu hæst í janúar þegar 3. meirihlutinn tók við völdum.

Sigurjón Þórðarson, 14.8.2008 kl. 18:57

8 Smámynd: Gunnar Skúli Ármannsson

Kæri Sigurjón,

ég veit ekki hvort einhver mun öskra núna. Reykvíkingar eru orðnir þreyttir á þessum eilífu stjórnarskiptum. Sjálfsagt til lítils að öskra. Við bíðum öll eftir því að fá að kjósa að nýju. Hvað viðkemur Ólafi F er efst í huga mínum að hann skaðist ekki persónulega af öllu þessu brambolti. 

Gunnar Skúli Ármannsson, 14.8.2008 kl. 23:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband