Leita í fréttum mbl.is

Þórunn beygði Kristján L. Möller

Ég heyrði í nokkrum Húsvíkingum í morgun og fékk fréttir af fundi umhverfisráðherra á Húsavík í gærkvöldi og kom þeim fátt á óvart í svörum Þórunnar Sveinbjarnardóttur.

Það sem kom á óvart var hversu einhuga samgönguráðherra Kristján L Möller og Þórunn Sveinbjarnardóttir voru.  Kristján L Möller var harður stuðningsmaður þess að reist yrði sem fyrst nýtt álver að Bakka. Á fundinum kom fram að Kristján væri afar sáttur við þá ákvörðun um að "heildstætt" umhverfismat fari fram vegna framkvæmdanna sem verður óneitanlega til þess að framkvæmdir tefjast.

Það er greinilegt að umhverfisráðherra hefur beygt Kristján L Möller í málinu sem virðist vera gerður afturreka með hvert málið á fætur öðru s.s. að grafin verði gjaldfrí Vaðlaheiðagöng strax og lækkun flutningskostnaðar og olíugjalds.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Víðir Benediktsson

Það þykir ekki frétt lengur þó Kristján Möller éti ofan í sig það sem hann hefur sagt. "Gjaldfrjáls Vaðlaheiðagöng strax"

Víðir Benediktsson, 13.8.2008 kl. 21:37

2 Smámynd: HP Foss

Já, gerir málshættinum "þeir gusa mest sem grynnst vaða", hátt undir höfði.

HP Foss, 13.8.2008 kl. 23:37

3 Smámynd: Gunnlaugur B Ólafsson

Álfíklarnir verða að anda djúpt og rólega. Þórunn er umhverfisráðherra. Hún hefur það hlutverk að tryggja að skynsamlega sé gengið fram í náttúruverndar- og skipulagsmálum. Hún er ekki steypustöðvarstjóri eða verktaki.

Sjálfstæðisflokkurinn og að því er virðist Frjálslyndir vilja þjóna skyndigróðanum og gullkálfinum, sem oft gefur af sér bútasaum í skipulagsmálum í stað heildarsýnar. Flott mál hjá Þórunni og er vegvísir til framtíðar. Húrra, húrra, húrra, húrra fyrir umhverfisráðherra. Mbk, G

Gunnlaugur B Ólafsson, 14.8.2008 kl. 11:28

4 Smámynd: Sigurjón Þórðarson

Ég þakka, athugasemdina Gulli en  það er greinilegt að þú, Kristján Möller og Samfylkingin í heild sinni stendur eins og einn maður gagnvart atvinnumálum á Húsavík.

Sigurjón Þórðarson, 14.8.2008 kl. 11:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband