Leita í fréttum mbl.is

Háskóli Íslands í djúpum skít

Ef vel á að vera á háskóli sem stendur undir nafni að ástunda gagnrýna hugsun og vísindamenn sem þar starfa að draga ályktanir út frá hlutlægum rannsóknum.

Það skortir mjög mikið á að þegar svokallaðir fræðimenn félagsvísindadeildar Háskóla Íslands fjalla um Frjálslynda flokkinn séu framangreind vinnubrögð í hávegum höfð. Ég hef áður greint opinberlega frá vafasömum vinnubrögðum Baldurs Þórhallssonar en nú rakst ég á furðulegan fyrirlestur Guðmundar Hálfdánarsonar prófessors þar sem hann rangtúlkar málflutning þingmanna og forystumanna Frjálslynda flokksins og dregur fram einkennilegar og órökstuddar fullyrðingar, tekur orð algerlega úr samhengi og leggur út á versta veg. Þessi málflutningur og fræðimennska dæmir sig sjálf þar sem viðkomandi hafa aldrei sett sig í samband við forystumenn Frjálslynda flokksins og ekki hefur farið fram nokkur vitræn rannsókn, heldur virðist sem dregnir séu upp stimplar sem búnir eru til af pólitískum andstæðingum til að útiloka umræðu um mál sem eru einhverra hluta vegna viðkvæm fyrir flokk eins og Samfylkinguna.

Eitt af því sem Guðmundur Hálfdánarson dregur fram sem staðfestingu á aðdróttunum sínum í garð Frjálslynda flokksins er nafnlaus skrif eftir meinta stuðningsmenn flokksins sem er að finna á netinu, í athugasemdum hjá Magnúsi Þór.

Er þetta fræðimennska?

Ofangreindar áherslur Háskóla Íslands eru umhugsunarverðar í ljósi þess að allir fræðimenn Háskóla Íslands í lagadeild og félagsvísindadeild hafa með einni undantekningu - sem er Þorvaldur Gylfason - annaðhvort þagað yfir eða rökstutt áframhaldandi mannréttindabrot á íslenskum sjómönnum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hvar heldur Guðmundur því fram að þessir sem skrifi athugasemdirnar séu stuðningsmenn flokksins? Kynnir hann þetta ekki einfaldlega sem athugasemdir á heimasíðu Magnúsar Þórs? Á hann sem fræðimaður sem er að fjalla um orðræðuna varðandi innflytjendur að sleppa því að tala um þennan hluta umræðunnar?

Óli Gneisti (IP-tala skráð) 31.7.2008 kl. 12:52

2 Smámynd: Sigurjón Þórðarson

Óli Gneisti, hann kynnir umrædd nafnlaus skrif ekki einfaldlega sem athugasemdir eins og haldið er fram, heldur sem „gullkorn“ af heimasíðu MÞH.

Það er mín skoðun að þeir sem vilja að orðið fræðimaður haldi upprunalegri merkingu sinni í íslensku máli ættu að forðast að kenna umræddan fyrirlestur við fræði og verk fræðimanns.

Sigurjón Þórðarson, 31.7.2008 kl. 13:09

3 identicon

"innsend gullkorn"

Ertu að segja að fræðimenn megi ekki ástunda kaldhæðni?

Óli Gneisti (IP-tala skráð) 31.7.2008 kl. 13:18

4 Smámynd: Jóhann Elíasson

Þeir eiga ekki að ástunda "kaldhæðni" í störfum sínum, Óli Gneisti.  Af skrifum þínum að dæma veistu ósköp lítið um fræðimennsku.

Jóhann Elíasson, 31.7.2008 kl. 17:57

5 Smámynd: Gunnar Skúli Ármannsson

Sæll Sigurjón,

það er margt mjög merkilegt við þessa umræðu um innflytjendur. Það er genguð út frá vissum forsendum sem gefnum. Þeim er gefið sama vægi og fastar í raunvísindum eins og að pí er alltaf 3,14. Á sama hátt er gengið út frá því að allir vilji taka þátt í fjölmenningarsamfélagi. Pí er ekki háð smekk en fjölmenningarsamfélag getur verið það. Annar fasti er sá að þeir sem eru andsnúnir fjölmenningarsamfélagi séu rasistar. Þriðji fastinn er að fjölmenningarsamfélag sé rétt og ekki hægt að draga það í efa. Fjórði fastinn er að fjölmenningarsamfélag hafi tekist með ágætum í Evrópu, þeir sem draga það í efa eru rasistar.

Mér er spurn hvernig í ósköpunum er hægt að lenda einhverri umræðu um grundvallaratriði innflytjendastefnu þegar fylgismenn þeirrar stefnu trúa á hana í blindni. 

Gunnar Skúli Ármannsson, 31.7.2008 kl. 17:58

6 identicon

Og þú hefur þá víðtæka reynslu af fræðistörfum og fræðiskrifum Jóhann?

Mér þykir mjög skondið að einhver hafi í alvörunni tekið undir það að fræðimenn eigi ekki að nota kaldhæðni.

Óli Gneisti (IP-tala skráð) 31.7.2008 kl. 19:18

7 Smámynd: Magnús Þór Hafsteinsson

Ég hélt að þessi Guðmundur væri sæmilega flínkur sagnfræðingur þó ég hafi reyndar aldrei lesið stafkrók eftir hann. Þegar ég skoða þessar glærur hans þá slær það mig hve vinnubrögð hans eru afspyrnu léleg. Eitt er víst að þessi maður hefur aldrei haft samband við mig, sem leik þó aðalhlutverk í þessum svokölluðu fræðistörfum hans. Maðurinn á að skammast sín.

Magnús Þór Hafsteinsson, 1.8.2008 kl. 10:32

8 Smámynd: Sigurjón

Það er auðvitað hneisa að háskólamenn skuli voga sér að gagnrýna fasistaflokk á borð við F.  Þeir ættu að halda sig við að rannsaka örveirur.

Sigurjón, 3.8.2008 kl. 01:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband