Leita í fréttum mbl.is

Ekki von á góðu, hvorki hjá öldnum né ungum sjálfstæðismönnum

Nú hefur sá reyndi Snæfellingur og þingmaður Sturla Böðvarsson hafnað því að kalla saman þing og ræða stöðu efnahagsmála þrátt fyrir að við blasi mikil nauðsyn á því að ræða stjórn fiskveiða og það hvort þjóðin geti ekki reddað sér út úr efnahagsþrengingum með því að veiða meiri þorsk. Þessi viðbrögð koma verulega á óvart ef litið er til gagnrýninnar ræðu Sturlu Böðvarssonar á þjóðhátíðardegi Íslendinga 17. júní 2007 á Ísafirði. Þar ræddi hann tæpitungulaust að kvótakerfið hefði algjörlega mistekist og að kerfið ógnaði tilveru sjávarbyggðanna.

Nú er að koma á daginn að þessi stefna er einnig farin að sverfa verulega að hag þjóðarinnar. Það sem er sárgrætilegast er að yngri stjórnmálamenn Sjálfstæðisflokksins eru að fimbulfamba við fyrrverandi aðstoðarmann Halldórs Ásgrímssonar um mögulegar lausnir á efnahagsvanda þjóðarinnar og þá er rætt um allar aðrar leiðir en þá sem blasir við, þ.e. hvort ekki megi veiða meira af þorski sem allt bendir til að hafi hvort eð er ekki nægilegt æti.

 


mbl.is Forseti Alþingis kallar ekki saman þing
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Heill og sæll; Sigurjón !

Lítill mannsbragur; að þessum andskotans hvítflibbum, Sigurjón minn. Illugi Gunnarsson og Bjarni Benediktsson yngsti; það var þá helzt, mannvalið, þekkjandi; hvorki þorsk frá löngu, né þá sauð frá kvígu.

Ertu nokkuð hissa á því; þótt ég kalli Alþingi draugabæli, eins og nú er skipað stólum þar, svo bætt sé við vellyktandi ilmvatna kerlingum, hverjar alls ekki eiga þar heima, aukin þessarra peyja, hverjir tæpast eru komnir úr mútum, hvað þá meir ???

Með beztu kveðjum, sem jafnan /

Óskar Helgi Helgason  

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 23.7.2008 kl. 23:53

2 Smámynd: Steingrímur Helgason

Ég er nú svo fáfróður að ég skil nú ekki hvernig hægt er að verða reyndur 'Snæfellíngur'.  Er, eða ekki, í minni bók.

Ef þú meintir, & að ég tel það frekar, að ~bjáninn~ teljist til reyndari þingmanna frekar, þá er það mér nú til efz að starfzaldur telji mikið í tilfallinu þezzu.

Steingrímur Helgason, 24.7.2008 kl. 01:21

3 Smámynd: Sigurjón Þórðarson

Steingrímur, Sturla er sæmilega sjóaður og mig minnir að hann hafi meira segja verið í iðnskóla með Bjarna bróður - Ég hef satt að segja meiri áhyggjur af hinum félögunum sem ætluðu sér að laga allt dæmið fyrr á árinu með því að laga til í Seðlabankanum.

Sigurjón Þórðarson, 24.7.2008 kl. 09:17

4 Smámynd: Guðrún Þóra Hjaltadóttir

Þeim líður svo vel þarna uppi Sigurjón. Þeir hafa aldrei þurft að vera almúinn. Það er alltaf erfitt að setja sig í spor annara og það þarf eilmikið vit til að gera það.

Guðrún Þóra Hjaltadóttir, 24.7.2008 kl. 11:20

5 Smámynd: Rannveig H

Reynslan hefur ekki nýst þeim vel og silfurskeiðin ekki heldur.

Rannveig H, 24.7.2008 kl. 13:30

6 Smámynd: Sigurjón Þórðarson

Það verður fróðlegt að vita hvað þessir piltar streitast lengi á móti því að fara yfir alla möguleika til þess að komast út úr kreppunni og líka þá sem blasa við.

Sigurjón Þórðarson, 24.7.2008 kl. 16:39

7 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Það á að sjálfsögðu að vera liðin tíð að þingmenn fái lengra sumarfrí en aðrir þegnar þjóðfélagsins, það ættu allir að sjá núna.En það eru fleiri þingmenn Norðvesturkjördæmis en Sturla sem telja að þinginu komi það ekki við þegar ráðinn er bankastjóri eins fjárfestingabankans til að stýra því hverjir fá 500 milljarðana.Bankastjórinn segist hafa selt öll hlutabréf sín í bankanum til að vera ekki hlutdrægur.Samt hefur það legið fyrir að ekki er auðvelt að selja hlutabréf .Síðan segist hann ætla að fara í bankann aftur eftir 6 mánuði.Kristinn H. er sama sinnis og Sturla að þinginu komi það ekki við hvað verið er að bauka í stjórnarráðinu.Það kom fram í pistli útvarp Sögu í dag.Mér sýnist að þingmenn NV-kjördæmis séu gengnir fyrir Hornbjarg og örugglega þeir sem eru næst því

Sigurgeir Jónsson, 24.7.2008 kl. 17:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband