Leita í fréttum mbl.is

Skynsamlegasta tillaga VG lengi

Vinstri grænir hafa lagt fram tillögu um að kalla þing saman eftir verslunarmannahelgi. Þá hafa flestir þingmenn verið í fríi um tveggja mánaða skeið og ættu þess vegna að vera endurnærðir og geta tekist á við gömul og ný verkefni, s.s. að auka trúverðugleika íslensks fjármálakerfis sem myndi án efa lækka skuldatryggingarálag bankanna.

Því miður sá starfandi forsætisráðherra enga ástæðu til að taka undir þessi sjónarmið. Hún sagði enn fremur að unnið væri í einhverjum tillögum og að lausn þessara mála af fullum krafti. Gallinn á því er sá að enginn veit hver verkin eru. Það kemur sjaldnast fram hjá ráðamönnum. Nú ber svo við að bæði forsætisráðherrann og nýi efnahagsráðgjafinn eru komnir í frí og vart er þá verið að gera nokkurn skapaðan hlut.

Það væri forvitnilegt að fá að heyra hvað vinstri grænir hafa meira að segja en að kalla saman þingið. Er flokkurinn tilbúinn að styðja raunverulegar lausnir, s.s. að veiða meiri þorsk? Nú berast góðar fréttir af fiskgengd á Austfjörðum. Er VG tilbúinn að afla meiri gjaldeyris með aukinni sölu á orku?

Ég er ekkert endilega viss um það. 


mbl.is Hátt skuldatryggingarálag bankanna til umræðu erlendis
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Vinstri grænir hljóta að bregðast ljúfmannlega við þessari áskorun.

Samfylkingin hefur þegar komið með sínar tillögur sem eru að ganga í Evrópusambandið  eftir 10 ár. Þangað til eru þær með huganann við öryggisráðið.

Sigurður Þórðarson, 22.7.2008 kl. 16:22

2 Smámynd: Jóhann Elíasson

Það er nú heldur betur kominn tími til, hvað sem hver segir, að endurskoða starfstíma Alþingis.

Jóhann Elíasson, 22.7.2008 kl. 17:54

3 Smámynd: Guðrún Þóra Hjaltadóttir

Þorgerðu Katrín sá ekki nokkra astæðu til að kalla saman þing. Þau voru alveg meðvituð um stöðuna og vissi jafnframt að staðan var slæm.

Guðrún Þóra Hjaltadóttir, 22.7.2008 kl. 18:11

4 Smámynd: Sigurbjörn Friðriksson

Það er öngvan veginn hægt að kalla þingmenn heim úr sumarfríi svona snemma.  Heyannir eru ennþá á fullum krafti, svo koma göngur og réttir í kjölfarið.  Síðan þarf að taka á hús og gleymum ekki tilhleypingunum.  Þá loksins má fara að huga að því að kalla þá saman á þing aftur.  Eru ekki flestir þingmenn bændur eins og áður????  Það má ekki breyta út af venjunni - þetta er partur af íslenskri hefð.

Kveðjur,  Björn bóndi   J

Sigurbjörn Friðriksson, 22.7.2008 kl. 18:28

5 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Sæll Sigurjón.

Mig minnir að VG hafi límt sig algjörlega við tillögur Hafrannsóknarstofnunar um veiðar án gagnrýni.

kv.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 23.7.2008 kl. 00:35

6 Smámynd: Ásgerður Jóna Flosadóttir

Tek undir þetta hjá þér.  En er eðlilegt að skipstjórinn hverfi frá sökkvandi skipi?

Ásgerður Jóna Flosadóttir, 23.7.2008 kl. 00:36

7 Smámynd: Jón Magnússon

Vandamálin eru mikil framundan og ekki léttir það róðurinn að vera með duglitla og sundurþykka ríkisstjórn. Verst að ríkisstjórnin skuli ekki vera búin að vinna heimavinnuna sína og vita hvert hún vill stefna í efnahags- og atvinnumálum. Við þessar aðstæður er því eðlilegt að gera þá kröfu að Alþingi komi saman og ráðherrarnir komi heim til að vinna vinnuna sína.

Jón Magnússon, 23.7.2008 kl. 10:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband