20.7.2008 | 22:42
Ingibjörg Sólrún vill eiga eðlileg samskipti við þá sem grýta
Þegar ég las þessa sorglegu frétt, að átta konur og einn karlmaður biðu þess að verða grýtt til bana í Íran, kom upp í huga mér sú yfirlýsing utanríkisráðherra okkar að hún teldi rétt að hafa eðlileg samskipti við Íran. Hún leggur sem kunnugt er mikið upp úr því að fá sæti í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna og virðist vera tilbúin að snapa atkvæði hjá hverjum sem er og fyrir hvað sem er. Hver man ekki eftir yfirlýsingunni um að hún styddi stefnuna um eitt Kína þegar málefni mannréttindabrota í Tíbet bar á góma?
Í þessu ljósi er engin furða að Ingibjörg Sólrún skuli senda lögregluna á smábátasjómenn þótt mannréttindanefnd Sameinuðu þjóðanna sé búin að gefa íslenskum stjórnvöldum tilmæli um að greiða þeim bætur.
Níu manns bíða þess að vera grýtt til bana | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bloggvinir
- Helga Þórðardóttir
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Jens Guð
- Hallgrímur Guðmundsson
- Ásta Hafberg S.
- Jóhann Elíasson
- Aðalheiður Ámundadóttir
- Óskar Helgi Helgason
- Georg Eiður Arnarson
- Óskar Þorkelsson
- Jakob Falur Kristinsson
- Kolbrún Stefánsdóttir
- Baldvin Jónsson
- Jakobína Ingunn Ólafsdóttir
- Ragnheiður Ólafsdóttir
- Hallur Magnússon
- Sigurður Þórðarson
- Gunnlaugur B Ólafsson
- Guðrún María Óskarsdóttir.
- Katrín
- Þarfagreinir
- Samtök sjálfstæðra í sjávarútvegi
- Frjálslyndi flokkurinn í Eyjafirði
- Hallgrímur Óli Helgason
- Jón Kristjánsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Jón Valur Jensson
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Kjartan Eggertsson
- Halla Rut
- Ingólfur Þór Guðmundsson
- Grétar Pétur Geirsson
- Guðrún Þóra Hjaltadóttir
- J. Einar Valur Bjarnason Maack
- ragnar bergsson
- Bjarni Harðarson
- Rannveig Þorvaldsdóttir
- Sigurður Sigurðsson
- Eiríkur Guðmundsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- erlahlyns.blogspot.com
- Agný
- Guðjón Ólafsson
- Einar Ben
- Jón Aðalsteinn Jónsson
- Georg P Sveinbjörnsson
- Gunnar Freyr Hafsteinsson
- Ólafur Ragnarsson
- Guðrún Magnea Helgadóttir
- Ólafur Björn Ólafsson
- Halldór Jónsson
- Elvar Atli Konráðsson
- Kristján H Theódórsson
- Guðjón Sigþór Jensson
- Helgi Már Barðason
- Brynja Hlíf Þorsteinsdóttir
- Víðir Benediktsson
- Valgerður Sigurðardóttir
- Jens Sigurjónsson
- Vestfirðir
- Sigurður Ásbjörnsson
- Jón Magnússon
- Viðar Friðgeirsson
- Axel Jóhannes Yngvason
- Svava S. Steinars
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Quackmore
- Árni "Gamli" Einarsson
- Haukur Már Helgason
- Þóra Guðmundsdóttir
- Heiða Þórðar
- Steingrímur Ólafsson
- Vefritid
- Ársæll Níelsson
- S. Einar Sigurðsson
- Rannveig H
- Gísli Gíslason
- Bjarni Kjartansson
- Steingrímur Helgason
- Fiðrildi
- Baldur Fjölnisson
- Þorsteinn Ásgeirsson (Icerock)
- Linda Lea Bogadóttir
- Félag Ungra Frjálslyndra
- Hanna
- Sverrir Stormsker
- Ottó Marvin Gunnarsson
- gudni.is
- Einar Vignir Einarsson
- Hákon Unnar Seljan Jóhannsson
- Valgerður Halldórsdóttir
- Guðmundur Jónas Kristjánsson
- Sæþór Helgi Jensson
- Fríða Björk Einarsdóttir
- Jóhann Kristjánsson
- Oddur Helgi Halldórsson
- Guðrún Jóna Gunnarsdóttir
- María Harðardóttir og Þorsteinn Narfason
- Grétar Rögnvarsson
- Ragnar Þór Ingólfsson
- Róbert Guðmundur Schmidt
- Steinn Hafliðason
- Landssamband ungra frjálslyndra
- Bergþóra Árnadóttir - RIP 15.2.48 - 8.3.07
- Þórir Aðalsteinsson
- Vilborg Traustadóttir
- Arnþrúður Karlsdóttir
- Sævar Einarsson
- Ketilás
- Ómar Pétursson
- Eyþór Grétar Grétarsson
- FF
- Jón Þór Bjarnason
- Óskar Þ. G. Eiríksson
- Vilhjálmur Árnason
- Alexander Kristófer Gústafsson
- Róbert Tómasson
- Landvernd
- ThoR-E
- Haraldur Baldursson
- Sigurður Jón Hreinsson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- busblog.is
- Sigríður Inga Sigurjónsdóttir
- Himmalingur
- Svanhildur Karlsdóttir
- Gísli Birgir Ómarsson
- Árni Árnason
- Grétar Mar Jónsson
- Perla
- Ingunn Guðnadóttir
- Irma Þöll
- Skattborgari
- Gulli litli
- Jón Snæbjörnsson
- Þráinn Jökull Elísson
- Sigríður Elfa Eyjólfsdóttir
- Mál 214
- Bullukolla
- kreppukallinn
- hreinsamviska
- Arinbjörn Kúld
- Orgar
- Guðjón Baldursson
- Gunnar Þór Gunnarsson
- Hörður B Hjartarson
- Gunnar Björn Björnsson
- Haraldur Hansson
- Þórólfur S. Finnsson
- Birna Steingrímsdóttir
- Gestur Guðjónsson
- Jónas Rafnar Ingason
- Stríða
- Götusmiðjan
- Brynja skordal
- Haraldur Bjarnason
- Guðmundur Óli Scheving
- Ásta
- Markús frá Djúpalæk
- Jörundur Garðarsson
- MIS
- Þorsteinn H. Gunnarsson
- Björn Júlíus Grímsson
- S Kristján Ingimarsson
- Bryndís Haraldsdóttir
- Þórður Björn Sigurðsson
- Magnús Kristjánsson
- Bergur Sigurðsson
- Guðrún Ólafía Brynleifsdóttir
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Ólafía Herborg Jóhannsdóttir
- Heimssýn
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Óskar Arnórsson
- Sigurbjörn Svavarsson
- Árni Davíðsson
- Lúðvík Lúðvíksson
- Árelíus Örn Þórðarson
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Jakob Þór Haraldsson
- Guðrún Katrín Árnadóttir
- Þorsteinn Valur Baldvinsson
- L.i.ú.
- Rafn Gíslason
- Vilhjálmur Sveinn Björnsson
- Samtök Fullveldissinna
- Vaktin
- Arnar Guðmundsson
- Lárus Baldursson
- Sveinn Elías Hansson
- Þórarinn Baldursson
- Kjartan Magnússon
- ÞJÓÐARHEIÐUR - SAMTÖK GEGN ICESAVE
- Berglind Steinsdóttir
- Bjarney Vigdís Ingimundardóttir
- BJÖRK
- Björn Emilsson
- Dagný
- Dominus Sanctus.
- Friðgeir Sveinsson
- Guðmundur Ásgeirsson
- Guðmundur Pálsson
- Helgi Þór Gunnarsson
- Högni Snær Hauksson
- Inga Sæland Ástvaldsdóttir
- Jón Þórhallsson
- Kristján P. Gudmundsson
- Ómar Bjarki Smárason
- Ragnar Stefán Rögnvaldsson
- Rósa Aðalsteinsdóttir
- Samstaða þjóðar
- Sigurður Ingólfsson
- Stefán Júlíusson
- Sumarliði Einar Daðason
- Sveinn Björnsson
- Tryggvi Gunnar Hansen
- Úrsúla Jünemann
- Valdimar H Jóhannesson
Tenglar
Mínir tenglar
- Losnað við pestina Þetta hefur reynst mér vel við að losna við allar pestir þá 5 mánuði sem ég hef reynt immiflexið
- Ginseng Hér fæ ég kraftinn
- Frjálslyndi flokkurinn Vill breyta kvótakerfinu
- Ungmennasamband Skagafjarðar Ég er formaður
- Hér kaupi ég tölvudótið Ódýrt og gott
Sjávarútvegsmál
- Hafró Stofnunin þar sem ákveðið er hversu mikið má veiða
- Landssamband íslenskra útvegsmanna LÍÚ
- Landssamband smábátaeigenda LS
- Jörgen Niclasen Formaður Fólkaflokksins í Færeyjum
- Helgi Áss Grétarsson Sérfræðingur í HÍ á vegum LÍÚ
Fréttamiðlar
- Al Jazeera Gefur Bandaríkjamönnum engin grið
- BBC BBC
- Börsen Dönsk fjármálasíða
- Seðlabankinn Musteri Davíðs
Nýjustu athugasemdir
- Aðgerðablaðamennska Morgunblaðsins: Ad hominem. Gerðu betur. 22.1.2025
- Aðgerðablaðamennska Morgunblaðsins: Telst það nú orðið að ráðast að fólki ef upplýst er um að viðk... 22.1.2025
- Aðgerðablaðamennska Morgunblaðsins: Það stoðar lítt að ráðast á blaðamanninn í þessu sambandi. Var ... 22.1.2025
- Aðgerðablaðamennska Morgunblaðsins: Enginn flokkur á að fá styrk frá þjóðinni. Þingmenn eru fulltrú... 22.1.2025
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 391
- Sl. sólarhring: 393
- Sl. viku: 459
- Frá upphafi: 1019728
Annað
- Innlit í dag: 324
- Innlit sl. viku: 383
- Gestir í dag: 308
- IP-tölur í dag: 292
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Myndaalbúm
Eldri færslur
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Janúar 2024
- Apríl 2023
- Október 2022
- Október 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Janúar 2019
- Apríl 2018
- Desember 2017
- Október 2016
- Ágúst 2016
- Janúar 2016
- Nóvember 2015
- Nóvember 2014
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Desember 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
Athugasemdir
við erum í stjórnmálasamvbandi við ríki sem pyntar fanga.. fangelsar börn niður í 12 ára aldurinn og bíður síðan þar til viðkomandi börn eru orðin 18 ára áður en þau eru tekin af lífi.. hvort er betra að deyja grýttur, hengdur eða brenndur af rafmagni ?
Óskar Þorkelsson, 20.7.2008 kl. 22:53
Óskar, ertu að leggja til að segjum okkur úr stjórnmálasambandi við Bandaríkin?
Hörður (IP-tala skráð) 20.7.2008 kl. 23:18
Nei Hörður.. ég er bara benda greinarhöfundi á að Iran er ekki versti fanturinn í hverfinu...
Óskar Þorkelsson, 20.7.2008 kl. 23:26
Ég tek undir með Óskari að mannréttindamál í BNA er langt frá því að vera hafin yfir gagnrýni þó svo ástand mála þar séu ekki sambærileg við ógnarríkið Íran sem fótumtreður mannréttindi kvenna, samkynhneigðra og Bahaía svo eitthvað sé nefnt.
Það er óneitanlega furðulegt að Ingibjörg Sólrún skuli leggja upp úr því að eiga náin samskipti við stjórnvöld í Íran og senda þangað æðsta embættimann sinn - ríkis sem grýtir vændiskonur.
Sigurjón Þórðarson, 20.7.2008 kl. 23:53
Á Íslandi er fólk, börn tekin af lífi með einelti mörg á hverju ári.
Baldvin Nielsen, Reykjanesbæ
B.N. (IP-tala skráð) 20.7.2008 kl. 23:57
Ég er alveg hætt að skilja hana Ingibjörgu S'olrúnu Gísladóttur!!
alva (IP-tala skráð) 20.7.2008 kl. 23:59
Góður pistill hjá þér, Sigurjón, og ekki sízt að hafa þetta líka með um Tíbet-(ó)stefnu ISG!
Óskar, engir þessara írönsku níumenninga eru sakaðir um manndráp, ólíkt Kanadamanninum múslimska, sem talinn er hafa banað Bandaríkjamanni með handsprengju, þegar hann var 15 ára (ekki 12 ára); þar að auki veit enginn, hvort hann verði dæmdur til dauða.
Jón Valur Jensson, 21.7.2008 kl. 00:00
Er það ekki eina leiðin til þróunar og breytinga að vera í sambandi við óvininn/eða þá sem þú vilt hafa áhrif á til batnaðar. Haldiði að með því að loka á öll sambönd sé hægt að koma skilaboðum til leiðar að svona refsiaðferðir stríði gegn öllum siðfræðilegum rökum?
USA er ekki skömminni skárri t.d. hvað varðar Guantamo-fangabúðirnar ofl.
Nei, ef þú vilt hafa áhrif á svona verður þú að vera í samskiptum við þessi ríki. Þögn er sama og samþykki.
Kv. Hanna Arnórsdóttir
Han Solo, 21.7.2008 kl. 00:02
Ég veit ekkert hvað þú ert að tala um jón Valur..
Óskar Þorkelsson, 21.7.2008 kl. 00:06
Er ekki full langt gengið að kenna kerlingunni um þetta, er ekki hugsanlegt að hún segi þeim einn góðan veðurdag að maður geri ekki svona lagað.
En samt hef ég meir áhyggjur hvernig við fórum með þennan Egifta sem var að ferðast um landið og var meðhöndlaður sem stórglæpamaður, en hann var að selja listaverk sem eru ekki á nokkurn hatt tollskyld.
Ég velti því líka fyrir mér hvort hann hafi fengið réttargæslu mann og ef svo er var réttargæslumaðurinn löglærður.
Lítum okkur nær og högum okkur ekki eins og tíðkaðist á tímum þriðja ríkisins.
Þorsteinn Ásgeirsson (Icerock), 21.7.2008 kl. 00:06
Þetta var nú einu sinni bara kallað að selja sig.
Víðir Benediktsson, 21.7.2008 kl. 00:16
Hvort er betra að deyja grýttur, hengdur, brenndur af rafmagni og eða með einelti eins og gert er hér á landi ?
Baldvin Nielsen Reykjanesbæ
B.N. (IP-tala skráð) 21.7.2008 kl. 00:20
Þetta er það sem koma skal hingað, fyrst var það gasið, svo byssurnar og svo verður lögum breitt og fólkið dæmt og grýtt til dauða, bravó ... smá kaldhæðni svona rétt fyrir svefnin, ég er búinn að vera að svara einu bloggi eftir bestu getu hérna í kvöld, það er ekki að skila árangri enda sumt fólkið þarna að misstíga sig í vitsmunum.
Sævar Einarsson, 21.7.2008 kl. 02:26
Fögnum Fjölmenningunni!
LS.
LS (IP-tala skráð) 21.7.2008 kl. 09:45
GRÝTING TIL DAUÐA FYRIR HÓRDÓM.
Ein kona enn í blómagarði Múhameðs spámanns, dæmd til dauða fyrir hórdóm.
(Konum sem er nauðgað eru einnig dæmdar fyrir hórdóm, og dæmdar til dauða.)
(Samkynhneigð telst hórdómur samkv. Múhameðstrú),
Múhameðstrú kúgar konur.
Sent af Lily Mazahery Mánudaginn 3 júlí 2006.
Samkvæmt AdnkronosInternational ( AKI fréttastofan), þá var önnur Írönsk kona dæmd til dauða með grýtingu, 29 júní , 2006.
Dómstóll í Norðvestur Íran í borginni Urmia dæmdi Kúrdiska konu, Malak Ghorbany, seka um hórdóm. Samkvæmt hegningarlögum Írans, þá er orðið “hórdómur” notað til að lýsa öllum kyntengdum athöfnum, milli manns og konu , sem ekki eru gift.(eða samkynhneigðra) Hórdómsglæpurinn er einnig notaður í þeim tilfellum, sem stúlka er dæmd fyrir að hafa framið ,,gerning sem er ósamræmanlegur skírlífinu”, sem innifelur í sér tilfelli þegar stúlku er nauðgað. “Dauðarefsing gildir fyrir hórdóm”.
Við fullnægingu dómsins, þá eru hendur konunnar bundnar fyrir aftan bak hennar, og síðan er hún umvafin líni frá toppi til tár. Henni er síðan komið fyrir sitjandi í holu. Holan er síðan fyllt upp með jarðveg að brjósti og troðið meðfram. Þegar hér er komið þá er meðlimum samfélagsins, boðin að myrða hana með því að grýta hana. Til að tryggja að hin dæmda kona fái hámarks kvöl og píningu, þá hefur Íranska klerkastjórnin lögfest stærð steinanna, sem nota skal í þessari villimannlegu opinberu aftöku. Samkvæmt lögunum mega steinarnir ekki vera of smáir, svo að dauði hljótist ekki af, eða of stórir svo að dauðinn náði hina dauðadæmdu of fljótt.
Mannréttindanefnd í Íranska Kurdistan hefur opinberað yfirlýsingu til bjargar Malak Ghorbani og ég er nú að vinna með ýmsum samtökum og einstaklingum til að bjarga lífi Malak og til að afla meiri vitneskju um málsatvik hennar.. Ég væri ákaflega þaklát fyrir sérhverjar þær upplýsingar sem varða þetta mál, á hvaða tungumáli sem er.
Nýjustu upplýsingar:
Tildrög dómsins voru þessi: Abu Bakr Ghorbai, eiginmaður Malak Ghorbany og bróðir hennar Múhammeð Daneshar myrtu meintan elskhuga hennar.
Dómur: Hún skyldi grýtt til bana samkv. Hegningarlögum Írans, en morðingjarnir (karlmenn) fengu aðeins 6 ára dóm.
Nú skulum við líta á orð spámannsins Múhameðs, hins miskunnsama og sáttfúsa varðandi grýtingu fólks til dauða.
Bindi 2, Bók 23, Númer 413: Frásögn Abdullah bin Umar:
Hópur fólks færði spámanninum, mann og konu sem höfðu framið “hórdóm”. Hann skipaði svo fyrir að bæði skildu grýtt til bana, nálægt fórnarstaðnum, þar sem greftrunarbænir fóru fram við hliðina á Moskunni.
(Athugið að hórdómur í Múhameðstrú getur verið: framhjáhald og kynmök samkynhneigðra.)
Hvernig getum við leyft Múhameðstrúarmönnum (Múslimum) sem trúa slíkum villimannasiðum (Sharia) að búa meðal okkar
Ofangreint er á upplýsingaveitunni www.news.faithfreedom.org.
Sjá HEIÐURSMORÐ OG STAÐA KVENNA Í ÍSLAM á þessari slóð:
http://hermdarverk.blogcentral.is/blog/2008/4/21/heidursmord-og-stada-kvenna-i-islam/
Skúli Skúlason (IP-tala skráð) 21.7.2008 kl. 10:51
Þetta er nú landið sem Margrét Sverrisdóttir "varaformaður Íslandshreyfingarinnar" og "formaður Kvenréttindafélags Íslands" fór til og "heillaðist af menningu þess" eins og hún skrifaði í grein sem hún skrifaði og birtist í 24 stundum þann 4. júlí síðastliðinn.
Varðandi stöðu kvenna í Íran þótti henni merkilegast að konur væru látnar fara inn að aftan í strætisvagna á meðan karlarnir færu inn að framan. Einnig þótti henni skrýtið að sjá að konurnar væru sveipaðar svörtum kuflum frá toppi til táar í þessu sólríka landi.
En sjálfsagt hefur hún náttúrulega skilið að þetta væri allt í nafni kvenfrelsis, jafnræðis og mannréttinda.
Enda sett hún sjálf upp slæðuna.
Magnús Þór Hafsteinsson, 21.7.2008 kl. 11:15
Rétt Sigurjón...hætum að hafa samskipti við svona ríki...Bandaríkin aflífa með eitursprautu og pynta 15 ára í Guantanamo...Íran grýtir...Arabía handheggur og grýtir... Írak hengir... eigum við að halda áfram...... Ísrael pyntir og drepur ... og skýtur varnarlausa fanga..... sammála...lýsum því yfir að við eigum ekki í samskiptum við svona ríki og klárum málið...leggjum það til formlega að þau verði rekin úr Sameinuðu þjóðunum.
Jón Ingi Cæsarsson, 21.7.2008 kl. 11:17
Blessaður vertu ekki með þetta! Hvað getur Ingibjörg gert að þessu? Hún vissi ekki hvað dagurinn bar í skauti sér.
Le Betiz, 21.7.2008 kl. 11:26
Ingibjörg Sólrún er nú varla að frétta af því fyrst núna að slíkt framferði viðgangist í Íran. Hún hlýtur líka að hafa heyrt því fleygt að grunur leiki á að Bandaríkjamenn séu ekki einungis búnir að endurskilgreina pyntingar, heldur að þeim sé líka beitt. Við verðum hinsvegar að athuga að manneskjan er utanríkisráðherra landins og hefur því ekki lengur neina hagsmuni af því að rífa kjaft.
Eva Hauksdóttir (IP-tala skráð) 21.7.2008 kl. 12:15
Við skulum reyna að gæta smá sanngirnis. Ég efa stórlega að Ingibjörg Sólrún sé stuðningskona slíkra ómannúðlegra refsinga.
H.T. Bjarnason (IP-tala skráð) 21.7.2008 kl. 13:09
Um þetta er bara eitt að segja. Af vinahópnum skaltu þekkja þau.
Jon Mag (IP-tala skráð) 21.7.2008 kl. 13:23
Mig langar að spyrja þá sem leggja Bandaríkin að jöfnu við Íran einnar spurningar.
Af hverju er fólksflótti frá Íran til Bandaríkjanna en ekki frá Bandaríkjunum til Írans?
marco (IP-tala skráð) 21.7.2008 kl. 13:49
Ég er svo sem alveg sammála ykkur að ástandið í Íran er ekki til fyrirmyndar.
Þið megið samt ekki gleyma að við getum ekki algjörlega einangrað okkur frá umheiminum og hætt algjörlega að hafa samband við þau ríki, þar sem við erum ósátt við stjórnarfarið.
Hlutirnir hafa nú smám saman verið að lagast. Austur-Evrópa frjáls, Rússland því sem næst frjálst, margt fólk farið að hafa það aðeins skárra í Kína og víða annarsstaðar í Asíu.
Hvað hefur gerst í þeim ríkjum, sem við höfum ekki verið í neinum samskiptum við, t.d. Kúpa og Norður-Kórea? Nákvæmlega ekkert, engar efnahagslegar framfarir fyrir þjóðir þessara ríkja og einræðisherrarnir eða réttara sagt "einræðisfjölskyldurnar" sitja enn sem fastast.
Þetta skildu Þjóðverjar mjög vel og einn frægasti stjórnmálamaður Þýskra sósíaldemókrata, Egon Bahr, setti fram stefnu, sem Þýskalandi hefur fylgt æ síðan „Breytingar með nálgun - Þ. Wandel durch Annäherung“. Þessari stefnu beitti Sambandslýðveldið Þýskaland í samskiptum sínum við Þýska alþýðulýðveldið allt til endaloka þess 3. október 1990.
Þó má þó segja að það hafi verið hin harða óeftirgefanlega stefna Ronalds Reagan og vopnakapphlaupið, sem henni því miður fylgdi, sem setti Sovétríkin á hausinn og batt þannig enda á Kalda stríðið og leysti þjóðir Austursins undan ógnarstjórn kommúnista.
Það virðist því vera tvær leiðir færar til að fást við ógnarstjórnir. Önnur er að veikja stjórnirnar með því að vera í góðum samskiptum og ýta undir bættan efnahag og menntun íbúa landanna, en hvorutveggja gerir stjórnvöldum erfiðara að hafa stjórn á fólkinu. Eða að veikja stjórnirnar með vopnakapphlaupi, þ.e.a.s. að setja þær á hausinn.
Ég vil ekki upplifa annað kalt stríð við öfgatrúarhópa í Miðausturlöndum með tilheyrandi olíuhækkunum og hryðjuverkum. Stundum er betra að sá vægi, sem vitið hefur meira.
Guðbjörn Guðbjörnsson, 21.7.2008 kl. 14:20
marco.. þetta er sennilega heimskulegasta spurning sem ég hef séð á bloggsíðum íslands... fólk flytur oftast á milli landa af efnahagslegum ástæðum.. pólitískir flóttamenn finnast og svo eru það þeir sem eru raunverulegir flóttamenn.. fyrir utan islam yassuf eða Cat Stevens sem fór af trúarlegum ástæðum til írans og er bannfærður í BNA sem terroristi af þeim sökum einum þá held ég að vesturlandabúar almennt hafi lítið að gera til íran.. nema þá í stundarsakir í einhverju byggingaverkefni.. eða í fornleifarannsóknum
Óskar Þorkelsson, 21.7.2008 kl. 14:26
Ég vona svo sannarlega að Íslendingar komist aldrei í Öryggisráðið. Bæði höfum við ekkert með það að gera og einnig að Öryggisráðið er algerlega steindauð stofnun sem kemur engu í gegn því stórveldin beita neitunarvaldi á allar ályktanir sem virkilegt bit er í. Þannig hafa tennurnar verið algerlega dregnar úr þessu ráði og það raunverulega til ekki neins.
Þorvaldur Þórsson (IP-tala skráð) 21.7.2008 kl. 14:47
Ég hef aldrei skilið hvað við viljum í Öryggisráðið og hvaða séns haldið þið að við eigum gegn Austurríki og Tyrklandi.
Bankaríkjamenn þurfa á Tyrklandi að halda eins og ástandið er í Miðausturlöndum og auðvitað fara þeir inn. BNA ræður ferðinni þarna eins og víðar.
Þetta er því hrein og klár peningaeyðsla, sem Halldór Ásgrímsson kom okkur úti í og hvorki Davíð, Halldór eða Ingibjörg Sólrúna hafa haft þor í að draga okkur út úr aftur.
Guðbjörn Guðbjörnsson, 21.7.2008 kl. 15:13
Óskar kjaftfori. Af hverju er hið forna stórveldi Persía sem í dag er hið olíuauðuga ríki Íran ekki eftirsóknarvert að flytja til?
marco (IP-tala skráð) 21.7.2008 kl. 18:09
var ég ekki að svara því Marco ?
Óskar Þorkelsson, 21.7.2008 kl. 19:10
Kannski það þó illa tæmandi sé. En hið raunverulega svar er islam.
Saudi-Arabía og mörg lönd arabíuskagans eru gríðarlega rík en fáir vesturlandamenn vilja búa þar nema þá kvenhatarar eins og yusuf islam.
Ástæðan er helstefnan islam. Mannhatrið, heimskan og grimmdin. Að líkja dauðadómum yfir morðingjum í Bandaríkjunum við morðin á fórnarlömbum nauðgana og samkynhneigðum í Íran er ekkert annað en fáránlegt yfirklór og skammarlegt í alla staði.
Ingibjörg Sólrún komst fyrst til áhrifa gegnum femínismann. Að sjá hana slæðuklædda meðal verstu kvennakúgara veralda er að minnsta kosti óþægilegt.
Merkilegt hvað sumum finnst sjálfsagt að boycotta Ísrael svo ég tali ekki um gömlu Suður-Afríku en á sama tíma má ekki anda á íslamska heiminn.
marco (IP-tala skráð) 21.7.2008 kl. 19:34
Það kemur mér ekki á óvart, að Óskar er úti að aka (sjá aths. hans kl. 00:06).
Jón Valur Jensson, 21.7.2008 kl. 19:51
merkilegt hvað trúarfólkið er viljugt til þess að vera með misfærslur og ritskoðanir.. jón valur.. þú tókst eitthvað dæmi sem ég hafði ekki hugmynd um.. en ég var bara að tala um dæmi sem þú getur lesið um á síðum amnesty international.. slepptu bara kaflanum um hryðjuverk israela á meðan þú lest í gegnum þessa merkilegu síðu um mannréttindabrot þar sem bandaríkjamenn, kína og israel eiga stóran hluta..
Óskar Þorkelsson, 21.7.2008 kl. 20:36
Það voru að meirihluta fulltrúar islamskra ríkja sem ályktuðu að það hefði verið framið mannréttindabrot á íslenskum útgerðarmönnum.Þessi hin sömu ríki hafa ekki ályktað um mannréttindabrot Írans, eins og þau sem að ofan er lýst.
Sigurgeir Jónsson, 21.7.2008 kl. 21:14
Veit einhver hvenær Íran var síðast í mannréttindanefndinni, eða er Íran kanski komið aftur í hana núna.
Sigurgeir Jónsson, 21.7.2008 kl. 21:18
Alveg merkilegt að einhver geti líkt dauðadómum í Íran við dauðadóma í BNA. Þessar konur er þarna dæmdar fyrir hórdóm sem er oftast vegna þess að þær hafa sængað hjá einhverjum öðrum en þeim sem þær voru giftar eða með öðrum orðum "haldið framhjá". Ég verð alltaf jafn hissa þegar ég sé fólk taka upp hanskann fyrir þessa hryllilegu grimmd og það óréttlæti og kúgun sem konur lifa við í Íran. Þeir hinir sömu segja þetta svo í lagið af því að eitthvað slæmt gerist líka annars staðar. Hvað er eiginlega að ykkur?
Ingibjörg er okkur öllum til skammar þegar hún leggur allt sem hún á til að skapa vinarsamband við þá er stjórna þessum löndum. Við ættum að vera að fordæma þá en í staðin þá hneigir hún sig fyrir þeim, fyrir hönd okkar allra.
Halla Rut , 21.7.2008 kl. 21:25
mér finnst líklegra að hún, ISG, vilji vera í góðu samband við þá sem eiga á hættu að verða grýttir
Hvar eigum við annars að byrja að breyta því sem okkur finnst óréttlátt nema með umræðu?
Heiða B. Heiðars, 22.7.2008 kl. 00:59
Hárrétt Halla Rut.
Og ekki gleyma Taiwan sem Íslendingar hafa átt frábært viðskiptasamband við í áraraðir. Solla Snarsnúna var fljót að viðurkenna rétt Kínverja þar. Í staðinn fyrir að einfaldlega þegja.
Er það opinber stefna okkar Íslendinga að Kína eigi yfirráðarétt yfir Taiwan?? Það hef ég ekki séð. Og væri okkur ekki frekar nær, að vera í fararbroddi að viðurkenna rétt smælingja, sem við einnig erum. Rétt sem Jón Baldvin gjörði okkur stolt af í Baltisku löndunum hér um árið.
Nei ég er sammála því að þetta heiti að selja sig. Sennilega þess vegna að Solla Snarsnúna faldi sig í múnderingunni í Íran, svo hún yrði ekki grýtt fyrir það.
Arnór Valdimarsson (IP-tala skráð) 22.7.2008 kl. 01:02
Kína var með muslimaríkjunum í mannréttindanefnd Sameinuðu Þjóðanna í því að álykta að íslenska ríkið hefði framið mannréttindabrot á Íslenskum útgerðarmönnum, sem kölluðu sig reyndar ekki því nafni af því það hentaði ekki í kærunni.Nú hefur fyrrum íslenskur útgerðarmaður sem seldi kvótann sinn 1990 og hefur síðan þá stundað brask í útlöndum fyrir peninginn, veitt kvótalaus og verður væntanlega ákærður fyrir ólöglegar veiðar.Við skulum öll styðja hann í því að mál hans fari fyrir Mannréttindadómstól Evrópu og hlýða þeim úrskurði sem þaðan kemur.Vonandi styður Frjálslyndiflokkurinn hann í því.Annað væri að sigla undir fölsku flaggi.Villimenskan í sumum muslimaríkjunum er slík að öllum nútíma siðuðum ríkjum ber að fordæma þau fyrir brot á mannréttindum.Lögfræðinemi við Háskólann á Akureyri sem sérhæfir sig í mannréttindum sagði á ráðstefnu á Grand Hótel að einstaklingar í ríkjum gætu kært mannréttindabrot í öðrum ríkjum til mannréttindanefndarinnar.Nemandin heitir Aðalheiður og hefur stundum átt athugasemd hér.Mjög greinagóð.Kanski getur hún aðstoðað einhvern við aðkoma því í verk að kæra Íran til mannréttindanefndarinnar, eða kert það sjálf.Þá kanski sést hvort þessi nefnd er trúverðug.
Sigurgeir Jónsson, 22.7.2008 kl. 09:20
Þetta sannar enn og aftur fyrir mér hversu langt á eftir ýmis múslimaríki eru. Enn að grýta fólk.
Jesús afgreiddi þetta mál fyrir hönd kristinna manna strax í árdögum kristni. Þegar hann lét þessi ódauðlegu orð falla: "Sá yðar sem syndlaus er, kasti fyrsta steininum"
Arnór Valdimarsson (IP-tala skráð) 22.7.2008 kl. 12:00
Vel mælt Arnór.
Halla Rut , 22.7.2008 kl. 19:18
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.