18.7.2008 | 17:43
Ráðningin sýnir ráðaleysi Geirs
Það er augljóst að Geir Haarde ber ábyrgð á stöðu efnahagsmála á Íslandi hvað sem ýmsir vinir ríkisstjórnarinnar, s.s. Katrín Júlíusdóttir, reyna að bera blak af honum. Sumir reyna jafnvel að telja fólki trú um að George Bush eigi meginsökina vegna heimskreppunnar. Það er auðvitað ekki svo þar sem Geir hefur sýnt algjört andvaraleysi gagnvart erlendri lántöku viðskiptabankanna sem hafa dælt fé til viðskiptavina til að kaupa húsnæði og bíla. Í lok árs 2005 var staða þjóðarbúsins neikvæð við útlönd um 856 milljarða en hefur nú versnað gríðarlega, í vor var hún 2.212 milljarðar.
Til þess að komast út úr erfiðleikunum er ráðinn fyrrum forstöðumaður Hagfræðistofnunar HÍ sem hefur m.a. komið með það sérkennilega ráð að hætta þorskveiðum í nokkur ár í þeirri von að þorskurinn staflist upp á miðunum, og staflist síðan eftir það í enn stærri stæður.
Á vordögum 2006 skilaði nýi efnahagsráðgjafi ríkisstjórnarinnar af sér skýrslu ásamt hagfræðingnum Mishkin þar sem meginefnið var að efnahagslífið á Íslandi stæði einkar styrkum fótum og var skýrsla hagfræðinganna ósammála varnaðarorðum Danske bank um íslenska fjármálakerfið. Ef meira mark hefði verið tekið á þeirri gagnrýni sem íslenska fjármálakerfið varð fyrir á haustdögum 2005 frá Danske bank væri staðan allt önnur og Geir léttari í skapi.
Það er eins og mig minni að nýráðinn efnahagsráðgjafi hafi einnig talið að skuldabréfaútgáfa í íslenskum krónum, svokölluð jöklabréf, sýndu styrk íslenska efnahagskerfisins og blásið þar með á þá gagnrýni að þetta gæti verið varasamt. Það kemur á óvart að Tryggvi stökkvi í þessa vinnu því að maður hefði haldið að fjárfestingarfyrirtækið Askar Capital sem Tryggvi stýrir þyrfti á öllu sínu að halda eftir að hafa tapað 800 milljónum króna í fyrra.
Það er ekki úr vegi að óska þeim Geir og Tryggva góðs gengis. Ekki veitir þeim af. En þeir verða þá að horfast í augu við og viðurkenna fyrri mistök.
Nauðsynlegt að ná niður verðbólgu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bloggvinir
- Helga Þórðardóttir
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Jens Guð
- Hallgrímur Guðmundsson
- Ásta Hafberg S.
- Jóhann Elíasson
- Aðalheiður Ámundadóttir
- Óskar Helgi Helgason
- Georg Eiður Arnarson
- Óskar Þorkelsson
- Jakob Falur Kristinsson
- Kolbrún Stefánsdóttir
- Baldvin Jónsson
- Jakobína Ingunn Ólafsdóttir
- Ragnheiður Ólafsdóttir
- Hallur Magnússon
- Sigurður Þórðarson
- Gunnlaugur B Ólafsson
- Guðrún María Óskarsdóttir.
- Katrín
- Þarfagreinir
- Samtök sjálfstæðra í sjávarútvegi
- Frjálslyndi flokkurinn í Eyjafirði
- Hallgrímur Óli Helgason
- Jón Kristjánsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Jón Valur Jensson
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Kjartan Eggertsson
- Halla Rut
- Ingólfur Þór Guðmundsson
- Grétar Pétur Geirsson
- Guðrún Þóra Hjaltadóttir
- J. Einar Valur Bjarnason Maack
- ragnar bergsson
- Bjarni Harðarson
- Rannveig Þorvaldsdóttir
- Sigurður Sigurðsson
- Eiríkur Guðmundsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- erlahlyns.blogspot.com
- Agný
- Guðjón Ólafsson
- Einar Ben
- Jón Aðalsteinn Jónsson
- Georg P Sveinbjörnsson
- Gunnar Freyr Hafsteinsson
- Ólafur Ragnarsson
- Guðrún Magnea Helgadóttir
- Ólafur Björn Ólafsson
- Halldór Jónsson
- Elvar Atli Konráðsson
- Kristján H Theódórsson
- Guðjón Sigþór Jensson
- Helgi Már Barðason
- Brynja Hlíf Þorsteinsdóttir
- Víðir Benediktsson
- Valgerður Sigurðardóttir
- Jens Sigurjónsson
- Vestfirðir
- Sigurður Ásbjörnsson
- Jón Magnússon
- Viðar Friðgeirsson
- Axel Jóhannes Yngvason
- Svava S. Steinars
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Quackmore
- Árni "Gamli" Einarsson
- Haukur Már Helgason
- Þóra Guðmundsdóttir
- Heiða Þórðar
- Steingrímur Ólafsson
- Vefritid
- Ársæll Níelsson
- S. Einar Sigurðsson
- Rannveig H
- Gísli Gíslason
- Bjarni Kjartansson
- Steingrímur Helgason
- Fiðrildi
- Baldur Fjölnisson
- Þorsteinn Ásgeirsson (Icerock)
- Linda Lea Bogadóttir
- Félag Ungra Frjálslyndra
- Hanna
- Sverrir Stormsker
- Ottó Marvin Gunnarsson
- gudni.is
- Einar Vignir Einarsson
- Hákon Unnar Seljan Jóhannsson
- Valgerður Halldórsdóttir
- Guðmundur Jónas Kristjánsson
- Sæþór Helgi Jensson
- Fríða Björk Einarsdóttir
- Jóhann Kristjánsson
- Oddur Helgi Halldórsson
- Guðrún Jóna Gunnarsdóttir
- María Harðardóttir og Þorsteinn Narfason
- Grétar Rögnvarsson
- Ragnar Þór Ingólfsson
- Róbert Guðmundur Schmidt
- Steinn Hafliðason
- Landssamband ungra frjálslyndra
- Bergþóra Árnadóttir - RIP 15.2.48 - 8.3.07
- Þórir Aðalsteinsson
- Vilborg Traustadóttir
- Arnþrúður Karlsdóttir
- Sævar Einarsson
- Ketilás
- Ómar Pétursson
- Eyþór Grétar Grétarsson
- FF
- Jón Þór Bjarnason
- Óskar Þ. G. Eiríksson
- Vilhjálmur Árnason
- Alexander Kristófer Gústafsson
- Róbert Tómasson
- Landvernd
- ThoR-E
- Haraldur Baldursson
- Sigurður Jón Hreinsson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- busblog.is
- Sigríður Inga Sigurjónsdóttir
- Himmalingur
- Svanhildur Karlsdóttir
- Gísli Birgir Ómarsson
- Árni Árnason
- Grétar Mar Jónsson
- Perla
- Ingunn Guðnadóttir
- Irma Þöll
- Skattborgari
- Gulli litli
- Jón Snæbjörnsson
- Þráinn Jökull Elísson
- Sigríður Elfa Eyjólfsdóttir
- Mál 214
- Bullukolla
- kreppukallinn
- hreinsamviska
- Arinbjörn Kúld
- Orgar
- Guðjón Baldursson
- Gunnar Þór Gunnarsson
- Hörður B Hjartarson
- Gunnar Björn Björnsson
- Haraldur Hansson
- Þórólfur S. Finnsson
- Birna Steingrímsdóttir
- Gestur Guðjónsson
- Jónas Rafnar Ingason
- Stríða
- Götusmiðjan
- Brynja skordal
- Haraldur Bjarnason
- Guðmundur Óli Scheving
- Ásta
- Markús frá Djúpalæk
- Jörundur Garðarsson
- MIS
- Þorsteinn H. Gunnarsson
- Björn Júlíus Grímsson
- S Kristján Ingimarsson
- Bryndís Haraldsdóttir
- Þórður Björn Sigurðsson
- Magnús Kristjánsson
- Bergur Sigurðsson
- Guðrún Ólafía Brynleifsdóttir
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Ólafía Herborg Jóhannsdóttir
- Heimssýn
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Óskar Arnórsson
- Sigurbjörn Svavarsson
- Árni Davíðsson
- Lúðvík Lúðvíksson
- Árelíus Örn Þórðarson
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Jakob Þór Haraldsson
- Guðrún Katrín Árnadóttir
- Þorsteinn Valur Baldvinsson
- L.i.ú.
- Rafn Gíslason
- Vilhjálmur Sveinn Björnsson
- Samtök Fullveldissinna
- Vaktin
- Arnar Guðmundsson
- Lárus Baldursson
- Sveinn Elías Hansson
- Þórarinn Baldursson
- Kjartan Magnússon
- ÞJÓÐARHEIÐUR - SAMTÖK GEGN ICESAVE
- Berglind Steinsdóttir
- Bjarney Vigdís Ingimundardóttir
- BJÖRK
- Björn Emilsson
- Dagný
- Dominus Sanctus.
- Friðgeir Sveinsson
- Guðmundur Ásgeirsson
- Guðmundur Pálsson
- Helgi Þór Gunnarsson
- Högni Snær Hauksson
- Inga Sæland Ástvaldsdóttir
- Jón Þórhallsson
- Kristján P. Gudmundsson
- Ómar Bjarki Smárason
- Ragnar Stefán Rögnvaldsson
- Rósa Aðalsteinsdóttir
- Samstaða þjóðar
- Sigurður Ingólfsson
- Stefán Júlíusson
- Sumarliði Einar Daðason
- Sveinn Björnsson
- Tryggvi Gunnar Hansen
- Úrsúla Jünemann
- Valdimar H Jóhannesson
Tenglar
Mínir tenglar
- Losnað við pestina Þetta hefur reynst mér vel við að losna við allar pestir þá 5 mánuði sem ég hef reynt immiflexið
- Ginseng Hér fæ ég kraftinn
- Frjálslyndi flokkurinn Vill breyta kvótakerfinu
- Ungmennasamband Skagafjarðar Ég er formaður
- Hér kaupi ég tölvudótið Ódýrt og gott
Sjávarútvegsmál
- Hafró Stofnunin þar sem ákveðið er hversu mikið má veiða
- Landssamband íslenskra útvegsmanna LÍÚ
- Landssamband smábátaeigenda LS
- Jörgen Niclasen Formaður Fólkaflokksins í Færeyjum
- Helgi Áss Grétarsson Sérfræðingur í HÍ á vegum LÍÚ
Fréttamiðlar
- Al Jazeera Gefur Bandaríkjamönnum engin grið
- BBC BBC
- Börsen Dönsk fjármálasíða
- Seðlabankinn Musteri Davíðs
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 3
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 111
- Frá upphafi: 1013226
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 62
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Myndaalbúm
Eldri færslur
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Janúar 2024
- Apríl 2023
- Október 2022
- Október 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Janúar 2019
- Apríl 2018
- Desember 2017
- Október 2016
- Ágúst 2016
- Janúar 2016
- Nóvember 2015
- Nóvember 2014
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Desember 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
Athugasemdir
Mér persónulega finnst þetta skref í rétta átt og loksins er yfirvaldið að viðurkenna að efnahagskerfið er ekki eins gott og það tönglast á í hverju einasta viðtali. Það þurfa fleiri en almenningur að halda að sér höndum og byrja að spara.
Sævar Einarsson, 18.7.2008 kl. 17:50
Það er mikill styrkur í því að viðurkenna veikleika sinn! Gefum sjens
Beturvitringur, 18.7.2008 kl. 20:51
Mér hefur þótt aðal vandamál Ríkisstjórnarinnar það að horfast í augu við staðreyndir.
Það er alls ekki hægt að taka á neinum vanda hvorki þessum né öðrum þegar hlutirnir eru ekki séðir í réttu ljósi.
Meðan það er líf, þá er von, er það ekki ?
Guðrún Þóra Hjaltadóttir, 18.7.2008 kl. 21:19
Kanski Geir fari að rétta skútuna við með aðsoð fagaðila vonandi!
guðjón einarsson (IP-tala skráð) 18.7.2008 kl. 21:57
he he ég gat ekki annað en brosað þegar ég las þetta.. svo satt Sigrujón.. svo satt allt saman.
Óskar Þorkelsson, 18.7.2008 kl. 22:19
Tryggvi Þór er gleggri og raunsærri en flestir þeir hagspekingar sem ríkisstjórnir okkar hafa haft á að skipa undanförnu. Það er allavega mitt mat á honum. En auðvitað er hann ekki alvís. Friðunarpólitík í fiskveiðstjórn hefur ekkert með skynsemi að gera eins og við vitum. Þetta er slæmur vírussjúkdómur, og það er alkunna að afar erfitt er að fást við vírusa. Þar duga engin venjuleg lyf.
Mér hefur stundum dottið í hug hvort stólpípan gamla og góða hafi nokkurntíman verið reynd þar til þrautar.
Hún reddaði þó Jónínu Ben þarna í Póllandi!
Árni Gunnarsson, 18.7.2008 kl. 23:34
er ekki bara verið að ná sér niður á auðmenn og setja á hausinn eins og hafskip hér um árið
Hinrik Jóhannsson, 18.7.2008 kl. 23:41
Tryggvi þór segir. Mitt hlutverk verður að aðstoða forsætisráðherra við að leiða saman fólk til að koma með lausnir.Ég segi nei takk ekki fleiri afætur sendum allan þingheim til Italiu og fáum framsóknarmanninn Paul Ramses til að taka til.Einn fyrir 63 og allan aragrúa af fólki og við spörum marga miljarði en þjóðin heldi krónunni og Ramses.
Lúðvík (IP-tala skráð) 19.7.2008 kl. 00:29
Ég held að staðan sé í dag sú að Guð einn getur hjálpað okkur Íslendingum til að rétta kompásinn af.
Baldvin Nielsen, Reykjanesbæ
B.N. (IP-tala skráð) 19.7.2008 kl. 00:50
Það er óttalega aumt hjá þessari ríkisstjórn að ráða efnahagsráðgjafa eftri dúk og disk sem síðan á væntanlega að skýla sér bak við í framhaldinu.
kv.gmaria.
Guðrún María Óskarsdóttir., 19.7.2008 kl. 01:53
Á vordögum 2006 skilaði nýi efnahagsráðgjafi ríkisstjórnarinnar af sér skýrslu ásamt hagfræðingnum Mishkin þar sem meginefnið var að efnahagslífið á Íslandi stæði einkar styrkum fótum og var skýrsla hagfræðinganna ósammála varnaðarorðum Danske bank um íslenska fjármálakerfið. Ef meira mark hefði verið tekið á þeirri gagnrýni sem íslenska fjármálakerfið varð fyrir á haustdögum 2005 frá Danske bank væri staðan allt önnur og Geir léttari í skapi.
Og engu að síður hafa hlutabréf í Danske Bank helmingast í verði á síðustu 12 mánuðum - og - öll þjóðfélög í ESB eru að fara að undirbúa langa 8-10 ára dvöl inni á ESB-klósettinu.
Greining Jyske Bank frá 04:07:08: Evrópskir bankar eru til dæmis í mun meiri hættu frá undirmálslána-kreppunni en amerískir bankar eru því þeir hafa einfaldlega fjármagnað stærsta hlutann af þessum lánum, eða samtlas 900 milljarða dollara - Púnktur
Gullna hliðið lokast - gengishrun evru yfirvofandi ?
Það verður ekki gaman að heyra sönginn í ESB búum þegar þeir koma út sumarfrínum til þess eins að opna uppsagnarbréfin. Danske Bank er bara banki, - alveg ágætis banki, en samt einungis banki og einnig stjórnað af mönnum Útrás Danske Bank klikkar herfilega
Gunnar Rögnvaldsson, 19.7.2008 kl. 08:16
Ég tel að Geir sé að viðurkenna mistök með þessari ráðningu. Sjálfsagt að gefa þeim sjens - ástandið verður varla verra en það er núna.
Hanna, 19.7.2008 kl. 09:20
Það er ekkert að því fyrir stjórnvöld, sem sinna viðamiklum störfum og axla þunga ábyrgð, að afla sér sérfræðiþjónustu. Hennar er eflaust þörf á tímum eins og nú.
Kæmist þú á ráðherrastól, Sigurjón, yrðirðu þá manna óráðþægastur?
Svo skulum við bara vona, að þessi ráðning verði ekki til þess, að nein Eessbé-einsýni komist á borð þeirra félaga, Geirs og Tryggva.
Jón Valur Jensson, 19.7.2008 kl. 09:36
Jón Valur, ýmsir mætir menn tekið að sér ráðgjöf á þessu sviði og ber fyrstan að nefna Benjamín Eiríksson og mér hefði þótt mjög ólíklegt annað en Benjamín hefði goldið varhug við ástandi efnahagsmála í byrjun árs 2006 en þá var Tryggvi fenginn til að skrifa skýrslu ásamt bandaríkska hagfræðingnum, Miskhin.
Það er óhætt að fullyrða að Tryggvi Þór hafi metið ástand efnahagsmála í skýrslunni með mjög svo óraunsæjum hætti en hér að neðan er útdráttur úr henni sem er að finna á vef fjármálaráðherra, en henni var einkum ætlað hrekja skrif Den Danske bank um veikleika íslensks fjármálalífs.
Bent er á að undirstöður íslensks efnahagslífs eru traustar; hagkerfið er sveigjanlegt, lífeyrissjóðakerfi landsmanna sjálfbært og staða ríkisfjármála einstaklega góð. Aukinn viðskiptahalli og erlend skuldasöfnun eru ekki merki um erfiðleika heldur afleiðing lántöku til arðbærra fjárfestingarverkefna.
Það að íslensk heimili nýta sér sterkt gengi krónunnar og flytja inn varanlegar neysluvörur og draga síðan úr slíkum innflutningi þegar krónan veikist er talið merki um hagsýni þeirra.
Einnig er bent á að þrátt fyrir öran vöxt lántakna íslenskra banka erlendis hafi lánveitingar og eignir þeirra erlendis einnig vaxið hratt. Þar sem áhættumat bankanna er gott og þeir ekki viðkvæmir fyrir sveiflum á gengi krónunnar er hröð aðlögun á gengi krónunnar ekki talin ógn við fjármálastöðugleikann. Þar sem reglur og eftirlitsstofnanir fjármálamarkaðarins eru jafnframt skilvirkar telja skýrsluhöfundar fráleitt að bera stöðu mála á Íslandi í dag saman við það ástand sem ríkti í löndum Asíu áður en fjármálakreppa skall á þar fyrir tæpum áratug.
-----------
Árni Mathiessen tók undir það sem fram kom í skýrslu hagfræðinganna og mál veltust áfram með þeirri undantekningu að bankarnir notuðu tækifærið og fjámögnuðu sig lengra fram í tímann og voru að því leytinu til betur undirbúnir undir kreppu á lánsfjármörkuðum haustið 2007 en sumir erlendir bankar að öðru leyti breyttist ekkert.
Danske bank hafði nefnilega mjög margt til síns máls í sínum viðvörunum og það áttu stjórnmálamennirnir Árni Matt og núverandi forsætisráðherra að vita. Íslenskt fjármálalíf reyndist brothætt og það sem furðulegast er að Geir Haarde neitar að skoða sumar leiðir til að komast út úr ófærunum s.s. að veiða meiri þorsk.
Í stað þess að styrkja varnir í lok árs 2005, 2006 og á árinu 2007 s.s. að takamarka innstreymi lánsfjár í landið, ákvað formaður Sjálfstæðisflokksins að gera ekki neitt og bankarnir héldu áfram að bera inn lánsfé í enn meiri mæli en áður þekktist. Síðla sumars 2007 fór síðan að draga verulega úr aðgangi að lánsfé og það varð dýrara en áður sem leiddi það fljótleg til lækkunar á gengi krónunnar eins og Danske bank hafði spáð fyrir um og mikilli verðbólgu.
Niðursveiflan í íslensku efnahagslífi var fyrirsjáanleg en Geir Haarde ákvað einhverra hluta vegna að gera ekki neitt á sínum tíma og "nýi" ráðgjafinn Tryggvi Þór skellti sömuleiðis skollaeyrum við öllu tali um að eitthvað mætti betur fara.
Nú er spurningin hvort að Geir og Tryggvi Þór séu réttu mennirnir til þess að koma þjóðinni út úr þeim vanda sem þeir sáu ekki þó svo þeim væri rækilega bent á hann.
Ég hef mínar efasemdir um það.
Sigurjón Þórðarson, 19.7.2008 kl. 11:32
Er það ekki eðlilegt Sigurjón að Geir skuli velja Tryggva til að aðstoða sig. Tryggvi hefur verið helsti sporgöngumaður efnahagsstefnu ríkisstjórnar Davíðs Oddssonar og síðari framlenginga af henni. Þá gat hann að vísu sveipað sig vísindaskikkjunni vegna starfa sinna í Háskóla Íslands. Tryggvi Þór ber því ábyrgð á efnahagsástandinu. Þess vegna er það e.t.v. rökrétt afleiðing af fyrri störfum Tryggva að velja hann sem sérstakan efnahagsráðgjafa.
Jón Magnússon, 19.7.2008 kl. 12:01
Það virðist fokið í felst skjól hjá ríkisstjórninni og hún trúlega búin að átta sig á stöðunni. Auðvitar velur forstætisráðherran þann einstakling til starfmans sem er á sama máli og hann til að styrkja stöðu sína, það er rökréttu samhengi.
Það verður hins vegar spurning um réttmæti og áreiðanleika þegar kemur að niðurstöðum og tillögum. Eðlilegra hefði verið að velja óhlutdrægan einstakling, jafnvel fleiri en einn til að leggja fram raunhæft mat á stöðunni og tillgögur sem eru í takti við það.
Það kann aldrrei góðri lukku að stýra þegar pólitíkin ræður för í ráðgjöfinni, því væri það trúverðugra ef þverfagleg samvinna liggur að baki henni.
Guðrún Jóna Gunnarsdóttir, 19.7.2008 kl. 13:09
Ég varð nú svolítið bjartsýnn þegar fyrstu fréttir komu af þessari ráðningu, hugsaði með mér að loksins ætlaði ríkisstjórnin að gera eittvað í efnahagsmálunum en svo kom viðtal við Tryggva Þór og þá var mér ljóst að hann hafði bara verið ráðinn til þess að VERJA AÐGERÐALEYSI ríkisstjórnarinnar í þessum málaflokki, því miður verð ég að segja að ég hef mun minna álit á Tryggva Þór eftir þessa uppákomu en áður.
Jóhann Elíasson, 19.7.2008 kl. 13:29
þarf Geir einhvern ráðgjafa, hefur hann ekki snillinginn Davíð Oddsson sem ráðgjafa,þetta gengur allavega rosalega vel hjá þeim.
Grétar Rögnvarsson, 19.7.2008 kl. 15:57
Í mínum augum er þetta gott hjá kallinum.
Hinsvegar hefði verið heppilegra að leita hjálpar fyrr.
Þorsteinn Ásgeirsson (Icerock), 19.7.2008 kl. 16:30
Hefði ekki verið nær fyrir Geir að ráða Þorvald Gylfason sem var það frammsýnn að vara við þessu og það fyrir mörgum árum. Þorvaldur gæti síðan fengið Guðmund Ólafson hagfræðig til að hjálpa til.
Valsól (IP-tala skráð) 19.7.2008 kl. 17:22
Þorvaldur Gylfason er of klár fyrir Geir og svo er hann ekki venslaður rétt pólitískt séð.
Grétar Rögnvarsson, 19.7.2008 kl. 21:15
....Þrjátíu stig er minn óskahiti. Við fjörutíu og fimm gráður.....líður mér eins og spældu eggi og var álíka frjór í hugsun og forsætisráðherra á krepputímum.
(Úr dagbók Þráins Bertelssonar, Fréttablaðið 19. júlí 2008)
Árni Gunnarsson, 20.7.2008 kl. 11:02
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.