Leita í fréttum mbl.is

Er Bretinn kominn aftur á Íslandsmið?

Það er í tísku nú að kenna hlýnun jarðar um alla óvænta atburði og náttúrulegar sveiflur. Það á jafnt  við um mikil veður og breytingar á dýralífi. Í raun er sama hver breytingin er, alltaf er hlýnun jarðar fyrsta skýringin sem sett er fram. Fyrr í sumar syntu tveir ísbirnir á land hingað í Skagafjörðinn. Sá fyrri var vart stiginn á land fyrr en hann var talinn óræk staðfesting á hlýnun jarðar.

Í fyrra og hittiðfyrra kom fram í rannsóknum grafalvarlegt ástand sandsílastofnsins. Ástæðan hlaut að vera alvarlegar umhverfisbreytingar af völdum hlýnunar jarðar enda er það móðins.

Í gær bárust þær gleðifréttir í Viðskiptablaðinu að það hefði orðið mikill viðsnúningur á sandsílastofninum og hann sé í þann mund að ná sér á strik. Þessar fréttir hljóta að koma þeim sem trúa á ráðgjöf Hafró í blindni algerlega í opna skjöldu þar sem samkvæmt reiknisfiskifræðinni ætti helst að vænta mikillar nýliðunar og uppbyggingar þegar stofnar eru stórir og alls ekki ef þeir hafa verið í mikilli lægð um áraraðir. Samkvæmt framangreindu væri rökrétt að álykta að miklar breiður af hitaþolnu sandsíli hefði synt yfir Atlantsála og tekið sér bólfestu hér við land. 

Mér hefur alltaf þótt þessi kenning um að loftslagsbreytingar á meintu hvarfi sandsílisins af Íslandsmiðum æði langsótt þótt ekki væri fyrir annað en að tegundin lifir í miklum mun heitari sjó en hér er við land. Það er ljóst að sandsílið hefur mikil áhrif á lífsafkomu fjölda dýrategunda, s.s. lundans sem er landsmönnum kær. Það er miklu nærtækara að skýra sveiflur í magni sandsílis út frá stærð ýsustofnsins en hún er sólgin í sandsílið og slungin að ná því upp af botninum. Á undanförnum árum hefur ýsustofninn verið stór og hefur það án nokkurs efa komið niður á sandsílinu.

Aukningin á sandsíli er líklegast til marks um að ýsustofninn sé að gefa eftir, nema jú auðvitað að um sé að ræða hitakær bresk síli sem hafi stungið sér inn fyrir landhelgina.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er staðreynd að jörðin er að hlýna og hefur hlýnað....

Kristín Kristjánsdóttir (IP-tala skráð) 18.7.2008 kl. 12:29

2 Smámynd: Sigurjón Þórðarson

hiti

Sjórinn hefur bæði hlýnað og kólnað á víxl hér við land á undanförnum áratugum eins sést á ofangreindri mynd.

Sigurjón Þórðarson, 18.7.2008 kl. 12:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband