Leita í fréttum mbl.is

Furðuleg ferjunefnd Sturlu Böðvarssonar

Sturla Böðvarsson hefur, eftir því sem ég kemst næst, staðið sig býsna vel sem forseti Alþingis, verið forseti alls þingsins en ekki bara stjórnarflokkanna eða réttara sagt ráðherra þeirra. Nú hefur hann skipað nýja nefnd sem er ætlað að leita leiða til að tryggja eftirlitshlutverk Alþingis. Eflaust hefur Sturla viljað tryggja að slys á borð við Grímseyjarferjuævintýrið endurtaki sig ekki með því að búa svo um hnúta að velmeinandi ráðherrum verði ekki á afdrifarík mistök sem kosta þjóðfélagið gríðarlega fjármuni.

Flestum er ljóst að þeir sem eru virkir í að veita raunverulegt aðhald eru þingmenn minni hluta Alþingis hverju sinni en þingmenn meiri hlutans styðja þingbundna stjórn þar sem formenn stjórnarflokkanna eru gjarnan ráðherrar - og óbreyttir þingmenn greiða venjulega götu ákvarðana formanna sinna og framkvæmdarvaldsins þar með. Að vísu eru strangheiðarlegar undantekningar á þessu þar sem þingmenn meiri hlutans standa vaktina og eru gagnrýnir á ákvarðanir ráðherra.

Það má furðulegt þykja að þegar bæta á úr eftirlitshlutverki Alþingis skuli einungis valdir til setu í þeirri nefnd lögfræðingar sem eru handgengnir meirihlutaflokkum Alþingis. Formaður ferjunefndar Sturlu er enginn annar en fyrrum þingflokksformaður Samfylkingarinnar


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband