Leita í fréttum mbl.is

Fer landinn síður í enskan Bónus?

Landinn hefur staðið með útrásarvíkingunum og það jafnvel þótt þeir hafi sætt lögreglurannsóknum. Nú þegar kominn er botn í rannsóknirnar og dómstólar hafa komist að því að sök þeirra er minni en upphaflega var talið eru þeir skyndilega flognir á einkaþotum úr landi með fyrirtækin. Ég tel að meginástæðan sé ekki sá vægi dómur sem Jón Ásgeir hlaut, heldur efnahagsástandið á Íslandi.

Það er kaldhæðnislegt að Baugsmenn voru hvað stærstu gerendurnir í að taka stór erlend lán í gegnum Glitni og FL Group, fyrirtækin sín, til að fjármagna ýmis kaup sem hafa gefið mismikið eða mislítið í aðra hönd nú þegar efnahagsástandið er öðrum þræði í vanda vegna þess að erfiðlega gengur að endurfjármagna stóru lánin. Efnahagsástandið er að stórum hluta gríðarlegum lántökunum að kenna sem Baugsmenn eru núna að flýja. Nafnabreytingarnar sem koma fram í fréttinni, að FL verði Stoðir, og að Baugsfyrirtækin kaupi hvert af öðru og skipti á bréfum og að við það verði til 25 milljarða eigið fé er ekki trúverðugt.

Nú er góð spurning hvernig íslenskir neytendur taki þessum fréttum.


mbl.is FL Group verður Stoðir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Johnny Bravo

Sök minni hmmm.... meinar þú ekki að stærstu þjófnaðirnir voru fyrndir. 500mil lán í 2ár án endurgjalds og kaup baugs á 10/11 í gengnum gaum og kaup á Holding dæminu í Lux. Svo þegar Baugur keypti eitthvað af þeim sem hækkaði eitthvað þá dróu þeir kaupin til baka, rosa gott fyrri lífeyrissjóði og aðra fjárfesta að eiga í baugi eða stjórnendur eru bara að reyna að mjólka út hlutafé sem þeir lögðu inn.

Þetta er bara sama gamla spilið skipta um nafn þegar það er búið að gera gloríur. Selja Gaumi bestu bitana það er fjölskyldu fyrirtækinu og láta svo stærri fyrirtæki sem viðkomandi stýrir en á lítið í kaupa lélegri bitana á yfirverði.

Svo er þetta bara sýndarmennska að skrá fyrirtæki sem heldur utan um búðir í Englandi eða hér, breytir engu, þetta fer allt eftir því hvar og hvernig maður skráir tekjur því þar borgar maður skatta og ég held að allir geri það þar sem það þarf að borga minna.

Ég geri í því að versla ekki við Bónus, Hagkaup, 10/11 og hússmiðjuna, Blómaval og svo framvegis fyrir þannig að það breytist ekkert.

Johnny Bravo, 4.7.2008 kl. 11:05

2 Smámynd: Sigurjón Þórðarson

Hvar verslarðu þá, Johnny? Ertu í svelti eða verslarðu í Kaupfélagi Skagfirðinga eins og ég?

Sigurjón Þórðarson, 4.7.2008 kl. 11:20

3 Smámynd: Jón Aðalsteinn Jónsson

Það er vandamálið það er ekkert hægt að fara anað því þarf að breyta ég ætla ekki að byggja sólpall fyrr en Báhás er komið Hvernig sem að það nafn nú er skrifað.

Jón Aðalsteinn Jónsson, 4.7.2008 kl. 11:40

4 Smámynd: Sævar Einarsson

Að allt örðu máli Sigurjón, Það er ansi merkilegt að FF sé stimplaður rasistaflokkur af misgáfuðu fólki þegar ríkisstjórnin fer hamförum í útlendingastefnu sinni, þeir ættu að taka til í garðinum hjá sér áður en þessari ofbeldisstjórn gagnrýnir aðra flokka. Ég fæ óbragð í munninn þegar þessir háu herrar dirfast að kalla aðra flokka rasista, ég er að tala um þegar flóttamaðurinn Paul Ramses frá Kenya var handtekinn og sendur til Ítalíu, á grundvelli Dyflinnarsamningsins um fyrsta griðland.

Sævar Einarsson, 4.7.2008 kl. 16:38

5 identicon

Nógu göluðu Samfó um rasisma um síðustu kosningar og þar gól hæst Kristján Möller,en þegar kemur að pólitískum flótta manni þá á að henda honum úr landi,en opna landið fyrir glæpasamtökum frá austur Evrópu og víðar.Maður fer að hafa á tilfinningu að þarna séu hagsmunir sumra misvitra ráðamanna.

Sigurður Pálsson (IP-tala skráð) 4.7.2008 kl. 20:07

6 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Gaumur, sem er íslenskt fyrirtæki í eigu Jóhannesar Jónssonar á  Bónus. Ég held að Baugur verði ekki með mikil, ef nokkur, umsvif hér á landi.

Sigurður Þórðarson, 4.7.2008 kl. 20:57

7 Smámynd: Guðrún Magnea Helgadóttir

Þá var að ráðast í rannsókn á Jóni Ólafssyni...Sérstaklega eftir að Hannes Hólmsteinn varð að greyða fyrrnefnda miskabætur fyrir ummæli Hannesar um að Jón hefði verið viðriðinn fíkniefnainnflutningi á árum áður..

Guðrún Magnea Helgadóttir, 4.7.2008 kl. 21:24

8 Smámynd: tatum

Ég reyni að gera öll innkaup heimilisins frekar hjá Krónunni, þá stendur nú Fjarðarkaup alltaf fyrir sínu, oft betri verð en í lágvöruverslununum, þó auglýsa þeir sig ekki sem lágvöruverslun, verst að það er svo langt að keyra þangað en alveg þess virði.   Fer helst ekki inní Blómaval eða Húsasmiðjuna, aðallega vegna lélegrar þjónustu, hugsa að ferðir leggist alfarið niður þangað eftir þessar peninga-tilfærslur enn eina ferðina hjá þessum einkaþotu-snekkjueigendum.  Og alltaf er það sama sagan hér í dómskerfinu það er dregið og dregið að dæma stórglæpamenn þangað til allt er fyrnt, en súpuþjófar eru dæmdir strax í fangelsi.  Hún er enn í fullur gildi þessi:  Stelirðu smáu í steininn ferðu, stelirðu miklu í stjórnarráðið ferðu.

tatum, 5.7.2008 kl. 07:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband