1.7.2008 | 15:36
Umræðan þjökuð af rétthugsun
Það er rétt að þakka Kastljósinu fyrir ágætt viðtal við hollenska þingmanninn Geert Wilders sem greindi frá þeim sjónarmiðum sem lágu á bak við framleiðslu á myndinni Fitna. Markmiðið með myndinni var, að sögn Wilders, að greina frá þeirri ógn sem frjálslyndum vestrænum gildum stendur af öfgasjónarmiðum Íslams.
Ég sá umrædda mynd Fitna á netinu fyrir nokkrum mánuðum og fannst hún ekkert sérlega vel gerð og í raun fátt nýtt í henni. Ekki átti ég von á því að myndin yrði til þess að fólki sem vann hjá vefmiðlum sem dreifðu myndinni yrði hótað lífláti af íslamistum sem hafði þær afleiðingar að myndin var tekin af netinu í kjölfarið.
Morðhótanir íslamista í garð Geert Wilders og Ayaan Hirsi Ali og síðan morðin á kvikmyndagerðarmanninum Theo van Gough og stjórnmálamanninum Pim Fortuyn ásamt öfgafullum viðbrögðum og morðhótunum í garð danskra teiknara verða til þess að hægt er að taka undir með Geert Wilders um að tilefni sé til að sporna af hörku við öfgum sem telja réttlætanlegt að svipta fólk lífinu vegna skoðana sinna.
Umræðan er einhverra hluta vegna mjög viðkvæm vegna útvarða pólitískrar rétthugsunar og var miður að sjónvarpið skyldi ekki treysta sér til að birta viðtalið við hollenska þingmanninn án þess að vera stöðugt að skjóta inn viðbrögðum umdeilds dansks íslamsfræðings, Jörgen Bæk Simonsen. Það virtist sem viðtalið vð Danann væri tekið upp í kjölfar viðtalsins við hollenska þingmanninn og honum gefinn kostur á að gera athugasemd við málflutning þingmannsins en ekki öfugt.
Í sjálfu sér var mjög áhugavert að fá að heyra sjónarmið danska fræðimannsins sem virtist hafa mun meiri áhyggjur af skoðunum Geert Wilders en þeim sem vildu drepa hann vegna umdeildra skoðana sinna.
Þetta virkaði einhvern veginn með þeim hætti að þáttarstjórnendur treystu sér ekki til að senda út boðskap Geert Wilders nema þá að í sömu andrá kæmi fram boðskapur pólitískra rétttrúarmanna.
Reiði í Danmörku vegna sæmdarmorðs | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:43 | Facebook
Bloggvinir
- Helga Þórðardóttir
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Jens Guð
- Hallgrímur Guðmundsson
- Ásta Hafberg S.
- Jóhann Elíasson
- Aðalheiður Ámundadóttir
- Óskar Helgi Helgason
- Georg Eiður Arnarson
- Óskar Þorkelsson
- Jakob Falur Kristinsson
- Kolbrún Stefánsdóttir
- Baldvin Jónsson
- Jakobína Ingunn Ólafsdóttir
- Ragnheiður Ólafsdóttir
- Hallur Magnússon
- Sigurður Þórðarson
- Gunnlaugur B Ólafsson
- Guðrún María Óskarsdóttir.
- Katrín
- Þarfagreinir
- Samtök sjálfstæðra í sjávarútvegi
- Frjálslyndi flokkurinn í Eyjafirði
- Hallgrímur Óli Helgason
- Jón Kristjánsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Jón Valur Jensson
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Kjartan Eggertsson
- Halla Rut
- Ingólfur Þór Guðmundsson
- Grétar Pétur Geirsson
- Guðrún Þóra Hjaltadóttir
- J. Einar Valur Bjarnason Maack
- ragnar bergsson
- Bjarni Harðarson
- Rannveig Þorvaldsdóttir
- Sigurður Sigurðsson
- Eiríkur Guðmundsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- erlahlyns.blogspot.com
- Agný
- Guðjón Ólafsson
- Einar Ben
- Jón Aðalsteinn Jónsson
- Georg P Sveinbjörnsson
- Gunnar Freyr Hafsteinsson
- Ólafur Ragnarsson
- Guðrún Magnea Helgadóttir
- Ólafur Björn Ólafsson
- Halldór Jónsson
- Elvar Atli Konráðsson
- Kristján H Theódórsson
- Guðjón Sigþór Jensson
- Helgi Már Barðason
- Brynja Hlíf Þorsteinsdóttir
- Víðir Benediktsson
- Valgerður Sigurðardóttir
- Jens Sigurjónsson
- Vestfirðir
- Sigurður Ásbjörnsson
- Jón Magnússon
- Viðar Friðgeirsson
- Axel Jóhannes Yngvason
- Svava S. Steinars
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Quackmore
- Árni "Gamli" Einarsson
- Haukur Már Helgason
- Þóra Guðmundsdóttir
- Heiða Þórðar
- Steingrímur Ólafsson
- Vefritid
- Ársæll Níelsson
- S. Einar Sigurðsson
- Rannveig H
- Gísli Gíslason
- Bjarni Kjartansson
- Steingrímur Helgason
- Fiðrildi
- Baldur Fjölnisson
- Þorsteinn Ásgeirsson (Icerock)
- Linda Lea Bogadóttir
- Félag Ungra Frjálslyndra
- Hanna
- Sverrir Stormsker
- Ottó Marvin Gunnarsson
- gudni.is
- Einar Vignir Einarsson
- Hákon Unnar Seljan Jóhannsson
- Valgerður Halldórsdóttir
- Guðmundur Jónas Kristjánsson
- Sæþór Helgi Jensson
- Fríða Björk Einarsdóttir
- Jóhann Kristjánsson
- Oddur Helgi Halldórsson
- Guðrún Jóna Gunnarsdóttir
- María Harðardóttir og Þorsteinn Narfason
- Grétar Rögnvarsson
- Ragnar Þór Ingólfsson
- Róbert Guðmundur Schmidt
- Steinn Hafliðason
- Landssamband ungra frjálslyndra
- Bergþóra Árnadóttir - RIP 15.2.48 - 8.3.07
- Þórir Aðalsteinsson
- Vilborg Traustadóttir
- Arnþrúður Karlsdóttir
- Sævar Einarsson
- Ketilás
- Ómar Pétursson
- Eyþór Grétar Grétarsson
- FF
- Jón Þór Bjarnason
- Óskar Þ. G. Eiríksson
- Vilhjálmur Árnason
- Alexander Kristófer Gústafsson
- Róbert Tómasson
- Landvernd
- ThoR-E
- Haraldur Baldursson
- Sigurður Jón Hreinsson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- busblog.is
- Sigríður Inga Sigurjónsdóttir
- Himmalingur
- Svanhildur Karlsdóttir
- Gísli Birgir Ómarsson
- Árni Árnason
- Grétar Mar Jónsson
- Perla
- Ingunn Guðnadóttir
- Irma Þöll
- Skattborgari
- Gulli litli
- Jón Snæbjörnsson
- Þráinn Jökull Elísson
- Sigríður Elfa Eyjólfsdóttir
- Mál 214
- Bullukolla
- kreppukallinn
- hreinsamviska
- Arinbjörn Kúld
- Orgar
- Guðjón Baldursson
- Gunnar Þór Gunnarsson
- Hörður B Hjartarson
- Gunnar Björn Björnsson
- Haraldur Hansson
- Þórólfur S. Finnsson
- Birna Steingrímsdóttir
- Gestur Guðjónsson
- Jónas Rafnar Ingason
- Stríða
- Götusmiðjan
- Brynja skordal
- Haraldur Bjarnason
- Guðmundur Óli Scheving
- Ásta
- Markús frá Djúpalæk
- Jörundur Garðarsson
- MIS
- Þorsteinn H. Gunnarsson
- Björn Júlíus Grímsson
- S Kristján Ingimarsson
- Bryndís Haraldsdóttir
- Þórður Björn Sigurðsson
- Magnús Kristjánsson
- Bergur Sigurðsson
- Guðrún Ólafía Brynleifsdóttir
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Ólafía Herborg Jóhannsdóttir
- Heimssýn
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Óskar Arnórsson
- Sigurbjörn Svavarsson
- Árni Davíðsson
- Lúðvík Lúðvíksson
- Árelíus Örn Þórðarson
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Jakob Þór Haraldsson
- Guðrún Katrín Árnadóttir
- Þorsteinn Valur Baldvinsson
- L.i.ú.
- Rafn Gíslason
- Vilhjálmur Sveinn Björnsson
- Samtök Fullveldissinna
- Vaktin
- Arnar Guðmundsson
- Lárus Baldursson
- Sveinn Elías Hansson
- Þórarinn Baldursson
- Kjartan Magnússon
- ÞJÓÐARHEIÐUR - SAMTÖK GEGN ICESAVE
- Berglind Steinsdóttir
- Bjarney Vigdís Ingimundardóttir
- BJÖRK
- Björn Emilsson
- Dagný
- Dominus Sanctus.
- Friðgeir Sveinsson
- Guðmundur Ásgeirsson
- Guðmundur Pálsson
- Helgi Þór Gunnarsson
- Högni Snær Hauksson
- Inga Sæland Ástvaldsdóttir
- Jón Þórhallsson
- Kristján P. Gudmundsson
- Ómar Bjarki Smárason
- Ragnar Stefán Rögnvaldsson
- Rósa Aðalsteinsdóttir
- Samstaða þjóðar
- Sigurður Ingólfsson
- Stefán Júlíusson
- Sumarliði Einar Daðason
- Sveinn Björnsson
- Tryggvi Gunnar Hansen
- Úrsúla Jünemann
- Valdimar H Jóhannesson
Tenglar
Mínir tenglar
- Losnað við pestina Þetta hefur reynst mér vel við að losna við allar pestir þá 5 mánuði sem ég hef reynt immiflexið
- Ginseng Hér fæ ég kraftinn
- Frjálslyndi flokkurinn Vill breyta kvótakerfinu
- Ungmennasamband Skagafjarðar Ég er formaður
- Hér kaupi ég tölvudótið Ódýrt og gott
Sjávarútvegsmál
- Hafró Stofnunin þar sem ákveðið er hversu mikið má veiða
- Landssamband íslenskra útvegsmanna LÍÚ
- Landssamband smábátaeigenda LS
- Jörgen Niclasen Formaður Fólkaflokksins í Færeyjum
- Helgi Áss Grétarsson Sérfræðingur í HÍ á vegum LÍÚ
Fréttamiðlar
- Al Jazeera Gefur Bandaríkjamönnum engin grið
- BBC BBC
- Börsen Dönsk fjármálasíða
- Seðlabankinn Musteri Davíðs
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 3
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 111
- Frá upphafi: 1013226
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 62
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Myndaalbúm
Eldri færslur
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Janúar 2024
- Apríl 2023
- Október 2022
- Október 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Janúar 2019
- Apríl 2018
- Desember 2017
- Október 2016
- Ágúst 2016
- Janúar 2016
- Nóvember 2015
- Nóvember 2014
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Desember 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
Athugasemdir
Sæmdarmorð koma því miður til með að verða framin hér á landi í framtíðinni, ef við gerum sömu mistökin og aðrar þjóðir og tökum við múslímum. Hvernig væri að læra af mistökum annanrra þjóða. Þetta fólk vill ekkert með vestræna menningu hafa að gera né lýðræði. Í Noregi mega kennslukonur ekki lengur bera hálsmen með krossi og svínakjöt hefur verið bannað í Austurbæjarskólanum. Við eigum að taka endalaust tillit til þeirra. Ætla Íslendingar að leyfa múslímum hér að giftast stúlkubörnum, eins og þeir gera víða? Ekki öfunda ég Akurnesinga að fá 60 Palestínumenn í þorpið. Ég hef ekkert á móti útlendingum. Frekar hefði ég viljað að Ísendingar hefðu tekið á móti 120 flóttamönnum, sem ekki væru múslímar og sem ekki settu sig upp gegn okkar siðum.
Stebbi (IP-tala skráð) 1.7.2008 kl. 16:11
Mér finnst þessi athugasemd hjá þér frekar þjóðrembuleg. Þótt sæmdarmorðið yrði ekki framið hér á landi yrði það samt sem áður framið. Vandamálið er ekki leyst, heldur værum við bara að komast hjá því að þurfa að velta því fyrir okkur.
Það er heldur ekki bara í okkar verkahring að sýna útlendingum hér á landi tillit. Tillitsemi er gagnkvæmt fyrirbæri. Við sýnum útlendingum tillitsemi og þeir sýna okkur tillit. Auðvitað eru svo til tillitslausir útlendingar sem og tillitslausir Íslendingar.
Þessi athugasemd með Palestínumennina á Akranesi er mjög ótillitsöm. Þér tekst að dæma 60 manna hóp fyrirfram. Frægt orð nú til dags, fordómar. Ekki að ástæðulausu.
Jón Gunnar Ásbjörnsson (IP-tala skráð) 1.7.2008 kl. 16:41
Athugasemd minni var beint til Stebba.
Jón Gunnar Ásbjörnsson (IP-tala skráð) 1.7.2008 kl. 16:42
Margir hafa haft á orði að "múslimar" væru hreinlega "hættulegir" vestrænum samfélögum, þessu er ég að mörgu leyti sammála og nefni máli mínu til stuðnings hvernig er tekið á móti múhameðstrúarfólki hér á vesturlöndum. Þessu fólki er ekki ætlað að samlagast því samfélagi, sem það flytur til, heldur eiga þeir sem eru fyrir í því samfélagi að aðlagast þeirra siðum og þjóðfélagsháttum. Gott dæmi um þetta er Svíþjóð, en frá því að Írakstríðið hófst hafa Svíar tekið á móti 100.000 flóttamönnum frá Írak, um þetta er ekki nema gott eitt að segja og mættu fleiri ríki fylgja fordæmi þeirra (svo sem Bandaríkjamenn). En það fylgir böggull skammrifi: Svíar leggja svo mikið á sig við að gera þessum flóttamönnum til hæfis að t.d til að styggja ekki múslimana eru margir skólar í Svíþjóð búnir að taka svínakjöt af matseðlinum og það er verið að endurskrifa nokkrar námsbækur svo þær séu múslimum þóknanlegar. Hvað næst? Ekki er það ætlunin að skella allri skuldinni á múslima að sjálfsögðu er sökin að nokkru leiti okkar vesturlandabúa, að við sýnum þessu liði ekki nokkurt umburðarlyndi, þannig að ef þeir flytja á okkar menningarsvæði verða þeir bara að taka upp okkar lífshætti og aðlagast okkar þjóðfélag, ég veit ekki til að neinn afsláttur sé gefinn í þeirra löndum ef vesturlandabúi flytur til þeirra landa. Í framtíðinni vil ég geta farið í Bónus og verslað skinku og hamborgarahrygg í Fjarðarkaupum. Nú skilst mér að svínakjöt sé á bannlista í Austurbæjarskóla. Hvað verður næst? Við eigum að hætta að vera umburðalynd við þá sem ekki eru umburðarlyndir.
Jóhann Elíasson, 1.7.2008 kl. 18:48
Hvaða andskotans kjaftæði er þetta í þér Jóhann. Móttaka á íröskum flóttamönnum hér í Svíþjóð hefur ekki haft þessi áhrif og ég veit ekki hvaða hvatir eru að baki skrifum þínum.
Skólabækur eru óbreyttar og fyrir mörgum árum síðan var farið að bjóða upp á hlaðborð í matsölum grunn- og framhaldskóla. Það var ekki vegna múslima sem sú ákvörðun var tekin heldur opnuðust augu ráðamanna fyrir því að matarræði fólks væri mismunandi. Til dæmis er leitun að eins mörgum grænmetisætum og finnast í Svíþjóð.
Svínakjöt er enn á boðstólunum í skólum og þá geta þeir sem ekki leggja sér það til munns valið annan mat.
Svíar hafa tekið á móti flóttamönnum á mun betri hátt en margar aðrar þjóðir og ekki hefur þurft að taka upp ný gildi í þjóðfélaginu. Allt tal um annað vitnar bara um þekkingarleysi viðkomandi á sænsku samfélagi.
Hanna Dóra (IP-tala skráð) 1.7.2008 kl. 19:14
Það skuggalega við þessa umræðu er ekki "rétthugsunin" (moggabloggið er svo ofboðslega þjakað af rétthugsun og rökvísi!), heldur alhæfingarnar um íslam sem enda yfirleitt í tali um að koma í veg fyrir innflutning múslima og jafnvel útlendinga almennt.
Þrepin eru einhvern veginn svona:
1) Hér er dæmi um illvirki;
2) Það var múslimi sem framdi illvirkið (örugglega eða kannski); þar af leiðir:
3) íslam er vont, nei, öfgasinnað íslam er vont (ég er ekki rasisti); þar af leiðir:
4) íslam er vont (aukaafleiðing: þessi múslimi hér á götunni er vondur); þar af leiðir:
5) það verður að koma í veg fyrir innflutning múslima; þar af leiðir:
6) það verður að koma í veg fyrir innflutning útlendinga.
Þegar ég las pistilinn hér að ofan var ég að velta fyrir mér á hvaða þrep umræðan kæmist. Tilefnið er frétt um sæmdarmorð, sem kemur okkur á fyrsta þrepið. Sigurjón tengir fréttina við "öfgasjónarmið Íslams", þótt hvergi komi fram að múslimi hafi framið morðið, né þá út frá öfgasjónarmiðum. Af aðstæðum að dæma er þó óhætt að samþykkja að morðinginn hljóti að vera múslimi, án þess að ljóst sé hvernig það kemur málinu við. Við erum komin á annað þrepið.
Pistillinn fjallar svo að mestu um Geert Wilders og öfgasinnað íslam, sem er næstum eins vont og pólitísk rétthugsun, semsagt allt á þrepi þrjú. Nema að myndin Fitna þóttist vera á þrepi þrjú en var eins og rúllustigi upp öll þrepin: stöðugt voru illvirki öfgamúslima sýnd og þau slegin saman við íslam almennt og íslamska innflytjendur, jafnvel innflytjendur almennt. En pistillin heldur sig á þrepi þrjú.
Þá koma athugasemdir. Stebbi hoppar af þrepi þrjú beint upp á þrep fimm - það eru mistök "að taka við" múslimum. Hann virðist gefa sér þrep fjögur. Hann vill samt ekki upp á þrep sex: Vill taka fram að hann hefur ekkert á móti útlendingum.
Einar Einarsson er með annan fótinn á þrepi þrjú og hinn á þrepi fjögur. Hann hefur bloggað um öfgaíslam en finnst eins og "rétthugsandi einstaklingar" séu að banna honum að gagnrýna íslam.
Hippókrates fær punkt fyrir að leiðrétta fullyrðingar Stebba um svínakjötsbann í Austurbæjarskóla. Mér sýnist Hippókrates dansa á þrepum fimm og sex.
Jóhann er á þrepi fimm en með tá á þrepi sex. (Hann fær punkt, eða tvo, fyrir að sjá að málið snýst ekki bara um aðlögun múslima og að gagnkvæmt umburðarlyndi er nauðsynlegt. Hann missir þó hálfan punktinn fyrir að endurtaka fullyrðinguna um svínakjötsbannið í Austurbæjarskóla.)
Hvernig væri að hugsa aðeins um muninn á þessum þrepum og að færa einhver rök fyrir því að hoppa af einu þrepi yfir á það næsta eða þarnæsta?
Svartagall, 1.7.2008 kl. 19:19
Einar, ég er besservisser og stóðst ekki mátið.
Svartagall, 1.7.2008 kl. 19:42
Hvaða bull er þetta, sem hver étur upp eftir öðrum, um að svínakjöt sé bannað í Austurbæjarskóla? Þetta er sjö ára gömul saga sem nú er verið að dusta rykið af.
Hafi svínakjöt einhvern tímann verið bannað í Austurbæjarskóla (sem ég stórefa, en það er annað mál), þá er það klárlega ekki bannað lengur. Hérna blasir til að mynda við Bayonskinka, þann 14.
Eru þetta virkilega einu 'rökin' sem fólk getur fært fyrir því að minnihlutahópum sé sýnt eitthvað óeðlilegt umburðarlyndi hér á Íslandi?
Sorglegt rugl.
Hvernig væri að reyna að ræða málin á einhverjum vitrænum forsendum, en ekki út frá hysterískum flökkusögum?
Þarfagreinir, 1.7.2008 kl. 20:59
Fleiri en einn tók þetta sem dæmi, og ég hef séð þetta mun víðar. Ég er bara orðinn þreyttur á því að fólk éti bull upp hvert eftir öðru og setji það fram sem vitrænt framlag til umræðu.
Eða er kannski óþarfi að leiðrétta rangfærslur? Allt í lagi að leyfa fólki að byggja sinn málflutning á sandi og bulli?
Jú, hér er fleira rætt - en það eina sem sett er fram sem á að 'sanna' að hér á Íslandi sé minnihlutahópum nú þegar sýnt eitthvað sérstakt umburðarlyndi er þessi saga af svínakjötinu í Austurbæjarskóla. Þegar það er horfið er ekkert sem stendur eftir.
Mér finnst ekkert að því að benda á það, og rífa niður þetta rugl, hvar sem ég rekst á það.
Ég er ekki að flokka alla umræðuna eftir þessu - þetta er bara það helsta sem ég hef hér fram að færa. Afsakið innilega ef það hefur komið við kauninn á einhverjum.
Þarfagreinir, 1.7.2008 kl. 23:01
Hefur einhver af þeim sem hér skrifa kynnst því hvernig í raun það er þegar fólk frá gjörólíkum menningarheimi tengist fjöldskyldu hér? Þá fyrstr reynir á þegar tveir ólíkir menningarheimar mætast.
Við munum aldrei geta sætt okkur við andlegt ofbeldi og illa meðferð á konum sem því miður er reynsla af hjá ónefndum menningarheimi. Enhverstaðar hefur verið sagt eða skrifað, að ofbeldi leiði af sér ofbeldi.
Því miður er það borin von að þessir heimar geti búið sama í sáttt og samlindi í náinni framtíð vegna svo ólíkra gilda og viðhorfa.
IGÞ, 1.7.2008 kl. 23:50
Hanna Dóra!
Det är inte riktigt som du säger att Sverige inte har påverkats av den stora mängden invandrare och då i första hand muslimer. En hel del lagar har ändrats, andra har kommit till, exempelvis lagen om anhöriginvandring och förbud mot könsstympning av flickor, som vanligen sker i hemlandet. Nu förbereds ett lagförslag där man skall försöka stävja att flickor i nedre tonåren gifter sig på sommarlovet i sina forna hemländer med män som föräldrarna valt ut. Äktenskap som Sverige inte erkänner men som ställer till problem eftersom flickorna då har en make som genast vill till Sverige, arvsrätt o s v.
Det har också väckt mycket ont blod hos svenska föräldrar att vissa rektorer har velat flytta och flyttat skolavslutningarna ut ur kyrkan av rädsla för att diskriminera muslimer, men skolavslutningar med traditionsenlig psalmsång är något av det svenskaste som finns. Många svenskar har varit rasande och uppfattat att muslimerna är boven i dramat. Skolministern har klokt nog sagt ifrån att så får diskrimineringslagen inte tolkas.
Här där jag bor, är simbassängen stängd för allmänheten fredag eftermiddag för att muslimska kvinnor skall kunna bada utan att män råkar komma i vägen och visst har det varit diskussion om att muslimer har tryckt på om visst undervisningsmaterial och/eller att författarna har ålagt sig självcensur.
Sedan har jag inte nämnt alla de poliser, socialarbetare, skolpersonal, sjukvårdspersonal, lärare och rättsvårdande myndigheter som fått utbildas för att bekanta sig med och i möjligaste mån stävja hedersrelaterade brott och andra kulturella problem som invandrarna för med sig. Jag tror inte att man kan överblicka detta på Island. Skulle kunna berätta om ett fruktansvärt grymt hedersmord på en kille för ovanlighetens skull.
Till sist. 100 tusen irakiska invandrare ( Jòhann)är en siffra i överkant, men i fjol togs 18 000 irakier emot och Södertälje ensamt tog emot fler irakier än hela USA ,vilket föranledde kommunens ordförande att resa dit och förklara Södertäljes dilemma i amerikanska Senaten. Här hemma i Sverige lyssnar inte myndigheterna och Södertälje går på knäna.
Så bästa Hanna Dóra . Var också du försiktig med att uttala dig tvärsäkert!
S.H (IP-tala skráð) 2.7.2008 kl. 08:16
Er einhver það góður í sænsku að hann geti þýtt þetta fyrir okkur hin sem ekki kunnum sænsku.
Landfari, 2.7.2008 kl. 09:31
Trúarpólitísk tengsl heiðursmorðA við Íslam ótvíræð.
Það er mikill misskilningur að álíta að heiðursmorð eigi sér ekki ríka stoð í hinu pólitíska Íslam. Það er auðvelt að rökstyðja það og nægar sannanir fyrir hugsanaferlinu á bakvið heiðursmorðin. Þær slóðir liggja allar til Kóransins, og Annálanna.
Heiðursmorð í Íslam
Stórt atriði er að þegar kona giftist manni af öðrum trúarhópi eða grein Íslams, þá gerist hún fyrrverandi-Múslími og þar með réttdræp. Einnig er stúlkan í stór hættu ef væntanlegur maki er ekki þóknanlegur fjölskyldunni einhverra ástæðna vegna. Sama skeður ef hún vill temja sér vestræna lífshætti, þá er hún einnig orðin fyrrverandi-Múslími (apostate, fráhvarfsmaður frá trúnni)
Úr 4. Kafla 88-89 "Viltu reyna að leiðbeina þeim sem Allah hefur afvegaleitt? Þá sem Allah hefur afvegaleitt skaltu ekki reyna að leiðbeina. Þeir þrá að þú verðir trúleysingi svo þú verðir eins og þeir sjálfir; þess vegna skaltu ekki gera þá að vinum þínum nema þeir flýi frá sínum fjölskyldum til að þóknast Allah, en ef þeir snúa aftur heim til sín skaltu elta þá uppi og drepa þá hvar sem þú finnur þá, en leitaðu ekki aðstoðar eða vinskapar meðal þeirra."
Ég vil benda á eftirfarandi greinar um HEIÐURSMORÐ og slóðirnar að þeim:
HEIÐURSMORÐ OG STAÐA KVENNA Í ÍSLAM
http://hermdarverk.blogcentral.is/blog/2008/4/21/heidursmord-og-stada-kvenna-i-islam/
HEIÐURSMORÐ, 9. GRÖFIN Í FJÖLSKYLDUNNI.
http://hermdarverk.blogcentral.is/blog/2008/4/22/heidursmord-9-grofin-i-fjolskyldunni/
Athyglisverð stuttmynd um heiðursmorð.
Everywoman- Honour Killings- 07 Dec 07- Part 2
http://www.youtube.com/watch?v=PZ0XHZhlpBc
Skúli Skúlason (IP-tala skráð) 2.7.2008 kl. 10:29
Ég hafði einu sinni svipaðar skoðanir og þú... svo hætti ég að vera 14 ára gamall.
Blahh (IP-tala skráð) 2.7.2008 kl. 10:41
Blessað veri fólkið
Ég sló að gamni í það að þýða skilaboð Svíans S. H. hér fyrir ofan. Er mikið að flýta mér, svo þið fyrirgefið hugsanlegar villur. Þær skrifast þá á minn reikning:
Það er ekki rétt sem þú segir að Svíþjóð hafi ekki orðið fyrir áhrifum af hinum mikla fjölda innflytjenda, og þá fyrst og fremst múslímum. Fjölda laga hefur verið breytt og önnur ný komið til, til dæmis lög um innflutning náinna ættmenna og bann við kynfæralimlestingum stúlkna sem gerist yfirleitt í heimalandinu. Nú er í undirbúningi lagafrumvarp þar sem reyna á að koma í veg fyrir að stúlkur á táningsaldri séu giftar í sumarleyfum í sínum gömlu heimalöndum karlmönnum sem foreldrar þeirra hafa valið. Hjónabönd sem Svíðþjóð viðurkennir ekki, en skapa vandamál þar sem stúlkurnar eignast maka sem gjarnar vill til Svíþjóðar o. s. frv.
Það hefur líka skapaði illindi meðal sænskra foreldra að sumir skólastjórar hafa viljað flytja og flutt skólaslitsathafnir úr kirkjum af ótta við að sýna múslímum misrétti, en skólaslit með hefðbundnum sálmasöng eru eitt það sænskasta sem finnst. Margir Svíar hafa orðið mjög reiðir og upplifað þetta þannig að múslímarnir séu bófinn í dramanu. Menntamálaráðherra hefur brugðist við af skynsemi og lýst því yfir að lögin um mismunun skuli ekki túlka með þessum hætti.
Þar sem ég bý er sundlaugin lokuð almenningi á föstudags eftirmiðdögum til að múslímskar konur geti farið í sund án þess að karlmenn séu til staðar, og það hefur farið fram umræða um að múslímar hafi beitt þrýsingi til að ákveðið kennsluefni og/eða að höfundar þess beiti sig sjálfsritskoðun.
Síðan hef ég ekki nefnt alla þá lögreglumenn, félagsráðgjafa, skólafólk, fólk í heilbrigðisstéttum, kennara og aðra sem hafa sótt námskeið til að kynna sér og stöðva eftir bestu getu heiðurstengd afbrot og önnur menningarleg vandamál sem fylgja innflytjendum. Ég býst ekki við að þið þekkið til þessa á Íslandi. Ég gæti greint frá einu hræðilega grimmdarlegu heiðursmorði á stúlku .
Að lokum. 100 þúsund íraskir innflytjendur (Jóhann) er er tala í hæsta lagi, en í fyrra var tekið á móti 18.000 Írökum, og bærinn Södertalje tók einn á móti fleiri Írökum en öll Bandaríkin, nokkuð sem leiddi til þess að bæjarstórinn fór þangað til að úrskýra þetta mál fyrir bandaríska þinginu. Hér heima í Svíþjóð hlusta stjórnvöld ekki og Södertalje fellur á hnén.
Svo kæra Hanna Dóra. Farðu varlega í því að tala út með svo fjallgrimmri vissu!
Magnús Þór Hafsteinsson, 2.7.2008 kl. 11:08
Bevara Sverige Svenskt!
Johnny Rebel (IP-tala skráð) 3.7.2008 kl. 00:02
Bevara Sverige svenskt og flytjum alla útlendingana til Íslands
Johnny Rebel (IP-tala skráð) 3.7.2008 kl. 12:52
Ég gaeti greint frá einu hraedilega grimmdarlegu heidursmordi á pilti
á thad ad vera. Annars var thetta fljótt og vel unnid. Takk.
sjá http://www.expressen.se/1.328176
S.H (IP-tala skráð) 3.7.2008 kl. 15:10
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.