Leita í fréttum mbl.is

Rak Egill Geir og Ingibjörgu fram úr?

Það hefur vart farið framhjá neinum landsmanni að Geir og Ingibjörgu Sólrúnu hefur liðið einkar vel í stjórnarsamstarfinu. Það hófst með miklum innilegheitum og síðan hafa mánuðirnir liðið hver af öðrum í sælu þeirra beggja og þau flögrað um heiminn í einkaþotum á milli þess sem þau hafa hist á stuttum fundum og slegið upp veislum fyrir tigna gesti, s.s. vinkonu Ingibjargar, hana Condoleezu Rice, og Abbas Palestínuforingja sem er örugglega líka vinur Geirs.

Síðan hafa þau sett á fót eina og eina ríkisstofnun. Ekkert hefur raskað ró þeirra nema þá helst flaut nokkurra trukkabílstjóra þó að efnahagslífið hafi tekið gríðarlega mikla dýfu. Húsnæðismarkaðurinn á leiðinni í alkul og gengi krónunnar hrapar. Bankarnir sem ekki mátti anda á berjast í bökkum. Þetta, eins og áður segir, truflar á engan hátt sæluna og þau eru áfram ráðin í að gera ekki neitt og eru síðan algjörlega einhuga um að halda áfram að brjóta mannréttindi á sjómönnum.

Það eina sem gerðist við þessi tíðindi var að Geir sussaði á kurteislegar gagnrýnisraddir fjölmiðla þegar honum fannst þær vera að verða of háværar og sagði þær dónalegar - með því að lofa einhverjum aðgerðum sem aldrei komu og saka síðan fjölmiðla um að leggja góðvinkonu sína, Ingibjörgu, í einelti þegar spurningarnar urðu of nærgöngular. 

Það var ekki fyrr en þrennt gerðist, bankarnir vöktu upp óþægilegar spurningar, þær sömu og Sindri spurði (hvar peningarnir væru), gengi krónunnar féll og það sem eflaust mestu máli skipti, að Egill Helgason, gagnrýni ríkisfréttamaðurinn, spurði hvort ekkert ætti að gera. Þegar allt lagðist á eitt kynnti ríkisstjórnin einhverjar aðgerðir á fasteignamarkaði. Það verður að segjast eins og er að þetta er fremur óljóst plagg og ef gangurinn á að vera svipaður með að koma þessum tillögum á koppinn og verið hefur með boðaðar aðgerðir megum vð búast við að bíða drjúga stund. Í plagginu eru engar dagsetningar og ekki heldur fjárupphæðir þannig að það lítur út fyrir að það hafi verið dregið upp til að svara dægurgagnrýni.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rannveig H

Kannski Egill standi fyrir sínu en ekki fyrir þessu,Jóhanna virðist vera eini ráðherrann í þessari ríkisstjórn sem er að vinna vinnuna sína.Ég er á því að þessi ríkisstjórn eigi eftir að deyja,hún kafnar úr hroka.

Rannveig H, 20.6.2008 kl. 12:49

2 Smámynd: Hagbarður

Það er ekkert að gerast í þessum efnum frekar en mótvægisaðgerðunum sem kynntar voru á liðnu sumri til að bregðast við aflasamdrættinum.

Hagbarður, 20.6.2008 kl. 17:14

3 Smámynd: Gunnar Skúli Ármannsson

Þú ert alltaf jafn góður kæri mágur. Hvernig stendur á því að þessi stjórn ætlar að komast upp með að gera næstum ekki neitt?

Gunnar Skúli Ármannsson, 20.6.2008 kl. 17:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband