Leita í fréttum mbl.is

Sögufölsun á Austurvelli

Núverandi forsætisráðherra ber höfuðábyrgð á þeirri óvissu sem ríkir í efnahagsmálum þjóðarinnar. Hann reynir nú hvað eftir annað að róta og klóra yfir ábyrgð sína en hann hefur verið samfellt í ríkisstjórn um langan tíma og gegnt þá lykilhlutverkum sem fjármálaráðherra og síðan sem forsætisráðherra.

Í stað þess að játa augljós mistök við stjórn efnahagsmála er reynt að láta líta út fyrir að það séu ytri áföll og alheimsvandi sem valda óáran. Það er ekki rétt, danskir vinir okkar, Danir sem eru nú að leysa bráðavanda ríkisstjórnarinnar hér úti á Skaga, höfðu margoft varað Íslendinga við veikleikunum í íslensku efnahagslífi, þ.e. aukinni skuldasöfnun og veikleikum í fjármálakerfi. Geir Haarde svaraði þessu með sínum þjóðþekkta hætti, þ.e. að gera ekki neitt og afneita staðreyndum.

Geir Haarde vitnar í ræðu sinni til þess að Íslendingar hafi áður séð það svartara, s.s. á aflabrestsárinu 1969. Staðreyndin er sú að 1969 veiddust liðlega 400.000 tonn af þorski á Íslandsmiðum sem er þrefalt meira magn en ætlað er að veiða nú í ár. Þetta er árangurinn af kvótakerfi og uppbyggingarstarfi Sjálfstæðisflokksins síðustu 20 árin. Einhver væri farinn að spyrja sig hvort ekki væri eitthvað bogið við þessi svokölluðu uppbyggingarfræði, en það gerir Geir Haarde ekki. Hann er tilbúinn að halda vitleysunni áfram og brjóta mannréttindi á sjómönnum - með dyggri aðstoð Samfylkingarinnar.

Núverandi leiðtogar eru orðnir feysknir. Það er kominn tími á nýja stjórnendur sem eru tilbúnir að skoða nýjar leiðir, ferska vinda við stjórn landsins.


mbl.is Forsætisráðherra bjartsýnn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún Jóna Gunnarsdóttir

Algjörlega sammála, kominn tími á nýja stjórnendur. Með ólíkindum að forsætisráðherran skuli reyna að slá ryki í augu manna með þessum hætti. Virkar eins og olía á eldinn meðal þjóðarinnar

Guðrún Jóna Gunnarsdóttir, 17.6.2008 kl. 19:14

2 Smámynd: Jón Aðalsteinn Jónsson

Mér fannst þetta mest moð um hvað almenningur ætti að gera og þann verkjar í hláturtaugarnar þegar talað er um trúverðugleika íslenskra fjármálastofnanna  

Jón Aðalsteinn Jónsson, 17.6.2008 kl. 21:37

3 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Allt rétt Sigurjón.

kv.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 17.6.2008 kl. 22:46

4 Smámynd: Árni Gunnarsson

Honum láðist reyndar að geta um afdrif "óskabarns þjóðarinnar," Eimskipafélags Íslands sem var í höndum trúverðugra fjármálamanna.

Feysknir;! segir þú. Hvernig væri að máta Árna Math. í aðalhlutverkið? Hann tók því ekki fjarri í sjónvarpsviðtali fyrir ekki svo löngu síðan að hann hygði jafnvel á taka við forystu Flokksins!!!!!

Árni Gunnarsson, 17.6.2008 kl. 23:43

5 identicon

Hvað það gleður hjartað mitt að hægri öflin þá sérstaklega Sjálfstæðisflokkurinn sé við völd í dag og ég get ekki hugsað þá hugsun til enda ef óráðsíuöflin vinstri vængurinn væru þar nærri. Jómfrúar kvakið í Ingibjörgu Sólrúnu og umhverfisráðherra er eins og vera staddur út í Eldey þar sem heyrist ekki eitt einasta mannamál. Það er góðs viti. Á þessum erfiðu stundum er gott að vita af styrkrum höndum Geirs Haarde og finna nálægðina og öryggið sem dreymir frá ásjónu hans. Í ljósi sögunnar hversu lengi og farsællega Sjálfstæðisflokkurinn hefur haldið um valdataumanna og hversu frelsið þrátt fyrir allt fengið að blómstra þó hrifsandi til sín vinstri öflin og þetta endalausa píp og að geta aldrei sætt sig við að fjöllin eigi að fá að vera til og engin ástæða til að lyfta upp dölunum og lækka fjöllin eins og vinstri öflin virðast þurfa alltaf að gera. Þú lesandi góður þarft ekki annað en að fletta í gegnum málgögn þessara vinstri afla og sjá hvað þeir leggja ríka áherslu á að vinna sé til staðar og haldist stöðug á sama tíma getur þú skoðað að stærsti hluti af atvinnutækifærum er skapaður með framtaki manna sem kenna sig við Sjálfstæðisflokkinn. Mér datt í hug að minnast á þetta til að forða mér frá því að vera bendlaður við vinstri öflin. Það kom mér á óvart í útvarpinu fyrir örstuttu þegar Guðjón Arnar Kristjárnsson formaður Frjálslynda flokksins sagði ástæðuna fyrir brotthvarfi sínu úr Sjálfstæðisflokknum vera þá að hann hafi verið í tvígang færður niður á lista fyrir kosningar. Hér sannast sagan að sá hæfari á ofar að standa og því engin ástæða til að moka fjöllunum ofan í dalina eins og ég sagði áðan.

Baldvin Nielsen, Reykjanesbæ 

B.N. (IP-tala skráð) 17.6.2008 kl. 23:57

6 Smámynd: corvus corax

Forsætisráðherrann er lygalaupur og reynir að telja fólki trú um að allt sé útlöndum að kenna og nú á almenningur í landina að axla ábyrgðina eina ferðina enn, ekki ríkið eða peningaglæpalýðurinn sem græddi á tá og fingri fyrir sig og sína og jók vaxtaokrið og færslugjaldaokrið á almenningi. Ekki fékk almenningur neitt af þeim gróða enda skal almenningur aldrei taka á sig tapið. Þessi ruslaralýður hirti gróðann og þeir geta sem best hirt tapið líka. Svo er ein augljós leið til að spara í ríkisrekstrinum en hún er sú að láta Landhelgisgæsluna hætta að hafa eftirlit með veiðum erlendra skipa á kostnað þjóðarinnar. Ef menn vilja eftirlit geta þeir borgað eftirlitið sem fengu einkaleyfi á fiskinum við landið. Almenningur hefur ekkert með þetta að gera svo útvegsfyrirtækin geta bara sjálf borgað fyrir eftirlitið, þetta er þeirra vandamál, ekki almennings. Og svo þarf að losna við tvö skítseiði úr ríkisstjórninni ekki seinna en strax en það eru dómsmálaráðherraundrið og dýralæknisfíflið. Auk þess þarf að láta lögbrjótinn í stól ríkislögreglustjóra fjúka þrátt fyrir loforð BB við föður hans um að passa barnið.

corvus corax, 18.6.2008 kl. 11:57

7 identicon

Þess vegna á Ísland að reyna á aðildarviðræður við ESB hið fyrsta. Það vita allir að við erum með ónýtan gjaldmiðil. Fyrirtækin eru búin að gera sér grein fyrir þessu fyrir löngu og mörg hver byrjuð að gera upp í evrum. Hræðsla margra íslenskra stjórnmálamanna við ESB er fyrst og fremst fólginn því að þeir muni missa einhver völd, þ.a. þeir eigi erfiðara með að vasast með skítuga puttana í sérhagmunapoti.

Sem almennur borgari skiptir það mig engu þótt valdið færist að einhverju leyti til Brussel. Það virðist hvort eð er flest til bóta sem þaðan kemur.

Sjálfstæðisflokkur og Framsókn bjuggu til þá kreppu sem nú er komin. Að reyna að heimfæra hana alfarið upp á erlendar aðstæður er hreinasta bull. Þessir flokkar gáfu m.a. bankana skussum sem ekkert kunnu í bankarekstri en voru með mikilmennskubrjálæði og vildu verða heimsfrægir. Það eru bankarnir sem bjuggu til verðfall krónunnar á milli 30-40%.

Eina leiðin til að komast út úr þessari kreppu og búa við sæmilega stöðugt efnahagsumhverfi er að taka upp evru og þar með ganga í ESB. Það þýðir ekki að bera okkur saman við Noreg - menn þar á bæ virðast kunna að reka viðunandi efnahagsstjórn, ólíkt því sem hér gerist - auk þess að hafa óendanlega olíusjóði. 

Babbitt (IP-tala skráð) 18.6.2008 kl. 13:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband