16.6.2008 | 23:10
Setur Samfylkingin bráðabirgðalög á ísbjörninn?
Samfylkingin er vön að bregðast skjótt við málum sem henni finnast brýn, s.s. þegar bráðabirgðalög voru sett á raflagnir á Keflavíkurflugvelli í fyrrasumar. Að vísu er hún lítið að flýta sér í málum sem flokknum þykja ónauðsynleg, eins og að bæta mannréttindabrot á sjómönnum.
Úti á Skaga er stórt mál, ísbjörn kominn á land öðru sinni í mánuðinum og er lagstur í æðarvarpið. Það er öldungis ljóst að bóndinn á Hrauni væri í fullum lagalegum rétti til að fara út í æðarvarpið sitt og verja það með því að fella dýrið, skv. 16. gr. villidýralaganna. Það eina sem bóndinn þarf að gera er að taka upp símann og hringja án tafar í umhverfisráðherra eftir að hafa fellt dýrið.
Réttur bóndans er mikill í þessu máli, æðarbóndi við Breiðafjörðinn var sýknaður af því að spilla arnarvarpi í Breiðafirði, þrátt fyrir að hafa viðurkennt verknaðinn, á grundvelli neyðarvarnarsjónarmiða, þ.e. bóndinn hafði rétt til að verja varpið sitt þótt það kostaði líf fágætara dýrs en ísbjarnarins sem þar að auki er ekki aðskotadýr í náttúru Íslands.
Það kæmi mér ekki á óvart þótt ráðherra jafnaðarmanna beitti bráðabirgðalögum til að koma í veg fyrir mögulegar aðgerðir bóndans, sér í lagi þegar milljarðamæringur lætur sér nú annt um rándýrið.
Erfið aðgerð framundan að Hrauni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bloggvinir
- Helga Þórðardóttir
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Jens Guð
- Hallgrímur Guðmundsson
- Ásta Hafberg S.
- Jóhann Elíasson
- Aðalheiður Ámundadóttir
- Óskar Helgi Helgason
- Georg Eiður Arnarson
- Óskar Þorkelsson
- Jakob Falur Kristinsson
- Kolbrún Stefánsdóttir
- Baldvin Jónsson
- Jakobína Ingunn Ólafsdóttir
- Ragnheiður Ólafsdóttir
- Hallur Magnússon
- Sigurður Þórðarson
- Gunnlaugur B Ólafsson
- Guðrún María Óskarsdóttir.
- Katrín
- Þarfagreinir
- Samtök sjálfstæðra í sjávarútvegi
- Frjálslyndi flokkurinn í Eyjafirði
- Hallgrímur Óli Helgason
- Jón Kristjánsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Jón Valur Jensson
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Kjartan Eggertsson
- Halla Rut
- Ingólfur Þór Guðmundsson
- Grétar Pétur Geirsson
- Guðrún Þóra Hjaltadóttir
- J. Einar Valur Bjarnason Maack
- ragnar bergsson
- Bjarni Harðarson
- Rannveig Þorvaldsdóttir
- Sigurður Sigurðsson
- Eiríkur Guðmundsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- erlahlyns.blogspot.com
- Agný
- Guðjón Ólafsson
- Einar Ben
- Jón Aðalsteinn Jónsson
- Georg P Sveinbjörnsson
- Gunnar Freyr Hafsteinsson
- Ólafur Ragnarsson
- Guðrún Magnea Helgadóttir
- Ólafur Björn Ólafsson
- Halldór Jónsson
- Elvar Atli Konráðsson
- Kristján H Theódórsson
- Guðjón Sigþór Jensson
- Helgi Már Barðason
- Brynja Hlíf Þorsteinsdóttir
- Víðir Benediktsson
- Valgerður Sigurðardóttir
- Jens Sigurjónsson
- Vestfirðir
- Sigurður Ásbjörnsson
- Jón Magnússon
- Viðar Friðgeirsson
- Axel Jóhannes Yngvason
- Svava S. Steinars
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Quackmore
- Árni "Gamli" Einarsson
- Haukur Már Helgason
- Þóra Guðmundsdóttir
- Heiða Þórðar
- Steingrímur Ólafsson
- Vefritid
- Ársæll Níelsson
- S. Einar Sigurðsson
- Rannveig H
- Gísli Gíslason
- Bjarni Kjartansson
- Steingrímur Helgason
- Fiðrildi
- Baldur Fjölnisson
- Þorsteinn Ásgeirsson (Icerock)
- Linda Lea Bogadóttir
- Félag Ungra Frjálslyndra
- Hanna
- Sverrir Stormsker
- Ottó Marvin Gunnarsson
- gudni.is
- Einar Vignir Einarsson
- Hákon Unnar Seljan Jóhannsson
- Valgerður Halldórsdóttir
- Guðmundur Jónas Kristjánsson
- Sæþór Helgi Jensson
- Fríða Björk Einarsdóttir
- Jóhann Kristjánsson
- Oddur Helgi Halldórsson
- Guðrún Jóna Gunnarsdóttir
- María Harðardóttir og Þorsteinn Narfason
- Grétar Rögnvarsson
- Ragnar Þór Ingólfsson
- Róbert Guðmundur Schmidt
- Steinn Hafliðason
- Landssamband ungra frjálslyndra
- Bergþóra Árnadóttir - RIP 15.2.48 - 8.3.07
- Þórir Aðalsteinsson
- Vilborg Traustadóttir
- Arnþrúður Karlsdóttir
- Sævar Einarsson
- Ketilás
- Ómar Pétursson
- Eyþór Grétar Grétarsson
- FF
- Jón Þór Bjarnason
- Óskar Þ. G. Eiríksson
- Vilhjálmur Árnason
- Alexander Kristófer Gústafsson
- Róbert Tómasson
- Landvernd
- ThoR-E
- Haraldur Baldursson
- Sigurður Jón Hreinsson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- busblog.is
- Sigríður Inga Sigurjónsdóttir
- Himmalingur
- Svanhildur Karlsdóttir
- Gísli Birgir Ómarsson
- Árni Árnason
- Grétar Mar Jónsson
- Perla
- Ingunn Guðnadóttir
- Irma Þöll
- Skattborgari
- Gulli litli
- Jón Snæbjörnsson
- Þráinn Jökull Elísson
- Sigríður Elfa Eyjólfsdóttir
- Mál 214
- Bullukolla
- kreppukallinn
- hreinsamviska
- Arinbjörn Kúld
- Orgar
- Guðjón Baldursson
- Gunnar Þór Gunnarsson
- Hörður B Hjartarson
- Gunnar Björn Björnsson
- Haraldur Hansson
- Þórólfur S. Finnsson
- Birna Steingrímsdóttir
- Gestur Guðjónsson
- Jónas Rafnar Ingason
- Stríða
- Götusmiðjan
- Brynja skordal
- Haraldur Bjarnason
- Guðmundur Óli Scheving
- Ásta
- Markús frá Djúpalæk
- Jörundur Garðarsson
- MIS
- Þorsteinn H. Gunnarsson
- Björn Júlíus Grímsson
- S Kristján Ingimarsson
- Bryndís Haraldsdóttir
- Þórður Björn Sigurðsson
- Magnús Kristjánsson
- Bergur Sigurðsson
- Guðrún Ólafía Brynleifsdóttir
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Ólafía Herborg Jóhannsdóttir
- Heimssýn
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Óskar Arnórsson
- Sigurbjörn Svavarsson
- Árni Davíðsson
- Lúðvík Lúðvíksson
- Árelíus Örn Þórðarson
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Jakob Þór Haraldsson
- Guðrún Katrín Árnadóttir
- Þorsteinn Valur Baldvinsson
- L.i.ú.
- Rafn Gíslason
- Vilhjálmur Sveinn Björnsson
- Samtök Fullveldissinna
- Vaktin
- Arnar Guðmundsson
- Lárus Baldursson
- Sveinn Elías Hansson
- Þórarinn Baldursson
- Kjartan Magnússon
- ÞJÓÐARHEIÐUR - SAMTÖK GEGN ICESAVE
- Berglind Steinsdóttir
- Bjarney Vigdís Ingimundardóttir
- BJÖRK
- Björn Emilsson
- Dagný
- Dominus Sanctus.
- Friðgeir Sveinsson
- Guðmundur Ásgeirsson
- Guðmundur Pálsson
- Helgi Þór Gunnarsson
- Högni Snær Hauksson
- Inga Sæland Ástvaldsdóttir
- Jón Þórhallsson
- Kristján P. Gudmundsson
- Ómar Bjarki Smárason
- Ragnar Stefán Rögnvaldsson
- Rósa Aðalsteinsdóttir
- Samstaða þjóðar
- Sigurður Ingólfsson
- Stefán Júlíusson
- Sumarliði Einar Daðason
- Sveinn Björnsson
- Tryggvi Gunnar Hansen
- Úrsúla Jünemann
- Valdimar H Jóhannesson
Tenglar
Mínir tenglar
- Losnað við pestina Þetta hefur reynst mér vel við að losna við allar pestir þá 5 mánuði sem ég hef reynt immiflexið
- Ginseng Hér fæ ég kraftinn
- Frjálslyndi flokkurinn Vill breyta kvótakerfinu
- Ungmennasamband Skagafjarðar Ég er formaður
- Hér kaupi ég tölvudótið Ódýrt og gott
Sjávarútvegsmál
- Hafró Stofnunin þar sem ákveðið er hversu mikið má veiða
- Landssamband íslenskra útvegsmanna LÍÚ
- Landssamband smábátaeigenda LS
- Jörgen Niclasen Formaður Fólkaflokksins í Færeyjum
- Helgi Áss Grétarsson Sérfræðingur í HÍ á vegum LÍÚ
Fréttamiðlar
- Al Jazeera Gefur Bandaríkjamönnum engin grið
- BBC BBC
- Börsen Dönsk fjármálasíða
- Seðlabankinn Musteri Davíðs
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.12.): 1
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 35
- Frá upphafi: 1014404
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 31
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Myndaalbúm
Eldri færslur
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Janúar 2024
- Apríl 2023
- Október 2022
- Október 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Janúar 2019
- Apríl 2018
- Desember 2017
- Október 2016
- Ágúst 2016
- Janúar 2016
- Nóvember 2015
- Nóvember 2014
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Desember 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
Athugasemdir
mikil dramatrík hjá þér.. en er ekki Samfylkingunni líka í lófa lagið að bæta bóndanum áætlað tjón af völdum bangsa ?
Óskar Þorkelsson, 16.6.2008 kl. 23:14
Athyglisverður punktur. Þetta sýnir hins vegar fórnfýsi bóndans á Hrauni að þyrma lífi bjarnarins á kostnað æðavarpsins. Ættu stjórnvöld ekki að bæta honum skaðann?
Calvín, 16.6.2008 kl. 23:15
það er enginn spurning í mínum huga að bóndinn á að fá bætur..
Óskar Þorkelsson, 16.6.2008 kl. 23:17
Áttu sjómennirnir ekki að fá bætur? Ekki fannst Samfylkingunni það og þá er ómögulegt að segja hvort henni finnst rétt að bæta bóndanum sannanlegt tjón.
Sigurjón Þórðarson, 16.6.2008 kl. 23:23
Jú jú að sjálfsögðu koma spurningar sem slíkar upp í hugann að gefinni reynslu.
kv.gmaria.
Guðrún María Óskarsdóttir., 16.6.2008 kl. 23:23
hmm sjómenn að fá bætur.. á ég þá inni pening hjá ríkinu ??? Ég meina ég og pabbi áttum bát og fiskuðum eins og lífið væri ða veði (sem það var stundum) .. annars er þetta orðið þreitt hjá þér sigurjón.. sérstaklega þegar þú ert ða kenna samfylkingunni um gerðir sjálftektarflokksins og framsóknar..
Óskar Þorkelsson, 16.6.2008 kl. 23:28
Ég var nú að tala við sjómann í dag og hann var ekki þreyttur á þessu tali þó svo að léttadrengir Samfylkingarinnar sumir séu orðnir það.
Viðkomandi var ekki að óska eftir því að fá pening heldur jafnræði á við aðra að sækja í sameiginlega auðlind þjóðarinnar. Ég skil ekki þessa viðkvæmni svokallaðra jafnaðarmanna til að ræða það hvers vegna íslensk stjórnvöld vilja ekki fara að niðurstöðu Mannréttindanefnda Sameinuðu þjóðanna.
Sigurjón Þórðarson, 16.6.2008 kl. 23:33
Ég er líka alveg sammála þessum sjómanni Sigurjón, ég er bara ekki að skilja þetta tuð út í samfylkinguna því hún átti engan hlut að máli sem slík.. þótt eflaust séu menn innan hennar sem voru á þingi á sínum tíma þegar þessi ólög voru samþykkt..
Beindu spjótum þínum að þeim sem virkilega ráða í þessum málaflokk.. hver er td sjávarútvegsráðherra í dag ? er það ekki einn af sjálftektarliðinu ?
Óskar Þorkelsson, 16.6.2008 kl. 23:37
Þú ættir að skilja það að hún ber fulla ábyrgð á því hvernig ríkisstjórnin hunsaði álit Mannréttindanefndar Sameinuðuþjóðanna.
Pófessor í HÍ Þorvaldur Gylfason sagði svarið siðblint og hrokafullt. Margir frambjóðendur Samfylkingarinnar boðuðu breytingar s.s. Karl Valgarður Matthíasson og þess vegna er siðleysi Samfylkingarinnar síst betra en þeirra sem sögðu kjósendum fyrir kosningar að þeir ætluðu ekki að breyta vondri stefnu þjóðarinnar í sjávarútvegsmálum.
Það er algerlega út í hött að ætla að hætta að ræða sök Samfylkingarinnar á sama tíma og utanríkisráðherra þykist vera að boða mannréttindi fyrir þjóðir heims.
Sigurjón Þórðarson, 16.6.2008 kl. 23:45
Ekki get ég séð nokkur skapaðan hlut að því að gagnrýna flokkinn sem boðaði breytingar á fiskveiðistjórnunarkerfinu ef þeir kæmust til valda. Það vantaði ekkert upp á það hjá sumum flokksmönnum samfylkingarinnar standandi upp á fiskikössum og körum í kosningabaráttunni að boða breytingarnar.
Nú stendur ekkert á þeim að kokgleypa vitleysuna og boða áframhaldandi mannréttindabrot. Tillögur samfylkingarinnar upp á fyrningarleið er afsláttur á mannréttindi og ættu þeir að skammast sín fyrir þann aumingjahátt.
Hallgrímur Guðmundsson, 16.6.2008 kl. 23:49
Lög um stjórn fiskveiða.
I. kafli. Almenn ákvæði.
1. gr. Nytjastofnar á Íslandsmiðum eru sameign íslensku þjóðarinnar. Markmið laga þessara er að stuðla að verndun og hagkvæmri nýtingu þeirra og tryggja með því trausta atvinnu og byggð í landinu. Úthlutun veiðiheimilda samkvæmt lögum þessum myndar ekki eignarrétt eða óafturkallanlegt forræði einstakra aðila yfir veiðiheimildum.
Þetta til dæmis er ekki í einkaeign, það sem á vantar eru stjórnmálamenn sem þora að fara að lögum í þessu landi. Því miður eru við að hengslast með huglausa ónytjunga í stjórn eins og málum er háttað í dag.
Hallgrímur Guðmundsson, 16.6.2008 kl. 23:56
Þakka þér fyrir spurninguna Gunnlaugur Hólm það var einkar einfalt að svara henni.
Hallgrímur Guðmundsson, 16.6.2008 kl. 23:58
Eru ekki nokkur egg létt í maga ísbjarnar? Verður hann ekki svangur með morgninum - eða fyrr, bara þegar hann ákveður að fara á stjá? Varpið allt getur verið í hættu. Og slangur af fólki.
Berglind Steinsdóttir, 17.6.2008 kl. 00:19
Drepa bersa strax, hvet bóndann á Hrauni að taka upp riffilinn og verja sitt land. Alveg sama hvort samfylkingin er á móti eða ekki. Sigurjón Þ. er því marki brenndur að vilja vera atvinnupólitíkus.
Valmundur Valmundsson, 17.6.2008 kl. 04:03
Og Hallgrímur vill KVÓTA
Valmundur Valmundsson, 17.6.2008 kl. 04:04
Samfylkingin hefur aldrei boðað aðrar breytingar en þær að ríkið þjóðnýti aflaheimiladirnar ao setji þær á uppboð.í sjálfu sér þýðir það ekki neinar breytingar á kvótakerfinu.Það verður aðeins um breytingar á nýtingarréttinum að ræða sem færist frá útgerðarmönnum til ríkisins.Það verður áfram kvóti á tegundum og kvóti á hvert skip eftir uppboð.Þetta þýðir kauplausa sjómenn og gjaldþrota útgerðir, og algjört hrun landsbyggðarinnar.Umhverfisöfgaliðið á Tjarnarbakkanum, innan Samfylkingarinnar og VG mun ekki gráta það,með umhverfisráðherrann fremstan meðal jafningja.
Sigurgeir Jónsson, 17.6.2008 kl. 05:39
Því miður virðist Fjálslyndiflokkurinn vera að fóta sig inn á þá braut að ríkið hirði veiðiréttinn.Sjómenn hafa notið þess í formi eignarhlutar í afla að ríkið hefur ekki haft veiðiréttinn og getað selt kvótann á uppboði.Erlendir sjómenn á lágu tímakaupi verður framtíðin ef ríkið hirðir kvótann.Það verður að sjálfsögðu kært til Mannréttindanefndarinnar og Mannréttindadómstóls Evrópu af sjómannasamtökunum,þeim verður varla stætt áöðru.Frjálslyndi flokkurinn var ekki stofnaður ti að ganga veg þjóðnýtingar og ríkisþjónkunar.
Sigurgeir Jónsson, 17.6.2008 kl. 05:59
Hæ, hó jibbí jei og jibbi jerí jei .....
Leit hér inn eftir nokkura daga fjarveru. Yndislegt að sjá að Samfylkingin á enn sviðið, reyndar nú undir ísbjarnarvinkli. Það er greinilega þar sem að lífið og gróskan er mest og best. Ekkert spennandi gerist í Frjálslynda flokknum. Þarf ekki að fara að gefa út eitt kröftugt útlendinga statement til að tolla inn í myndinni?
Óska sjómönnum nær og fjær, landsmönnum öllum, samkynhneigðum, frjálslyndum og réttlátum til hamingju með daginn! Mbk, G
Gunnlaugur B Ólafsson, 17.6.2008 kl. 10:38
Sf var, er og verður stefnulaus flokkur. Er tilbúinn að eyða milljónum í að bjarga rándýri. Finnst ekkert að því að bregða fæti fyrir fyrirætlanir manna sem vilja koma með ný fyrirtæki inn í sitt sveiðarfélag. Er ég að tala um vatnsverksmiðjuna í Ölfusi, já.
Óðinn Þórisson, 17.6.2008 kl. 12:07
Til hamingju með daginn Gulli og öll hin
Sigurjón Þórðarson, 17.6.2008 kl. 13:26
Valli hvernig getur þú fengið það út að ég vilji kvóta?
Til hamingju með daginn.
Hallgrímur Guðmundsson, 17.6.2008 kl. 21:09
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.