Leita í fréttum mbl.is

DV - Frjálst og óháð eða áróðurssnepill VG?

Ég sit hér í dag á Landsráðsfundi Frjálslynda flokksins þar sem ríkir góður andi og eindrægni. 

Guðjón Arnar Kristjánsson formaður Frjálslynda flokksins flutti afar góða ræðu þar sem rauði þráðurinn voru þær blikur sem eru á lofti í efnahagsmálum og gjörbreytt stefna í sjávarútvegsmálum þ.e. að veiðar á þorski verði stórauknar.  Það er deginum ljósara ef að veiðiheimildir yrðu stórauknar, þá yrði það mikill búhnykkur fyrir íslenskt þjóðarbú.

Fréttaflutningur varabæjarfulltrúa VG á Akranesi sem jafnframt er frjáls og "óháður" blaðamaður DV af þinginu er þó með eindæmum. 

Blaðamaðurinn gerir í vefútgáfu blaðsins að helsta umfjöllun um ræðu formannsins þegar formaðurinn vék örfáum orðum að því hvernig niðursveiflan í efnahagslífinu hefði á íslenskan vinnumarkað.  Taldi Guðjón Arnar Kristjánsson að margir erlendir verkamenn myndu kjósa að vera um kyrrt á íslenskum atvinnuleysisbótum í stað þess að hverfa til fyrri heimkynna sinna þar sem jafnvel minni líkur eru á að komast í vinnu.

Þessu slær Sigurður Mikael Jónsson varabæjarfulltrúi Vinstri Grænna upp í fyrirsögn, og skrifar "Varar við innflytjendum á bótum".

Þetta í staðinn fyrir að geta þess í fyrirsögn sem skiptir mestu máli, sem er að formaður Frjálslynda flokksins kemur með raunhæfar tillögur í atvinnumálum sem gætu bjargað hundruðum íslenskra fjölskyldna frá mjög miklum efnahagslegum áföllum og jafnvel gjaldþrotum.

Hér er ræða Guðjóns Arnars.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar Þorkelsson

ekki heppilegt að kalla þennan fund ykkar "landráðsfund".. eru FF menn að fara að fremja landráð ??

Óskar Þorkelsson, 7.6.2008 kl. 14:04

2 Smámynd: Sigurjón Þórðarson

Óskar vinur, það væri kannsi heppilegt að þú færir á lestrarnámskeið.

Sigurjón Þórðarson, 7.6.2008 kl. 14:27

3 Smámynd: Magnús Þór Hafsteinsson

Góð ábending Sigurjón, og fyllilega réttmæt.

Magnús Þór Hafsteinsson, 7.6.2008 kl. 17:25

4 Smámynd: Guðrún Þóra Hjaltadóttir

Sumir fréttamenn virðist gera sitt besta í að draga hlutina úr samhengi og þar með rangtúlka það sem verið er að tala um.

Fréttin er nánst eins og skrýtla en ekki raunveruleiki.

Guðrún Þóra Hjaltadóttir, 7.6.2008 kl. 19:44

5 Smámynd: Óskar Þorkelsson

nei Sigurjón, ég þarf ekkert að fara á lestrarnámskeið enda er ég vel læs og get sýnt fram á það með einkunnum úr 6-10 bekk grunnskóla sko...

Fannst þetta og finnst þetta bara klaufalegt orðalag.. land(s)ráðsfundur ..

annars var ég ánægður með formanninn og hans tilllögur í dag. 

Óskar Þorkelsson, 7.6.2008 kl. 20:38

6 identicon

Halló. Hvað er í gangi hjá ykkur í stjórnandstöðu? Hvað með Ingibjörgu , Geir og Co eru þeir ekki alveg búnir að skandalisera nóg til að þessi "blessað "ríkisstjórn fari nú að láta af stjórn?  Hvað  með niðurskurð á Ýsu og baugsmálið? Hvat is going on?????

Sigga (IP-tala skráð) 7.6.2008 kl. 22:08

7 identicon

Sigurjón ef þú heldur áfram að þora, þá áttu mikla framtíð fyrir þér.  Oklkur vantar menn einsog þig.

Ólafur B. Jónsson (IP-tala skráð) 7.6.2008 kl. 23:14

8 Smámynd: Jóhann Kristjánsson

Óskar. ef það væri verið að funda um landráð.. þá myndi það væntanlega vera landráðafundur en ekki landsráðsfundur.

 Úr því þú minnist á landráð þá er best að geta þess að sá fundur er löngu búinn,, sem betur fer var það Einar K Guðfinnsson sem hélt hann en ekki frjálslyndir ,þegar hann kynnti nýtt matvælafrumvarp sitt.

Jóhann Kristjánsson, 7.6.2008 kl. 23:17

9 Smámynd: Eiríkur Guðmundsson

Ég verð að vera sammála þér félagi Sigurjón að þetta eru undarleg skrif. Ennþá undarlegra finnst mér reyndar að dagblað sem kallar sig frjálst og óháð sé með "frétta"menn í störfum hjá sér sem tengjast stjórnmálaflokkum á eins mikinn hátt og þessi Sigurður gerir. Það að draga þetta, af öllum þeim góðu punktum sem formaðurinn okkar talaði um, fram í fyrirsögn er ekkert annað en árás á flokkinn. Pólitísk árás og er DV alls ekki til framdráttar.

Annars er gott að heyra að góður andi hafi verið á fundinum, sem ég gat því miður ekki verið á þótt ég vildi gjarnan. Ég er búinn að lesa ræðuna hans Guðjóns og ég er mjög ánægður með hana. 

Kveðja

Eiríkur Guðmundsson, 7.6.2008 kl. 23:25

10 Smámynd: Árni Gunnarsson

Það er mitt mat að þessi fundur, málefnavinnan og þær umræður sem fylgdu hafi verið flokknum til sóma og öllum sem þar tóku þátt.

Þessi dagur sýndi okkur að innviðir flokksins eru að styrkjast og sá ótti sem þessi litli flokkur hefur náð að skapa hjá pólitískum andstæðingum hans er fullkomlega eðlilegur.

Ég er ánægður og stoltur fyrir mína hönd og okkar allra sem þarna voru. 

Árni Gunnarsson, 7.6.2008 kl. 23:37

11 identicon

Þeir erlendu innflytjendur sem hér hafa sest að myndu samt margir

velja að vera um kyrrt á atvinnuleysisbótum sem eru oft á tíðum mun

hærri en laun verkamanna í þeirra heimalöndum. Þessi þróun sem ég

vara sérstaklega við gæti mjög líklega orðið við harða lendingu

efnahags- og fjármála ef atvinnuleysi fær að vaxa við núverandi

aðstæður.

 

Er eitthvað óeðlilegt við að blaðamaður greini frá því að stjórnmálaafl sem trekk í trekk er sakað um rasisma, skuli vara sérstaklega við því að útlendingar geti hér nýtt sér atvinnuleysisbætur?

nafnlaus (IP-tala skráð) 8.6.2008 kl. 00:43

12 Smámynd: Árni Gunnarsson

Nafnlaus:

Talaðu við okkur þegar þú ert orðinn stór og treystir þér til að koma fram undir nafni.

Hafðu það gott í dag.

Árni Gunnarsson, 8.6.2008 kl. 09:43

13 Smámynd: Óðinn Þórisson

Ætlar Kristinn H. að vera áfram í flokknum ?

Óðinn Þórisson, 8.6.2008 kl. 11:13

14 Smámynd: Sigurjón Þórðarson

Óðinn ég tel það öruggt að Kristinn verði áfram í Frjálslynda flokknum en ég gat ekki séð annað en að hann væri hæstánægður á fundinum í gær en hann dvaldi að vísu stutt á fundinum vegna mikilla anna.

Sigurjón Þórðarson, 8.6.2008 kl. 11:54

15 Smámynd: Sigurjón Þórðarson

Ég fékk senda leiðréttingu í gær þess efnis að fréttin væri ekki á ábyrgð blaðsins DV heldur ritstjórnar dv.is sem er víst önnur ritstjórn en á blaðinu á DV.

Það skýrir eflaust marg en það hefði komið mér á óvart ef Reynir Traustason hefði haft hönd í bagga með þessum fréttaflutningi fulltrúa VG af fundi Frjálslynda flokksins.

Sigurjón Þórðarson, 8.6.2008 kl. 12:00

16 Smámynd: Guðrún Jóna Gunnarsdóttir

Gott að heyra að fundurinn var góður og að innviðir flokksins séu að styrkjast. Flokkurin þarf að taka út vaxtaverki sína og  vera með sterka ímynd, ekki síst út á við. 

Það mátti vel búast við því einhverjir myndu rangtúlka orð formannsins um leið og hugtakið ,,innflytjandi" er nefndur á nafn. Nú er ykkar að snúa á þá sem stunda slíkt og breyta áherslum í málflutningnum. Þið þurfið að finna leið sem tryggir að ekki sé hægt að rangtúlka skoðanir og orð ykkar í þessum málaflokki. 

Það má hins vegar segja að rangtúlkanir og rangfærslur séu einmitt merki um ótta og veikleika annarra. Þið verðið að spila rétt úr spilunum.  

Guðrún Jóna Gunnarsdóttir, 8.6.2008 kl. 14:55

17 Smámynd: Sigurjón Þórðarson

Guðrún Jóna nú þekkir þú Kristinn betur en ég, telur þú að hann muni staldra lengi við í Frjálslynda flokknum?

Ég spyr þig með hliðsjón af bloggfærslu þinnar í lok maí þar sem ég hafði eignast aðra bræður en þá Magga, Bjarna og Sigga.

Sigurjón Þórðarson, 8.6.2008 kl. 15:12

18 Smámynd: Jóhann Kristjánsson

Það er því miður ekki hægt að koma í veg fyrir að sumir rangtúlki hlutina Guðrún. Fólk hefur bara misjafnar skoðanir á þessum málum og auðvitað getur flokkurinn ekki  þóknast öllum í þessum málum frekar en aðrir flokkar.

 En ég er ekki í nokkrum vafa um að stefna flokksins í innflytjendamálunum eigi skilyrðislaust rétt á sér og muni koma öllum til góða nái hún fram að ganga.

Jóhann Kristjánsson, 8.6.2008 kl. 16:15

19 Smámynd: Guðrún Jóna Gunnarsdóttir

Þú segir nokk Sigurjón. Ekki óraði mér fyrir því að þér myndi sárna þó ég tæki svo til orða í bloggfærslu minni í maílok. Í mínum huga eru Bakkabræður líkt og Skytturnar, þeir halda hópinn í gegnum þunnt og þykkt. Það gerið þið félagar einnig og það er ekkert athugavert við það. Mér líkar sumar áherslur ykkar, aðrar ekki. Hef þó löngum verið einn af fylgismönnum þínum en finnst að þú hefðir mátt beita þér fyrir því að lægja öldur og beina innflytjendaumræðunni í jákvæðari farveg. Það vill nefnilega svo til að mjög margir eru sammála stefnu flokksins en ósáttir við aðferðir. Ég hef ekki legið á þeirri skoðunun minni. 

Varðandi Kristinn get ég ekki svarað fyrir hann.  Eins og ég hef ítrekað bent á er ég sjálfstæður einstaklingur með sjálfstæðar skoðanir.  Það er Kristinn einnig en okkar skoðanir fara ekki alltaf saman eins og gengur. Hins vegar hef ég alla trú á því að hann muni verja kröftum sínum í þágu FF í framtíðinni enda samkvæmur sjálfum sér eins og þú bendir réttilega á.   

Guðrún Jóna Gunnarsdóttir, 8.6.2008 kl. 16:37

20 Smámynd: Sigurjón Þórðarson

Guðrún Jóna, ég tel að vandi Kristins í Frjálslynda flokknum einkum sá að hann hefur ekki enn beðið afsökunar á rangfærslum sem hann hafði uppi í tengslum við mál komu flóttamanna til Akraness.

Sigurjón Þórðarson, 8.6.2008 kl. 17:08

21 identicon

Sæll Sigurjón

Ég get ekki séð annað en að Kristin H. Gunnarsson hafi málefnahandbók Frjálslynda flokksins með sér í tengslum við komu flóttamannanna til Akranes. Í þessari bók er að finna málefnin sem samþykkt vöru á landsfundi flokksins 2007. 

Þú veist eins og ég að landsfundur er æðsta valdið en því miður hafa forustu menn innan flokksins ásamt meirihluta miðstjórnar gengið gegn ályktunum landsfundar með því að tala í nafni flokksins gegn vilja landsfundar.

Hvað menn standa fyrir persónulega er að sjálfsögðu þeirra mál og annara að meta hvort mönnum líki eða ei þegar kemur að næsta landsfundi. Það vantar lýðræðisvitund hjá forustumönnum mörgum hverjum hjá ykkur Sigurjón minn.

Baldvin Nielsen,Reykjanesbæ  

B.N. (IP-tala skráð) 8.6.2008 kl. 22:31

22 Smámynd: Sigurjón Þórðarson

Baldvin Nielsen  ég á síður von á því að þú birtist á næsta landsþingi Frjálslynda flokksins  en ég reikna miklu frekar með því að þú mætir galvaskur á Íslandsfund  með Ómari Ragnars og Möggu Sverris í Íslandshreyfingunni.   

Sigurjón Þórðarson, 9.6.2008 kl. 01:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband