Leita í fréttum mbl.is

Vörubílstjórar, íslenskt efnahagslíf og kynlíf á BBC

BBC fjallar með ítarlegum hætti um íslenskt efnahagslíf og er óhætt að fullyrða að sú umfjöllun viðurkenndrar alþjóðlegrar fréttastofu sé ekki allt of jákvæð, sérstaklega þegar tekið er mið af því mikla kynningarstarfi sem þau Geir Haarde og Ingibjörg Sólrún hafa lagst í á kostnaðarsömum ferðum sínum um heimsbyggðina.

Í byrjun fréttaskýringar er rætt við mjög áhyggjufullan sérfræðing Fitch Ratings um stöðu íslensks efnahagslífs og sérstaklega skuldastöðu bankanna. Í kjölfarið er hinn baráttuglaði Sturla Jónsson kynntur til sögunnar sem maðurinn sem lokaði eðalvagn forsætisráðherra af í mótmælum sínum. Sturla lýsir stöðu efnahagsmála út frá bæjardyrum þorra almennings, þ.e. að æ stærri hluti þess sem aflað er fari í að borga af lánum.

Fréttamaðurinn sem er skilningsríkur og minnir um margt á Jón Ársæl Þórðarson lýsir Geir Haarde sem reiðum manni sem kenni spákaupmönnum um það öldurót sem íslenskt efnahagslíf er að fara í gegnum en þrátt fyrir það sé um tímabundið ástand að ræða. Í sama streng tók bankastjóri Glitnis og sagði að staða bankans væri sterk og að bankinn hefði grætt ógurlega á að veðja gegn íslensku krónunni!

Umfjölluninni lauk á jákvæðu nótunum, þ.e. að ferðaþjónar á sviði karlaferða undir yfirskriftinni Einnar-nætur-gaman væru að gera góða hluti. Það voru einkum viðskiptamenn frá Wall Street og Englandi sem nýttu sér þá möguleika sem byðust hjá því fyrirtæki sem einblíndi á dýrt helgargaman en það var látið fylgja sögunni hjá hinum breska Jóni Ársæli að nýlega hefði vændi verið lögleitt á Íslandi.

Ef þetta er afrakstur aukins kynningarstarfs Ingibjargar Sólrúnar og Geirs Haarde verður að gera betur. Ég er þó efins um að leiðin sé að skipa enn fleiri sendiherra ...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Sæll Sigurjón.

Það hefur sennilega einungis vantað upplýsingar til handa breska fréttaskýrandanum um tíð ferðalög ráðamanna til útlanda á einkaþotum.

kv.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 13.4.2008 kl. 02:03

2 identicon

Hver var það sem "neyddi" fólk til að taka þessi lán. Ég vorkenni fólki bara ekki neitt, þetta er sjálfskaparvíti sem fólk kom sér í.

Magnús Orri Einarsson (IP-tala skráð) 13.4.2008 kl. 09:22

3 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Jamm sérkennileg staða í ljósi verka þessara forsvarsmanna okkar, sem eru svo klár.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 13.4.2008 kl. 17:48

4 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Ríkisstjórnin virðist vera reikul og ráðvillt. Það er miður.

Mosi 

Guðjón Sigþór Jensson, 13.4.2008 kl. 18:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband