Leita í fréttum mbl.is

Vörubílstjórar, íslenskt efnahagslíf og kynlíf á BBC

BBC fjallar međ ítarlegum hćtti um íslenskt efnahagslíf og er óhćtt ađ fullyrđa ađ sú umfjöllun viđurkenndrar alţjóđlegrar fréttastofu sé ekki allt of jákvćđ, sérstaklega ţegar tekiđ er miđ af ţví mikla kynningarstarfi sem ţau Geir Haarde og Ingibjörg Sólrún hafa lagst í á kostnađarsömum ferđum sínum um heimsbyggđina.

Í byrjun fréttaskýringar er rćtt viđ mjög áhyggjufullan sérfrćđing Fitch Ratings um stöđu íslensks efnahagslífs og sérstaklega skuldastöđu bankanna. Í kjölfariđ er hinn baráttuglađi Sturla Jónsson kynntur til sögunnar sem mađurinn sem lokađi eđalvagn forsćtisráđherra af í mótmćlum sínum. Sturla lýsir stöđu efnahagsmála út frá bćjardyrum ţorra almennings, ţ.e. ađ ć stćrri hluti ţess sem aflađ er fari í ađ borga af lánum.

Fréttamađurinn sem er skilningsríkur og minnir um margt á Jón Ársćl Ţórđarson lýsir Geir Haarde sem reiđum manni sem kenni spákaupmönnum um ţađ öldurót sem íslenskt efnahagslíf er ađ fara í gegnum en ţrátt fyrir ţađ sé um tímabundiđ ástand ađ rćđa. Í sama streng tók bankastjóri Glitnis og sagđi ađ stađa bankans vćri sterk og ađ bankinn hefđi grćtt ógurlega á ađ veđja gegn íslensku krónunni!

Umfjölluninni lauk á jákvćđu nótunum, ţ.e. ađ ferđaţjónar á sviđi karlaferđa undir yfirskriftinni Einnar-nćtur-gaman vćru ađ gera góđa hluti. Ţađ voru einkum viđskiptamenn frá Wall Street og Englandi sem nýttu sér ţá möguleika sem byđust hjá ţví fyrirtćki sem einblíndi á dýrt helgargaman en ţađ var látiđ fylgja sögunni hjá hinum breska Jóni Ársćli ađ nýlega hefđi vćndi veriđ lögleitt á Íslandi.

Ef ţetta er afrakstur aukins kynningarstarfs Ingibjargar Sólrúnar og Geirs Haarde verđur ađ gera betur. Ég er ţó efins um ađ leiđin sé ađ skipa enn fleiri sendiherra ...


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guđrún María Óskarsdóttir.

Sćll Sigurjón.

Ţađ hefur sennilega einungis vantađ upplýsingar til handa breska fréttaskýrandanum um tíđ ferđalög ráđamanna til útlanda á einkaţotum.

kv.gmaria.

Guđrún María Óskarsdóttir., 13.4.2008 kl. 02:03

2 identicon

Hver var ţađ sem "neyddi" fólk til ađ taka ţessi lán. Ég vorkenni fólki bara ekki neitt, ţetta er sjálfskaparvíti sem fólk kom sér í.

Magnús Orri Einarsson (IP-tala skráđ) 13.4.2008 kl. 09:22

3 Smámynd: Ásthildur Cesil Ţórđardóttir

Jamm sérkennileg stađa í ljósi verka ţessara forsvarsmanna okkar, sem eru svo klár.

Ásthildur Cesil Ţórđardóttir, 13.4.2008 kl. 17:48

4 Smámynd: Guđjón Sigţór Jensson

Ríkisstjórnin virđist vera reikul og ráđvillt. Ţađ er miđur.

Mosi 

Guđjón Sigţór Jensson, 13.4.2008 kl. 18:53

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband