Leita í fréttum mbl.is

Var hann móðgaður?

Það er nánast hlálegt að hugsa til þess að nú snýst umræða stjórnmálamanna um það hvort réttlætanlegt hafi verið af fjármálaráðherra að senda móðgandi bréf til umboðsmanns Alþingis þegar hann reyndi að verja vondan málstað þegar hann tók umdeilda ákvörðun á innan við þrem tímum um að ganga á svig við álit nefndar sem hafði lengi legið yfir því hverjir margra ágætra umsækjenda væru álitlegastir til að taka við starfi dómara á Akureyri. Aðalatriði málsins er varla hvort dýralæknirinn hafi eða hafi ekki móðgað umboðsmann, heldur hvort hann hafi skipað hæfasta manninn í starfið.

Það er engu líkara en að þessi furðulega umræða sem nú er efst á baugi hafi verið kærkomin sending fyrir þá stjórnmálamenn sem forðast að ræða efnahagsmálin og þá staðreynd að gengi krónunnar og hlutabréfa titrar. Ekkert er litið til lausna, s.s. að veiða meiri fisk sem gæti þó skapað aukinn gjaldeyri í kassann. Ekki er heldur horft til þess að draga saman í utanríkisþjónustunni sem gæti strax sparað æ dýrari gjaldeyri.

Í sjálfu sér finnst mér allt í lagi að stjórnmálamenn svari gagnrýni sem þeir verða fyrir og tjái skoðanir sínar opinskátt, hvort sem í hlut eiga umboðsmaður Alþingis eða ríkisendurskoðandi. Ég er þó á því að Árni hafi ekki skorað með þessu bréfi sínu.


mbl.is Ber fullt traust til umboðsmanns Alþingis
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Atli Hermannsson.

Það er ekki bara að fjármálaráðherra hafi síðustu misseri gert lítið úr lögskipaðri matsnefnd sem mat umsækjendur til héraðsdómara. Reynt í tvígang að gera lítið úr Sigurð Líndal með dylgjum og dónaskap í hans garð. Heldur er röðin núna komin að umboðsmanni Alþingis sem vændur er um annarlegum þankagangi og gangi eitthvað misjafnt til.

Við sem höfum fylgst með Árna Matt frá því hann varð sjávarútvegsráðherra kemur þessi lágkúra hans ekkert á óvart. Það hefur nefnilega alltaf verið hans stíll að svara með skætingi og útúrsnúningum. Það er bara núna sem allur almenningur er að gera sér grein fyrir að sjaldan er einn báran stök.   

Atli Hermannsson., 28.3.2008 kl. 19:35

2 identicon

Gott kvöld:

Í rökstuðningi fyrir skipun Þorsteins hefur Árni hampað mjög reynslu Þorsteins í embætti aðstoðarmanns Björns Bjarnasonar og talið hana einstaklega mikils virði. Það embætti er þó ekki ábyrgðarmeira né nauðsynlegra en svo, að Birni þótti ekki taka því að skipa neinn í stað Þorsteins á annað ár.

Þvílík rökleysa af hálfu Árna og er þó þéttskipaður bekkurinn.

Vilhj

Vilhjálmur Jónsson (IP-tala skráð) 28.3.2008 kl. 19:46

3 Smámynd: Sævar Einarsson

HAHA góður punktur Vilhjálmur ! rosalega ábyrgðarmikið starf sem ekki ennþá búið að ráða í eftir að hann hætti og Árni slær flest alla á þinginu út í hroka og skæting.

Sævar Einarsson, 28.3.2008 kl. 19:54

4 Smámynd: Guðrún Þóra Hjaltadóttir

Árni er "sannur" sjálfstæðismaður, sem lætur vel af stjórn. Hann er ekki einu sinni klaufalegur í þessu, hann er bara svona..... Gleymið ekki að hann er fjármálaráðherra og allt í kalda koli þar á bæ..

Ætli þeir hafi dýralækni á Kúlisúk. Gætum sent í í hjálparstarf.

Guðrún Þóra Hjaltadóttir, 28.3.2008 kl. 21:25

5 Smámynd: Sigurður Jón Hreinsson

Árni Matthiesen er trúlega einhver lélegasti íslenski stjórnmálamaður sem komist hefur í ráðherrastól.  Og það sem meira er að hann hefur líklega komist svona langt út á ætternið.  Pabbi hans var lengi í pólutík og bróðir hans var lengi landsliðsmaður í handbolta.  Sjálfur hefur Árni ekki afrekað neitt, nema líklega það að vera dónalegasti og hrokafyllsti ráðherra eftir Davíð.

Hinsvegar þykjir mér það þó vera til bóta að Sturla Böðvarsson skuli taka afstöðu í þessu máli og lýsa yfir fullu trausti á Umboðsmann Alþingis.  Það bendir til að hann sé tilbúinn til að láta reyna á stöðu sína í flokknum og að hann sé ekki tilbúinn að leggjast í flórinn eins og Árni.

Sigurður Jón Hreinsson, 28.3.2008 kl. 23:28

6 Smámynd: Jón Valur Jensson

Afstaða Sturlu er mjög athyglisverð. Ábending Vilhjálms Jónssonar hér ofar segir nú býsna mikið, ég tek undir það. Höldum þessu máli vakandi. – Með góðri kveðju,

Jón Valur Jensson, 28.3.2008 kl. 23:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband