15.3.2008 | 22:30
Geir Haarde byggir upp vantraust
Í dag hitti ég ýmsa málsmetandi sjálfstæðismenn sem lýstu furðu sinni á Ameríkuför Geirs Haarde. Með honum í för við að byggja upp traust á íslensku efnahagslífi voru m.a. Baugsmenn sem embættimenn Björns Bjarnasonar hafa hundelt í réttarsölum landsmanna undanfarin ár. Ég hef áður fjallað um ræðu Geirs Haarde, best-í-heimi-ræðuna um að allt standi styrkum fótum og allt það, og því skaut skökku við að í kjölfar Geirs hafi Jón Ásgeir flutt sína ræðu alveg á skjön við málflutning Geirs, s.s. að Ísland muni ganga í Evrópusambandið á næstunni og að íslenska krónan væri talin einhver fjármagnsfæla. Það er óneitanlega brogað að ætla að byggja upp traust og í sama mund að gjaldfella eða tala niður innlendan gjaldmiðil, rýra traustið á krónunni.
Ráðherrar Samfylkingarinnar hafa stundað þennan leik og nú virðist sem sjálfur forsætisráðherrann, yfirmaður efnahagsmála, sé farinn að draga með sér ræðumenn á fundi þar sem megininntak máls þeirra er að draga úr trúverðugleika og trausti á íslensku krónuna og þar með íslenskt efnahagslíf.
Ég veit ekki hvar annars staðar í heiminum æðstu ráðamenn efnahagsmála þjóða sjá sig sí og æ knúna til að gjaldfella innlendan gjaldmiðil.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bloggvinir
- Helga Þórðardóttir
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Jens Guð
- Hallgrímur Guðmundsson
- Ásta Hafberg S.
- Jóhann Elíasson
- Aðalheiður Ámundadóttir
- Óskar Helgi Helgason
- Georg Eiður Arnarson
- Óskar Þorkelsson
- Jakob Falur Kristinsson
- Kolbrún Stefánsdóttir
- Baldvin Jónsson
- Jakobína Ingunn Ólafsdóttir
- Ragnheiður Ólafsdóttir
- Hallur Magnússon
- Sigurður Þórðarson
- Gunnlaugur B Ólafsson
- Guðrún María Óskarsdóttir.
- Katrín
- Þarfagreinir
- Samtök sjálfstæðra í sjávarútvegi
- Frjálslyndi flokkurinn í Eyjafirði
- Hallgrímur Óli Helgason
- Jón Kristjánsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Jón Valur Jensson
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Kjartan Eggertsson
- Halla Rut
- Ingólfur Þór Guðmundsson
- Grétar Pétur Geirsson
- Guðrún Þóra Hjaltadóttir
- J. Einar Valur Bjarnason Maack
- ragnar bergsson
- Bjarni Harðarson
- Rannveig Þorvaldsdóttir
- Sigurður Sigurðsson
- Eiríkur Guðmundsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- erlahlyns.blogspot.com
- Agný
- Guðjón Ólafsson
- Einar Ben
- Jón Aðalsteinn Jónsson
- Georg P Sveinbjörnsson
- Gunnar Freyr Hafsteinsson
- Ólafur Ragnarsson
- Guðrún Magnea Helgadóttir
- Ólafur Björn Ólafsson
- Halldór Jónsson
- Elvar Atli Konráðsson
- Kristján H Theódórsson
- Guðjón Sigþór Jensson
- Helgi Már Barðason
- Brynja Hlíf Þorsteinsdóttir
- Víðir Benediktsson
- Valgerður Sigurðardóttir
- Jens Sigurjónsson
- Vestfirðir
- Sigurður Ásbjörnsson
- Jón Magnússon
- Viðar Friðgeirsson
- Axel Jóhannes Yngvason
- Svava S. Steinars
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Quackmore
- Árni "Gamli" Einarsson
- Haukur Már Helgason
- Þóra Guðmundsdóttir
- Heiða Þórðar
- Steingrímur Ólafsson
- Vefritid
- Ársæll Níelsson
- S. Einar Sigurðsson
- Rannveig H
- Gísli Gíslason
- Bjarni Kjartansson
- Steingrímur Helgason
- Fiðrildi
- Baldur Fjölnisson
- Þorsteinn Ásgeirsson (Icerock)
- Linda Lea Bogadóttir
- Félag Ungra Frjálslyndra
- Hanna
- Sverrir Stormsker
- Ottó Marvin Gunnarsson
- gudni.is
- Einar Vignir Einarsson
- Hákon Unnar Seljan Jóhannsson
- Valgerður Halldórsdóttir
- Guðmundur Jónas Kristjánsson
- Sæþór Helgi Jensson
- Fríða Björk Einarsdóttir
- Jóhann Kristjánsson
- Oddur Helgi Halldórsson
- Guðrún Jóna Gunnarsdóttir
- María Harðardóttir og Þorsteinn Narfason
- Grétar Rögnvarsson
- Ragnar Þór Ingólfsson
- Róbert Guðmundur Schmidt
- Steinn Hafliðason
- Landssamband ungra frjálslyndra
- Bergþóra Árnadóttir - RIP 15.2.48 - 8.3.07
- Þórir Aðalsteinsson
- Vilborg Traustadóttir
- Arnþrúður Karlsdóttir
- Sævar Einarsson
- Ketilás
- Ómar Pétursson
- Eyþór Grétar Grétarsson
- FF
- Jón Þór Bjarnason
- Óskar Þ. G. Eiríksson
- Vilhjálmur Árnason
- Alexander Kristófer Gústafsson
- Róbert Tómasson
- Landvernd
- ThoR-E
- Haraldur Baldursson
- Sigurður Jón Hreinsson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- busblog.is
- Sigríður Inga Sigurjónsdóttir
- Himmalingur
- Svanhildur Karlsdóttir
- Gísli Birgir Ómarsson
- Árni Árnason
- Grétar Mar Jónsson
- Perla
- Ingunn Guðnadóttir
- Irma Þöll
- Skattborgari
- Gulli litli
- Jón Snæbjörnsson
- Þráinn Jökull Elísson
- Sigríður Elfa Eyjólfsdóttir
- Mál 214
- Bullukolla
- kreppukallinn
- hreinsamviska
- Arinbjörn Kúld
- Orgar
- Guðjón Baldursson
- Gunnar Þór Gunnarsson
- Hörður B Hjartarson
- Gunnar Björn Björnsson
- Haraldur Hansson
- Þórólfur S. Finnsson
- Birna Steingrímsdóttir
- Gestur Guðjónsson
- Jónas Rafnar Ingason
- Stríða
- Götusmiðjan
- Brynja skordal
- Haraldur Bjarnason
- Guðmundur Óli Scheving
- Ásta
- Markús frá Djúpalæk
- Jörundur Garðarsson
- MIS
- Þorsteinn H. Gunnarsson
- Björn Júlíus Grímsson
- S Kristján Ingimarsson
- Bryndís Haraldsdóttir
- Þórður Björn Sigurðsson
- Magnús Kristjánsson
- Bergur Sigurðsson
- Guðrún Ólafía Brynleifsdóttir
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Ólafía Herborg Jóhannsdóttir
- Heimssýn
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Óskar Arnórsson
- Sigurbjörn Svavarsson
- Árni Davíðsson
- Lúðvík Lúðvíksson
- Árelíus Örn Þórðarson
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Jakob Þór Haraldsson
- Guðrún Katrín Árnadóttir
- Þorsteinn Valur Baldvinsson
- L.i.ú.
- Rafn Gíslason
- Vilhjálmur Sveinn Björnsson
- Samtök Fullveldissinna
- Vaktin
- Arnar Guðmundsson
- Lárus Baldursson
- Sveinn Elías Hansson
- Þórarinn Baldursson
- Kjartan Magnússon
- ÞJÓÐARHEIÐUR - SAMTÖK GEGN ICESAVE
- Berglind Steinsdóttir
- Bjarney Vigdís Ingimundardóttir
- BJÖRK
- Björn Emilsson
- Dagný
- Dominus Sanctus.
- Friðgeir Sveinsson
- Guðmundur Ásgeirsson
- Guðmundur Pálsson
- Helgi Þór Gunnarsson
- Högni Snær Hauksson
- Inga Sæland Ástvaldsdóttir
- Jón Þórhallsson
- Kristján P. Gudmundsson
- Ómar Bjarki Smárason
- Ragnar Stefán Rögnvaldsson
- Rósa Aðalsteinsdóttir
- Samstaða þjóðar
- Sigurður Ingólfsson
- Stefán Júlíusson
- Sumarliði Einar Daðason
- Sveinn Björnsson
- Tryggvi Gunnar Hansen
- Úrsúla Jünemann
- Valdimar H Jóhannesson
Tenglar
Mínir tenglar
- Losnað við pestina Þetta hefur reynst mér vel við að losna við allar pestir þá 5 mánuði sem ég hef reynt immiflexið
- Ginseng Hér fæ ég kraftinn
- Frjálslyndi flokkurinn Vill breyta kvótakerfinu
- Ungmennasamband Skagafjarðar Ég er formaður
- Hér kaupi ég tölvudótið Ódýrt og gott
Sjávarútvegsmál
- Hafró Stofnunin þar sem ákveðið er hversu mikið má veiða
- Landssamband íslenskra útvegsmanna LÍÚ
- Landssamband smábátaeigenda LS
- Jörgen Niclasen Formaður Fólkaflokksins í Færeyjum
- Helgi Áss Grétarsson Sérfræðingur í HÍ á vegum LÍÚ
Fréttamiðlar
- Al Jazeera Gefur Bandaríkjamönnum engin grið
- BBC BBC
- Börsen Dönsk fjármálasíða
- Seðlabankinn Musteri Davíðs
Nýjustu athugasemdir
- Aðgerðablaðamennska Morgunblaðsins: Flokkur fólksins var rétt skráður en lögum var síðan breytt got... 23.1.2025
- Aðgerðablaðamennska Morgunblaðsins: Ég las eftirfarandi á Vísi.is: Skrifstofa Alþingis hefur staðf... 23.1.2025
- Aðgerðablaðamennska Morgunblaðsins: Nei alls ekki það er ekki rétt hvernig færðu það út? 22.1.2025
- Aðgerðablaðamennska Morgunblaðsins: Er það ekki rétt að Flokkur fólksins fékk peninga sem hann átti... 22.1.2025
- Aðgerðablaðamennska Morgunblaðsins: Ad hominem. Gerðu betur. 22.1.2025
- Aðgerðablaðamennska Morgunblaðsins: Telst það nú orðið að ráðast að fólki ef upplýst er um að viðk... 22.1.2025
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.1.): 264
- Sl. sólarhring: 796
- Sl. viku: 907
- Frá upphafi: 1020187
Annað
- Innlit í dag: 235
- Innlit sl. viku: 783
- Gestir í dag: 228
- IP-tölur í dag: 226
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Myndaalbúm
Eldri færslur
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Janúar 2024
- Apríl 2023
- Október 2022
- Október 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Janúar 2019
- Apríl 2018
- Desember 2017
- Október 2016
- Ágúst 2016
- Janúar 2016
- Nóvember 2015
- Nóvember 2014
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Desember 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
Athugasemdir
Sæll Sigurjón.
Já þetta er vægast sagt sérkennilegt tilstand.
kv.gmaria.
Guðrún María Óskarsdóttir., 15.3.2008 kl. 22:58
Sæll Sigurjón
Það er talið að það muni strax koma á stöðugleika að lýsa því yfir að við stefnum að aðild að ESB. Það eitt og sér að ætla sér að hafa einhver alþjóðleg umsvif eins og hefur orðið raunin með gjaldmiðli sem einungis er notaður af 300 þúsund manns er geggjun fyrir alla nema nokkra sem að láta einhverjar hugmyndir um að tryggð við krónuna sé sama og þjóðhollusta.
Í þessu ljósi hlítur það að vera afar skynsamlegt af Jóni Ásgeiri að tala á þeim nótum að það sé æskilegt og trúlegt að við munum ganga í takt við stærri efnahagssvæði eða myntsvæði. Slík stefna ein og sér róar markaði. Mbk,
Gunnlaugur B Ólafsson, 15.3.2008 kl. 23:11
Gulli þetta viðhorf minnir nokkuð á þjálfunaraðferðir Bogdans handboltaþjálfara en það var að brjóta niður til að byggja upp.
Sigurjón Þórðarson, 15.3.2008 kl. 23:31
Brjóta niður tryggðina við krónuna? Er það nokkuð svo erfitt, hún er náttúrulega bara afurð af hinni dönsku krónu þegar við vorum í því myntbandalagi. Engin íslensk uppfinning!
Gunnlaugur B Ólafsson, 15.3.2008 kl. 23:43
Formaðurinn Geirharður greinilega ekki lesið Davíðssálmana sína í flugvélinni hanns Jóns Ásgeirs á vesturleiðinni. Mázke viskulegt.
Steingrímur Helgason, 15.3.2008 kl. 23:44
Sæll, sammála þér, þessi ferð er með ólíkindum. Ísland er eins og meðal stórt fyrirtæki í henni Ameríku. Nú standa þeir sem fjárfestu í þaki yfir höfuðið frammi fyrir því að lánin hækka og hækka. Gátu stjórnvöld ekki séð þetta fyrir og ráðlagt fólki að breyta erlendum lánum yfir í íslensk lán og svo öfugt. Að hugsa sér að stór hópur þjóðarinnar situr nú heima með kvíðaköst yfir afleiðingum óábyrgra stjórnvalda í efnahagsmálum. Ég legg til að þegnarnir dragi stjórnvöld til ábyrgðar. Búast má við því að fjöldi heimila lendi í gjaldþroti. Staðan væri ekki svona ef Frjálslyndi flokkurinn væri í ríkisstjórn.
kkv.
Ásgerður Jóna Flosadóttir
Ásgerður Jóna Flosadóttir, 15.3.2008 kl. 23:59
Sæll og blessaður, má ég spyrja, hvernig er hægt að byggja upp vantraust? Með beztu kveðju.
Bumba, 16.3.2008 kl. 00:49
Sigurjón þegar þú talar um að tala niður kr, þá held ég varla það sé hægt, og hvað þá síður að tala hana upp.
Afleiðing peningamálastefnu Seðlabankans með tilheyrandi okurvaxtastefnu er nú bara koma í hausinn á okkur með margföldu afli.
Það er ekki hægt að halda uppi eðlilegu þjóðfélagi með því að aðal innfluningurinn er lán, og útflutingurinn vextir, Það kemur því er nú andskotans verr alltaf að skuldadögum.
haraldurhar, 16.3.2008 kl. 01:25
Áhugaverður pistill.
Meðan Kaupþing þarf að leggja niður starf einnar konu á Flúðum geta þeir auglýst ímynd sína með milljörðum.Ímynd góðu, duglegu, kláru drengjanna í bönkunum og fyrirtækjum þeirra sem Íslendingar hafa legið flatir fyrir og enginn vogað sér að ræða um. Mér hefur ofboðið hvernig sumt fólk hér að ofan hefur þegið ölmussur og hælt sér fyrir að taka við auglýsingagjöfum úr höndum manna sem hér nú skilja eftir sig sviðna jörð út um allt vegna þess að þeir hafa keypt upp samkeppnina.
Auðvitað þarf Geir að reyna að bjarga þessum drengjum sem þjóðin heldur ekki vatni yfir. Svo er verið að benda á krónuna og Seðlabankann. Hvað hafa bankarnir gert ? AF hverju er fákeppnin algjör ? Hverjir hafa mært þessa forkólfa viðskiptalífsins, veitt þeim Fálkaorður og ferðast með þeim um heiminn og selt útlendingum þá hugmynd að íslenskri orku væri best varið í seðlaveskjum þeirra. Þeirra sem flugu með einkaþotum og skilja ekki muninn á tíkalli og milljarði.
Hvað varð um sjálfstæða hugsun hjá íslenskri alþýðu Sigurjón og Frjálslyndir ? Af hverju hafið þið ekki lagt út á ísinn. Verið ákveðnir gegn þessum ofstopa bankanna sem eiga hér fyrirtækin. (Landsbankinn er undatekningin að vísu á marga vegu)
Það er ekki við Seðlabankann að argast út í, almenningur hefði betur staðið þétt að baki Davíð þegar hann sjálfur tók út peningana sína í Kaupþingi því honum misbauð laun þeirra manna sem siglt hafa þjóðarskútunni í strand; Kaupþingsmönnum og skósveinum þeirra sem þar fara með völdin, beint og óbeint.
Hvað þá þegar forsetinn hafnaði fjölmiðlalögunum og ímynd auðmanna og heiðaleiki þeirra fékk að njóta sín á síðum og á rásum 80% allra fjölmiðla í landinu. Blaðamenn og fjölmiðlamenn, Útvarp Saga (ykkar stöð), engin undantekning. Þeir voru svo sókndjarfir og það mátti anda á milli þess sem bréf og fyrirtæki voru keypt!! Þetta hljómaði í eyru almennings síðan árið 2000.
Á eftir þessu hefur fólk svo hlaupið með aðdáun.
Góðir gæjar sem ekki má ræða um því þá er fólk talið öfundsjúkt eða með vænisýki. Heyrst hefur hæst í kerlingum sem hafa enga sjálfstæða hugsun, þær gjamma um biturleika annarra líkt og þær séu í vinnu hjá sumum þeirra hinna "ríku". Ykkar konur hafa ekki veirð bestar Sigurjón minn.
Fremstir í flokki, að sleikja upp banka og auðmenn, hafa hinsvegar Samfylkingarforkólfarnir gengið eftir að Framsóknarflokkurinn, sá spillti, leið undir lok.
Framsóknarmenn, þeir sem eru ekki tækifærismiðaðir, og Frjálslyndir eiga að taka höndum saman og búa til traustverðugan miðjuflokk sem byggir á þeim gildum að Ísland sé bara ágæt án þessara "glanna" auðmanna í brúnni. Þessir menn hafa að vísu ekki neytt fólk til þess að taka lán, en ég þekki sjálf hvernig þeir blekkja mann til þess. Blekking er hinsvegar orð sem fáir vilja kannast við, því það er aulaháttur að hafa trúað á auglýsingar og gylliboð. Enginn vill viðurkenna aulahátt sinn.
Haltu áfram en þú þarft að þora að ganga alla leið!!
Það eru margir Sjálfstæðismenn að hugsa sér til hreyfings.
Jónína Benediktsdóttir, 16.3.2008 kl. 09:07
Ef fer fram sem horfir þá eru góðar líkur á að frammámenn xD þurfi lögregluvörð eins og ISG þarf í för sinni til að frelsa Afganistan, amk er það næsta víst að þeir fela sig ekki á bakvið alla þá sterku og traustu grunna sem Geir virðist sjá all over the place.
DoctorE (IP-tala skráð) 16.3.2008 kl. 11:13
"Þessir menn hafa að vísu ekki neytt fólk til þess að taka lán, en ég þekki sjálf hvernig þeir blekkja mann til þess." Jónína
Reyndar held ég að fjölmargar ungar fjölskyldur hafi einmitt verið neyddar til að taka gríðarlega óhagstæð húsnæðislán til þess að fá þak yfir höfuð. Ég hef heyrt fólk tala um að í ástandinu þessa dagana væri tilvalið fyrir unga Íslendinga að kaupa sér gáma til að búa í, því að húsnæðisverð er langt yfir þeim mörkum sem fólk hefur efni á.
Hrannar Baldursson, 16.3.2008 kl. 12:26
Ég er hætt að láta R…
Fannst að þessar færslur ættu að vera tengdar.
proletariat, 16.3.2008 kl. 12:35
Það er athyglisvert innlegg sem Jónína Ben kemur hér með um sameiningu Frjálslyndra Framsóknar ofl. í nýtt pólitískt afl en framundan eru vissulega tímar pólitískrar gerjunar
Það er vissulega mikið þrekvirki að stofna nýtt stjórnmálafl en ég það gjörla þar sem ég hef verið sjálfboðaliði þingmaður og svo enn á ný sem sjálfboðaliði í starfi Frjálslynda flokksins.
Ég stýri nú málefnavinnu í landbúnaðar byggða og samgöngumálum en hef boðið formanni flokksins að minnka það starf til þess að geta sinn heimasíðu flokksins en að öðrum kosti þyrfti flokkurinn að reiða fram háar upphæðir til þess. Frjálslyndi flokkurinn hefur víst ekki úr háum upphæðum að spila til að sinna flokksstarfi og allur sparnaður því þegin fegins hendi.
Ég vil endilega benda Jónínu og fleira góðu fólki að koma með góðar tillögur í ofangreindum málaflokkum og senda mér í tölvupósti en netfangið er sigurjon@sigurjon.is eða þá mæta á fund í málefnahópnum sem haldinn verður í félagsheimili flokksins að Skúlatúni 4 kl 18 þann 17. mars n.k..
Sigurjón Þórðarson, 16.3.2008 kl. 14:42
Gerjunin er vissulega mikil og sem betur fer innan allra flokka. En ég vil orðið helst innleiða einmenningskjördæmi svo að lýðræðið virki. Sé hægt að skipta út ríkisstjórnum og velja umfram allt áhugaverða einstaklinga. Smáflokkaruglið eins og það birtist í Reykjavík fyrst með Framsókn og svo með F-lista skapar einungis vandræði.
Gunnlaugur B Ólafsson, 16.3.2008 kl. 15:51
Ef ég skil þig rétt Gulli þá ertu væntanlega að meina að Frjálslyndir og Framsókn eigi að slá sér saman og þá vinstri flokkarnir VG og S einnig.
Sigurjón Þórðarson, 16.3.2008 kl. 18:43
Dharma það er ekki rétt að þetta sé einhver uppspuni varðandi umrædda Sjálfstæðismenn sem ég ræddi við en ég vil engu að síður ekki nafngreina þá.
Það er hins vegar rétt hjá þér að ég sé uppgjafa stjórnmálamaður en ég er engu að síður liðtækur sjálfboðaliði.
Sigurjón Þórðarson, 16.3.2008 kl. 18:50
Skemmtilegur þessi Dharma, minnir mig á hundinn minn. Segi þetta bara vegna þess að það kom tík heim til okkar í dag. Hundurinn skeit á gólfið en tíkinni fannst það ekki fínt.
Gunnar Skúli Ármannsson, 16.3.2008 kl. 21:05
Þetta fyrirkomulag að ráðherrar þurfa að fara í auglýsingar- og ímyndarherferð þekkist helst frá þróunarlöndum með ekkert eða vanþróað lýðræði sem hefur ekki unnið sér traust. Að þurfa að fara í slíkar herferðir er ekki síst afrakstur þeirrar stefnu að viðskipti á Íslandi lúti allt öðrum reglum en annars staðar í heimi og allir aðrir nema Íslendingar skilji samhengi mála rétt, eins og svarað er við gangrýni Moody's, OECD eða aðra á ástandi á Íslandi. Ef eitthvað er allt öðruvísi en ég er vanur, þá treysti ég því ekki.
En ég verð að svara eitt við pistil hennar Jóninu:
Ekki verja stjórnmálamenn sem vinna ekki vinnu sína og setja í tíma reglur sem gilda fyrir alla og verja einstaklinginn fyir áreiti banka, fjölmiðla eða annara. Ef þeir kunna ekki að vinna sín störf eru ekki þörf fyrir yfirvöld.
Af sjálfsögðu hefði verið rétt að takmarka eignarhald í fjölmiðlum að einhverju leiti STRAX ÞEGAR einkareknar (ljósvaka)fjölmiðlar voru leyfðar. En þegar peningamálastefnu Seðlabankans var breyt úr fastagengisstefnu í verðbólgumiðaðri stefnu 2000 (ef mig minnir rétt) gat öllum sem vildu verið ljóst að það mundi leiða fyrr frekar en seinna til hárrar verðbólgu og /eða hárra vaxta. Nú borgar alþýðan brúsann fyrir það að sumir ráðmann virðist aldri hafa farið lengra en hagfræði I.
Jens Ruminy, 16.3.2008 kl. 21:25
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.