Leita í fréttum mbl.is

Bilaður dósent - Eiríkur Bergmann

Háskóli Samfylkingarinnar með þau Ágúst Einarsson, Bryndísi Hlöðversdóttur og Eirík Bergmann í fararbroddi gerir það ekki endasleppt þessa dagana en háskólinn hefur verið talsvert í umræðunni síðustu vikuna, bæði vegna áróðursrits um inngöngu í Evrópusambandið og svo stórfelldra fíkniefnamála.

Eiríkur Bergmann er einn af þeim sem hefur haft starfa af því í Borgarfirðinum að búa stefnu Samfylkingarinnar í hinum ýmsu málum, s.s. Evrópu- og útlendingamálum, í einhvern fræðilegan búning og er staða hans svipuð og Hannesar Hólmsteins fyrir Sjálfstæðisflokkinn hvað það varðar.

Það er greinilegt að Eiríkur Bergmann vill hafa allt hér á landinu bláa eins og í Evrópu og er ekki nóg með að hann vilji að klinkið í vasanum klingi eins, heldur vill hann að hið pólitíska litróf sé með sama hætti og í því augnamiði skilgreina skynsamlega stefnu Frjálslynda flokksins í útlendingamálum sem einhverja öfgastefnu sem finna má hliðstæðu í evrópskri pólitík.

Það er umhugsunarefni að Eiríkur Bergmann hefur aldrei fundið að öfgastefnu helsta hugmyndafræðings Samfylkingarinnar, Ágústar Einarssonar rektors, í útlendingamálum en hann setti fram þá skoðun sína í riti að rétt væri að fá til landsins sem fyrst um 3 milljónir innflytjenda.

Í grein í 24 stundum í dag fer Eiríkur Bergmann mikinn í dómsdagsspá um samskipti Íslendinga við innflytjendur sem hann telur að muni versna mjög á næstunni. Í greininni setur hann í samhengi við pólitískt starf Frjálslynda flokksins barsmíðar á manni frá Marokkó og bit á pólskri stúlku.  

Ekki lætur hann þar við sitja heldur setur Frjálslynda flokkinn og einhverra hluta vegna einnig Danska þjóðarflokkinn í samhengi við fasisma og jafnvel nasisma síðustu aldar!

Geta þetta talist fræði? Í mínum huga er svarið nei, þetta flokkast miklu frekar undir þráhyggju eða bilun.

Í lokin er þess að geta að ég er miklu bjartsýnni á samskipti landans og innflytjenda á komandi misserum en dósentinn. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Magnús Þór Hafsteinsson

Eiríkur Bergmann er maður sem er í pólitískri herför undir fánum "fræðimennsku". Svona menn hafa verið til áður í sögunni og þeim hefur aldrei farnast vel. Grein hans og málflutningur í Blaðinu í dag er ofstæki sem dæmir sig sjálft.

Ástæður fyrir því að það verða árekstrar milli innflytjenda og annarra eru margþættar. Ein er sú að það skapar mikla spennu í samfélaginu þegar innflytjendum er allt í einu fjölgað úr 2 -3% í tæp 10% án þess að þjóðfélagið sé búið undir slíkar stórfelldar breytingar. Fólk eins og Eiríkur heldur að það sé bara hið besta mál að troða svona breytingum ofan í kokið á þjóðinni sem fyrir er í landinu. Ef einhver leyfir sér að andmæla draumórakenndu fjölmenningarruglinu í Eiríki og söfnuðinum sem hann tilheyrir, - nú eða spyrja spurninga, þá er hinn sami úthrópaður sem rasisti eða fasisti - og ýjað að því að hann sé nasisti eins og "dósentinn" gerir í Blaðinu í dag.

Þú minnist í rektorinn á Bifröst. Hann sendi frá sér svokallaða kennslubók sem var að hluta til ekkert annað en pólitískur áróður. Ég hef aldrei fengið nánari útfærslur á því hvernig þessir menn sjá Ísland fyrir sér þegar draumsýn þeirra um framtíðarþjóðfélagið verður orðin að veruleika.

Smellið hér til að lesa það sem rektorinn á Bifröst telur að sé viðunandi framtíðarsýn fyrir Ísland og rétt námsefni í rekstrarfræði á Íslandi í dag.

Magnús Þór Hafsteinsson, 7.3.2008 kl. 12:30

2 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Aumingja Eiríkur, aumingja Bifröst.

Sigurður Þórðarson, 7.3.2008 kl. 12:41

3 Smámynd: Helgi Jóhann Hauksson

Undarlegur útúrsnúningur innilokunar- og þjóðernissinna að segja Evrópusinna ýmist vilja fórna fullveldi þjóðarinnar eða eins og Sigurjón segir hér „hafa allt hér á landi eins og í Evrópu“ - eins og allt sé eins æi Evrópu - er allt eins á Spáni og Svíþjóð? - er allt eins í Frakklandi og Bretlandi? - í Portúgal og Þýskalandi? - í Grikklandi og Lúxemborg? - er allt eins í öllum löndum ESB? - Ætli séu til nokkur aðili í veröldinni allri sem sem leggur eins mikið fé til að styðja og styrkja sérkenni þjóða og samfélaga og ESB hef gert og gerir á hverju ári?

Svo er þetta með fullveldið - hverjum dettur í hug að þessar þjóðir sem ég taldi upp hér framar hafi glatað fullveldi sínu og týnt sérkennum sínum og menningu vegna ESB? - Líklega er engin ógn stærri við fjölbreytileikann og sérkenni menningarheilda heimsins og kvikmynda- og sjónvarpsiðnmaðurinn í Hollywood en hann hefur ekkert með ESB að gera - reyndar einmitt reynidr ESB að styðja mótvægisaðgerðir evrópskra menningarheilda gegn slíkum áhrifum og njótum við góðs af í gegnum EES.

Það heyrist líka að ef við gengjum í ESB hefði íslenskt efnahagslíf ekki getað tekið hagvaxtarsveiflu útfyrir ESB meðaltal. - Hvernig dettur mönnum í hug að bera slíkt á borð? - það eru allskyns mismundandi efnhagssveflur í gangi allt frá litlum svæðu til stórra - og reyndar bæði hér innanlands, í Evrópu og í heiminum. - Eins og áhrif framkvæmdanna fyrir austan hefðu ekki skapað hagvöxt ef við hefðum verið í ESB? - Eða að það sé sami hagvöxtur á Austurlandi og á Vestfjörðum vegna þess að bæði svæði tilheyri sömu efnhagsheild?

- Þvílíkur þvættingur sem einagrunarsinnar þurfa að skálda upp til að hræða þjóðina og til að afsaka að þora ekki sjálfir af minnimáttarkeennd sinni að borði alvöru ákvarðanna alþjóðakerfisins.

Helgi Jóhann Hauksson, 7.3.2008 kl. 13:27

4 Smámynd: J. Einar Valur Bjarnason Maack

Tja... ef þessi maður gengur heill til skógar er nokkur víst að hann sjái ekki skóginn fyrir bjálkanum í eigin auga! (sic)

Las þetta á leið til vinnu í morgun...

...stundum þarf hámenntaða einstaklinga til þess að láta útúr sér eins heimskulega hluti... það eru engir betri í því að vera fífl en vel gefnir einstaklingar. 

J. Einar Valur Bjarnason Maack , 7.3.2008 kl. 15:04

5 Smámynd: Fannar frá Rifi

"Þvílíkur þvættingur sem einagrunarsinnar þurfa að skálda upp til að hræða þjóðina og til að afsaka að þora ekki sjálfir af minnimáttarkeennd sinni að borði alvöru ákvarðanna alþjóðakerfisins."

Helgi Jóhann Hauksson. nú kemur einföld spurning um sýn þína og skylning á heiminum. Er heimurinn stærri en evrópa?

Ef svarið er nei, þá ertu greinilega staddur á miðöldum í þankagangi.

Ef svarið er já, þá eiga þessi orð þín um einangruna stefnu við þig og hina ESB sinnana. 

Við eigum að vera opinn og versla við allan heiminn. Aðeins lítið brot af jarðarbúum eru í Evrópu, rétt 10%. Og þú kallar þá sem vilja ekki hlekkja okkur inni með þessum 10% einangrunar sinna?

Við eigum að vaxa og dafna um allan heim. Rússland, Kína, Indland, restin af asíu, afríka, suður ameríka, norður ameríka, kyrrahafið. að útiloka okkur ekki frá samskiptum og viðskiptum við þessi svæði kallar þú einangrunarsinna???

ESB er einangrunarstefna sem felst í því að loka og vernda ef ekki með tollum, þá með niðurgreiðslu vörur framleiddar innan ESB landa.  

Fannar frá Rifi, 7.3.2008 kl. 17:45

6 identicon

Nú geta menn haft alls konar skoðanir á Evrópusambandinu, mögulegri aðild Íslendinga og öðrum málum þeim tengdum. Það verðfellir mjög rökstuðning þinn Sigurjón og fleiri skoðanabræðra hér í athugasemdakerfinu að halda því fram í alvöru að Eiríkur Bergmann ,,gangi ekki heill til skógar" af því hann heldur fram sjónarmiðum sem ykkur eru andstæð. Menn sem grípa til slíkra raka í umræðum hafa ekki öfluga málefnalega stöðu.

Flosi Eiríksson (IP-tala skráð) 7.3.2008 kl. 18:06

7 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Gott innlegg hjá Fannari frá Rifi

Sigurður Þórðarson, 7.3.2008 kl. 20:03

8 Smámynd: Árni Gunnarsson

Mikil hörmung og skelfing er hún þessi vanmetakennd fyrir litlu, sjálfstæðu Íslandi með sína 300 þús. íbúa.

Og svo tala þessir bullukollar um vanmetakennd okkar sem viljum leyfa þjóðinni að vaxa innan frá með þeirri eðlilegu blöndun sem ævinlega hefur átt sér stað hér og þótt hið besta mál.

Það getur ekki verið eðlilegt ástand hjá því fólki sem vill neyða þeirri skoðun upp á fólk að við frjálslyndir séum hatursmenn fólks af erlendum uppruna og/eða með aðra menningu og trúarbrögð.

Flosi Eiríksson. Þú segir Sigurjón verðfella málflutning sinn með því að telja Eirík Bergmann ekki ganga heilan til skógar. Ég ætlast til þess af Sigurjóni að hann hafi farið rétt með tilvitnaðar ályktanir og get stafest það vegna þess að ég las þetta sjálfur og vænti þes að þú hafir gert það líka:

"Það var í þessum drullupolli sem Frjálslyndi flokkurinn fór að hræra haustið 2006, þegar flokkurinn kaus að efna til ófriðar við innflytjendur í aðdraganda þingkosninga.  

Allir sem lásu og hlýddu á málflutning okkar, þar sem varað var við afleiðingum óhefts flæðis inn í okkar fámenna, einangraða og óviðbúna samfélag áttu að geta aðgreint hann frá kynþáttahyggju.

Nema þeir sem af einhverjum orsökum gengu ekki heilir til skógar. 

Ályktanir Ágústs Einarssonar í fræðiriti um þrjár milljónir innflytjenda á fáum árum eru kannski efni til hárrar einkunnar í dómgreind að þínu mati Flosi?

Árni Gunnarsson, 7.3.2008 kl. 20:19

9 Smámynd: Baldur Fjölnisson

Blöndun er góð og nauðsynleg að vissu marki. Það er bara búfræðileg staðreynd. En það er út í hött að hleypa hverju sem er stjórnlaust í þau gæði sem við höfum óneitanlega upp á að bjóða. Það felast í því mikil verðmæti að vera Íslendingur eða nánast ígildi þess og njóta þeirrar aðstöðu sem slíkt hefur í för með sér. En það er alltaf einhver afsláttarárátta sem virðist vera einhvern veginn hugmyndafræðilega inngróin í ráðamenn hér. Þú þarft til dæmis að vera nánast heiladauður til að selja orku í bullandi seljendamarkaði á orku. Eins hefur verið með þennan stjórnlausa innflutning á vinnuafli. En skýringin er raunar augljós; langvarandi eignarhald útlendinga á hérlendum stjórnmálamönnum. Hugsanir?

Baldur Fjölnisson, 7.3.2008 kl. 21:10

10 Smámynd: Baldur Fjölnisson

Afsakið, les: þú þarft að vera nánast heiladauður og/eða fylgja fyrirmælum erlendra eigenda þinna til að selja orku á útsöluverði í bullandi seljendamarkaði á orku. Góðar stundir.

Baldur Fjölnisson, 7.3.2008 kl. 21:13

11 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Það sem mér finnst mest fyndið við áróðurstaktík Eiríks er  að því öfgafyllri sem sem þau sjónarmið eru sem hann ákveður að setja fram, hverju sinni, því meiri áherslu leggur hann á að sveipa þau einhverjum fræðilegum  búningi. Takið  eftir þessu.

Sigurður Þórðarson, 7.3.2008 kl. 22:02

12 Smámynd: Baldur Fjölnisson

Bilaður dósent í gerviháskóla. Hvernig væri að ræða það? Þetta snýst jú alltaf um skilgreiningar. Hvað gerir skóla að háskóla? Hvað er háskólastig? Hvað skilar fólki án raunverulegrar menntunar á alþingi og í ríkisstjórn? Gætu það verið auglýsingar og peningar? Byggja bílasölur á auglýsingum? Eru einhverfir skissófrenar (sjálfvirkar lygamaskínur sem trúa sjálfvirkt þeim lygum sem þeim eru innprentaðar) mest áberandi í stjórnmálum nútímans? Hvað merkir það? You tell me.

Baldur Fjölnisson, 7.3.2008 kl. 22:10

13 Smámynd: Árni Gunnarsson

Sjaldan hef ég séð skarpari úttekt á samfélagsástandi heimskrar þjóðar en í færslu númer þrjú hjá Baldri Fjölnissyni.

Árni Gunnarsson, 7.3.2008 kl. 22:27

14 Smámynd: Baldur Fjölnisson

Þegar pyndingaflugsmál bandar. eigenda Geirs Haarde og Björns Bjarnasonar voru í hámæli hérna í denn þá sögðu þessir leppar að engin ástæða væri til að efast um orð bandar. stjórnvalda og auglýstu þannig að það væri í besta falli hafragrautur í hausnum á þeim.Það var í stíl við frægan boðskap Dabba og Dóra um að við ættum ekki að pæla í hinu liðna heldur horfa fram á veginn. Ofurtrúgirni ber yfirleitt vott um heimsku eða sjúklegan leppshátt og því er vafasamt fyrir aðila sem hafa útrýmt trúverðugleika sínum að glamra í umhverfi þar sem meðalgreindarvísital er langt yfir venjulegum herbergishita. Þessi speki gengur vafalaust sem fyrr í einhverja hálfvita hér á landi en öðru máli gengur um aðila sem hafa hundruði milljarða undir í fjárfestingum hér á landi. Þeir spila þessa grautarhausa upp úr skónum og eru síðan farnir og eftir sitjum við með afleiðingarnar.

Baldur Fjölnisson, 7.3.2008 kl. 22:36

15 Smámynd: Baldur Fjölnisson

Rakettuvísindi eru gífurlega flókin en áður en við förum að glíma við þau í gerviháskóla á Kópaskeri ættum við kannski að pæla dálítið áður í einfaldari og augljósari hlutum.

Impregilo - Berlusconi - Davíð - útsöluverð á raforku í mesta seljendamarkaði sögunnar. Alcoa/Bechtel - Bush - Davíð.

Hrynjandi króna. Enginn trúverðugleiki. Hver tekur til lengdar mark mark á leppum? Ef þú ert eign annara og skríður fyrir þeim hvað ertu þá? Vændisgagn? Hver tekur mark á slíkum gögnum?

Baldur Fjölnisson, 7.3.2008 kl. 23:04

16 identicon

Þú segir að Eiríkur sé bilaður og Háskólinn á Bifröst sé fíkiefna- og kratabæli, varaformaður Frjálslyndra talar um "svokallaða kennslubók rektors" og formaður ungra Frjálslyndra segir að Eiríkur gangi ekki heill til skógar.

Er hægt að rökræða við ykkur? Svarið er nei. Ég held að þú eigir að fela þennan pistil og innskot flokksbræðra þinna. Ekki til sóma eða framdráttar. Á meðan þið eruð í þessari tóntegund verður ekki rökrætt við ykkur. Geri það ekki frekar en við óþekkan krakka í kennslustund. Svei!

Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 8.3.2008 kl. 00:03

17 Smámynd: Guðrún Helgadóttir

Æ Sigurjón - ertu enn í Frjálslynda flokknum sem hefur engan skilning eða áhuga á því hvað þú getur gert fyrir hann? OK spyrðu ekki hvað Frjálslyndi flokkurinn getur gert fyrir þig osfrv en í alvöru talað ertu í vondum félagsskap.

Guðrún Helgadóttir, 8.3.2008 kl. 00:54

18 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

Þótt FF sé með margt gott í sinni stefnuslrá....er ekki vitinu hér fyrir að fara...Eiríkur Bergmann hefur gert greinargóð skil fyrir sinni skoðun...hvernig væri að ræað það?...það er inngöngu í ESB?...hvaða ríki í ESB er svona hörmulega illa útileikið?

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 8.3.2008 kl. 04:01

19 Smámynd: Marta B Helgadóttir

Getur skrifari gert nánari grein fyrir þeim hluta er þú kallar "stórfelld fíkniefnamál"  ??

Marta B Helgadóttir, 8.3.2008 kl. 10:22

20 Smámynd: Marta B Helgadóttir

...vísa hér í umræðu sem hefur farið fram á síðunni minni.

Ég tek undir með Gísla Baldvinss.

Ég held þú gerðir sjálfum þér og flokksfélögum þínum stóran greiða með því að fela þessa færslu.

Marta B Helgadóttir, 8.3.2008 kl. 10:27

21 Smámynd: Marta B Helgadóttir

...hlekkur átti að fylgja sem kemur hér

Marta B Helgadóttir, 8.3.2008 kl. 10:28

22 Smámynd: J. Einar Valur Bjarnason Maack

OK...

Uhm...

Kannski gengur Eiríkur alveg heill til skógar og jafnvel er þessi skógur honum alveg afskaplega hugleikinn og svo frv...

...en það breytir því ekki að Eiríkur sakar þarna heilan flokk um rasisma án rökstuðnings, sakar heilan flokk um að hvetja til ofbeldis og níðslu sökum þess að þessi flokkur hafði þor til þess að tala um innflytjendamál í stað þess að fljóta sofandi að feigðarósi (eins og XD, XB, XV, XS hafa gert) á meðan kynþáttahyggjufólk hefur komið fram og glæpasamtök hafa verið flutt hingað inn rétt eins og flokkurinn og meðlimir hans vöruðu við.

Það er semsagt alltílagi að kalla okkur kynþáttahatara og hatursglæpamenn en það að svara slíkum HATURSÁRÓÐRI og DYLGJUM með því að svara einfaldlega að þeir sem svona tali gangi ekki heilir til skógar er ljótt?

Þið eruð illa fötluð sem haldið því fram og þá er ég ekki að tala um líkamlega eða greindarfarslega eða nokkuð slíkt heldur pólítískt fötluð.

Sjáið ekki bjálkan í eigin auga. Ættuð að skammast ykkar.

J. Einar Valur Bjarnason Maack , 8.3.2008 kl. 10:58

23 Smámynd: Magnús Þór Hafsteinsson

Ég tek eftir því að liðsmenn Samfylkingar láta alveg hjá líða að taka afstöðu til þess sem háskólamennirnir Eíríkur og Ágúst hafa látið frá sér fara. Mér þætti til að mynda gaman að fá að vita hvort þeir séu sammála fasista-nasismabrigslum dósentsins og fólksinnflutningtillögum rektorsins. Hér eru á ferðinni tveir menn sem tilheyra íslensku fræðasamfélagi hvort sem manni líkar betur eða verr.

Annar þeirra er fyrrverandi alþingismaður og einn helsti hugmyndafræðingur Samfylkingar auk þess að vera faðir núverandi varaformanns flokksins. Báðir sitja við fótskör Ingibjargar Sólrúnar og tilheyra hirð hennar. Þetta lið fer fremst í trúboði sínu á fullveldisafsali landsins, og því er ekki að leyna að ég spyr mig stundum að því þegar ég sé það sem frá þessu fólki hefur komið "Hvað hefur þjóðin gert þessu fólki?"

Fólksinnflutningstillögur rektorsins, prófessorsins og þingmannsins fyrrverandi  ganga meðal annars út á þetta:

"..að varpa því fram að Íslendingar ættu að bjóða fólk af erlendum uppruna velkomið hingað til búsetu í ríkum mæli. Við ættum að verða þriggja milljóna manna þjóð fljótlega, sem sé tífalda íbúafjöldann. Með því legðum við fram mikilvægan skref til bættra lífskjara jarðarbúa. Þetta ætti að vera markmið okkar næstu áratugi.“

Gerir fólk sér grein fyrir því að í þessum tillögum felst útrýming íslensku þjóðarinnar? Og þetta er sett fram af háttsettum háskólamanni og lagt fram í kennslubók?

Gísli Baldvinsson styður þessa menn og hann sveiar hér fyrir ofan. Gott að sjá háttsetta Samfylkingarmenn gera það. Látum þetta lið afhjúpa sig og þá áttar þjóðin sig á því hversu hættulegt það er við stjórnvöl þessa lands.

Magnús Þór Hafsteinsson, 8.3.2008 kl. 11:23

24 Smámynd: Landfari

Af hverju fagnið þið Frjálslyndir ekki þessum nýja stuðningsaðila í baráttu ykkar. Ég fæ ekki betur séð en Eiríkur sé að vekja athygli á sömu hlutum og þið gerðuð.

Lítil börn hafa gaman af að leika sér í drullupollum og stundum leifir maður þeim það. Það er bara í byrjun greinarinnar sem hann dvelur í drullupollinum. Eftir það sé ég ekki betur en hann sé að vara við sömu hlutum og þið.

Landfari, 8.3.2008 kl. 11:52

25 Smámynd: Brynjar Jóhannsson

Mér þykja menn vera fullmikið ofan í skotgröfununm hérna á þessu bloggi. Er ekki hægt að ræða politík málefnalega án þess að vera með uppsteit og leiðindi. Eiríkur Bergmann er hér upphrópaður öllum illum nöfnum fyrir að standa á skoðunum sínum. hann er kallaður oðrum eins og hálfviti og að hann gangi ekki heill til skógar. Það er fullyrt að hann sé einn af hugmyndasmiðum samfylkingarinnar rétt eins og jafnaðarmenn séu sauðir sem eru dregnir í dilka. Honum er líkt við Hannes Hólmstein Gissurarson en sú samlíking er ámóta fáranleg og ég myndi líka Magnúsi Þóri Hafsteinssyni við Sigurð kára kristjánsson.

Mér þykir stefna frjálslinda flokksins illa ígrunduð hvað innflytjendamál varðar og hún ali upp fáfræði og útlengingahatur. Ég tel réttara að það sé tekið á þeim málum eins og er einmitt að gera núna. Með því að láta erlenda glæpamenn taka út sína refsingu annarsstaðar og hækka refsirammann.

Ég spyr ykkur .. frjálsinda ?? er ÉG ÞÁ EKKI HEILL Á GEÐI AÐ HALDA SLÍKU FRAM:. GENG ÉG EKKI HEILL TIL SKÓGAR ?? ER ÉG EKKI MEÐ ÖLLUM MJALLA ? ..... ER ÉG HÁLFVITI ?

Ég er að vinna með mörgum útlendingum og hef ekkert nema gott um þetta fólk að segja.  Eitt get ég ég lofað ykkur að með svona framferði mun frjálslindi flokkurinn vera með nákvæmlega það fylgi sem þið hafið. Lítill kredduflokkur með sirka fimm alþingismenn kjörna. 

Magnús.... Hvaða árangri hefur þú náð í politík ?  þú hefur alltaf verið í stjórnarandstöðu fyrir flokk sem er dvergvaxtin í samanburði við samfylkinguna ? ég held að þú ættir frekar að einbeita þér á því að tala um málefni en ekki árangur í politík.  

Brynjar Jóhannsson, 8.3.2008 kl. 11:58

26 Smámynd: Fannar frá Rifi

Ég er algjörlega ósammála Eiríki Bergmann í nánast öllum málum. Þá sérstaklega þeim sem snerta ESB og Evruna. Ég hef verið í tímum hjá honum upp á Bifröst og tel mig þekkja hann svona þokkalega.

Ég hef ekkert slæmt upp á hann að klaga. Að mínu mati er Eríkur Bergmann á engan hátt verri heldur við hinir. Þó að ég sé ósammála því að ESB sé gerð að einhverjum fræðum þýðir ekki að ég sé á móti hans persónu. Ég hef átt í engu nema góðum samskiptum við Eirík þó svo að ég hafi mótmælt nær öllu sem hann sagði í tíma.

Ég held að menn ættu aðeins að draga úr skítkastinu.  

Fannar frá Rifi, 8.3.2008 kl. 13:00

27 Smámynd: Marta B Helgadóttir

Það má hafa farið fram hjá þér pistlahöfundur að varðandi hið eina fíkniefnamál sem upp hefur komið voru það 3 menn í 700 manna samfélagi voru handteknir og reknir strax.  

Ég efa stórlega að hlutfallið sé skárra í hinum skólunum. 

Hinsvegar hefur það sem gerist á Bifröst bein áhrif á ímynd skólans af því samfélagið er þar afmarkað við skólasvæðið.

Þó það sama gerðist í Háskóla Íslands eða Hásk á Akureyri væru þeir atburðir kenndir við Reykjavík eða Akureyri en ekki skólana sjálfa.

Það eru skrifarar eins og þú sem koma óorði á bloggið

með ómálefnalegu, óígrunduðu, tilgangslausu gjammi út í loftið.

Marta B Helgadóttir, 8.3.2008 kl. 13:10

28 Smámynd: Árni Gunnarsson

Er það móðgandi að kalla Eirík Bergmann hugmyndasmið í tengslum við aðild að ESB?

Er það andstætt innflytjendastefnu Frjálslynda flokksins að láta erlenda afbrotamenn taka refsingu sína út í eigin landi?

Stærtsta spurningin er kannski þessi: Er það vítavert að nefna tillögu Ágúst Enarssonar um að stefna að 3ja milljóna samfélag á íslandi á næstu árum, bilun?

Bilun er orð sem telst gott og gilt á Íslandi þegar menn stefna ræðu sinni um pólitísk mál samfélagsins inn í hringavitleysu.

En kannski vill einhver siðapostuli þessarar umræðu benda okkur hinum á heilbrigða hugsun á bak við þessa ályktun rektorsins? 

Árni Gunnarsson, 8.3.2008 kl. 13:47

29 Smámynd: Sigurjón Þórðarson

Ég sé að Marta hefur hefur miklar áhyggjur af orðspori bloggsins og Bifrastar vegna pistilsins hér að ofan. 

Dósentinn Eiríkur og Samfylkingarháskólinn á Bifröst verða að þola örlitla dembu þegar "fræðimenn" á þeim bænum setja stjórnmálaflokk sem þúsundir Íslendinga sáu ástæðu til að greiða atkvæði sitt í síðustu Alþingiskosningum, í tengsl við ofbeldisverk, fasisma og jafnvel nasisma.

Það er sanngjarnt og eðlilegt að skoða þessi skrif Eiríks í samhengi við skrif sjálfs rektorsins Ágústar Einarssonar sem vill flytja inn til landsins nokkrar milljónir af innflytjendum.

Sigurjón Þórðarson, 8.3.2008 kl. 14:07

30 Smámynd: Brynjar Jóhannsson

Árni..

Værir þú til í að útskýra fyrir mér hvað er sammerkt með Hannesi Hólmsteini og Eiríki Bergmann. Það er nú ekki eins og Eirríkur sé einráður um að sníða þessa stefnu ?  

Ég veit ekki hvað þú lest hérna uppi eða ert vanur og finnst í lagi. Persónulega finnst mér ómálefnalegt að reyna að halda því fram að Eiríkur Bergmann sé BILAÐUR...  þú þarft ekki að lesa aðeins neðar en þá er hann upphrópaður bæði hálfviti og að hann gangi ekki heill til skógar.

Ef þú kallar slíkt málefnalegar umræður þá ÞÚ UM ÞAÐ.

Ég segi það og skrifa að mér þykir frjálslindir hafa farið mest offörum varðandi tal um innflytjenda hér á íslandi. Ég vil meina að þetta sé uppblásin áróður því ég vinn með mörgum útlendingum og hef ekkert upp á þá að klaga. á mínum vinnustað eru NÁKVÆMLEGA ENGIN INNFLYTJENDAVANDAMÁL . Ég þekki það af eigin raun þar sem ég átti austurríska kærustu að innflytjendalöggjafin er tiltölulega harður hérlendis. Ég held að það þurfi ekki að herða innflytjendalöggjafan heldur að stemma stigum gegn glæpum á íslandi einnum eða öðrum hætti og þá með því að glæpamenn setjist að hérlendis.

 Þú spyrð!

Er það vítavert að nefna tillögu Ágúst Enarssonar um að stefna að 3ja milljóna samfélag á íslandi á næstu árum, bilun?  Í fyrsta lagi stendur þarna uppi BILAÐUR DÓSENT - Eiríkur Bergman en ekki Ágúst Éinarasson. 

svarið við þessari spurningu stendur og fellur á því hvernig íslenskst efnahagsveldi þróast. svarið mitt er NEI það er ekki bilun að ísland þróist upp í þessa tölu á næstu árum ef næga vinnu er að fá og rétt er haldið á spilunum. Ísland mætti vera stærra land en það er og ég sé ekkert athugavert við þessa hugleiðingu rektorsins. Að sjálfsögðu verða að vera réttar forsendur til staðar ef að þessari fólksfjölgun yrði og við þyrftum að hugsa lengra en að byggja upp álver og lifa á fiski.   



Brynjar Jóhannsson, 8.3.2008 kl. 14:16

31 Smámynd: Helgi Jóhann Hauksson

Enn gerast þeir undarlegri í málflutningi sínum innilokunarmenn og þjóðernissinar og halda því nú fram að Evrópuþjóðir eigi ekki viðskipti út fyrir Evrópu - og að einhverjir sérstakir möguleikar felist í viðskiptum útfyrir Evrópu með því að gerast ekki aðili að ESB. - Ekki skánar það. Vita menn ekki að ESB er eftirsóttasti samningsaðili allra ríkja og heilda heims og ESB gerir fyrir hönd sinna aðildarríkja bestu mögulegu viðskitasamninga við aðrar efnahagsheildir og ríki og hefur endalausa möguleika til að fylgjast með framkvæmd þeirra og gæta hagsmuna aðildarríkjanna um frjáls og opin viðskipti sem við höfum ekki. ESB hefur sendiráð í öllum ríkjum veraldar sem smáþjóðir ESB nýta sér sérstaklega og til þaula.

ESB stuðlar að og opnar fyrir viðskipti sérstaklega smáþjóða ESB um a allan hei, með diplómatakerfi sínu.

Helgi Jóhann Hauksson, 8.3.2008 kl. 14:38

32 Smámynd: Brynjar Jóhannsson

Sigurjón ???

SAMFYLKINGARSKÓLIN Á BIFRÖST ????? DÖÖÖÖÖÖÖÖÖÖ 

Það vill nú svo skemmtilega til að ein besta vinkona mín er stjórnmálafræðingur sem hefur kennt við bifröst í nokkuð mörg ár.

Ég skal spyrja hana privat og persónulega hvað henni finnnst um þessa alhæfingu þína að bifröst sé SAMFYLKINGARSKÓLI.  Ég legg höfuðið mitt að veði að hún hristi hausinn og segji við mig hlæjandi að svona tal dæmi sig sjálft.

Brynjar Jóhannsson, 8.3.2008 kl. 15:21

33 Smámynd: Fannar frá Rifi

Brynjar. ég er búinn að vera þarna í nokkur ár og því miður þá er það bara svo að stjórn skólans er nánast engöngu í höndum samfylkingarmanna. það sást nú mjög vel núna í vetur þegar 100 daga borgarstjórnin komst til valda.

Rektor, aðstoðar rektor, lektorar, kennarar og fleyri.  

Fannar frá Rifi, 8.3.2008 kl. 18:48

34 Smámynd: Brynjar Jóhannsson

Já en hvað með það Fannar ?.. bróðir minn er flokksbundin Sjálfstæðsmaður og er útskrifaður frá Bifröst. Ekki hefur hann minnst á það að Bifröst væri eitthvað samfylkingarbæli og þessi vinkona mín sem kennir þar hefur aldrei gefið út hvað hún kýs því hún vill gæta hlutleysis.

Brynjar Jóhannsson, 8.3.2008 kl. 19:46

35 Smámynd: Fannar frá Rifi

Það er allt annar hlutur. ég er á bifröst og ég er ekki í samfylkingunni. nemendur á bifröst eru fæstir í þeim flokki. Sjálfstæðismenn og framsóknarmenn skipa stærstan hluta af nemendum skólans.

kennararnir og þá sérstaklega þeir sem stjórnaskólanum, eru hinsvegar margir hverjir innvígðir í samfó. 

Fannar frá Rifi, 8.3.2008 kl. 21:12

36 Smámynd: Árni Gunnarsson

Brynjar! Það sem mér sýnist vera sammerkt með Hannesi Hólmsteini og Eiríki er að báðir eru að nokkru hugmyndafræðingar ákveðinna stjórnmálahópa. Ég þekki hvorugan en báðir eru opinberar persónur í pólitík og ég hef fylgst nokkuð með skrifum þeirra og ræðum.

Mér finnst þeir ekki líkir menn en sýnist að báðir sitji fastir í trúnni á "hið eina og sanna pólitíska markmið." Ég er gamall og líklega íhaldssamur þjóðhyggjumaður. Mín sýn á Íslenskt samfélag er einfaldlega hófleg einangrun í hini órólega alþjóðasamfélagi. Ég tel að Íaland eigi að kappkosta góð tengsl til allra átta líkt og á fyrstu árum lýðveldis og halda opnum öllum samskiptaleiðum til austurs og vesturs án skuldbindinga sem ógna sjálfræði þjóðarinnar. Þetta tókst okkur vel í áratugi og það ætti að vera auðvelt enn, ef okkur auðnast að velja skárri leiðtoga en raun hefur orðið hin seinni ár.

Tilvitnuð orð Eiríks um drullupoll kynþáttahyggjunnar sem hann segir Frjálslynda flokkinn busla í eru full ástæða til viðbragða og gefa engan veginn efni til diplómatískra viðbragða.

Þú vitnar til góðrar reynslu af innflytjendum og fólks af erlendum uppruna og það kemur engum á óvart. Samt eru nú að birtast fréttir af einhverskonar einelti landans á hendur þessu fólki og það var einmitt innihald þeirra aðvörunarorða sem við létum frá okkur fara. Hvað sem okkur líður sem tökum til máls um þetta efni þá mun það koma æ betur í ljós er frá líður að skilningur þjóðarinnar á þessu nýja ástandi er misjafn svo ekki sé fastar að orði kveðið.

Við báðum um fordómalausa umræðu en uppskárum andlegt ójafnvægi og útúrsnúninga á borð við margrædda ályktun Eiríks B. Ég tók til máls um þetta út af viðbrögðum við orðum Sigurjóns og hef ekki tekið til varna fyrir aðra í þessari umræðu.

Skoðun þína á milljónasamfélaginu verður þú líklega að eiga í friði með rektornum. 

Árni Gunnarsson, 8.3.2008 kl. 23:17

37 Smámynd: Magnús Þór Hafsteinsson

"Mín sýn á Íslenskt samfélag er einfaldlega hófleg einangrun í hini órólega alþjóðasamfélagi. Ég tel að Íaland eigi að kappkosta góð tengsl til allra átta líkt og á fyrstu árum lýðveldis og halda opnum öllum samskiptaleiðum til austurs og vesturs án skuldbindinga sem ógna sjálfræði þjóðarinnar. Þetta tókst okkur vel í áratugi og það ætti að vera auðvelt enn, ef okkur auðnast að velja skárri leiðtoga en raun hefur orðið hin seinni ár".

Nákvæmlega!

Magnús Þór Hafsteinsson, 8.3.2008 kl. 23:51

38 Smámynd: Helgi Jóhann Hauksson

Magnús, við vorum hersetnir taglhnýtingar Bandaríkjastjórnar og á meðan við höfðum verulega landfræðilega þýðingu í átökum austurs og vesturs  stóðu  okkur sérstök og óvenjugóð viðskiptakjör við Bandaríkin opin, m.a. við sölu á fiski og með leyfi til flugs til USA jafnvel án þess að þurfa uppfylla reglur sem öll önnur flugfélög í slíku flugi voru sett undir m.a. um verðlagningu.

Útfærsla landhelginnar í 50 mílur og í 200 mílur tókst af sömu ástæðu þ.e. vegna hagsmuna USA á Íslandi, - Það á ekkert skylt við sjálfstæði, fullveldi eða frelsi í viðskiptum, heldur einmitt mútur, kúgun, landsölu og sérhagsmuni.

Helgi Jóhann Hauksson, 9.3.2008 kl. 02:54

39 Smámynd: Fannar frá Rifi

Helgi þarna afhjúparu þig sem hræsnara. "taglhnýtingar Bandaríkjastjórnar" en þér fynnst samt í góðu lagi að við verðu taglhnýtingar Evrópustjórnar?

Jú ESB er eftirsóttur samningsaðili. en það þýðir ekki það sama og að þeir geri marga samninga. þeir hafa enn ekki gert samninga við Kína og Indland. Þeir hafa enn ekki opnað fyrir vörur frá fátækum ríkjum Afríku. Þetta er tollabandalag sem verndar innri starfsemi.

Jú við gætum fengið matin aðeins ódýrari í esb, en við myndum sem og áður borga tvisvar fyrir hann. einu sinni í sköttum og síðan út í búð. allur maturinn væri frá evrópu og við gætum ekki flutt neitt inn nema með leyfi frá Brussel.

Það er nú ekki langt síðan Brussel bannaði innflutning á ávöxtum frá Bandaríkjunum vegna deilna þeirra á milli.  Við eigum ekki að vera í slíku. hvorki með USA né USE eða USSR eins og margir sem nú eru evrópu sinnar dreymdu um í gamla daga. Sovét-Ísland draumalandið.

 Helgi. Einu einangrunnar sinnarnir eru þú og Eiríkur sem sjá ekki lengra út en til Evrópu og nennið aldrei að opna og skoða heimskortið. 

Fannar frá Rifi, 9.3.2008 kl. 10:07

40 Smámynd: Marta B Helgadóttir

Sigurjón, það er spurning til þín þarna - frá mér - sen er enn ósvarað.

Viltu vera svo vænn að svara henni? 

Ef ekki þá ertu búin að staðfesta þau orð mín að innihaldslaust gjamm er það sem þú setur fram hérna.

Verði lesendum þínum að góðu.   

Marta B Helgadóttir, 9.3.2008 kl. 12:01

41 Smámynd: Helgi Jóhann Hauksson

ESB er bandalag fullvalda þjóða þar sem enginn ræður öllu og allir ráða einhverju. Reyndar hafa íbúar fámennra þjóða margfalt meira vald á hvern íbúa en íbúar fjölmennra ríka.

Helgi Jóhann Hauksson, 9.3.2008 kl. 13:24

42 Smámynd: Halla Rut

Eiríkur var í Fjölbraut í Breiðholti um leið og ég. Þar viðhafði hann sama leikin. Enda í framboði í einu og öllu sem hægt var.

Halla Rut , 9.3.2008 kl. 14:15

43 Smámynd: Sigurjón Þórðarson

Varðandi fíkniefni og Bifröst, Marta, ef þú vilt fá svör við því og um þá stórfelldu lögregluaðgerð sem þar fór fram nýlega þar sem nokkrar sveitir lögreglunnar ruddust samtímis inn á nokkra íverustaði í skólahúsnæði Bifrastar var ég einfaldlega að greina í inngangi að þessum ágæta pistli mínum frá því sem hæst hefur borið í fréttum frá háskólanum á Bifröst. Þannig er það bara.

Ég minnist þess ekki að það hafi farið fram önnur eins rassía í Háskólanum á Akureyri, Háskóla Íslands eða Háskólanum í Reykjavík. Það mál sem ég man eftir frá Háskóla Íslands og tengdist skólavistinni varð fyrir 20 árum í einu af hinum stóru kókaínmálum.

Ef til vill finnst samfylkingarfólki óviðeigandi að tæpt sé á fíkniefnamálum í tengslum við skólann þess. 

Sigurjón Þórðarson, 9.3.2008 kl. 15:57

44 Smámynd: Marta B Helgadóttir

Þú ert að svara mér um þetta eina mál já, ég þekki mjög vel til þessa máls þar sem 5 gr fundust sem er smáskammtur til einkanota.

En í pistlinum nefnirðu "stórfelld fíkniefnamál" í fleirtölu.

Hver eru hin sem þú vitnar til ?

Marta B Helgadóttir, 9.3.2008 kl. 19:49

45 Smámynd: Helgi Jóhann Hauksson

Í raun eru óskiljanleg og yfirgengileg hnútuköst Sigurjóns í garð Háskólans að Bifröst og Samfylkingarinnar hér ekki svaraverð enda augljóslega ekki ætlað að vera málefnaleg eða hæf til umræðu.

Helgi Jóhann Hauksson, 10.3.2008 kl. 04:59

46 Smámynd: Sigurjón Þórðarson

Af viðbrögðum og svörum samfylkingarmanna við þessum góða pistli mínum er ekki hægt að ráða annað en að einhverjum hafi þótt vert að svara.

Sigurjón Þórðarson, 10.3.2008 kl. 09:32

47 Smámynd: Marta B Helgadóttir

Sigurjón, ég gef ekki mikið fyrir pólitískt gjamm hérna þú getur skemmt þér við það og aðrir þeir sem hafa af því ánægju.

En það sem viðkemur skólastarfi fólks sem leggur hart að sér - vil ég að þú svarir því sem ég spyr þig um fyrst þú leyfir þér að gaspra tilhæfulaust þvaður út í loftið.

Ég bíð enn eftir svarinu - spurningin er alveg skýr.  

Marta B Helgadóttir, 10.3.2008 kl. 19:08

48 Smámynd: Jón Valur Jensson

Hér var margt rætt, og ég hef ekki lesið nema smávegis af því, en mér finnst innlegg Árna Gunnarssonar 8.3. kl. 13:47 frábært.

Jón Valur Jensson, 11.3.2008 kl. 11:40

49 Smámynd: Marta B Helgadóttir

Sigurjón.

Ég bíð enn eftir svari!

Marta B Helgadóttir, 11.3.2008 kl. 15:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband