Leita í fréttum mbl.is

Jarðbundinn stjörnufræðingur

Ég var að hlusta á Gulla stjörnufræðing tala um efnahagsmál á Rás 2 í dag. Hann hafði ýmislegt til málanna að leggja og var mjög jarðbundinn. Hann var nokkuð ósáttur við fjármálamógúlana sem hafa magnað upp góðærið en eru núna að draga upp svarta mynd af stöðu mála.

Ráð Gulla voru að mörgu leyti skynsamlegri en ýmissa annarra sem hafa látið sig málið varða, s.s. ungu sjálfstæðismannanna Bjarna og Illuga sem vildu hleypa verðbólgunni á hraðara skeið en verið hefur og samfylkingarmannanna sem halda að eina ráðið sé að skipta um mynt þó að allir ættu að vita sem eitthvað kynna sér málið að ekki er í myndinni að taka upp evru nema ná fyrst efnahagslegum stöðugleika.

Ég held að margt væri vitlausara en að Gulli yrði ráðinn í Seðlabankann með Davíð Oddssyni og Halldóri Blöndal sem fulltrúi hins jarðbundna Íslendings til að koma skikki á fjármálin.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Steinn Hafliðason

Sæll Sigurjón,

Gaman að heyra að Gulli var í útvarpinu, afar gáfaður náungi þar á ferð. Hvenær var dag var hann í útvarpinu?

Steinn Hafliðason, 1.3.2008 kl. 17:41

2 Smámynd: Sigurjón Þórðarson

Gulli veit sínu viti en hann var um hádegið á Rás 2.

Sigurjón Þórðarson, 1.3.2008 kl. 18:13

3 Smámynd: Steinn Hafliðason

Þakka þér fyrir þessar upplýsingar.

Steinn Hafliðason, 1.3.2008 kl. 18:37

4 Smámynd: Herbert Guðmundsson

Síðan hvenær er Gulli stjörnufræðingur? Síðast þegar ég vissi titlaði hann sig stjörnuspeking, sem er allt annar handleggur. En auðvitað geta jafnt stjörnufræðingar og stjörnuspekingar verið jarðbundnir, eftir atvikum, alla vega í göngulagi.

Helsta tenging þeirra við Seðlabankann gæti verið að ná sambandi við stjörnurnar innan úr svarta kassanum á Kalkofnsvegi 1 - eða er það ekki númer eitt? Jú, búinn að fletta því upp, meira að segja líka 101! En hver kann á þennan svarta kassa? Það er málið.

Herbert Guðmundsson, 1.3.2008 kl. 21:38

5 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Sæll Sigurjón.

Gulli veit hvað hann syngur hvar og hvenær sem er.

kv.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 2.3.2008 kl. 03:12

6 Smámynd: Jóhann Elíasson

Já, það er öruggt að Gulli yrði mun betri í Seðlabankanum en Davíð og fleiri en ég held að til þess yrði Davíð að "fara" því að mínum dómi getur enginn sem er með einhvern smá snefil af "sjálfstæði" unnið með Davíð Oddssyni.                                

Jóhann Elíasson, 3.3.2008 kl. 18:01

7 Smámynd: Steinn Hafliðason

Smá misskilningur hjá mér, hélt að þú værir að tala um þennan Gulla sem er með doktorsgráðu. Ég þekki ekkert til Gulla stjörnuspekings. Takk samt

Steinn Hafliðason, 3.3.2008 kl. 21:09

8 Smámynd: Steinn Hafliðason

doktorsgráðu í stjarneðlisfræði auðvitað

Steinn Hafliðason, 3.3.2008 kl. 21:10

9 Smámynd: Jens Guð

  Davíð Oddsson er ekki minni stjörnuglópur en Gulli.  Bara öðruvísi.

Jens Guð, 6.3.2008 kl. 11:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband