Leita í fréttum mbl.is

Mælt fyrir gardínum

Það er merkilegt að fylgjast með mælingum Hafrannsóknastofnunar og síðan hvernig sjávarútvegsráðherra hringsnýst og skoppar í kringum þessar mælingar. Það er engu líkara en að þær séu mjög nákvæmar. Hann virðist meta mælingarnar með svipuðum hætti og húsmóðir sem mælir með tommustokk fyrir gardínum fyrir gluggann hjá sér.

Þeim sem velta nákvæmni þessara loðnumælinga fyrir sér ætti að vera ljóst að það er langt frá því að vera nokkur nákvæmni í þessu. Eflaust má finna eitthvert samhengi á milli fjölda skipa sem eru á sjó við leit að loðnu og þess sem mælist. Sjaldnast er fjallað um þá gríðarlegu óvissu sem hlýtur að vera í þessum mælingum. Í framhaldinu spyr maður sig hvort rétt sé að hlaupa stöðugt eftir þessum niðurstöðutölum sem hljóta að vera mjög óvissar.

Sjaldnast er rætt um líffræðina í forsendunum fyrir ákvarðanatökunni, s.s. hvernig það var fundið út að það ætti að skilja eftir „400.000 tonn“ í hafinu til hrygningar. Það er ýmislegt sem bendir til þess að áhrif veiða séu stórlega ofmetin.

Í mínum huga er fráleitt að mæla loðnu upp á sporð.


mbl.is Mörg skip á loðnuveiðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: haraldurhar

     Hegðun Sjávarútvegsráðherra varðandi loðnunveiðar minnir mig mest á Marhnút sem kokgleypir yfirleitt allt það sem honum stendur til boða.   Það hefur lengi verið vitað að menn vita nánast ekki neitt um loðnuna og kemur hún okkur sífellt á óvart.  Það að stoppa loðnuveiðar eins og gert var var að mínum dómi algjör fásinna, heldur hefði ráðherra átt að auka kvótann, því ekki veitir nú af nú á síðustu og verstu tímum að auka gjaldeyristekjurnar.

haraldurhar, 28.2.2008 kl. 17:55

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Það er ekki gott að maður á borð við starfandi sjávarútvegsráðherra skuli hafa þau völd sem hann hefur.  Þetta er mitt mat. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 28.2.2008 kl. 18:39

3 Smámynd: Jóhann Elíasson

Er ekki næst á dagskránni hjá HAFRÓ að endurskoða mælingarnar á stofnstærð Þorsks?  Þá er hringlandahátturinn fullkomnaður.

Jóhann Elíasson, 28.2.2008 kl. 20:44

4 Smámynd: Hallgrímur Guðmundsson

Ég ætla að orða þetta af varúð vegna hættu á málssókn, þetta eru ...................................................................................... heilalausir.................................................................................... Þið lesendur góðir geti svo dundað við að fylla í eyðuna.

Hallgrímur Guðmundsson, 28.2.2008 kl. 23:13

5 identicon

Jamm .. H.G. .. ég er búin að því!!!! Kv.E.

Edda (IP-tala skráð) 29.2.2008 kl. 01:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband