18.2.2008 | 19:59
Getur Samfylkingin reiknað barn í konu?
Samfylkingin fer mikinn í útreikningum sínum á því hvað hægt er að fá fyrir að leigja út 12.000 tonna byggðakvóta. Fyrir þessi 12.000 tonn telur Ingibjörg Sólrún Gísladóttir að hægt sé að fá heila 2 milljarða. Þá er líklegast reiknað með að kílóið af þorski sé leigt út á um 170 krónur. Samkvæmt Verðlagsstofu skiptaverðs var vegið meðalverð alls þorskaflans tæpar 180 krónur á kíló þannig að það sem situr eftir þegar búið er að borga leigu eru heilar 10 krónur á kíló til að standa undir rekstri við útgerðina og borga sjómönnum laun.
Með þessum útreikningum væri hægt að leigja allan þorskafla á Íslandsmiðum fyrir um 22 milljarða króna. Virði hans er samkvæmt opinberri stofnun 23,4 milljarðar þannig að það sem eftir situr er ekki há upphæð.
Þessar tölur sem Samfylkingin notar til viðmiðunar eru það viðmiðunarverð sem leiguliðar þurfa að greiða einhverjum handhafa kvótans fyrir að fá að veiða hann, algjört jaðarverð. Útgerðir sem þurfa að greiða þetta verð lifa alls ekki af venjulegum þorskveiðum, heldur þarf að stefna markvisst að því að veiða stærri fisk sem gefur þá hærra verð en meðalverðið segir til um og veiða ýsu í meira mæli þar sem leiguverð er mun lægra og gefur þá útgerðinni eitthvert lítilræði í aðra hönd.
Það er vonandi að Samfylkingin komi sér niður úr fílabeinsturninum, fari betur yfir útreikninga sína og átti sig á því hvers konar vitleysa er í gangi í sjávarútvegi landsmanna.
Þessir útreikningar Samfylkingarinnar minna núna óneitanlega á útreikninga Sölva Helgasonar sem fór mikinn og reiknaði m.a. tvíbura í eina afríkanska og var annað barnið hvítt og hitt svart. Nú reiknar Samfylkingin tugi ef ekki hundruð milljóna í hvert og eitt sjávarþorp landsmanna.
Segir tímabært að endurskoða byggðakvóta | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bloggvinir
- Helga Þórðardóttir
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Jens Guð
- Hallgrímur Guðmundsson
- Ásta Hafberg S.
- Jóhann Elíasson
- Aðalheiður Ámundadóttir
- Óskar Helgi Helgason
- Georg Eiður Arnarson
- Óskar Þorkelsson
- Jakob Falur Kristinsson
- Kolbrún Stefánsdóttir
- Baldvin Jónsson
- Jakobína Ingunn Ólafsdóttir
- Ragnheiður Ólafsdóttir
- Hallur Magnússon
- Sigurður Þórðarson
- Gunnlaugur B Ólafsson
- Guðrún María Óskarsdóttir.
- Katrín
- Þarfagreinir
- Samtök sjálfstæðra í sjávarútvegi
- Frjálslyndi flokkurinn í Eyjafirði
- Hallgrímur Óli Helgason
- Jón Kristjánsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Jón Valur Jensson
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Kjartan Eggertsson
- Halla Rut
- Ingólfur Þór Guðmundsson
- Grétar Pétur Geirsson
- Guðrún Þóra Hjaltadóttir
- J. Einar Valur Bjarnason Maack
- ragnar bergsson
- Bjarni Harðarson
- Rannveig Þorvaldsdóttir
- Sigurður Sigurðsson
- Eiríkur Guðmundsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- erlahlyns.blogspot.com
- Agný
- Guðjón Ólafsson
- Einar Ben
- Jón Aðalsteinn Jónsson
- Georg P Sveinbjörnsson
- Gunnar Freyr Hafsteinsson
- Ólafur Ragnarsson
- Guðrún Magnea Helgadóttir
- Ólafur Björn Ólafsson
- Halldór Jónsson
- Elvar Atli Konráðsson
- Kristján H Theódórsson
- Guðjón Sigþór Jensson
- Helgi Már Barðason
- Brynja Hlíf Þorsteinsdóttir
- Víðir Benediktsson
- Valgerður Sigurðardóttir
- Jens Sigurjónsson
- Vestfirðir
- Sigurður Ásbjörnsson
- Jón Magnússon
- Viðar Friðgeirsson
- Axel Jóhannes Yngvason
- Svava S. Steinars
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Quackmore
- Árni "Gamli" Einarsson
- Haukur Már Helgason
- Þóra Guðmundsdóttir
- Heiða Þórðar
- Steingrímur Ólafsson
- Vefritid
- Ársæll Níelsson
- S. Einar Sigurðsson
- Rannveig H
- Gísli Gíslason
- Bjarni Kjartansson
- Steingrímur Helgason
- Fiðrildi
- Baldur Fjölnisson
- Þorsteinn Ásgeirsson (Icerock)
- Linda Lea Bogadóttir
- Félag Ungra Frjálslyndra
- Hanna
- Sverrir Stormsker
- Ottó Marvin Gunnarsson
- gudni.is
- Einar Vignir Einarsson
- Hákon Unnar Seljan Jóhannsson
- Valgerður Halldórsdóttir
- Guðmundur Jónas Kristjánsson
- Sæþór Helgi Jensson
- Fríða Björk Einarsdóttir
- Jóhann Kristjánsson
- Oddur Helgi Halldórsson
- Guðrún Jóna Gunnarsdóttir
- María Harðardóttir og Þorsteinn Narfason
- Grétar Rögnvarsson
- Ragnar Þór Ingólfsson
- Róbert Guðmundur Schmidt
- Steinn Hafliðason
- Landssamband ungra frjálslyndra
- Bergþóra Árnadóttir - RIP 15.2.48 - 8.3.07
- Þórir Aðalsteinsson
- Vilborg Traustadóttir
- Arnþrúður Karlsdóttir
- Sævar Einarsson
- Ketilás
- Ómar Pétursson
- Eyþór Grétar Grétarsson
- FF
- Jón Þór Bjarnason
- Óskar Þ. G. Eiríksson
- Vilhjálmur Árnason
- Alexander Kristófer Gústafsson
- Róbert Tómasson
- Landvernd
- ThoR-E
- Haraldur Baldursson
- Sigurður Jón Hreinsson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- busblog.is
- Sigríður Inga Sigurjónsdóttir
- Himmalingur
- Svanhildur Karlsdóttir
- Gísli Birgir Ómarsson
- Árni Árnason
- Grétar Mar Jónsson
- Perla
- Ingunn Guðnadóttir
- Irma Þöll
- Skattborgari
- Gulli litli
- Jón Snæbjörnsson
- Þráinn Jökull Elísson
- Sigríður Elfa Eyjólfsdóttir
- Mál 214
- Bullukolla
- kreppukallinn
- hreinsamviska
- Arinbjörn Kúld
- Orgar
- Guðjón Baldursson
- Gunnar Þór Gunnarsson
- Hörður B Hjartarson
- Gunnar Björn Björnsson
- Haraldur Hansson
- Þórólfur S. Finnsson
- Birna Steingrímsdóttir
- Gestur Guðjónsson
- Jónas Rafnar Ingason
- Stríða
- Götusmiðjan
- Brynja skordal
- Haraldur Bjarnason
- Guðmundur Óli Scheving
- Ásta
- Markús frá Djúpalæk
- Jörundur Garðarsson
- MIS
- Þorsteinn H. Gunnarsson
- Björn Júlíus Grímsson
- S Kristján Ingimarsson
- Bryndís Haraldsdóttir
- Þórður Björn Sigurðsson
- Magnús Kristjánsson
- Bergur Sigurðsson
- Guðrún Ólafía Brynleifsdóttir
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Ólafía Herborg Jóhannsdóttir
- Heimssýn
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Óskar Arnórsson
- Sigurbjörn Svavarsson
- Árni Davíðsson
- Lúðvík Lúðvíksson
- Árelíus Örn Þórðarson
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Jakob Þór Haraldsson
- Guðrún Katrín Árnadóttir
- Þorsteinn Valur Baldvinsson
- L.i.ú.
- Rafn Gíslason
- Vilhjálmur Sveinn Björnsson
- Samtök Fullveldissinna
- Vaktin
- Arnar Guðmundsson
- Lárus Baldursson
- Sveinn Elías Hansson
- Þórarinn Baldursson
- Kjartan Magnússon
- ÞJÓÐARHEIÐUR - SAMTÖK GEGN ICESAVE
- Berglind Steinsdóttir
- Bjarney Vigdís Ingimundardóttir
- BJÖRK
- Björn Emilsson
- Dagný
- Dominus Sanctus.
- Friðgeir Sveinsson
- Guðmundur Ásgeirsson
- Guðmundur Pálsson
- Helgi Þór Gunnarsson
- Högni Snær Hauksson
- Inga Sæland Ástvaldsdóttir
- Jón Þórhallsson
- Kristján P. Gudmundsson
- Ómar Bjarki Smárason
- Ragnar Stefán Rögnvaldsson
- Rósa Aðalsteinsdóttir
- Samstaða þjóðar
- Sigurður Ingólfsson
- Stefán Júlíusson
- Sumarliði Einar Daðason
- Sveinn Björnsson
- Tryggvi Gunnar Hansen
- Úrsúla Jünemann
- Valdimar H Jóhannesson
Tenglar
Mínir tenglar
- Losnað við pestina Þetta hefur reynst mér vel við að losna við allar pestir þá 5 mánuði sem ég hef reynt immiflexið
- Ginseng Hér fæ ég kraftinn
- Frjálslyndi flokkurinn Vill breyta kvótakerfinu
- Ungmennasamband Skagafjarðar Ég er formaður
- Hér kaupi ég tölvudótið Ódýrt og gott
Sjávarútvegsmál
- Hafró Stofnunin þar sem ákveðið er hversu mikið má veiða
- Landssamband íslenskra útvegsmanna LÍÚ
- Landssamband smábátaeigenda LS
- Jörgen Niclasen Formaður Fólkaflokksins í Færeyjum
- Helgi Áss Grétarsson Sérfræðingur í HÍ á vegum LÍÚ
Fréttamiðlar
- Al Jazeera Gefur Bandaríkjamönnum engin grið
- BBC BBC
- Börsen Dönsk fjármálasíða
- Seðlabankinn Musteri Davíðs
Nýjustu athugasemdir
- Bara ef það hentar mér: Hér má sjá ráðleggingar Hafró um afla hvers árs og það sem enda... 7.1.2025
- Bara ef það hentar mér: "Vagn" svei mér þá þú ert bara mun meiri "GRAUTARHAUS" en ég ha... 7.1.2025
- Bara ef það hentar mér: Jóhann, úthlutaður kvóti, veiðiheimildir, er ekki það sama og r... 7.1.2025
- Bara ef það hentar mér: Pálmi það skal tekið fram að ég fylgjandi auknum veiðiheimildum... 7.1.2025
- Bara ef það hentar mér: Sæll Sigurjón Þú ert bara ekki að bera saman epli og epli. Þú v... 7.1.2025
- Bara ef það hentar mér: Hvað er eiginlega á milli eyrnanna á þér "Vagn"???? Kvóti og v... 7.1.2025
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.1.): 0
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 86
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 73
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Myndaalbúm
Eldri færslur
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Janúar 2024
- Apríl 2023
- Október 2022
- Október 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Janúar 2019
- Apríl 2018
- Desember 2017
- Október 2016
- Ágúst 2016
- Janúar 2016
- Nóvember 2015
- Nóvember 2014
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Desember 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
Af mbl.is
Viðskipti
- Hlutfall Marels í OMX 15 mun halda áfram að minnka
- Munurinn sýni fram á einokun
- Samdráttur í sölu kampavíns í fyrra
- Breytti landslagi markaðarins
- Krísur eru álagspróf fyrir vörumerki
- Arion áætlar um 8,3 milljarða hagnað
- Vill ekki endurvekja ÍL-sjóðsfrumvarpið
- David Léclapart engum öðrum líkur
- Hagræðing þýðir sókn
- Ferðaþjónustan haldi dampi
Athugasemdir
Blessuð sé minning Sólon íslandus !
Níels A. Ársælsson., 18.2.2008 kl. 20:10
Já ég er ekki að sjá þetta ganga upp heldur...
Aðalheiður Ámundadóttir, 18.2.2008 kl. 20:12
Sæll, Nafni.
Það er ekkert nýtt þó Samfylkingin reikni barn í konu, Sólon íslandus reiknar fyrir hana, hefur áður komið fram á mínu blogi.
Kv, Sigurjón Vigfússon
Rauða Ljónið, 18.2.2008 kl. 21:17
Ekki verður dregið úr brottkasti nem komið á jafnrétti með því að ríkið okri á örfáum tonnum af byggðakvóta. Þetta heitir á mannamáli að skera rófuna af hundinum til að halda honum veislu.
Sigurður Þórðarson, 18.2.2008 kl. 21:51
Ályt muslimanna í mannréttindanefdinni, gengur út á það að það sé mannréttindabrot að taka gjald fyrir veiðirétt, af sjómönnum sem hafa haft það að atvinnu, að stunda veiðar.Ingibjörg verður að lesa betur.
Sigurgeir Jónsson, 18.2.2008 kl. 21:59
Ég fæ ekki með nokkru móti séð hvernig þessi "vitleysa" hjá ISG, getur verið "viðbrögð" við áliti mannréttindanefndarinnar?
Jóhann Elíasson, 18.2.2008 kl. 22:29
Þetta eru ekki viðbrögð við áliti nefndarinnar, eða ekki rétt viðbrögð allavega. Einu réttmætu viðbrögðin eru þau að tryggja að allir sitji við sama borð og þeir sem heimildirnar fengu án endurgjalds hér um árið.
Aðalheiður Ámundadóttir, 18.2.2008 kl. 23:01
Ingibjörg vill selja byggðakvótann, þann eina sem er ekki enn í "einkaeign", til þess að afla peninga svo fólk geti gert eitthvað annað (en að stunda sjó).
Sem sagt; síðustu bröndurnar skulu undir stóru karlana. Þá verður verkið fullkomnað.
Og - Grétar Mar er bara hrifinn af þessu skv. Fréttablaðinu! Var ekki markmiðið að losa okkur við kvótakerfið?
Jón Kristjánsson, 19.2.2008 kl. 12:19
Ég ég eftir að sjá Fréttablaðið en ég á bágt með að trúa því að Grétar sé yfir sig hrifinn.
Sigurjón Þórðarson, 19.2.2008 kl. 12:42
Málið er að kvótinn er 130.000.000kg og hann er gefinn og svo leygja þeir sem fengu hann að gjöf hann út á 100kr/kg, afhverju ætti ríkið ekki að leigja hann út á þetta? skapar 13milljarða í ríkisjóð í staðinn gætum við hætt með tolla og aukið menntun og lækkað skatta á fyrirtæki.
Það er nú Pétur Blöndal sem mest hefur talað fyrir þessari lausn, en vandamálið er að það eru svo margar lausnir að það er pólitískt sjálfsmorð að ætla að taka á þessu úr þessu.
Ef menn vilja leigja kvóta á 170kr.kg þá reikna menn vondandi ekki bara með 10kr til að halda í sér lífinu, eins og þegar menn leigja land eða húsnæði undir starfsemi, auðvitað er þeim alveg frjálst að leigja ekki þennan kvóta ef menn eru ósáttir. Þá leigja hann bara aðrir sem kunna betur að reka útvegsfyrirtæki.
Johnny Bravo, 19.2.2008 kl. 13:04
Í þínu gamla kjördæmi Sigurjón voru margir sjávarútvegsbændur, stórir og smáir, á fundi með Ingibjörgu hér á Akureyri í gærkvöldi. Mér heyrðist ekki betur að ýmisir jafnvel F-lista tengdir voru alveg tilbúinir að útfæra þessa hugmynd. Þetta er hugmynd til að vinna sig út úr þessu kerfi enda ljóst að það þarf að bregðast við áliti mannréttindanefndar SÞ. Ég skora frekar á þig Sigurjón að koma upp úr skotgröfinni og vinna að lausnum á þessu verkefni. Það er ekki fyrirfram hægt að gefa sér kílóaverð eftir svona breytingar. Svo eru til hugmyndir eins og löndunarskylda og svo frv. Mikilvægast er að grafa sig ekki niður og hvika ekki frá því. Tvær hugmyndir hafa ekki verið ræddar s.s. að opna kerfið neðan frá, eða móta stefnu gangvart því ef leyfð verður meiri veiði á þorski.
Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 19.2.2008 kl. 13:41
Gísli mér finnst það glæfralegt af þér að ýja að því að ég hafi ekki komið með lausnir á því hvernig best sé að losna úr klóm kvótakerfisins.
Pistill minn upplýsir hversu fráleit upphæðin er sem sérfræðingar Samfylkingarinnar reiknuðu út, að hægt væri að fá fyrir leigu á 12.000 tonna þorskkvóta og Ingibjörg Sólrún bar á borð fyrir landsmenn.
Sigurjón Þórðarson, 19.2.2008 kl. 15:18
Johnny þetta er aðeins flóknara en það sýnist vera í fyrstu þar sem þorskur og þorskur er ekki það sama. Ef þú leigir 10 kg kvóta á verði Ingibjargar þá þarftu að reiða fram 1.700 kr. ef þú veiðir einn stóran þorsk sem vegur 10 kg. þá er hægt að fá 4oo kr. fyrir kg og þá fæst 4.000 fyrir gollann og mismunur á leigu og verðsins er 2.300 kr. sem rennur til útgerðarinnar.
Ef það eru 10 litlir sem vega um 1 kg hver sem veiðast, þá fæst einungis um 100 kr per kg og í heild sinni fæst fyrir aflann 1.000 kr. þegar sjómaðurinn er síðan búinn að greiða leiguverð Ingibjargar þarf hann að greiða með sér um 700 kr.
Þetta leiðir í fyrsta lagi af sér að áfram verður mikill hvati til brottkasts og í öðru lagi þá bitnar þetta öllu fremur á þeim veiðisvæðum s.s. hér norðanlands þar sem fiskur er öllu jafnan minni.
Sigurjón Þórðarson, 19.2.2008 kl. 15:45
Það semég benti á Sigurjón að það er alls ekki sátt um þá leið sem þú bendir á, og ég vildi fá álit fleirri á þínum útreikningum á sölu byggðarkvóta. Ef þínir reikningar eru réttir gott og vel þá er ljóst að leiðin er þyrnum stráð. Mér hefur verið bent á ráðstefnu sem Háskólinn á Akureyri hélt um sjávarútvegsmál 2003. Þar séu áhugaverðar hugmyndir um hvernig megi snúa ofan af kerfinu. Það er nefnilega verkurinn.
Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 19.2.2008 kl. 15:45
Það alvarlega í þessu máli er að það var hvorki Pétur eða Páll sem sendi frá sér þessa glórulausu ályktun. Það var formaður næst-stærsta stjórnmálaflokks okkar og ráðherra í ríkisstjórn.
Þessi, einhver viðkvæmustu efnahagsmál og byggðaröskunarmál þjóðarinnar eru greinilega í höndum fólks sem talar um þau eins og ábyrgðarlausir galgopar.
Athyglisvert er svo að sjá hér vegið að þér Sigurjón fyrir ábyrgðarlausan málflutning í tengslum við þetta mál. Mér eiginlega ofbýður.
Árni Gunnarsson, 19.2.2008 kl. 15:46
Kalli Tomm hjá mér í kvöld kl 21 þú sérlega velkominn.
Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 19.2.2008 kl. 19:31
Gísli vorum við ekki á sama fundinum? Um hvað talaði ég, var það ekki akkúrat að opna kerfið neðan frá? Gísli minn þú varst á fremsta bekk og það er algjörlega vonlaust að þetta hafi farið framhjá þér minn kæri. Og hugmyndin um byggðarkvóta brask Ingibjargar var lítið tekið fyrir.
Hallgrímur Guðmundsson, 20.2.2008 kl. 01:09
Sæll Sigurjón , leiga í krókakerfinu er í dag 210 kr og 240 kr í aflamarkskerfinu . Samkvæmt mínum útreikningum þá kostar ca 30 til 50 kr kg að veiða það á línu sé línuveiði stunduð allt árið um kring . kv .
PS. Til hamingju með FF fyrir norðan.
Georg Eiður Arnarson, 20.2.2008 kl. 07:55
Hallgrímur: Ég sagði einmitt að rætt hefði verið um það að opna kerfið neðan frá, sjá ofar. Mér heyrist Hallgrímur að tónninn í athugasemd þinni sé ekki í þá átt að leysa þetta verkefni. Miklu frekar drullukaka úr hinni skotgröfinni. Ósköp væri gaman ef þú/þið yrðuð lausnamiðaðir í þessu máli. Morgunljóst að þínar hugmyndir hafa ekki brautargengi. Já, eru þessar fréttir í Fréttablaðinu i gær réttar?! Ef svo er þá er hann inn á "braski Ingibjargar".
Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 20.2.2008 kl. 09:31
Sæll Gísli, ég las bar færsluna frá þér og þar segir þú þetta " Tvær hugmyndir hafa ekki verið ræddar s.s. að opna kerfið neðan frá, eða móta stefnu gangvart því ef leyfð verður meiri veiði á þorski" Tilv líkur. Ekki veit ég hvernig þú getur sagt það að mínar hugmyndir hafi ekki brautargengi.
Miða við undirtektir sem samtökin hafa fengið get ég ekki fundið annað hjá fólki en góðar undirtektir. Við skulum leifa samtökunum að fæðast, fljótlega munum við fara að senda frá okkur þær hugmyndir sem við höfum fram að færa. Í skotgrafarhernað förum við ekki, það verður komið með hugmyndir sem hægt verður að ræða um svo einfalt er það.
Við sem komum að stofnun þessara samtaka trúum því staðfastlega að það má gera breytinga á þessu kerfi byggðunum til heilla, ég er ekki einn í þessu það ætti öllum að vera ljóst þó svo það hafi verið ég sem hef komið fram í fjölmiðlum. Í orðastríð og leiðindum í fjölmiðlum ætla ég ekki að standa minn kæri, verkin verða látin tala.
Ekki get ég tjáð mig um fréttina í Fréttablaðinu þar sem málið er mér með öllu ókunnugt. Það væri óábyrgt af mér að tjá mig um það sem ég ekki þekki, ekki satt? En með þennan fund hjá Sollu verð ég að segja eitt, það er nauðsynlegt að halda svona fundi það verður að gefa fólki tækifæri til að koma fram og tjá sig um þessi mál, það getur í það minnsta ekki skaða meira en þetta kerfi hefur nú þegar skaðað.
Hallgrímur Guðmundsson, 20.2.2008 kl. 09:54
Þá erum við næstum þvi að fallast í faðma Hallgrímur!
Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 20.2.2008 kl. 11:19
Sæll aftur Gísli, svona viljum við gera hlutina. Ræða málin og finna á þeim flöt sem raunhæft er að leggja fram. Það liggur alveg ljóst fyrir að verkefnin eru risastór en hvaða verk er þess eðlis að ekki megi leysa það? Fyrst mannskepnunni tókst að komast til Tunglsins og til baka, þá er þetta verk sem er vel leysanlegt ekki satt?
Hallgrímur Guðmundsson, 20.2.2008 kl. 12:39
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.