30.1.2008 | 23:48
Magnús saltar Einar Kristin
Það er alltaf hálfundarleg upplifun að verða vitni að því þegar núverandi sjávarútvegsráðherra ver kvótakerfið út í eitt í ljósi þess að barátta hans gegn kerfinu skolaði honum ítrekað á þing. Í gærkvöldi gat þjóðin enn og aftur fylgst með ráðherranum í algjörri nauðvörn fyrir arfavitlausu kerfi sem brýtur mannréttindi á þegnunum. Sá sem sótti að honum í Kastljósinu í gær var varaformaður Frjálslynda flokksins sem beitti yfirvegaðri rökfærslu um að kerfið væri komið í þrot.
Helsta vörn Einars Kristins var að hanga á orðinu og láta móðan mása um nánast ekki neitt, sérstaklega fannst mér grátbroslegt þegar hann sagðist endilega þurfa að koma einhverju að, alltaf bara einhverju sem var svo hvorki eitt né neitt.
Staða Einars er að mörgu leyti þröng og ég hef á tilfinningunni að hann vilji stundum fara aðrar leiðir en að fylgja nákvæmlega forskrift LÍÚ, en virðist þó ekki hafa kjark í það þegar á hólminn er komið. Kvótakerfið á sér æ færri formælendur og ég tel mig finna að ýmsir flokkshestar Sjálfstæðis-og Framsóknarflokks sem lengi voru fylgjandi kerfinu séu farnir að játa með sjálfum sér að kerfið er gjaldþrota og gengur engan veginn upp.
Það örlar þó á að einstaka samfylkingarmenn sem hafa lítið vit á sjávarútvegi séu nú hálft í hvoru orðnir talsmenn kerfisins, eflaust til að halda í hlýju hjónasængurinnar.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bloggvinir
- Helga Þórðardóttir
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Jens Guð
- Hallgrímur Guðmundsson
- Ásta Hafberg S.
- Jóhann Elíasson
- Aðalheiður Ámundadóttir
- Óskar Helgi Helgason
- Georg Eiður Arnarson
- Óskar Þorkelsson
- Jakob Falur Kristinsson
- Kolbrún Stefánsdóttir
- Baldvin Jónsson
- Jakobína Ingunn Ólafsdóttir
- Ragnheiður Ólafsdóttir
- Hallur Magnússon
- Sigurður Þórðarson
- Gunnlaugur B Ólafsson
- Guðrún María Óskarsdóttir.
- Katrín
- Þarfagreinir
- Samtök sjálfstæðra í sjávarútvegi
- Frjálslyndi flokkurinn í Eyjafirði
- Hallgrímur Óli Helgason
- Jón Kristjánsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Jón Valur Jensson
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Kjartan Eggertsson
- Halla Rut
- Ingólfur Þór Guðmundsson
- Grétar Pétur Geirsson
- Guðrún Þóra Hjaltadóttir
- J. Einar Valur Bjarnason Maack
- ragnar bergsson
- Bjarni Harðarson
- Rannveig Þorvaldsdóttir
- Sigurður Sigurðsson
- Eiríkur Guðmundsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- erlahlyns.blogspot.com
- Agný
- Guðjón Ólafsson
- Einar Ben
- Jón Aðalsteinn Jónsson
- Georg P Sveinbjörnsson
- Gunnar Freyr Hafsteinsson
- Ólafur Ragnarsson
- Guðrún Magnea Helgadóttir
- Ólafur Björn Ólafsson
- Halldór Jónsson
- Elvar Atli Konráðsson
- Kristján H Theódórsson
- Guðjón Sigþór Jensson
- Helgi Már Barðason
- Brynja Hlíf Þorsteinsdóttir
- Víðir Benediktsson
- Valgerður Sigurðardóttir
- Jens Sigurjónsson
- Vestfirðir
- Sigurður Ásbjörnsson
- Jón Magnússon
- Viðar Friðgeirsson
- Axel Jóhannes Yngvason
- Svava S. Steinars
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Quackmore
- Árni "Gamli" Einarsson
- Haukur Már Helgason
- Þóra Guðmundsdóttir
- Heiða Þórðar
- Steingrímur Ólafsson
- Vefritid
- Ársæll Níelsson
- S. Einar Sigurðsson
- Rannveig H
- Gísli Gíslason
- Bjarni Kjartansson
- Steingrímur Helgason
- Fiðrildi
- Baldur Fjölnisson
- Þorsteinn Ásgeirsson (Icerock)
- Linda Lea Bogadóttir
- Félag Ungra Frjálslyndra
- Hanna
- Sverrir Stormsker
- Ottó Marvin Gunnarsson
- gudni.is
- Einar Vignir Einarsson
- Hákon Unnar Seljan Jóhannsson
- Valgerður Halldórsdóttir
- Guðmundur Jónas Kristjánsson
- Sæþór Helgi Jensson
- Fríða Björk Einarsdóttir
- Jóhann Kristjánsson
- Oddur Helgi Halldórsson
- Guðrún Jóna Gunnarsdóttir
- María Harðardóttir og Þorsteinn Narfason
- Grétar Rögnvarsson
- Ragnar Þór Ingólfsson
- Róbert Guðmundur Schmidt
- Steinn Hafliðason
- Landssamband ungra frjálslyndra
- Bergþóra Árnadóttir - RIP 15.2.48 - 8.3.07
- Þórir Aðalsteinsson
- Vilborg Traustadóttir
- Arnþrúður Karlsdóttir
- Sævar Einarsson
- Ketilás
- Ómar Pétursson
- Eyþór Grétar Grétarsson
- FF
- Jón Þór Bjarnason
- Óskar Þ. G. Eiríksson
- Vilhjálmur Árnason
- Alexander Kristófer Gústafsson
- Róbert Tómasson
- Landvernd
- ThoR-E
- Haraldur Baldursson
- Sigurður Jón Hreinsson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- busblog.is
- Sigríður Inga Sigurjónsdóttir
- Himmalingur
- Svanhildur Karlsdóttir
- Gísli Birgir Ómarsson
- Árni Árnason
- Grétar Mar Jónsson
- Perla
- Ingunn Guðnadóttir
- Irma Þöll
- Skattborgari
- Gulli litli
- Jón Snæbjörnsson
- Þráinn Jökull Elísson
- Sigríður Elfa Eyjólfsdóttir
- Mál 214
- Bullukolla
- kreppukallinn
- hreinsamviska
- Arinbjörn Kúld
- Orgar
- Guðjón Baldursson
- Gunnar Þór Gunnarsson
- Hörður B Hjartarson
- Gunnar Björn Björnsson
- Haraldur Hansson
- Þórólfur S. Finnsson
- Birna Steingrímsdóttir
- Gestur Guðjónsson
- Jónas Rafnar Ingason
- Stríða
- Götusmiðjan
- Brynja skordal
- Haraldur Bjarnason
- Guðmundur Óli Scheving
- Ásta
- Markús frá Djúpalæk
- Jörundur Garðarsson
- MIS
- Þorsteinn H. Gunnarsson
- Björn Júlíus Grímsson
- S Kristján Ingimarsson
- Bryndís Haraldsdóttir
- Þórður Björn Sigurðsson
- Magnús Kristjánsson
- Bergur Sigurðsson
- Guðrún Ólafía Brynleifsdóttir
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Ólafía Herborg Jóhannsdóttir
- Heimssýn
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Óskar Arnórsson
- Sigurbjörn Svavarsson
- Árni Davíðsson
- Lúðvík Lúðvíksson
- Árelíus Örn Þórðarson
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Jakob Þór Haraldsson
- Guðrún Katrín Árnadóttir
- Þorsteinn Valur Baldvinsson
- L.i.ú.
- Rafn Gíslason
- Vilhjálmur Sveinn Björnsson
- Samtök Fullveldissinna
- Vaktin
- Arnar Guðmundsson
- Lárus Baldursson
- Sveinn Elías Hansson
- Þórarinn Baldursson
- Kjartan Magnússon
- ÞJÓÐARHEIÐUR - SAMTÖK GEGN ICESAVE
- Berglind Steinsdóttir
- Bjarney Vigdís Ingimundardóttir
- BJÖRK
- Björn Emilsson
- Dagný
- Dominus Sanctus.
- Friðgeir Sveinsson
- Guðmundur Ásgeirsson
- Guðmundur Pálsson
- Helgi Þór Gunnarsson
- Högni Snær Hauksson
- Inga Sæland Ástvaldsdóttir
- Jón Þórhallsson
- Kristján P. Gudmundsson
- Ómar Bjarki Smárason
- Ragnar Stefán Rögnvaldsson
- Rósa Aðalsteinsdóttir
- Samstaða þjóðar
- Sigurður Ingólfsson
- Stefán Júlíusson
- Sumarliði Einar Daðason
- Sveinn Björnsson
- Tryggvi Gunnar Hansen
- Úrsúla Jünemann
- Valdimar H Jóhannesson
Tenglar
Mínir tenglar
- Losnað við pestina Þetta hefur reynst mér vel við að losna við allar pestir þá 5 mánuði sem ég hef reynt immiflexið
- Ginseng Hér fæ ég kraftinn
- Frjálslyndi flokkurinn Vill breyta kvótakerfinu
- Ungmennasamband Skagafjarðar Ég er formaður
- Hér kaupi ég tölvudótið Ódýrt og gott
Sjávarútvegsmál
- Hafró Stofnunin þar sem ákveðið er hversu mikið má veiða
- Landssamband íslenskra útvegsmanna LÍÚ
- Landssamband smábátaeigenda LS
- Jörgen Niclasen Formaður Fólkaflokksins í Færeyjum
- Helgi Áss Grétarsson Sérfræðingur í HÍ á vegum LÍÚ
Fréttamiðlar
- Al Jazeera Gefur Bandaríkjamönnum engin grið
- BBC BBC
- Börsen Dönsk fjármálasíða
- Seðlabankinn Musteri Davíðs
Nýjustu athugasemdir
- Aðgerðablaðamennska Morgunblaðsins: Takk fyrir svarið, Sigurjón. Inga Sæland sagði í viðtali, "Við ... 23.1.2025
- Aðgerðablaðamennska Morgunblaðsins: Flokkur fólksins var rétt skráður en lögum var síðan breytt got... 23.1.2025
- Aðgerðablaðamennska Morgunblaðsins: Ég las eftirfarandi á Vísi.is: Skrifstofa Alþingis hefur staðf... 23.1.2025
- Aðgerðablaðamennska Morgunblaðsins: Nei alls ekki það er ekki rétt hvernig færðu það út? 22.1.2025
- Aðgerðablaðamennska Morgunblaðsins: Er það ekki rétt að Flokkur fólksins fékk peninga sem hann átti... 22.1.2025
- Aðgerðablaðamennska Morgunblaðsins: Ad hominem. Gerðu betur. 22.1.2025
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (28.1.): 0
- Sl. sólarhring: 17
- Sl. viku: 1041
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 908
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Myndaalbúm
Eldri færslur
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Janúar 2024
- Apríl 2023
- Október 2022
- Október 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Janúar 2019
- Apríl 2018
- Desember 2017
- Október 2016
- Ágúst 2016
- Janúar 2016
- Nóvember 2015
- Nóvember 2014
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Desember 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
Athugasemdir
Er nú frjálslyndi flokkurinn kominn á salt og að með fiskifræðing í brúnni. Góður pistill hjá þér Sigurjón, vandræðagangur Einars svipaður og Árna þegar verja átti dómararáðninguna, þ.e. "af því bara" eða "hvað kemur þér þetta við".
Haltu þig við gagnrýni á ríkisstjórnina, slepptu borgarsoranum hann vekur bara hjá manni (ó)geð.
Þórbergur Torfason, 31.1.2008 kl. 00:27
Sammál þér Sigurjón, vildi ekki standa í sporum þessa mans, hann veit ekkert í hvorn fótinn hann á að stíga Líu eða Hafró fótinn, og hvernig skildi honum líða þegar hann kemur í sinn heimabæ og þar í kring og sjá hvernig kvótakerfið er búið að rústa öllu lífi þar. Skil bara ekki hvernig maðurinn getur verið í þessu starfi.
Grétar Rögnvarsson, 31.1.2008 kl. 10:49
Því miður fer ég að hallast að því Sigurjón að þú lesir ekki þau blöð sem Landsamband smábátaeigenda gefur út. Þetta finnst mér slæmt ef rétt er, þar sem þú hefur skrifað í blöð L.S. og gerir vonandi meira af í framtíðinni. Því vil ég benda þér á blað L.S.sem kom út í nóv. 2007 og fjallar úm síðasta landsfund L.S.,meðal annars samþykktar ályktanir sem sendar eru til Alþingis.Ein ályktunin hljóðar svo, L.S.krefst þess að aflahlutdeildarkerfi það sem nú er notað við stjórn fiskveiða hér á landi verði fest í sessi með skýrari lögum um afnotarétt ti framtíðar. Þessi ályktun fór inn á borð Einars Kristins og að sjálfsögðu hlýtur hann að ætlast til þess að hann vinni samkvæmt henni.
Sigurgeir Jónsson, 31.1.2008 kl. 11:45
Ég hef það sterklega á tilfinningunni að það fjari nú rosalega hratt undan fiskveiðistórnunarkerfinu. Árangursleysi þess á öllum sviðum; - ekki síst í uppbyggingu fiskveiða, byggðahrun, álit mannréttindanefndar SÞ, geggjuð skuldsetning á sjávarútveginum, fáránlegar uppsagnir starfsfólks á frábærum útgerðastöðum eins og Akranesi og fleira, - gerir það að verkum að fjölmargir sem hingað til hafa stutt þetta kerfi eru nú að snúa við því bakinu.
"Við getum bara ekki varið þetta lengur", heyri ég sagt.
Hér á ég við lykilfólk í grasrót flokka eins og Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks. Ég hitti þessa dagana æ oftar fólk sem hefur verið gallharðir kvótasinnar en er nú farið að viðurkenna að þetta kerfi hefur beðið skipbrot, að þjóðin megi ekki lengur haldið áfram á þessari braut til glötunar.
Íslenska kvótakerfið er gjaldþrota - bæði efnahagslega, siðferðislega og líffræðilega.
Það er komið að fallaskiptum í þessu máli.
Magnús Þór Hafsteinsson, 31.1.2008 kl. 13:16
Magnús stóð fyrir sínu, eins og vænta mátti. Sagan mun dæma málstað Frjálslynda flokksins hinn rétta.
Guðmundur G. Hreiðarsson (IP-tala skráð) 31.1.2008 kl. 13:58
Já Magnús var góður, brosið sem hann sendi Einari í lokin þegar Einar var búin að koma skít á FF. Hann þurfti aðeins að segja....og svo kom skíturinn. Honum er virkilega vorkunn, hann situr þarna sem strengjabrúða blessaður.
Guðrún Þóra Hjaltadóttir, 31.1.2008 kl. 15:52
Þetta verð ég að sjá. Takk fyrir að bendan á þetta Sigurjón.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 31.1.2008 kl. 16:19
Smellið hér til að sjá innslagið í Kastljósinu
Svo býð ég lesendum að kíkja við hjá mér.
Magnús Þór Hafsteinsson, 31.1.2008 kl. 16:40
Magnús stóð sig afburða vel,en varnarorð Einars urðu að engu ,enda tómt blaður.Ég vona að Magnús og þú Sigurjón komi oftar fram í fjölmiðlum,svo Frjálslindifl.fái aftur ferskan blæ.Þessi fjölmiðla glennuháttur Jón Magnússonar er afar leiðgjarn og einhæfur.
Kristján Pétursson, 31.1.2008 kl. 22:54
Sæll Sigurjón.
Ég er skipsstjóri og hef því mikinn áhuga á þessum málum. Ég hef fylgst með málflutningi ykkar Magnúsar og verð að viðurkenna að ég botna ekkert í honum, þið eruð alltaf í sandkassaleik(sástu hvernig ég tók hann) en gleimið að upplýsa okkur um hvað þið munduð gera ef hætt væri við kvótakerfið. Það er ekkert gagn í mönnum sem sífellt nöldra en bjóða svo engar lausnir sjálfir. Gleymdu því ekki að kjósendur höfnuðu ykkur báðum í síðustu kosningum. hvers vegna skildi það vera, það skyldi þó ekki vera að það botnaði enginn í hvað þið voruð að fara.
Ómar Sigurðsson (IP-tala skráð) 31.1.2008 kl. 23:35
Ómar hvernig er það horfðum við ekki á sama þáttinn? Ég gat ekki betur heyrt en að Magnús hefði margoft lagt fram tillögur um aðrar leðir en þær ófærur sem stjórnvöld hafa viljað þræða á umliðnum 20 árum.
Ff hefur ítrekað lagt fram tillögur og síða í viðtali í Feyki þá lýsti ég mínum viðhorfum en ég hef reyndar gert það margoft. Mér finnst það ekki sanngjörn gagnrýni að það hafi ekki verið lagðar fram neinar tillögur tíl úrbóta en vera má að þú sért einfaldlega ánægður með núverandi kerfi og afleiðingar þess svo að þú vilt engu breyta.
Það er rétt að ég fékk ekki brautargengi í Norðausturkjördæminu þó svo að Ff hafi aukið fylgi sitt í kjördæminu frá kosningum þar á undan. Ég tel að ástæða þess hafi síst af öllu verið sjávarútvegsstefna flokksins sem ég taldi mig finna að ætti mikinn hljómgrunn.
Sigurjón Þórðarson, 1.2.2008 kl. 00:17
Það er alveg á hreinu að skipstjórar og undirmenn hjá kvótabólgnum útgerðum munu bölva sárlega ef tillögur okkar Frjálslyndra ná brautargengi.
Hinsvegar munu dugandi aflaskipstjórar áreiðanlega geta séð sér og sínum farborða ef fiskistofnar fá að vaxa á raunhæfum forsendum sjávarlíffræði.
Árni Gunnarsson, 1.2.2008 kl. 00:37
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.