21.12.2007 | 14:24
Kristinn H. er í andstöðu við formann Frjálslynda flokksins
Í DV í dag gerir Kristinn H. Gunnarsson, þingflokksformaður Frjálslynda flokksins, að umtalsefni að Frjálslyndi flokkurinn sé að hverfa frá þeirri stefnu sinni að aðskilja ríki og kirkju. Í sjálfu sér er eðlilegt að það sé að einhverju leyti ólík afstaða til andlegra mála innan stjórnmálaflokka sem snúast eðli máls samkvæmt að mestu leyti um önnur viðfangsefni. Undir þetta sjónarmið Kristins um að endurskoðunar sé þörf tekur Magnús Þór Hafsteinsson.
Það sem stakk mig sérstaklega í umfjöllun DV var að þingflokksformaður Frjálslynda flokksins tiltekur ein trúarbrögð sérstaklega, þ.e. heiðnina, og segir að þau eigi ekki að sitja við sama borð og þau trúarbrögð sem meirihlutinn aðhyllist. Með þessu talar hann þvert gegn þeirri grundvallarstefnu flokksins að trúarskoðanir fólks séu einkamál þess, allar eigi sinn rétt og að aðskilja beri ríki og kirkju.
Það sem meira er er að formaður flokksins hefur margsinnis lagt fram frumvarp um aðskilnað ríkis og kirkju. Grunnstefið í því máli er að allir landsmenn eigi að sitja við sama borð. Í greinargerð Guðjóns Arnars með frumvarpi sínu segir m.a.:
Efnislega felur þetta frumvarp í sér að öllum trúfélögum skuli gert jafnhátt undir höfði og í samræmi við það skuli stefnt að aðskilnaði ríkis og hinnar evangelísku lútersku kirkju.
Og nokkru síðar:
Með núverandi skipan mála má segja að öðrum trúarhópum en þjóðkirkjunni sé sýnt óréttlæti sem ekki samrýmist eiginlegu trúfrelsi.
Skoðanakannanir hafa leitt í ljós að 6065% þjóðarinnar styðja aðskilnað ríkis og kirkju.
Og enn síðar í greinargerðinni:
Flytjendum þessa frumvarps er öldungis ljóst mikilvægi hins menningarlega og félagslega hlutverks kirkjunnar í samfélaginu. Því felur frumvarpið ekki á neinn hátt í sér óvild í garð kirkjunnar. Með því er einungis ætlunin að tryggja jafnrétti allra þegnanna á þessu sviði sem öðrum í samfélaginu.
Erfitt er að átta sig á skyndilegum trúarhita Kristins H. Gunnarssonar og miklum vilja til að blanda saman stjórn- og trúmálum. Frelsaðir sannkristnir vinir mínir kannast ekki við að Kristinn H. hafi lagt áherslu á þessi mál fyrr. Það vekur einnig upp áleitnar spurningar um hvers vegna þingflokksformaður Frjálslynda flokksins sem enn er lítill flokkur skuli leggja sérstaka áherslu á að örlítið trúfélag ásatrúarmanna skuli vera sett skör lægra en önnur.
Ég sé enga ástæðu aðra en þá að Kristinn H. Gunnarsson vilji tryggja sína stöðu innan Frjálslynda flokksins með því að efna til deilna um trúmál við mig. Ég frábið mér að taka þátt í þeirri deilu með öðrum orðum en þeim að minna á orð frelsarans M.K. 12.17. Gjaldið keisaranum það sem keisarans er, og Guði það sem Guðs er og bréf Páls til Títusar 1.15. Allir hlutir eru hreinum hreinir, en flekkuðum og vantrúuðum er ekkert hreint, heldur er bæði hugur þeirra flekkaður og samviska.
Ég óska Kristni og öðrum landsmönnum gleðilegra jóla.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:51 | Facebook
Bloggvinir
- Helga Þórðardóttir
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Jens Guð
- Hallgrímur Guðmundsson
- Ásta Hafberg S.
- Jóhann Elíasson
- Aðalheiður Ámundadóttir
- Óskar Helgi Helgason
- Georg Eiður Arnarson
- Óskar Þorkelsson
- Jakob Falur Kristinsson
- Kolbrún Stefánsdóttir
- Baldvin Jónsson
- Jakobína Ingunn Ólafsdóttir
- Ragnheiður Ólafsdóttir
- Hallur Magnússon
- Sigurður Þórðarson
- Gunnlaugur B Ólafsson
- Guðrún María Óskarsdóttir.
- Katrín
- Þarfagreinir
- Samtök sjálfstæðra í sjávarútvegi
- Frjálslyndi flokkurinn í Eyjafirði
- Hallgrímur Óli Helgason
- Jón Kristjánsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Jón Valur Jensson
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Kjartan Eggertsson
- Halla Rut
- Ingólfur Þór Guðmundsson
- Grétar Pétur Geirsson
- Guðrún Þóra Hjaltadóttir
- J. Einar Valur Bjarnason Maack
- ragnar bergsson
- Bjarni Harðarson
- Rannveig Þorvaldsdóttir
- Sigurður Sigurðsson
- Eiríkur Guðmundsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- erlahlyns.blogspot.com
- Agný
- Guðjón Ólafsson
- Einar Ben
- Jón Aðalsteinn Jónsson
- Georg P Sveinbjörnsson
- Gunnar Freyr Hafsteinsson
- Ólafur Ragnarsson
- Guðrún Magnea Helgadóttir
- Ólafur Björn Ólafsson
- Halldór Jónsson
- Elvar Atli Konráðsson
- Kristján H Theódórsson
- Guðjón Sigþór Jensson
- Helgi Már Barðason
- Brynja Hlíf Þorsteinsdóttir
- Víðir Benediktsson
- Valgerður Sigurðardóttir
- Jens Sigurjónsson
- Vestfirðir
- Sigurður Ásbjörnsson
- Jón Magnússon
- Viðar Friðgeirsson
- Axel Jóhannes Yngvason
- Svava S. Steinars
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Quackmore
- Árni "Gamli" Einarsson
- Haukur Már Helgason
- Þóra Guðmundsdóttir
- Heiða Þórðar
- Steingrímur Ólafsson
- Vefritid
- Ársæll Níelsson
- S. Einar Sigurðsson
- Rannveig H
- Gísli Gíslason
- Bjarni Kjartansson
- Steingrímur Helgason
- Fiðrildi
- Baldur Fjölnisson
- Þorsteinn Ásgeirsson (Icerock)
- Linda Lea Bogadóttir
- Félag Ungra Frjálslyndra
- Hanna
- Sverrir Stormsker
- Ottó Marvin Gunnarsson
- gudni.is
- Einar Vignir Einarsson
- Hákon Unnar Seljan Jóhannsson
- Valgerður Halldórsdóttir
- Guðmundur Jónas Kristjánsson
- Sæþór Helgi Jensson
- Fríða Björk Einarsdóttir
- Jóhann Kristjánsson
- Oddur Helgi Halldórsson
- Guðrún Jóna Gunnarsdóttir
- María Harðardóttir og Þorsteinn Narfason
- Grétar Rögnvarsson
- Ragnar Þór Ingólfsson
- Róbert Guðmundur Schmidt
- Steinn Hafliðason
- Landssamband ungra frjálslyndra
- Bergþóra Árnadóttir - RIP 15.2.48 - 8.3.07
- Þórir Aðalsteinsson
- Vilborg Traustadóttir
- Arnþrúður Karlsdóttir
- Sævar Einarsson
- Ketilás
- Ómar Pétursson
- Eyþór Grétar Grétarsson
- FF
- Jón Þór Bjarnason
- Óskar Þ. G. Eiríksson
- Vilhjálmur Árnason
- Alexander Kristófer Gústafsson
- Róbert Tómasson
- Landvernd
- ThoR-E
- Haraldur Baldursson
- Sigurður Jón Hreinsson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- busblog.is
- Sigríður Inga Sigurjónsdóttir
- Himmalingur
- Svanhildur Karlsdóttir
- Gísli Birgir Ómarsson
- Árni Árnason
- Grétar Mar Jónsson
- Perla
- Ingunn Guðnadóttir
- Irma Þöll
- Skattborgari
- Gulli litli
- Jón Snæbjörnsson
- Þráinn Jökull Elísson
- Sigríður Elfa Eyjólfsdóttir
- Mál 214
- Bullukolla
- kreppukallinn
- hreinsamviska
- Arinbjörn Kúld
- Orgar
- Guðjón Baldursson
- Gunnar Þór Gunnarsson
- Hörður B Hjartarson
- Gunnar Björn Björnsson
- Haraldur Hansson
- Þórólfur S. Finnsson
- Birna Steingrímsdóttir
- Gestur Guðjónsson
- Jónas Rafnar Ingason
- Stríða
- Götusmiðjan
- Brynja skordal
- Haraldur Bjarnason
- Guðmundur Óli Scheving
- Ásta
- Markús frá Djúpalæk
- Jörundur Garðarsson
- MIS
- Þorsteinn H. Gunnarsson
- Björn Júlíus Grímsson
- S Kristján Ingimarsson
- Bryndís Haraldsdóttir
- Þórður Björn Sigurðsson
- Magnús Kristjánsson
- Bergur Sigurðsson
- Guðrún Ólafía Brynleifsdóttir
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Ólafía Herborg Jóhannsdóttir
- Heimssýn
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Óskar Arnórsson
- Sigurbjörn Svavarsson
- Árni Davíðsson
- Lúðvík Lúðvíksson
- Árelíus Örn Þórðarson
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Jakob Þór Haraldsson
- Guðrún Katrín Árnadóttir
- Þorsteinn Valur Baldvinsson
- L.i.ú.
- Rafn Gíslason
- Vilhjálmur Sveinn Björnsson
- Samtök Fullveldissinna
- Vaktin
- Arnar Guðmundsson
- Lárus Baldursson
- Sveinn Elías Hansson
- Þórarinn Baldursson
- Kjartan Magnússon
- ÞJÓÐARHEIÐUR - SAMTÖK GEGN ICESAVE
- Berglind Steinsdóttir
- Bjarney Vigdís Ingimundardóttir
- BJÖRK
- Björn Emilsson
- Dagný
- Dominus Sanctus.
- Friðgeir Sveinsson
- Guðmundur Ásgeirsson
- Guðmundur Pálsson
- Helgi Þór Gunnarsson
- Högni Snær Hauksson
- Inga Sæland Ástvaldsdóttir
- Jón Þórhallsson
- Kristján P. Gudmundsson
- Ómar Bjarki Smárason
- Ragnar Stefán Rögnvaldsson
- Rósa Aðalsteinsdóttir
- Samstaða þjóðar
- Sigurður Ingólfsson
- Stefán Júlíusson
- Sumarliði Einar Daðason
- Sveinn Björnsson
- Tryggvi Gunnar Hansen
- Úrsúla Jünemann
- Valdimar H Jóhannesson
Tenglar
Mínir tenglar
- Losnað við pestina Þetta hefur reynst mér vel við að losna við allar pestir þá 5 mánuði sem ég hef reynt immiflexið
- Ginseng Hér fæ ég kraftinn
- Frjálslyndi flokkurinn Vill breyta kvótakerfinu
- Ungmennasamband Skagafjarðar Ég er formaður
- Hér kaupi ég tölvudótið Ódýrt og gott
Sjávarútvegsmál
- Hafró Stofnunin þar sem ákveðið er hversu mikið má veiða
- Landssamband íslenskra útvegsmanna LÍÚ
- Landssamband smábátaeigenda LS
- Jörgen Niclasen Formaður Fólkaflokksins í Færeyjum
- Helgi Áss Grétarsson Sérfræðingur í HÍ á vegum LÍÚ
Fréttamiðlar
- Al Jazeera Gefur Bandaríkjamönnum engin grið
- BBC BBC
- Börsen Dönsk fjármálasíða
- Seðlabankinn Musteri Davíðs
Nýjustu athugasemdir
- Bara ef það hentar mér: Hér má sjá ráðleggingar Hafró um afla hvers árs og það sem enda... 7.1.2025
- Bara ef það hentar mér: "Vagn" svei mér þá þú ert bara mun meiri "GRAUTARHAUS" en ég ha... 7.1.2025
- Bara ef það hentar mér: Jóhann, úthlutaður kvóti, veiðiheimildir, er ekki það sama og r... 7.1.2025
- Bara ef það hentar mér: Pálmi það skal tekið fram að ég fylgjandi auknum veiðiheimildum... 7.1.2025
- Bara ef það hentar mér: Sæll Sigurjón Þú ert bara ekki að bera saman epli og epli. Þú v... 7.1.2025
- Bara ef það hentar mér: Hvað er eiginlega á milli eyrnanna á þér "Vagn"???? Kvóti og v... 7.1.2025
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.1.): 0
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 86
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 73
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Myndaalbúm
Eldri færslur
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Janúar 2024
- Apríl 2023
- Október 2022
- Október 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Janúar 2019
- Apríl 2018
- Desember 2017
- Október 2016
- Ágúst 2016
- Janúar 2016
- Nóvember 2015
- Nóvember 2014
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Desember 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
Athugasemdir
Guðsteinn Haukur Barkarson, 21.12.2007 kl. 16:28
Þarna víkur hann aðeins frá beinni stefnu flokksins sem er að stórstofnanir eins og sjúkrahús og skólar séu algjörlega hlutlaus í garð þjóðernis og trúarbragða, ef kallinn hefur skipt um skoðun á því að ríki skilur við rekstur kirkjuna á maðurinn ekki að tala fyrir hönd flokksins,
Mér finnst á þessari lesningu að hann Kristinn H. Gunnarsson sé að stéttarskipta eða forgangsraða trúarbrögðum/söfnuðum og er mín skoðun sú að hann eigi ekki að tala fyrir flokkinn þegar hann gerir það því þá kemur hann upp á móti því sem ég tel vera niðurstaða stefnu flokksins og notar flokkurinn sér þetta "allir jafnir" í rökstuðningi sínum við því að aðskilja eigi ríki og kirkju.
Það er megin ástæða þess að ég styð þennan flokk (en ég má eigi kjósa þannig minn stuðningur skiptir nú litlu eins og er en þetta er mín skoðun)
Ottó Marvin Gunnarsson, 21.12.2007 kl. 16:56
Hvað er nýtt í því að Kristinn H Gunnarsson sé upp á kant við flokkforystu sína ? Ég meina hvernig datt ykkur í hug að taka hann í FF og hvað þá að koma honum á framboðslista efstu manna ?
Annars.. gleðileg jól
Óskar Þorkelsson, 21.12.2007 kl. 16:56
Kristinn H. er vandræðagemsi, sem ekki rekst í hópi hann virðist alltaf vilja fara sínar eigin leiðir en samt er eins og allir flokkar taki honum fagnandi. Vilja menn ekki sjá að þar fer ÚLFUR í SAUÐAGÆRU?
Jóhann Elíasson, 21.12.2007 kl. 21:18
það gleður mitt veraldlega hjarta að sjá svart á hvítu að FF hefur að stefnu...
"Efnislega felur þetta frumvarp í sér að öllum trúfélögum skuli gert jafnhátt undir höfði og í samræmi við það skuli stefnt að aðskilnaði ríkis og hinnar evangelísku lútersku kirkju. "
Ætli maður komi ekki bara x-inu nálægt F næst í kosningum?
Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 21.12.2007 kl. 22:30
Kristinn H. er framsóknarmaður sem reynir að sveigja stefnu FF að framsóknarmennsku. Þegar formanni Framsóknarflokksins, Guðna, klæjar. þá klórar Kristinn sér.
Jens Guð, 21.12.2007 kl. 23:35
Ja hérna, nú er ég hissa. Ég hef ekki lesið umrædda grein í DV en geng út frá því að rétt sé farið með. Hef í raun enga ástæðu til að ætla að svo sé ekki.
Þrátt fyrir það finnst manni þetta með ólíkindum. Að setja eitt trúfélag í annan gæðaflokk í flokki sem berst fyrir jöfnuði milli trúfélaga er mjög sérkennileg hegðun. Ef um væri að ræða einhvern óbreyttan kverúlant eins og mig gæti menn horft í gegnum fingur sér. Reyndar tel ég mig ekki minna kristinn en Kristinn og hef að leiðarljósi að allir menn séu jafnir fyrir Guði og einnig að sá yðar sem syndlaus er kasti fyrsta steininum, því eru þessar hugmyndir andsnúnar minni lífsýn. Málið er öllu vandasamara þegar um er að ræða þingflokksformann flokksins. Hér virðist hann tjá sig gegn því sem Landsþing hefur ákveðið að skuli vera stefna flokksins í umræddu máli.
Sérstaklega er þetta grátlegt með tilliti til þess að formaður flokksins hefur flutt frumvarp á Alþingi sem er alls ekki í samræmi við skoðun Kristins í þessu máli. Að draga laskað fley til hafnar hefur á stundum fært skipstjórum þessa lands frægð og frama. Skipsreka bátsmanninum virðist það eitt koma til hugar að draga botnnegluna úr skipinu sem framlengdi líf hans.
Endir þessa sérkennilega máls hlýtur að verða sá að Kristinn fylgi því sem er ákveðið af flokknum og hans stofnunum. Hann getur afsakað sig með því að allt helgihaldið í desember hafi ruglað hann aðeins í ríminu. Ég vil ekki trúa því að enn eitt ágreiningsmálið sé í uppsiglingu innan flokksins. Ég er ekki viss um að almennir flokksmenn hafi þrek í eitt slíkt enn. Að öðrum kosti mun þessi flokkur fylla spjöld sögunnar sem enn eitt misheppnað framboð. Það myndi kæta kvótagreifa landsins.
Gunnar Skúli Ármannsson, 22.12.2007 kl. 00:12
Gunnar Skúli ég tek undir hvert orð sem þú skrifar,og mikið er ég orðin þreytt á svona endaleysu. 'Eg held að það sé að koma að þeim tíma að ég hugsi minn gang og á það örugglega við um fleyrri.
Rannveig H, 22.12.2007 kl. 01:28
Sæll Sigurjón.
Ég sé sjaldan eða aldrei DV og myndi sennilega seint fara að versla það blað sérstaklega.
Ég held að þú vitir það nú Sigurjón minn að stefna flokksins hefur ekki breyst í þessum málum hvað varðar stefnumótun enda engin breyting á á síðasta Landsþingi.
Það er hins vegar öllum frjálst að ræða sína skoðun á málum Kristni sem öðrum, að ég tel.
kv.gmaria.
Guðrún María Óskarsdóttir., 22.12.2007 kl. 01:28
Gunnar Skúli.
Veldur hver á heldur við að magna deilur og erjur allra handa, alltaf alls staðar og oftar en ekki er þar " litil þúfa " sem veltir þungu hlassi.
Frjálslyndi flokkurinn hefur gengið gegnum marga brotsjói frá upphafi það þekki ég afar vel sem ein af þeim er ausið hafa dallinn á stundum með það að marki að flokkurinn lifi´, því hans er þörf í íslensku stjórnmálalandslagi, full þörf.
Menn innan flokka hvoru tveggja þurfa og verða að gera upp samskipti sín og sjónamiðamun á vettvangi skoðanaskipta innbyrðis sem og ákvarðanatöku um stefnumótun í heild innan flokka á þeim vettvangi sem til þess er.
Kristinn H Gunnarsson gekk til liðs við Frjálslynda flokkinnn var valinn á lista, fór í framboð og var kjörinn á þing fyrir flokkinn.
Jón kom til okkar úr Nýju Afli og Valdimar úr Samfylkingunni og þótt það væri afar sárt að fá ekki Magnús og Sigurjón inn sem þingmenn þá er það svo að okkar flokkur má vel við una að halda þingmannatölu sinni í heild við fráhvarf eins þingmanns á fyrra kjörtímabili úr okkar röðum.
kv.gmaria.
Guðrún María Óskarsdóttir., 22.12.2007 kl. 02:40
Ég held að Kristinn H leggi það ekki í vana sinn að lesa stefnuskrár þeirra flokka sem hann gengur til fylgis við.
Theódór Norðkvist, 22.12.2007 kl. 04:31
Gleðilega hátíð, til þín og fjölskyldu þinnar Sigurjón og þakkir fyrir árið sem er að líða, megi nýtt ár færa ykkur gæfu og gott gengi.
Jóhann Elíasson, 22.12.2007 kl. 09:51
http://www.kristinn.is/ - allt grænt...hehe
Nei sko ég las þessa grein, mér finnst hann vera tala fyrir flokkinn....í þessu tilviki á hann ekki að gera það ef hann er ekki samhliða honum.
Ég vill fá að vita hvar hans stendur með þessum flokk og hvar ekki, það myndi vera mjög þægilegt að vita hvað hann stendur gagnvart FF.
Ottó Marvin Gunnarsson, 22.12.2007 kl. 19:21
Kæra Guðrún María,
það var ekki svona pólitík sem ég hafði í hyggju að stunda síðustu dagana fyrir jól. Það er ekki ég sem hef umræðuna. Ég er þér svo sammála að menn eigi að gera upp mál innan flokks áður en farið er með þau á opinberan vettvang. Ég keypti DV í dag. Ég hafði vonast til að Sigurjón væri að mála skrattann á vegginn. Því miður var svo ekki. Vonandi munum við bæði tvö eiga friðarjól. Vonandi munu menn sitja á sér yfir jólin og hafa að leiðarljósi; að það sem þér viljið að aðrir menn gjöri yður skuluð þér og þeim gjöra.
Gleðileg jól og farsælt komandi ár Guðrún María, mætum hress til leiks á næsta ári.
Gunnar Skúli Ármannsson, 22.12.2007 kl. 22:02
Gleðileg jól - kveðja frá Hafnarfirði
Valgerður Halldórsdóttir, 23.12.2007 kl. 16:57
Gleðileg jól elsku Sigurjón minn og Gunnar Skúli.
kv.gmaria.
Guðrún María Óskarsdóttir., 24.12.2007 kl. 00:01
Gleðileg jól Sigurjón, vonandi náið þið Kristinn sáttum í ykkar málum því þetta getur bara skaðað okkur öll, haldi þetta áfram. Kær kveðja til ykkar beggja.
Georg Eiður Arnarson, 24.12.2007 kl. 00:59
Gleðileg Jól félagi.
Og að sjálfsögðu óska ég þér farsældar á komandi ári líka.
Ólafur Björn Ólafsson, 24.12.2007 kl. 02:06
Gleðileg jól.
Þorkell Sigurjónsson, 24.12.2007 kl. 11:51
Ja hér, einkennileg lesning hér á jólanótt. Er ekki verið að snúa út úr og taka mál úr samhengi? Ég sé ekki betur en að flestir þeir sem tjá sig hér, hafa ekki einu sinni hirt um að lesa heimild höfundar og móta sér síðan skoðanir. Er það svo að stuðningsmenn FF láti skúffumata sig? Er ítroðsuaðferðin sú leið sem virkar best?
Vona að menn staldri við og hugsi hvernig svona málflutningur fer með flokkinn. Átti ekki von á svo óvöndum glósum eins ég les hér að ofan. Sé ekki betur en að það jaðri við níði. Ljótt er, ef satt er.
Guðrún Jóna Gunnarsdóttir, 25.12.2007 kl. 00:11
Hér kemur grein úr STJÓRNARSKRÁ LÝÐVELDISINS ÍSLANDS samkvæmt henni er Kristin H. Gunnarsson í fullum rétti og virðir stjórnarskrána með virtum.
48. grein
,Alþingismenn eru eingöngu bundnir við sannfæringu sína og eigi við neinar reglur frá kjósendum sínum.''
Baldvin Nielsen, Reykjanesbæ
Baldvin Nielsen (IP-tala skráð) 25.12.2007 kl. 02:23
Það er alltaf sárgrætilegt hvernig flokksmenn raða sér niður á ,,arma" með þeim afleiðingum að flokkarnir klofna. Hver kannast ekki við Davíðsarm vs Geirsarm, Halldórsarm vs Guðnaarm, Ingibjargararm vs Össurararm!
Ástæðuna má trúlega rekja til þess að innan flokkanna eru mörg leiðtogaefni og öll vilja þau ráða. Berjast um áhirf og völd, afleiðingin verður sú að fylgjendur raða sér utan um ,,sinn leiðtoga" og síðan verður hver höndin upp á móti annarri.
Innan flokkanna fer fram lýðræðisleg kosning um val á mönnum í áhrifastöður. Niðurstöðunni verða menn að una, sáttir eður ei. Séu þeir það ekki hafa þeir tækifæri til að afla sér fylgis fyrir næstu kosningar. Þeir sem vilja ná árangri byggja gagnrýni sína á málefnalegum grunni, það hefur alltaf reynst heilladrýgst. Það að stuðla að innbyrðis ágreiningi og ólgu færir viðkomandi aldrei þau áhirf sem stefnt er að, þvert á móti.
Ég segi eins og er Sigurjón; ég sakna þín á þingi og vil sjá þig taka þar aftur sæti. En ég vil sjá málefnalegan rökstuðning fyrir gagnrýni þinni og þitt framlag til að halda flokksmönnum saman en ekki í sundur. Hafi verið á þér brotið er eðllegt að sækja það mál stíft á réttum vettvangi. Þar fengir þú réttmætan stuðning en umfram allt þarf að halda fylgjendum þessa unga flokks saman og styrkja innivði hans. Hvað segir reynslan okkur úr röðum annarra flokka? Samfylkingin? Framsókn? Sjálfstæðismenn í borginni? Sundrung verður allaf flokkum að falli, það tekur óratíma að byggja upp traust á ný. Þetta veist þú.
Guðrún Jóna Gunnarsdóttir, 25.12.2007 kl. 14:04
Guðrún: það er mín skoðun að það sé rétt að lesa umrædda heimild í DV áður en fjallað er í löngu máli um eðlileg viðbrögð mín við henni. Ég efast stórlega um að flestir þeir sem tjá sig hér á síðunni um málið hafi ekki lesið umrætt viðtal í DV, eins og þú ætlar.
Ég hef ekki orðið var við neina flokkadrætti í Frjálslynda flokknum eins og þú varar við og nefnir dæmi úr öðrum stjórnmálaflokkum. Ég veit ekki betur en að ýmsir sem hleyptu heimdraganum með Margréti í Íslandshreyfinguna vilji koma tilbaka ef flokkurinn stendur fast á sínum stefnumálum.
Að lokum er rétt að taka undir með gömlum félaga Baldvin Nielsen um að Kristninn H Gunnarsson er í fullum rétti að hafa sína skoðun og fara gegn formanni Frjálslynda flokksins Guðjóni Arnari Kristjánssyni í þessu máli.
Sigurjón Þórðarson, 26.12.2007 kl. 14:09
Gott að heyra. Vona að ótti minn um flokkadrætti reynist rangur.
Hins vegar kemur glögglega í ljós í skrifum sumra hér að ofan að þeir lásu ekki heimildina, á það var ég að benda.
Guðrún Jóna Gunnarsdóttir, 27.12.2007 kl. 01:22
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.