Leita í fréttum mbl.is

Samfylkingin sneiðir að höfuðstaðnum

Mér sem gömlum og gegnum brottfluttnum Akureyringi, nánar tiltekið úr innbænum, rennur til rifja hversu mjög Samfylkingin virðist ætla að sneiða að höfuðstað okkar Norðlendinga. Margir vonuðust til þess að einhver viðsnúningur yrði í byggðastefnu stjórnvalda með nýrri ríkisstjórn og miklum loforðaflaumi Samfylkingarinnar í vor. Sú hefur þó ekki orðið raunin og birtist það í stóru sem smáu, s.s. óábyrgum niðurskurði aflaheimilda og mismunun menntastofnana á landsbyggðinni í fjárframlögum.

Samkvæmt fjárlagafrumvarpi 2008 heldur Háskólinn á Akureyri rétt rúmlega í við verðbólguna, þ.e. eykst um 7,2% frá fjárlögum síðasta árs, á meðan fjárframlög til Háskólans í Reykjavík aukast um 16,4%.

Þessi stefna Samfylkingarinnar kristallast enn fremur í framferði Þórunnar Sveinbjarnardóttur þar sem hún hefur tekið þá ákvörðun að leggja niður veiðistjórnunarsvið sem staðsett var á Akureyri og flytja fyrrum veiðistjóra suður yfir heiðar til að gegna þar einhverju allt öðru starfi. Hvað varð um loforðið störf án staðsetningar? Var það innantómt blaður?

Þessi ákvörðun Þórunnar er illskiljanleg í ljósi þess að fyrrum veiðistjóri stóð sig afar vel í starfi. Sem dæmi um það er að þegar verið var að koma veiðikortakerfi veiðimanna á - sem var umdeilt - veitti veiðistjóraembættið svo góða þjónustu að til þess var tekið. 

Í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar segir að skilgreina eigi störf á vegum ríkisins sem hægt er að vinna án tillits til staðsetningar og þannig stuðlað að fjölgun starfa á landsbyggðinni. Það má vera að hafið sé þetta skilgreiningarstarf stjórnarflokkanna á því hvaða störf megi vinna utan höfuðborgarsvæðisins og hver ekki og að í þeirri vinnu hafi flokkarnir komist að því að alls ekki sé hægt að starfrækja embætti veiðistjóra á Akureyri.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hlynur Hallsson

Sammála þessu Sigurjón, Samfó er ekki að standa við stóru orðin (sem voru sennilega bara tóm) Bestu kveðjur,

Hlynur Hallsson, 14.11.2007 kl. 23:23

2 Smámynd: Sigurjón Þórðarson

Já Hlynur við erum nokkuð oft sammála.

Sigurjón Þórðarson, 14.11.2007 kl. 23:38

3 Smámynd: Jóhann Elíasson

Þá vitum við það (það er alveg "geirneglt"), að "mótvægisaðgerðirnar" svokölluðu eru ekkert annað en blekkingarleikur og sjónarspil, enda eru ráðherrar ríkisstjórnarinnar steinhættir að nefna þær á nafn eins og þær hafi aldrei verið til.

Jóhann Elíasson, 15.11.2007 kl. 11:17

4 Smámynd: Gísli Gíslason

En Sigurjón, getum við ekki verið sammála að kvótakerfið er hið besta mál !!!!

Gísli Gíslason, 15.11.2007 kl. 18:16

5 Smámynd: Sigurjón Þórðarson

Nei Gísli það held ég ekki.

Sigurjón Þórðarson, 15.11.2007 kl. 21:27

6 Smámynd: Benedikt Sigurðarson

Ástæða til að vekja athygli á því þegar menn eru ekki að standa sig.  Störf án staðsetningar  - að danskri fyrirmynd - eiga alls ekki að þýða að stofnanir og fjöldi starfa verði fluttur frá landsbyggð og þá sérstaklega frá Akureyri.

Við skulum slá skjaldborg um Jafnréttisstofu á Akureyri - og ekki láta flytja hana suður.

Það má alveg treysta því að það er ekki ánægja með svona vinnubrögð hjá "óbreyttum" í Samfylkingunni - frekar en með það hversu veikir okkar fulltrúar og ráðherrar virðast í að draga hagsmuni til okkar svæðis.

Sérstaklega vekur þó athygli að öllum svokölluðum mótvægisaðgerðum er stýrt framhjá Akureyri og Eyjafirði og einelti Sjálfstæðisflokksins gegn Háskólanum á Akureyri og sérstaklega misbeiting Þorgerðar Katrínar gegn skólanum  - - er orðið suddalega áberandi - - -

Við þetta verður nú tæplega unað mikið lengur . . . .

Benedikt Sigurðarson, 15.11.2007 kl. 22:01

7 Smámynd: Sigurjón Þórðarson

Benidikt það er vonandi að Samfó girði sig í brók.

Sigurjón Þórðarson, 15.11.2007 kl. 22:58

8 identicon

Ekki held ég að ríki mikill vilji eða skilningur hjá forystuliði Samfylkingarinnar á nauðsyn þess að skapa betra efnahagslegt, atvinnulegt og menningarlegt jafnvægi á milli Stór-Reykjavíkursvæðisins og landsbyggðarinnar. Hugmyndafræði þessarar fylkingar er uppsoðin markaðshyggja og gagnast engum nema kaupsýslustéttinni. Þar á bæ er fólk andvígt öllum ráðstöfunum í byggðamálum sem rýra kunna beina hagsmuni Reykjavíkursvæðisins. Það þykir í lagi að bora nokkur jarðgöng og leggja betri vegi út á landsbyggðinni á þeim forsendum að það auðveldi ferðafólki að komast um. Hjá þessari bændahaturshreyfingu er enginn skilningur á því að fólkið í þessu landi hafi einhvern sérstakan rétt  á því að ráða yfir svæðisbundnum auðlindum og nýta þær í eigin þágu, eða að styrkja þurfi tenginguna á milli menntunar og nýtingu náttúruauðlinda landsins. Ingibjörg Sólrún hefur sérstaklega auglýst vanhæfni sína til að standa fyrir róttækum breytingum til hagsbóta fyrir landsbyggðina með því að tala sífellt um þarfir Efnahagsbandalagsins, að það vilji fá okkur undir sinn verndarvæng, hernaðarlega og efnahagslega. Hún treystir sér auðvitað ekki sjálf til að rústa hagkerfi landbúnaðarins, heldur vill að skrifræðisbáknið í Brussell sjái um þau skítverk. Frjálslyndi flokkurinn er með nokkuð rétta sín, að mínu mati, á auðlindamálin. Stefna hans væri að minnsta kosti góð byrjun í þá átt að rétta við hag landsbyggðarinnar. Með því að leggja niður kvótakerfið og dreifa efnahagslegu valdi í sjávarútveginum, myndi virkjast á nýjan leik atorkusemi margra á landsbyggðinni. Verðbréfakapitalisminn þarf að víkja fyrir raunverulegu einkaframtaki í sjávarútvegi. Það er nefninlega svört lýgi að kvótakerfið hafi leitt til ábatasamrar hagræðingar. Kvótakerfið hefur valdið kulnun í atvinnugreininni, orsakað gífurlega skuldsetningu og ýtt verði aflaheimilda svo hátt upp að það er komið úr öllum takti við arðbæra fjárfestingu. Að eiga aflaheimildir í dag jafngildir því að hafa ákveðin völd, án þess að samræmi sé á milli verðgildis aflaheimildanna og arðbærrar nýtingar þeirra. Þetta hefur skeð vegna þess að aflaheimild er ávísun á mjög takmarkaða auðlind. Verðbréfakapitalistarnir hafa skilið hvernig hægt er að nota þær, ekki til að greiða fyrir arðbærri starfsemi, þ.e. fiskveiðum, heldur sem skattheimtukerfi. Þannig blóðmjólka þeir fjölmarga útgerðarmenn sem nánast af ávana og eintómri þrjósku halda áfram að stunda fiskveiðar.

Svona er það nú, að það þýðir lítið að tala um heilbrigða byggðastefnu ef byggðalögin eru svipt öllum rétti á nýtingu þeirra auðlinda sem þau frá fornu fari reistu sína tilvist á. Háskólinn á Akureyri er strax orðinn að betlistofnun í augum skriffinnskudýrkendanna í Samfylkingunni. Þeir vilja ekki að hann verði öflugt mennta og rannsóknarsetur er gæti tengst of mikið praktískri byggðastefnu.  

Guttormur Sigurðsson (IP-tala skráð) 16.11.2007 kl. 00:39

9 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Sæll Sigurjón.

Því miður eru aðgerðir stjórnvalda í formi hinna " nýju fata keisarans " í málamyndasjónarspili tækifærismennsku allra handa til handa ráðandi aðilum við stjórnvölinn, ekki ný saga þar á bæ.

kv.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 16.11.2007 kl. 02:41

10 Smámynd: Högni Jóhann Sigurjónsson

Ég hef orðið áhyggjur af því að þjóðin sé að klofna í höfuðborgarsvæði annarsvegar og svo landsbyggðar..................... hinsvegar.

Það er orðið þannig að þegar utanbæjarþingmenn eru búnir að vera svo sem eins og eitt kjörtímabil á þingi, þá mætti ætla að einhver misseri sé viðkomandi búinn að vera að miga utan í þingmenn og aðra snobbara þarna fyrir sunnan og einfaldlega orðinn afhuga landsbyggðinni.

Högni Jóhann Sigurjónsson, 16.11.2007 kl. 20:39

11 Smámynd: Jóhann Elíasson

Að mestu leiti, held ég og fleiri eru um þessa skoðun, Íslendingar skiptast ekki í höfuðborgar- og landsbyggðarfólk, fyrir u.þ.b þremur kynslóðum bjuggu allir í sveitinni, þannig að við erum öll úr sveitinni, ég trúi því ekki að fólk vilji ekki gangast við uppruna sínum.  Stöndum saman!

Jóhann Elíasson, 16.11.2007 kl. 22:25

12 Smámynd: Högni Jóhann Sigurjónsson

Það er eimitt svo skrýtið Jóhann að það er svo stutt síðan.

Já stöndum saman það skiptir máli.

Högni Jóhann Sigurjónsson, 17.11.2007 kl. 21:20

13 Smámynd: Benedikt Sigurðarson

Þessi klofningur milli höfuðborgar og landsbyggðar er hluti af öðrum klofningi og aðgreiningarhyggju í samfélaginu - og umræðu sem felur í sér "andstæðingavæðingu" - þ.e. ef þú ert ekki með mér eða sammála fyrirfram þá hlytyur þú að vera á móti mér:

Gildir einu hvort þetta er innan samfélaga og byggðarlaga eða á milli landshluta og milli hópa.

Okkur gengur illa að vinna saman að því að hámarka árangur okkar - og halda hóflegu jafnvægi og sanngirni á milli sjónarmiða og hagsmuna.

Að mínu mati er það ekki nokkur vafi að við eigum kost á að skila auknum afrakstri fyrir hagkerfið með því að keyra alla anga þess og við munum nýta mannauð og frumkvæði og sköpunargetu samfélagsins best með því að hlú að og virkja ferla sköpunar á landsbyggðinni ekki síður en á höfuðborgarsvæðinu.

Hagræðingarnauðhyggjan sem rekin hefur verið um skeið er skelfilega vitlaus hagfræði - þó sýna megi fram á að það sé sparnaður til skemmri tíma að færa t.d. alla sérfræðilækningar inn til LSH og það sé einnig sparnaður til skemmri tíma að leggja alla háskólakennslu inn í Háskóla Íslands - - og jafnvel leggja niður alla opinbera starfsemi á landsbyggðinni ca. frá Snæfellsnesi norðurum að Vík í Mýrdal - þá er þetta hagfræði sem gengur ekki upp.   Samt er hún rekin að hluta til í gegn um fjárlögin - allan síðasta áratug og langleiðina frá því Davíð kom til valda 1991.

Ef Samfylkingin ætlar að framlengja þessa valdstjórn í Davíðsandanum gangvart landsbyggðinni - þá verður nú eitthvað sneggra um ráðherradóminn hjá Össuri og Kristjáni Möller og minn góði formaður þarf líklega að finna sér aðra afþreyingu.  

Líklega veltur það nú á flokksmönnum SF - hvort við látum þetta yfir okkur ganga - alveg þegjandi eða með "ráðherraglansinn" einan í augum.   Reykjavíkursjálflægning er erfið við að fást - bæði í stjórnkerfninu og pólitík - og bendir til þess að þarna hafi skorist allt of skarpt á þær rætur sem við eigum öll í dreifbýlu Íslandi síðustu aldar.  

Benedikt Sigurðarson, 18.11.2007 kl. 17:55

14 Smámynd: Sigurjón Þórðarson

Benedikt það verður fróðlegt að fylgjast með þróun mála en ég efast stórlega um að ISG muni breyta kúrsinum nema þá helst í málefnum femínista.

Ef skoðað er fjárlagafrumvarpið sem liggur til afgreiðslu kemur fram að útgjöld rekstur skrifstofu iðnaðarráðherra eig að hækka um rúmlega 12 % en sá liður sem ætlaður er til byggðmála á að hækka um2% þ.e. í byggðaáætlun og Byggðastofnun.

Ráðherrar úr báðum stjórnarflokkum eru búnir að básúna það út stofnunin muni leika lykilhlutverk í svokölluðum mótvægisaðgerðum en það sést nú ekki fjárlagafrumvarpinu.

Sigurjón Þórðarson, 19.11.2007 kl. 09:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband