9.11.2007 | 09:55
Á drykkjuhneigð Íslendinga rót sína að rekja til lélegrar fæðu?
Um nokkurt skeið hef ég haft áhuga á náttúrulækningum og markast sá áhugi af því að bróðir minn hefur um árabil rekið fyrirtækið Eðalvörur sem flytur inn rautt Eðalginseng alla leið frá Kóreu. Svo hef ég einnig góða reynslu af vallhumalssmyrslum. Ég hef m.a.s. aðstoðað við gerð þeirra. Það er þó ekki vegna þess að ég lifi af baunaspírum sjálfur eða sé mikill meinlætamaður.
Einn merkasti brautryðjandi í þessum efnum, sá sem ruddi brautina í þessum náttúrulækningum, er Jónas Kristjánsson, stofnandi Náttúrulækningafélagsins. Jónas starfaði um árabil hér á Sauðárkróki, lungann úr starfsævi sinni þar sem skrifaði margan fyrirlesturinn um hugðarefni sín sem ég hef verið að kynna mér. Það má segja að kjarninn í þessum boðskap eigi aldrei betur við en einmitt núna. Hann leggur áherslu á að betra sé heilt en vel gróið. Hann bendir á mikilvægi fæðunnar og ábyrgð einstaklingsins á eigin heilsu.
Hann tekur líka á offóðrun eins og hann kallar það, er talsmaður hófsemdar í allri inntöku. Ég er á því að sá boðskapur eigi sérlega vel við nú.
Eins og sönnum hugsjónamanni sæmir hættir Jónasi til að ætla að skýra öll mannanna mein með hugðarefni sínu sem er rangt mataræði. Hann varpar t.d. fram þeirri spurningu hvort drykkjuhneigð Íslendinga stafi af lífsnauðri fæðu sem landinn neytir í miklum mæli.
Alkóhólið er deyfilyf sem felur þreytu og þyngd til skamms tíma, segir Jónas. Það væri ekki úr vegi að kanna þessa kenningu Jónasar, nú vofir helgin yfir og miklir bjórsvelgir ættu að vita hvort ekki slægi á þorstann að koma við á grænmetisbarnum.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bloggvinir
- Helga Þórðardóttir
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Jens Guð
- Hallgrímur Guðmundsson
- Ásta Hafberg S.
- Jóhann Elíasson
- Aðalheiður Ámundadóttir
- Óskar Helgi Helgason
- Georg Eiður Arnarson
- Óskar Þorkelsson
- Jakob Falur Kristinsson
- Kolbrún Stefánsdóttir
- Baldvin Jónsson
- Jakobína Ingunn Ólafsdóttir
- Ragnheiður Ólafsdóttir
- Hallur Magnússon
- Sigurður Þórðarson
- Gunnlaugur B Ólafsson
- Guðrún María Óskarsdóttir.
- Katrín
- Þarfagreinir
- Samtök sjálfstæðra í sjávarútvegi
- Frjálslyndi flokkurinn í Eyjafirði
- Hallgrímur Óli Helgason
- Jón Kristjánsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Jón Valur Jensson
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Kjartan Eggertsson
- Halla Rut
- Ingólfur Þór Guðmundsson
- Grétar Pétur Geirsson
- Guðrún Þóra Hjaltadóttir
- J. Einar Valur Bjarnason Maack
- ragnar bergsson
- Bjarni Harðarson
- Rannveig Þorvaldsdóttir
- Sigurður Sigurðsson
- Eiríkur Guðmundsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- erlahlyns.blogspot.com
- Agný
- Guðjón Ólafsson
- Einar Ben
- Jón Aðalsteinn Jónsson
- Georg P Sveinbjörnsson
- Gunnar Freyr Hafsteinsson
- Ólafur Ragnarsson
- Guðrún Magnea Helgadóttir
- Ólafur Björn Ólafsson
- Halldór Jónsson
- Elvar Atli Konráðsson
- Kristján H Theódórsson
- Guðjón Sigþór Jensson
- Helgi Már Barðason
- Brynja Hlíf Þorsteinsdóttir
- Víðir Benediktsson
- Valgerður Sigurðardóttir
- Jens Sigurjónsson
- Vestfirðir
- Sigurður Ásbjörnsson
- Jón Magnússon
- Viðar Friðgeirsson
- Axel Jóhannes Yngvason
- Svava S. Steinars
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Quackmore
- Árni "Gamli" Einarsson
- Haukur Már Helgason
- Þóra Guðmundsdóttir
- Heiða Þórðar
- Steingrímur Ólafsson
- Vefritid
- Ársæll Níelsson
- S. Einar Sigurðsson
- Rannveig H
- Gísli Gíslason
- Bjarni Kjartansson
- Steingrímur Helgason
- Fiðrildi
- Baldur Fjölnisson
- Þorsteinn Ásgeirsson (Icerock)
- Linda Lea Bogadóttir
- Félag Ungra Frjálslyndra
- Hanna
- Sverrir Stormsker
- Ottó Marvin Gunnarsson
- gudni.is
- Einar Vignir Einarsson
- Hákon Unnar Seljan Jóhannsson
- Valgerður Halldórsdóttir
- Guðmundur Jónas Kristjánsson
- Sæþór Helgi Jensson
- Fríða Björk Einarsdóttir
- Jóhann Kristjánsson
- Oddur Helgi Halldórsson
- Guðrún Jóna Gunnarsdóttir
- María Harðardóttir og Þorsteinn Narfason
- Grétar Rögnvarsson
- Ragnar Þór Ingólfsson
- Róbert Guðmundur Schmidt
- Steinn Hafliðason
- Landssamband ungra frjálslyndra
- Bergþóra Árnadóttir - RIP 15.2.48 - 8.3.07
- Þórir Aðalsteinsson
- Vilborg Traustadóttir
- Arnþrúður Karlsdóttir
- Sævar Einarsson
- Ketilás
- Ómar Pétursson
- Eyþór Grétar Grétarsson
- FF
- Jón Þór Bjarnason
- Óskar Þ. G. Eiríksson
- Vilhjálmur Árnason
- Alexander Kristófer Gústafsson
- Róbert Tómasson
- Landvernd
- ThoR-E
- Haraldur Baldursson
- Sigurður Jón Hreinsson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- busblog.is
- Sigríður Inga Sigurjónsdóttir
- Himmalingur
- Svanhildur Karlsdóttir
- Gísli Birgir Ómarsson
- Árni Árnason
- Grétar Mar Jónsson
- Perla
- Ingunn Guðnadóttir
- Irma Þöll
- Skattborgari
- Gulli litli
- Jón Snæbjörnsson
- Þráinn Jökull Elísson
- Sigríður Elfa Eyjólfsdóttir
- Mál 214
- Bullukolla
- kreppukallinn
- hreinsamviska
- Arinbjörn Kúld
- Orgar
- Guðjón Baldursson
- Gunnar Þór Gunnarsson
- Hörður B Hjartarson
- Gunnar Björn Björnsson
- Haraldur Hansson
- Þórólfur S. Finnsson
- Birna Steingrímsdóttir
- Gestur Guðjónsson
- Jónas Rafnar Ingason
- Stríða
- Götusmiðjan
- Brynja skordal
- Haraldur Bjarnason
- Guðmundur Óli Scheving
- Ásta
- Markús frá Djúpalæk
- Jörundur Garðarsson
- MIS
- Þorsteinn H. Gunnarsson
- Björn Júlíus Grímsson
- S Kristján Ingimarsson
- Bryndís Haraldsdóttir
- Þórður Björn Sigurðsson
- Magnús Kristjánsson
- Bergur Sigurðsson
- Guðrún Ólafía Brynleifsdóttir
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Ólafía Herborg Jóhannsdóttir
- Heimssýn
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Óskar Arnórsson
- Sigurbjörn Svavarsson
- Árni Davíðsson
- Lúðvík Lúðvíksson
- Árelíus Örn Þórðarson
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Jakob Þór Haraldsson
- Guðrún Katrín Árnadóttir
- Þorsteinn Valur Baldvinsson
- L.i.ú.
- Rafn Gíslason
- Vilhjálmur Sveinn Björnsson
- Samtök Fullveldissinna
- Vaktin
- Arnar Guðmundsson
- Lárus Baldursson
- Sveinn Elías Hansson
- Þórarinn Baldursson
- Kjartan Magnússon
- ÞJÓÐARHEIÐUR - SAMTÖK GEGN ICESAVE
- Berglind Steinsdóttir
- Bjarney Vigdís Ingimundardóttir
- BJÖRK
- Björn Emilsson
- Dagný
- Dominus Sanctus.
- Friðgeir Sveinsson
- Guðmundur Ásgeirsson
- Guðmundur Pálsson
- Helgi Þór Gunnarsson
- Högni Snær Hauksson
- Inga Sæland Ástvaldsdóttir
- Jón Þórhallsson
- Kristján P. Gudmundsson
- Ómar Bjarki Smárason
- Ragnar Stefán Rögnvaldsson
- Rósa Aðalsteinsdóttir
- Samstaða þjóðar
- Sigurður Ingólfsson
- Stefán Júlíusson
- Sumarliði Einar Daðason
- Sveinn Björnsson
- Tryggvi Gunnar Hansen
- Úrsúla Jünemann
- Valdimar H Jóhannesson
Tenglar
Mínir tenglar
- Losnað við pestina Þetta hefur reynst mér vel við að losna við allar pestir þá 5 mánuði sem ég hef reynt immiflexið
- Ginseng Hér fæ ég kraftinn
- Frjálslyndi flokkurinn Vill breyta kvótakerfinu
- Ungmennasamband Skagafjarðar Ég er formaður
- Hér kaupi ég tölvudótið Ódýrt og gott
Sjávarútvegsmál
- Hafró Stofnunin þar sem ákveðið er hversu mikið má veiða
- Landssamband íslenskra útvegsmanna LÍÚ
- Landssamband smábátaeigenda LS
- Jörgen Niclasen Formaður Fólkaflokksins í Færeyjum
- Helgi Áss Grétarsson Sérfræðingur í HÍ á vegum LÍÚ
Fréttamiðlar
- Al Jazeera Gefur Bandaríkjamönnum engin grið
- BBC BBC
- Börsen Dönsk fjármálasíða
- Seðlabankinn Musteri Davíðs
Nýjustu athugasemdir
- Hvaðan á kvótinn að koma?: Sæll Sigurjón; og þakka þjer símaspjallið, í gær ! Það er orðið... 4.1.2025
- Sjálfstæðisflokkurinn er í miklum vanda: Sæll á ný; Sigurjón - sem og þið nafna, bæði ! Ágætar upprifj... 30.12.2024
- Sjálfstæðisflokkurinn er í miklum vanda: Sæll Sigurjón. Er það rétt, hefur Flokkur fólksins ekki haldið ... 30.12.2024
- Birtir yfir stjórnmálunum: Komið þið sælir; á ný ! Jóhann Stýrmaður ! Segjum tveir:: jeg s... 24.12.2024
- Birtir yfir stjórnmálunum: Því miður "bresta krosstré sem önnur tré". Fréttir voru að be... 24.12.2024
- Birtir yfir stjórnmálunum: . . . . rjett í þessu; greinir frjettastofa Ríkisútvarpsins frá... 22.12.2024
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (4.1.): 180
- Sl. sólarhring: 180
- Sl. viku: 1089
- Frá upphafi: 1016366
Annað
- Innlit í dag: 160
- Innlit sl. viku: 973
- Gestir í dag: 158
- IP-tölur í dag: 158
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Myndaalbúm
Eldri færslur
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Janúar 2024
- Apríl 2023
- Október 2022
- Október 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Janúar 2019
- Apríl 2018
- Desember 2017
- Október 2016
- Ágúst 2016
- Janúar 2016
- Nóvember 2015
- Nóvember 2014
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Desember 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
Athugasemdir
Ja því ekki það Sigurjón.
Nú tek ég eftir að þú segir drykkjuhneygð en ekki drykkjusýki í þessu samhengi þannig að þú ert vafalaust að tala um þá sem drekka of mikið þrátt fyrir að vera ekki alkohólistar. Nú veit hver þokkalega stálpaður fullorðinn einstaklingur hvað gott mataræði, svefn og fleira hefur mikilvæg áhrif á andlega- sem líkamlega líðan.
Ef maður innbyrðir mikið rusl fæði þá er það fljótt að segja til sín svo ég tali fyrir mína parta allavega. Maður verður orkulaus og finnur fyrir ýmiskonar vanlíðan. Svoleiðis einkenni eru ekki ólíkleg til þess að fólk helli í sig einum eða tveimur þannig að þessi rökfræði heldur alveg.
Svo nú sé ekki minnnst á offituvandamálið og aðra þá lífsstílssjúkdóma sem fylgja röngu og lélegu mataræði.
kær kveðja
Eggert
Eggert Vébjörnsson (IP-tala skráð) 9.11.2007 kl. 13:00
Mjög góðar pælingar Sigurjón. Eggert Vésteinsson kemur með mjög skemmtilegan vinkil á þetta mál, þetta er nokkuð sem þarf að rannsaka.
Jóhann Elíasson, 9.11.2007 kl. 15:37
Þegar ég var 27 ára lærði ég hugleiðslu af indverskum jóga. Á sama tíma fór ég á jurtafæði (borðaði reyndar einnig mjólkurvörur). Ég bæði reykti og drakk stundum vín á þessum tíma. Eftir að hafa tekið upp þennan nýja lífsstíl, hvarf fljótlega öll löngun mín í bæði tóbak og vín. Einnig fækkaði bíóferðum mínum um ca. 90 prósent. Ég held að þetta hafi meir með "fóður" handa huganum að gera heldur en mataræði. Ef löngunum hugans er ekki stýrt inn á fíngerðari svið getur fólk lent í allskyns neysluvandamálum. Ég gæti útskýrt þetta betur en læt þetta nægja.
Guttormur Sigurðsson (IP-tala skráð) 9.11.2007 kl. 15:59
Já ég held að ég sé sammála Eggerti með þessi offituvandamál.
og "Allt er gott í hófi"
T.d. ég er með mígreni svo ef ég er að borða mikið af óhollum mat eða mat sem inniheldur msg,þá verð ég bara fárveikur.
Aron Berg (IP-tala skráð) 9.11.2007 kl. 23:05
Alveg laus við þessa vínlaungum enda aldrei verið svangur á ævinni, og nú hámar maður í sig grænmeti og líður miklu betur :)
Þorsteinn Ásgeirsson (Icerock), 9.11.2007 kl. 23:48
Sæll Sigurjón.
Sjálfsagt að velta spurningum upp um þessi mál, maður er það sem maður borðar.
kv.gmaria.
Guðrún María Óskarsdóttir., 10.11.2007 kl. 02:31
Einu má aldrei gleyma og það er umhverfið og áhrif þess á einstaklinginn. Óæskileg áhrif geta t.d. verið slæmur félagsskapur. Drykkjuskapur fyrrum var oft tengdur slæmum aðbúnaði, fátækt og lélegri atvinnu. Þannig voru búðirnar á þéttbýlisstöðunum oft þéttsetnar af körlum sem biðu eftir því að einhver átti leið framhjá og kaupmaðurinn bauð upp á staup.
Þegar boðskapur templara frá Bandaríkjunum barst hingað til lands upp úr 1880 varð hér nokkur breyting. IOGT (International order of good fellows minnir Mosa að eigi að lesa úr þessari skammstöfun) hafði miklar hugarfarsbreytingar.
Mjög merkilegt er að verkalýðshreyfingin yfirtók furðumargt úr félagsskap templara. Þannig var rökstuðningur fyrir því að halda sér frá brennivíninu og öðrum áfengum drykkjum að neysla þeirra drægi stórlega úr fátækt og vesöld einstaklingsins. Neysla þessara drykkja ætti því stóran þátt í að halda fólki í fátæktargildrunni. Er þetta ekki sama uppi á teningnum í dag með eiturlyfjunum?
Með templurum opnaðist nýr heimur fyrir fátækt fólk: það tók allt í einu þátt í formlegum félagsskap. Þegar verkalýðsfélögin voru stofnuð um og eftir aldamótin 1900 höfðu þau skipulag og fundarsköp templara til fyrirmyndar sínum félögum. Meira að segja var gjaldkeri Dagsbrúnar nefndur „fjármálaritari“ - nokkuð skemmtilegt orð - í lögum félagsins! Sennilega hefur þessu verið breytt og er eftirsjá að þessu orði sem komið er inn í íslenskuna frá templurum.
Annars er fróðlegt að skoða nýja fleti á hinum ýmsu málum.
Jú það sem þú Sigurjón beinir athygli a: auðvitað er það sem við etum og drekkum sem hefur bein áhrif á líf okkar og störf!
Bestu kveðjur norður heiðar!
Mosi - alias
Guðjón Sigþór Jensson, 10.11.2007 kl. 08:29
Það er alltaf jafn áhugavert að lesa skrifin þín Sigurjón. Ekki bara vegna málefnanna heldur líka vegna þess að þú skrifar bæði einstaklega vel og skemmtilega.
Mér datt eitt í hug þegar ég las þetta og það er að þynnka kallar yfirleitt á ruslfæði. Það er auðvitað afleiðing en ekki orsök og þó.... Það er örugglega heilmikið til í þessu hjá þér.
Hanna, 10.11.2007 kl. 09:53
Sæll Sigurjón Gaman að sjá þig ræða eitthvað annað en um fjölda þorskhausa í sjónum og hver eigi þá.
Líkamsvitund og sjálfstjórn spila saman í að móta orkujafnvægi okkar og atferli.
Jónas hefur án efa verið á undan sinni samtíð að mörgu leyti.
Gunnlaugur B Ólafsson, 10.11.2007 kl. 15:05
Var að flakka í bloggveröld og rakst hér inn hjá þér, reyndar ekki í fyrsta sinn Sigurjón minn.
Bestu kveðjur
Gunna
(Gunnukaffi Hvammstanga )
Guðrún Jóhannesdóttir, 10.11.2007 kl. 16:06
Eggert: það er rétt að offita er vaxandi vandamál en afleiðingar hennar munu því miður nokkuð örugglega þjaka heilbrigðiskerfið í vaxandi mæli.
Guttormur: Ég hef aldrei reynt jóga en mér var ráðlagt á sínum tíma að fara í jóga en það er nú reyndar nokkuð langt að sækja jógatíma héðan frá Sauðárkróki.
Fullur: Hvernig er það er það ekki hluti af nautninni að verða svangur til þess að fá virkilega nautn út úr því að borða og verða vel saddur á ný?
Mosi: Þetta er afar athyglisvert innleg og það er eflaust vel þess virði að kynna sér sögu templarahreyfingarinnar.
Hæna: Maður fer eilítið hjá sér við að lesa þetta hól en varðandi þynnkuna þá á ég það að horfa á heila formúlu ef ég er þunnur en annars horfi ég gjarnan eingöngu á startið og lokin.
Gulli: Þú skalt bara þakka fyrir að ég skirfa um þorskinn en ekki langa pistla um hin áhugamál mín sem eru sund og skólp.
Magga: Þú verður að koma aftur í mat og rifja þetta upp.
Gunna: Gaman að sjá þig hér og skilaðu endilega góðri kveðju til alls þíns fólks.
Sigurjón Þórðarson, 10.11.2007 kl. 19:09
Skemmtilegar pælingar hjá þér og fara vel við rauðvínsglasið úr beljunni sem ég keypti í mjólkurbúð ríkisins fyrir helgi.
Halla Rut , 10.11.2007 kl. 22:58
Trúlega hefur neysla fólks mikil áhrif á líf þess, bæði hvað varðar hegðan og líðan. Síðari tíma rannsóknir hafa leitt það í ljós að spenna og hraði sem að einkennir líf okkar hefur mjög mikil áhirf á neyslu okkar bæði hvað mat og drykk varðar. Ef vinfrumvarpið nær í gegn verður líka mikil breyting á víndrykkju fólks. Því það sem alltaf er fyrir augunum á fólki verður jú sjálfsagðir hlutur. Það vita aulýsendur, þess vegna hamra þeir á okkur stöðugt með myndum og orðum.
Guðrún Þóra Hjaltadóttir, 11.11.2007 kl. 16:54
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.