Leita í fréttum mbl.is

Hugvit á Siglufirði

Ég er kominn á fulla ferð í gömlu nýju vinnunni minni hjá Heilbrigðiseftirliti Norðurlands vestra. Mér hlotnaðist m.a. sá heiður á nýlegum aðalfundi Félags heilbrigðisfulltrúa að vera kosinn ritari. Ég bíð nokkuð spenntur eftir fyrsta stjórnarfundinum sem verður boðaður í vikunni en það starf leiðir bloggvinkona mín Svava Steinarsdóttir.

Það er ýmislegt að gerast þessa dagana á sviði umhverfismála í sveitarfélögum landsins. Víða er leitað leiða til að minnka úrgang, t.d. með jarðgerð. Síðasta fimmtudag skoðaði ég með heilbrigðisnefnd Norðurlands vestra nýja moltumaskínu sem framleidd er á Vélaverkstæði SR á Siglufirði. Til stendur að sú vél muni jarðgera allan lífrænan úrgang frá íbúum Siglufjarðar, og þegar fram líða stundir og austurhlutinn verður tengdur vesturhlutanum verður úrgangi líka safnað þaðan, þá líka frá Ólafsfirðingum.

Ef þetta verkefni gengur vel í Fjallabyggð eru líkur til að hægt verði að koma tækinu í gagnið á fleiri stöðum á landinu. Svo náttúrlega eru Króksarar komnir af stað með að jarðgera allan lífrænan úrgang frá sláturhúsinu sem er eitt stærsta sláturhús landsins. Búnaðurinn verður formlega tekinn í notkun á ráðstefnu sem mig minnir að verði haldin 8. nóvember nk.

Vonandi gengur allt vel hjá Siglfirðingunum. Það er brýnt að menn sjái tækifæri og lausnir þegar rætt er um umhverfismál og komi umræðunni í jákvæðan farveg.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband